Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 4

Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 4
4 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jpv.is Vilborg Dagbjartsdóttir kann þá list að segja börnum góðar sögur sem halda huganum föngnum. Í bókinni birtast sögur og ljóð sem komu út á árunum 1959–2005. Barnaefni Vilborgar er þegar orðið sígilt. Í TILEFNI af 190 ára afmæli Hins íslenska bókmennta- félags hefur Landsbankinn á 120 ára afmælisári sínu ákveðið að styrkja útgáfu Lærdómsrita Bókmennta- félagsins til næstu þriggja ára. Árlegur styrkur nemur 1,5 milljónum króna. „Bókmenntafélagið áformar útgáfu þriggja til fimm Lærdómsrita á ári hverju næstu árin. Rausnarlegur fjárstuðningur Landsbankans næstu þrjú ár mun auðvelda framkvæmd þessarar útgáfuáætlunar og er því afar kærkominn. Bókmenntafélagið kann Landsbankanum bestu þakkir fyrir veittan stuðning,“ segir Sigurður Líndal. Á myndinni má sjá Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, Björgólf Guð- mundsson, formann bankaráðs, Sigurð Líndal, forseta Bókmenntafélagsins, og Jón Sigurðsson stjórnarmann. Landsbanki styður Lærdómsrit FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Samtök iðnaðarins (SI) hafa hvort í sínu lagi lýst andstöðu við hækkun áfengis í kjölfar lækk- unar á virðisaukaskatti og breyting- ar á áfengisgjaldi 1. mars n.k. FÍS telur það fullkomlega óásætt- anlegt að laumað sé inn verðhækk- unum á áfengi í söluhæstu flokkun- um á sama tíma og virðisauka- skatturinn er lækkaður. Í fréttatilkynningu frá FÍS segir að verðið sé afgerandi þáttur í kaup- ákvörðunum fólks við val á víni og því sé um afturför að ræða. „FÍS bendir jafnframt á að hækk- un áfengisgjalda leiðir til hækkunar á neysluverðsvísitölu sem er verð- bólguhvetjandi og mun þar með koma verulega við pyngju hins al- menna borgara.“ Þá bendir FÍS á að á móti boðaðri virðisaukaskatts- lækkun á áfengi hækki áfengisgjöld frá sama tíma. Þau voru síðast hækkuð á sterku áfengi um 7% í nóv- ember 2004 og um 15% í nóvember 2002. Breytingarnar nú þýði að verð á mest seldu áfengistegundunum hækki umtalsvert. Samtök iðnaðarins (SI) benda á varðandi lækkun virðisaukaskatts á áfengi og hækkun áfengisgjalds að í greinargerð með frumvarpi til laga um vörugjöld, um virðisaukaskatt og gjald af áfengi og tóbaki sé skýrt tekið fram að þessi breyting eigi ekki að leiða til verðhækkana. Fjármála- ráðherra hafi einnig lýst því yfir að leitað verði leiða til að koma í veg fyrir verðhækkanir af þessum sök- um. SI segjast í umsögn sinni um frumvarpið treysta því að það verði ekki afgreitt frá efnahags- og við- skiptanefnd án þess að tryggt verði að verð á bjór haldist óbreytt. Hvað skattlagningu matvæla varðar telja SI að stórt skref sé stig- ið í átt til einföldunar skattkerfisins og afnáms tvöfalds kerfis neyslu- skatta með frumvarpinu. SI lýsa þó vonbrigðum yfir því að öll matvara sé ekki tekin úr vörugjaldskerfinu. Þau skora á efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis að beita sér fyrir því að vörugjöld verði felld niður af sæl- gæti og súkkulaði og vörum sem innihalda kakó í tilteknum tollnúm- erum. Ekki verði séð að nein hald- bær rök séu færð fyrir því að tiltekin sætindi eða sælgæti beri áfram vöru- gjöld. SI telja m.a. að með áfram- haldandi innheimtu vörugjalda af hluta matvæla sé viðhaldið flóknu og dýru kerfi. Einnig að vörugjald raski samkeppnisstöðu innan matvæla- flokksins. Mótmæla hækkun Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök iðnaðarins eru andvíg hækkun áfengis, SI vilja að vörugjöld fari af matvöru MIKIL ölvun var í miðborginni á föstudagskvöld og aðfaranótt laugar- dags og var talsvert um lögregluút- köll í heimahús vegna fylliríshávaða. Fangageymslur lögreglunnar fylltust um nóttina, þar af voru fimm manns settir inn vegna líkamsárása og jafn- margir vegna drykkju á almannafæri. Til viðbótar gistu þrír fangageymslur vegna gruns um ölvun við akstur. Lögreglan segir langt síðan ástandið hafi verið jafn slæmt. Almennt hafi verið mikið fyllirí á fólki og mikil leið- indi samfara því. Lögreglan hefur 16 fangaklefa og varð að losa nokkra þeirra til að hleypa nýju fólki inn. Ölvaðir ökumenn óku á ljósastaura og umferðarmerki og náði lögreglan tveimur þeirra. Þá kviknaði í bíl við Síðumúla og var Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins kallað út. Átta líkamsárásir voru tilkynntar í miðborginni og þrír menn fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Einn þeirra hafði verið sleginn með flösku í höfuðið aftan frá og er árásarmaður- inn ófundinn. Sex umferðaróhöpp urðu um nótt- ina, þar af þrjú þar sem grunur lék á ölvun við akstur. Bíll valt við Selja- kirkju og er ökumaður talinn hafa misst stjórn á bílnum í hálku en hann er ómeiddur. Þá valt bíll á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar en þeir sem voru í honum létu sig hverfa áður en lögregla kom. Þá komu tvö fíkniefnamál til kasta lögreglunnar þar sem menn voru að neyta eigin efna. Einnig fékk lögregl- an tilkynningar um þrjú innbrot í fyr- irtæki í austurborginni. Árásir og fyllirí í bænum Fangageymslur fylltust í fyrrinótt LÖGREGLAN í Keflavík reyndi í fyrrinótt að stöðva ökumann á Reykjanesbraut á 132 km hraða á klukkustund. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók áfram vestur Reykjanesbraut. Þar var önnur lögreglubifreið skammt vest- an við Grindavíkurveg sem mældi bifreiðina á 141 km hraða. Öku- maður jók hraðann samt enn, en náðist loks á Aðalgötu í Keflavík. Lögreglan þurfti að handjárna manninn vegna óláta og flutti hann á lögreglustöð. Maðurinn var ölvaður og beið hans skýrslutaka hjá lögreglu. Þá slógust tveir karlmenn fyrir utan skemmtistað í Keflavík um nóttina og brutu rúðu. Ekki þótti samt ástæða til að handtaka þá að mati lögreglunnar. Stöðvuðu ofsa- akstur að lok- inni eftirför ALLT tiltækt lið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var kallað út um eittleytið í fyrrinótt vegna elds hjá konu í húsi eldri borgara á Kópavogsbraut. Gekk greiðlega að slökkva eldinn sem hafði kviknað í rúmdýnu í svefn- herbergi þar sem konan var stödd. Hún var þó ekki sofnuð þegar eldurinn kviknaði og forð- aði sér út og lokaði dyrunum. Sagði varðstjóri SHS að það hefði verið hárrétt ákvörðun. Reykskynjari er staðsettur í íbúðinni. Hann fór ekki í gang fyrr en slökkviliðsmenn opnuðu herbergið en eldvarnir í húsinu sjálfu eru ágætar að sögn varð- stjóra. Brást hárrétt við eldsvoða KVEIKT var í pósti í póstkössum í fjölbýlishúsi í Grýtubakka í Breið- holti á föstudag um klukkan 18 að sögn varðstjóra Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins. Reyk lagði um allan stigagang hússins og var hann reykræstur af slökkviliðs- mönnum. Tjónið mun hafa verið óverulegt en tryggingafulltrúi var samt kvaddur á vettvang til að meta aðstæður. Að sögn varðstjóra slökkviliðs- ins hafa nokkrar tilkynningar um að kveikt hafi verið í pósti í póst- kössum borist SHS að undanförnu en þau brunaútköll hafa þó ekki einskorðast sérstaklega við Breið- holtshverfið. Kveikt í við fjölbýlishús STARFSFÓLK flugfélagsins Air Atlanta Icelandic ákvað að láta jóla- gjöf sína frá fyrirtækinu að þessu sinni renna til Ástu Lovísu Vil- hjálmsdóttur. Ásta Lovísa er þrítug og einstæð móðir með þrjú börn á aldrinum 2–11 ára. Hún hefur átt í harðvítugri baráttu undanfarið við krabbamein og er nú á sjúkrahúsi. Í fréttatilkynningu segir að læknar hennar hafi lagt áherslu á að hún þurfi ekki að takast á við fjárhags- áhyggjur því til viðbótar nú í aðdrag- anda jólanna. Jólagjöfin var afhent í jólasam- kvæmi starfsfólksins á föstudaginn var og tók Villi Þór hárskeri, faðir Ástu Lovísu, við gjöfinni fyrir henn- ar hönd. „Þessi skemmtilega hugmynd kom upp þegar við vorum að ræða um að gefa árlega jólagjöf og hún fékk einróma hljómgrunn hjá öll- um,“ sagði Hannes Hilmarsson, for- stjóri Air Atlanta Icelandic, sem af- henti gjöfina fyrir hönd starfsfólksins. „Við fengum pabba hennar til að koma, sungum fyrir hann eitt jólalag og afhentum honum gjöfina.“ Ásta Lovísa fékk jólagjöf Starfsfólk Atlanta ákvað að gefa veikri móður gjöf Ljósmynd/Pjetur Sigurðsson Gjöf Villi Þór, faðir Ástu Lovísu, og Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atl- anta Icelandic, með ávísun á jólagjöfina upp á hálfa milljón króna. ♦♦♦ SNJÓFLJÓÐ féll úr Súðavíkurhlíð á veginn milli Súðavíkur og Ísa- fjarðar rétt eftir kl. 1 aðfaranótt laugardags og lokaðist vegurinn smærri bílum. Vitað var þó um jeppling sem komst yfir spýjuna en Vegagerðin ruddi snjónum burt í gærmorgun. Spýjan kom á veginn í námunda við Arnarneshamar og höfðu ekki borist fregnir af frekari hreyfingu í hlíðinni í gærmorgun. Frostlaust var þá orðið á láglendi. Um 20 gil í hlíðinni eru þekktir snjóflóðafarvegir að sögn lögregl- unnar á Ísafirði. Snjóflóð féll á veginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.