Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 33
an og svo sannarlega þess virði. Ég
lagði þetta því fúslega á mig þótt ég
væri kannski ekki búin að ná mér
fyrr en á miðvikudegi,“ segir Helena
hlæjandi.
Veikindi Finns
Þannig gekk þetta hjá hjónunum
uns Finnur missti heilsuna í upphafi
tíunda áratugarins. Þá lagði Helena
tónlistina til hliðar til að annast hann.
„Hann þurfti að vera í nýrnavél
þrisvar í viku síðustu árin til að
hreinsa óhreinindi líkamans. Það var
mjög harkaleg meðferð. Fyrst um
sinn fór hann tvisvar í viku í meðferð
í Reykjavík. Hann þurfti nefnilega að
nota blóðskilun, gat ekki notað kvið-
skilun eins og sumir geta því hann
var ekki með heila lífhimnu. Það gef-
ast allir upp á svona ferðalögum og
þess vegna spurðu læknarnir fyrir
sunnan mig hvort ég myndi treysta
mér til að annast hann ef hægt væri
að útvega nýrnavél. Mér fannst svo
mikið í húfi fyrir okkur, hér var okk-
ar heimili, atvinna og vinir, að ég
ákvað að læra á þessa vél til að Finn-
ur gæti verið heima og unnið hálfan
vinnudag við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri.“
Það tók langan tíma að læra á vél-
ina og Helena þurfti að fara ófáar
ferðirnar suður með Finni meðan á
því stóð. „Vinnuveitandi minn, Ragn-
ar Steinbergsson, var mér af-
skaplega vinveittur á þessu tímabili
og gaf mér fúslega frí. Það hjálpuðust
raunar allir að til að gera þetta mögu-
legt, klúbbsystur mínar í Zonta-
klúbbnum Þórunni hyrnu stóðu
meira að segja fyrir söfnun fyrir vél-
inni og stól sem henni fylgdi.“
Ábyrgðin var mikil, Helena var
með líf eiginmanns síns í lúkunum
alla daga, í orðsins fyllstu merkingu.
„Þetta var ekkert auðvelt. Það kom
ýmislegt upp á en alltaf bjargaðist
það. Þetta var stærsta hlutverk lífs
míns, að annast Finn í þessum erfiðu
veikindum og fara inn á svið sem ég
hafði aldrei komið nálægt. Ég er
mjög sátt við það í dag að hafa gert
þetta.“
Helena annaðist eiginmann sinn
með þessum hætti í fjögur ár en
Finnur lést í nóvember 1996, 56 ára
að aldri.
Rykið dustað af röddinni
Eftir drjúgt hlé vegna veikinda og
fráfalls Finns ákvað Helena að taka
míkrófóninn fram að nýju og stofnaði
Hljómsveit Helenu Eyjólfsdóttur
ásamt Sigurði Þórarinssyni og Alfreð
Almarssyni. „Við fórum rólega af
stað, vorum á þorrablótum og árshá-
tíðum, og það var afskaplega gaman
að vera byrjuð aftur að syngja,“ segir
Helena og bætir við að hún hafi aldrei
hugleitt það að hætta að syngja.
„Auðvitað var þetta allt annar heim-
ur en áður. Ingimar var líka dáinn og
nýtt fólk komið í staðinn. En við því
var ekkert að gera. Mér fannst á
þessum tímapunkti mikilvægt að
taka þátt í lífinu aftur og eflaust hef-
ur söngurinn hjálpað mér að takast á
við mína sorg frekar en hitt.“
Bræðurnir eru samt aldrei langt
undan og minning þeirra margoft
verið heiðruð á undanförnum áratug.
„Það er til hljómsveit sem heitir
Hvítir mávar en hún samanstendur
af gömlum spilafélögum okkar sem
búa nú hingað og þangað um landið.
Þeir gera mér þann greiða að koma
hingað norður á hverju hausti og
spila á svokölluðu Zontaballi sem
haldið er á Hótel KEA og er fjáröfl-
unarball fyrir Zontaklúbbana hérna.
Ég þarf ekki annað en lyfta símtól-
inu, þá koma þeir keyrandi eða fljúg-
andi og gera þetta fyrir ekki neitt
vegna þess að okkur þykir svo gaman
að hittast. Þetta eru sannir vinir.“
Helena segir Hvíta máva aldrei
þurfa að æfa. „Við spilum bara gömlu
lögin og þau eru öll á harða disk-
inum,“ segir hún og hlær.
Helena kveðst yfirleitt muna lögin
og textana sem hún hefur sungið
gegnum tíðina vel en þó hafi fennt yf-
ir eitthvað. „Þannig var ég nýlega að
hlusta á lag sem ég hafði sungið inn á
plötu og gat ekki fyrir mitt litla líf
munað að ég hefði sungið það. Hvað
þá inn á plötu. Svona er þetta skrýt-
ið.“
Sjallinn lifnar við
Undanfarið hefur Helena sungið í
Sjallanum ásamt Þorvaldi Halldórs-
syni í sýningu sem helguð er Hljóm-
sveit Ingimars Eydal og blómatíma
hennar, „Kvöldið er okkar“. „Hann
fékk þessa hugmynd nýi rekstrarað-
ilinn í Sjallanum, Sæmundur Ólafs-
son, og satt best að segja fannst sum-
um hún ekkert sérlega góð.
Sæmundur gerir þetta hins vegar al-
veg frábærlega vel og strax á fyrstu
sýningu var þessu geysilega vel tek-
ið. Hann er með frábæra tæknimenn
og hljóðið gerist ekki betra á landinu.
Það er klassi yfir þessu. Þarna fá
gömlu lögin og gömlu minningarnar
að njóta sín án þess að verið sé að
stæla Hljómsveit Ingimars Eydal.
Það er rosalega gaman að rifja þetta
upp og ekki spilla viðtökurnar. Fólk
er mjög þakklátt og ánægt með
þetta. Það gefur manni mikið.“
Helena segir Sjallann líka orðinn
aðlaðandi á ný. „Fullorðið fólk var
hætt að koma þarna, Sjallinn var
bara fyrir unglinga. Núna finnst fólki
aftur á móti gaman að koma þarna á
ný og það er ánægjulegt að þetta
skuli ganga svona vel. Það hefur
vantað svona stað, þar sem fólk getur
klætt sig upp, komið saman, borðað
góðan mat, horft á sýningu og dansað
á eftir.“
Helena segir skemmtanamenn-
ingu þjóðarinnar hafa gjörbreyst frá
því á sjöunda áratugnum. Þá kom
fólk á böllin klukkan níu og spilað var
fram að miðnætti. „Núna dettur ekki
nokkrum manni í hug að fara út fyrr
en eftir miðnætti. Síðan fer fólk ekki
að sofa fyrr en klukkan sjö um morg-
uninn og allur næsti dagur er ónýtur.
Þetta er hvergi svona í heiminum
nema á Íslandi. Þessu verðum við að
breyta.“
Það vantar meiri rómantík í dag
Dansmenningin hefur líka breyst.
„Það komu til mín nýlega stúlkur úr
MA sem voru að vinna verkefni um
tónlist fyrr og nú. Þegar ég sagði
þeim hvernig þetta var í Sjallanum
urðu þær alveg steinhissa. Það fór
enginn út á gólf fyrr en konunni var
boðið upp. Eftir þriggja laga syrpu
leiddi herrann dömuna svo aftur til
sætis, þannig að menn voru ekkert að
dandalast með sömu dömunni á gólf-
inu allt kvöldið. Þetta fannst ungu
stúlkunum afskaplega skemmtilegt
og rómantískt og þótti miður að hafa
ekki upplifað þetta. Það vantar
greinilega meiri rómantík í dag.“
Að áliti Helenu hefur gamla tón-
listin staðist tímans tönn. „Það er al-
veg ótrúlegt hvað hún lifir góðu lífi en
það er ekki bara komin ein kynslóð
síðan, heldur tvær. Og unga fólkið í
dag hefur greinilega gaman af
þessu.“
Ekki þekkir það þó allt gömlu
stjörnurnar. „Á fyrstu sýningunni í
Sjallanum vorum við boðin í mat með
fólkinu, Þorvaldur, konan hans og ég.
Þau fara á undan mér inn en þegar ég
kem tekur á móti mér ungur og af-
skaplega elskulegur dyravörður sem
býður mig velkomna. Ég þakka fyrir
og ætla að ganga inn. Þá segir hann:
„Ég þarf að fá hjá þér miða.“ Þú færð
engan miða hjá mér, segi ég brosandi
og geng inn. Hann eltir mig þá inn
ganginn og ítrekar að hann verði að
fá hjá mér miða. Þá áttaði ég mig á
því að þessi ungi maður þekkti mig
ekki. Og þegar ég fór að hugsa út í
það er það kannski ekkert óeðlilegt.
Ég hafði mjög gaman af þessari
uppákomu og sagði við Sæmund á
eftir að dyravörðurinn hefði staðið
sig vel í sínu starfi. Ekki tekið í mál
að hleypa einhverri kerlingu inn í
Sjallann nema hún borgaði,“ segir
Helena skellihlæjandi.
Hún fylgist vel með dægurtónlist í
dag og segir skemmtilegt hvað tæki-
færin séu mikil. „Það voru ekki marg-
ir sem stóðu upp úr í gamla daga en
núna er ekki þverfótað fyrir ungu vel
menntuðu og frábæru fólki. Það er
ekki hægt að bera þetta saman. Við
eigum alveg afbragðs unga
músíkanta sem gaman er að fylgjast
með.“
Sjálf hlustar Helena mikið á djass
en einnig tónlist af ýmsu tagi, hefur
gaman af reggí, kántrí og poppi. „Ég
hef aldrei haft gaman af rappi en að
öðru leyti er ég alæta á tónlist. Ég
get alltaf hlustað á hljómsveitir eins
og Bítlana og Abba enda standardar
þar á ferð sem maður fær aldrei leiða
á. Það koma nýjar kynslóðir en alltaf
lifa lög þessara hljómsveita. Það sýn-
ir hvers konar snillingar þetta fólk
var.“
Fimmtíu ára söngafmæli
„Kvöldið er okkar“ er ekki eina
sýningin sem Helena hefur tekið þátt
í undanfarið en fyrir skemmstu söng
hún á velheppnuðum afmælistón-
leikum rokksins í Salnum í Kópavogi
og í Austurbæ. „Ég fékk tvo boðs-
miða á þessa dagskrá og bauð dætr-
um mínum sem skemmtu sér alveg
roslega vel. Það kom mér svolítið á
óvart því þær þekktu ekkert þessi
rokklög. Það sýnir manni að þessi
tónlist á ennþá erindi.“
Þar með er ekki öll sagan sögð.
„Það hefur verið voðalegt leyndarmál
í mínum huga en getur líklega ekki
verið það lengur þar sem ég fékk á
dögunum styrk úr menningarsjóði
KEA til að halda upp á fimmtíu ára
söngafmæli mitt í vor. Það hafa
margir hvatt mig til að gera þetta og
því betur sem ég hef hugsað það
langar mig að láta slag standa. Það
eru ekki margir sem geta haldið upp
á fimmtíu ára söngafmæli sitt.“
Fyrirhugað er að halda tónleikana
í Salnum í Kópavogi í mars og Helena
vinnur nú í því að fá fólk til liðs við
sig. „Mig langar að koma með þessa
tónleika hingað norður líka en það er
dýrt, þar sem þeir sem koma til með
að verða með mér í þessu búa flestir
fyrir sunnan. En við skulum sjá til.“
Á afmælistónleikunum ætlar Hel-
ena að syngja lögin sem hún hefur
sungið gegnum tíðina, dægurlög í
bland við djass og „ná upp smá
Sjallastemningu með gömlu vin-
unum“.
Því fer þó fjarri að Helena Eyjólfs-
dóttir hafi þar með sungið sitt síð-
asta. „Ég ætla sko alls ekki að fara að
setja neinn punkt með þessum af-
mælistónleikum. Ég er hvergi nærri
hætt. Meðan ég er frísk og held rödd-
inni ætla ég að syngja!“
Turtildúfur Helena og Finnur nýtrúlofuð árið 1959 á Akureyri.
Gullöld Hljómsveit Ingimars Eydal í Sjallanum. Æft var á hverjum degi.
Barnastjarna Helena 11 ára og far-
in að syngja opinberlega.
Í forgrunni Helena 15 ára að syngja
á skemmtun í Skátaheimilinu. Ólaf-
ur Kristjánsson leikur á nikkuna
orri@mbl.is
Miðasala á www.listahatid.is og í síma 552 8588
Glæsileg hátíðargjöf!
Aðalsamstarfsaðilar Listahátíðar í Reykjavík 2007 eru KB-banki, Samskip og Radisson SAS