Morgunblaðið - 30.11.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 47
-bara lúxus
Sími 553 2075
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
DÝRIN TAKA
VÖLDIN!
Sýnd kl. 7 og 10 B.I. 14 ára
Sýnd kl. 8 og 10 B.I. 12 ára
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
eeeee
EMPIRE
T.V. - Kvikmyndir.com
eeee
S.V. Mbl.
eeeee
THE MIRROR
Eruð þið tilbúin fyrir eina
fyndnustu mynd
allra tíma?KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
DÝRIN
TAKA
VÖLDIN!
Sýnd með íslensku og ensku tali
70.000 gestir!
Pulse kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Casino Royale kl. 5.30, 8.30 og 10.15 B.i. 14 ára
Skógarstríð m.ísl.tali kl. 6
Mýrin kl. 6 og 8 B.i. 12 ára
Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins,
besti leikar ársins,
besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn og
besta tónlistin (Mugison)
450 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Sími - 551 9000
eeee
S.V. Mbl.
eeeee
V.J.V. - Topp5.is
T.V. - Kvikmyndir.com
Á
Sýnd kl. 6 ÍSLENSKT TAL
Sýnd kl. 6 og 8
B.I. 12 árawww.laugarasbio.is
eeee
Þ.Þ. Fbl.
eeee
S.V. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
eeee
V.J.V. Topp5.is
eeee
Blaðið
Uppákomur
Bókasafn Kópavogs | Í dag kl. 17.15–18 er
lesið úr nýjum bókum. Steinar Bragi: Hið
stórfenglega leyndarmál Heimsins, Sigur-
jón Magnússon: Gaddavír, Jón Karl Helga-
son: Brestir í Brooklyn, þýð. á bók Paul
Auster. Bókabúðin Hamraborg býður 30%
afslátt á bókunum. Heitt á könnunni, allir
velkomnir.
Jafningjafræðsla Hins hússins | Jafn-
ingjafræðsla Hins hússins heldur tónleika í
Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af því að átaki
þeirra „Nóvember gegn nauðgunum“ er að
ljúka. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og standa
til kl. 22. Listamenn sem koma fram: KK,
Pétur Ben., Reykjavík, og Original Melody.
Mannfagnaður
Hraunbær 105 | Föstudaginn 8. desember
verður jólafagnaður í félagsmiðstöðinni
Hraunbæ 105. Skráningu lýkur mánudag-
inn 4. desember. Nánari upplýsingar í síma
587 2888.
Kvenfélagið Hringurinn Hafnarfirði | Jóla-
fundur verður haldinn í húsi félagsins, Suð-
urgötu 72, 1. des. kl. 19.30. Jólanefndin
verður með jólasögu, hugvekju og happ-
drætti. Súkkulaði, kaffi og meðlæti.
Fyrirlestrar og fundir
ÍSÍ-húsinu | Fyrirlestur um Upledger
höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð í
kvöld kl. 19.30 í E-sal í húsnæði ÍSÍ við
Engjaveg 6, 3. hæð, Laugardal. Fyrirlesari
er Don Ash P.T., CST-D. Uppl. á www.upled-
ger.is. Opið öllum og aðgangseyrir enginn.
Íþróttamiðstöðin | Fyrirlestur um Upled-
ger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðf.
fimmtudag. 30. nóv. kl. 19.30 í E-sal í hús-
næði ÍSÍ við Engjaveg 6, 3. hæð, Laugardal.
Fyrirlesari er Don Ash P.T., CST-D. Uppl. á
www.upledger.is. Opið öllum og aðgangs-
eyrir enginn.
Kvenfélagið Fjallkonurnar | Jólafundur
hjá Fjallkonunum verður þriðjudaginn 5.
des. kl. 19.30 í Safnaðarheimili Fella- og
Hólakirkju. Jólamatur. Sigríður Rún verður
með hugvekju. Börn úr TTT koma. Konur,
munið eftir jólapökkunum. Tilkynnið Binnu
í síma 557 3240.
Landakot | Síðasti fræðslufundur á vegum
Rannsóknastofu í öldrunarfærðum RHLÖ á
haustönn 30. nóv. kl. 15. Sýnd verður
fræðslumyndin Hugarhvarf – lífið heldur
áfram með heilabilun. Myndin fjallar um
leiðir til að annast heilabilaða og viðhalda
góðum og árangursríkum samskiptum við
þá. Sent verður út með fjarfundabúnaði.
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands | Með hagnað að leiðarljósi: lærdóm-
ur sem draga má af stjórnunarleikjum. Op-
inn fyrirlestur í boði MBA-námsins við
Háskóla Íslands fim. 30. nóv. kl. 15–16 í
Námunni, húsi Endurmenntunar Hí, Dun-
haga 7. Juuso Töyli prófessor við Helsinki
School of Economics mun í erindi sínu
kynna stjórnunarleikinn SIMBU og miðla
reynslunni af notkun hans. www.mba.is.
Útivist og íþróttir
Hnefaleikafélag Reykjavíkur | Fyrsta
keppnin í vetur í ólympískum hnefaleikum
verður haldin laugardaginn 2. desember kl.
20 og fer hún fram í húsnæði Hnefaleika-
félags Reykjavíkur í Faxafeni 8, Rvk. Kepp-
endur verða frá 4 félögum, það er H.R. –
H.F.H. – H.F.A. – H.F.Rn.
www.hnefaleikar.com.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Kl. 9 vinnustofan
opin og jóga. Kl. 10 bað og boccia kl.
13 vinnustofa og myndlist, kl. 13.30.
Vídeó-stund, ýmsar myndir og þættir.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15–16, handa-
vinna kl. 9–16.30, smíði/útskurður kl.
9–16.30, leikfimi kl. 11, boccia kl. 9.30–
10.55, myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi,
fótaaðgerð, myndlist, bókband, blöð-
in liggja frammi. Í dag kl. 14 koma
3ja–5 ára börn frá Leikskólanum
Stakkaborg og skemmta okkur með
söng. Allir velkomnir.
FEBÁ, Álftanesi | Útskurðarnám-
skeið í smíðastofu skólans kl. 15.30–
18.30. Leiðbeinandi Friðgeir H. Guð-
mundsson. Efni og áhöld á staðnum.
Nánar í síma 863 4225. Litlakot kl.
13–16. Bútasaumsklúbburinn. Nýir
meðlimir velkomnir. Sjálfsafgreiðslu-
kaffi. Nánar í síma 863 4225.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Sr. Hans Markús Haf-
steinsson héraðsprestur verður til
viðtals frá kl. 13–15.
Aðventuhátíð verður haldin 1. des. í
Stangarhyl 4 og hefst kl. 16. Hug-
vekju flytur sr. Þórir Stephensen,
börn úr Ártúnsskóla syngja, full-
veldisdagurinn, fornir og nýir jólasiðir,
aðventuljóð, gamanmál og fleira.
Félag kennara á eftirlaunum | Bók-
menntaklúbbur í Kennarahúsinu kl.
14–16. EKKÓ-kóræfing í Kennarahá-
skólanum kl. 17–19.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm-
og silfursmíði kl. 9.30. Róleg leikfimi
kl. 9.55. Bókband kl. 13. Athugið: Okk-
ar árlegi laufabrauðsdagur verður á
laugardaginn og hefst kl. 13, fjöl-
breytt dagskrá verður í boði.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK,
Gullsmára spilar alla mánu- og
fimmtudaga kl. 13. Sveitarkeppnin
hefst 2. nóvember. Handavinna kl. 9.
Brids kl. 13. Handavinna kl. 13. Jóga
kl. 18.15.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Garðaberg er opið kl. 12.30–16.30 og
þar er handavinnuhorn. Í Kirkjuhvoli
er smiðja þar sem unnið er í leir og
gler kl. 13. Karlaleikfimi í Ásgarði og
vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 13. Miðasala
í Garðabergi kl. 12.30–16.30 á jóla-
gleðina.
Félagsstarf eldri bæjarbúa í Mos-
fellsbæ | Margs konar handavinna,
brids og bókband. Tréskurður á
fimmtudögum.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30
helgistund, umsjón sr. Svavar Stef-
ánsson. Kl. 12.30 myndlist, umsjón
Nanna S. Baldursd. Kl. 13.15 „Kyn-
slóðir saman í Breiðholti“, félagsvist,
samstarf eldri borgara og Fellaskóla,
Garðheimar veita vegleg verðlaun,
allir velkomnir. Strætisvagnar S4, 12
og 17 stansa við Gerðuberg. Sími
575 7720.
Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9
smíðar og útskurður, almenn handa-
vinna. Sagan kl. 11 og spilað frá kl. 13.
Jólabingóið er á föstudag kl. 14. Allir
velkomnir.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin, postulínsmálun, hár-
greiðsla sími 894 6856. Kl. 10
boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegis-
matur. Kl. 12 útskurður. Kl. 14 félags-
vist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Leikfimi kl. 11.20. Glerbræðsla kl. 13.
Bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá
Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé-
lagsvist kl. 13.30, góðir vinningar,
kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir há-
degi. Fótaaðgerðir S. 588 2320. Hár-
snyrting S. 517 3005/849 8029.
Hæðargarður 31 | Hvernig væri að
kíkja við, skoða föstu dagskrána,
glugga í dagblöðin og fá sér mola-
sopa? Fastir liðir eins og venjulega.
Miðar á Vínarhljóml. í hús 4. des.
Jólabingó 5. des. kl. 13.30. Jólahlað-
borð 8. des kl. 17. Kynslóðir mætast
miðvikud. kl. 10.40. Fimmtudags-
konsert fimmtud. kl. 12.30. Sími
568 3132.
Kennaraháskóli Íslands | Ekkó-kór-
inn æfir í Kennaraháskólanum kl. 17–
19.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl.
9.30 er sundleikfimi í Grafarvogs-
sundlaug.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund og léttar æfingar kl. 13.30
Handavinnustofur kl. 13. Postulíns-
málun kl. 13. Boccia kl. 13.30. Kaffi-
veitingar kl. 14.30. Bingó kl. 15.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 lesið
úr dagblöðum, kl. 10 boccia, kl. 10.30
ganga, kl. 9–12 leirnámskeið, kl. 9–
16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upp-
lestur, kl. 13–16 leirnámskeið.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Skák í félagsheimil-
inu í kvöld kl. 19.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl.
9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15–
15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45
spænska. Kl. 11.45–12.45 hádegis-
verður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 12.30–
14.30 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla.
Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja
opin fyrir hádegi, bókband kl. 9–13,
morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10,
handavinnustofan er opin allan dag-
inn og allir velkomnir með handavinn-
una sína. Glerskurður kl. 13–17. Frjáls
spilamennska kl. 13–16.30. Félagsmið-
stöðin er opin fyrir alla aldurshópa.
Fyrirspurnir í síma 411 9450.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund
og samvera. Kl. 13 opinn salur.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður á vægu verði í safnaðarsal á
eftir.
Árbæjarkirkja | Kaffisala og happa-
drætti Líknasjóðs Kvenfélags Ár-
bæjarsóknar verður sunnudaginn 3.
des. og hefst með Hátíðarguðþjón-
ustu í Árbæjarkirkju kl. 14. Stjórnin.
Kvenfélag Árbæjarsóknar | Kven-
félagið heldur sinn árlega Jólafund 4.
desember kl. 20 í safnaðarheimili
Árbæjarkirkju. Jólamatur, söngur og
upplestur. Jólapakkaskipti. Vinsam-
lega látið Öldu vita í síma 866 8556.
Takið með ykkur gesti. Stjórnin.
Áskirkja | Kl. 10–12 foreldramorgnar.
Kl. 14 samsöngur undir stjórn organ-
ista, Kára Þormars. Kaffi og meðlæti
á eftir. Kl. 17 8–9 ára Klúbburinn. Kl.
18 TTT-starfið: Dagsskrá beggja
hópa: Æfing fyrir helgileikinn. Kl. 19
jólahlaðborð Safnaðarfélagsins í efri
safnaðarsal Áskirkju.
Breiðholtskirkja | Biblíulestur í
umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar
í safnaðarheimili kl. 20–22.
Bústaðakirkja | Foreldramorgunn
alla fimmtudaga kl. 10–12. Uppbyggi-
leg samvera með fræðslu og hress-
ingu. Nánari dagsskrá á kirkja.is. Um-
sjón Berglind og Lisbeth Borg.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl.
10 í fræðslusal. Leikfimi ÍAK kl. 11.15.
Bænastund kl. 12. Barnastarf 6–9 ára
kl. 17.15. Unglingastarf fyrir 13 ára kl.
19.30–21.30 á neðri hæð. www.digra-
neskirkja.is
Dómkirkjan | Opið hús alla fimmtu-
daga 14–16. Heitt á könnunni og létt
spjall. Allir velkomnir.
Fríkirkjan í Reykjavík | Kyrrðar- og
bænastund með altarisgöngu kl. 12–
12.30. Takið frá stund í erli dagsins og
eigið notalega stund í samfélagi við
guð. Kyrrðar- og bænastundirnar eru
í Kapellu safnaðarins að Laufásvegi
13. Allir velkomnir.
Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund er hvert fimmtudagskvöld í
Vídalínskirkju kl. 21. Gott er að ljúka
deginum og undirbúa nóttina í kyrrð
kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur
sínar og gleði. Tekið er við bænar-
efnum af prestum og djákna. Boðið
upp á kaffi í lok stundarinnar.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar
kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar
samverustundir, ýmiss konar fyrir-
lestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús
og brauð fyrir börnin. TTT fyrir börn
10–12 ára í Víkurskóla kl. 17–18.
Grensáskirkja | Hversdagsmessa í
Grensáskirkju alla fimmtudaga kl. 18
þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir
söng. Allir hjartanlega velkomnir. Góð
stund til að slaka á í amstri dagsins.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur
málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja | Á hverju fimmtu-
dagskvöldi kl. 20 eru Taizé-messur í
Háteigskirkju. Góð stund til að slaka
á, hugleiða orð Guðs, syngja og biðja.
Söngvarnir henta mjög til bæna og
íhugunar. Róandi og hlýleg umgjörð.
Fyrirbænir og handayfirlagning í lok
athafnar. Allir velkomnir.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Vinafundir alla fimmtudaga í október
og nóvember kl. 14. Við rifjum upp
góðar og magnaðar minningar, glugg-
um í söguna og þjóðhættina, njótum
samfélags yfir kaffibolla og spjalli.
Hvað veistu t.d. um Básenda árið
1799? Allir velkomnir. Síðasti vina-
fundurinn á þessu ári verður í dag.
Gestur sr. Bernharður Guðmundsson,
fyrrv. rektor. Minningarnar dregnar
fram yfir kaffi og kökum hjá Þórdísi.
Hjallakirkja | Kirkjuprakkarar, 6–9
ára starf, er í Hjallakirkju á fimmtu-
dögum kl. 16.30–17.30.
KFUM og KFUK | Fundur verður í AD
KFUM Holtavegi 28 fimmtudaginn
30. nóvember kl. 20. „Fallnir stofnar
– Guðlaugur Þorláksson“. Karl Jónas
Gíslason sér um efni. Bjarni Gíslason
kristniboði verður með hugleiðingu.
Kaffi. Allir karlmenn eru velkomnir.
KFUM og KFUK | Basar KFUK verð-
ur haldinn laugardaginn 2. desember
kl. 14 í húsi KFUM og KFUK á Holta-
vegi 28. Mikið úrval fallegra muna.
Frábærar heimabakaðar kökur. Hægt
að kaupa nýbakaðar vöfflur og kaffi á
staðnum. Allur ágóði rennur til æsku-
lýðsstarfs KFUM og KFUK.
Kristniboðsfélag kvenna | Fundur í
dag á Háaleitisbraut 58–60. Fundur-
inn hefst kl. 17 en bænastund er á
undan fundinum kl. 16.30. Halla Jóns-
dóttir er gestur fundarins. Allar kon-
ur velkomnar.
Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrðar-
stund í hádegi. Að bænastund lokinni,
léttur málsverður í boði á eftir. Kl. 14
Samvera eldri borgara. Þorsteinn
Ólafsson, fyrrum yfirkennari og sókn-
arnefndarmaður, minnist sr. Garðars
Svavarssonar, fyrrverandi sókn-
arprests í Laugarneskirkju, í tilefni af
100 ára afmæli hans á dögunum.
Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðs-
félagi Selfosskirkju á fimmtudögum
kl. 19–20.30.