Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
J
ón Sigurðsson var
kjörinn formaður
Framsóknarflokks-
ins á flokksþingi í
ágúst í sumar og
hætti þá sem seðla-
bankastjóri. Hann
hafði um áratuga-
skeið verið á hliðarlínunni hjá
Framsókn í ýmiskonar pólitísku
starfi, en ekki verið áberandi.
Um síðustu helgi var haldinn
miðstjórnarfundur Framsókn-
arflokksins, þar sem Jón flutti
ræðu, sem hefur meira og minna
verið í kastljósi fjölmiðlanna síðan.
– Hvað gerðist Jón? Það hefur
lítið heyrst frá þér frá því að þú
stökkst fram á sjónarsviðið og varst
kosinn formaður Framsókn-
arflokksins í ágúst í sumar. Svo allt
í einu gerist það á miðstjórnarfundi
Framsóknar á laugardag fyrir viku,
að það er eins og formaðurinn komi
undan feldi, hann flytur dúndrandi,
hápólitíska ræðu, við dynjandi lófa-
tak og fögnuð flokkssystkina sinna.
Er formaður Framsóknarflokksins
að ná vopnum sínum?
„Það sem hefur gerst síðan á
flokksþinginu er það, að við höfum
verið að fara á fjöldamarga fundi
úti um allt land og hér á höfuðborg-
arsvæðinu, hátt í þrjátíu fundi og
talað við flokksmenn. Þetta hafa
verið einstaklega góðir fundir, þar
sem við höfum ekki flutt fram-
söguerindi okkar fyrr en í lok fund-
ar. Allir fundirnir hafa byrjað á því
að við höfum fengið fundarmenn til
þess að tala, tjá sig, segja okkur
sínar hugmyndir, spyrja okkur
spjörunum úr og fundirnir hafa ver-
ið frábærlega vel heppnaðir.
Sannleikurinn er sá að ég hef
verið að safna saman ýmsum upp-
lýsingum og hlusta á framsókn-
armenn. Miðstjórnarfundurinn er
hins vegar fyrsti fundurinn sem ég
á með fulltrúum flokksins, frá því á
flokksþinginu. Mér hefur satt að
segja fundist að það væri ekki við-
eigandi, að ég væri að koma á ein-
hverjum öðrum vettvangi með ein-
hver brot hér og brot þar, heldur
vildi ég undirbúa mig fyrir þennan
fund, vel og rækilega.“
Erum að skerpa á gildum
„Í sjálfu sér var ekki allt nýtt
sem ég sagði í þessari ræðu minni,
þótt vissulega væru þarna einnig
hlutir sem ég hef ekki sagt áður.
Ný forysta Framsóknar er núna
að skerpa á ýmsu, sem hefur í
dagsins önn þokast til hliðar. Við
höfum verið að skerpa á þeim gild-
um, sem framsóknarmenn vilja
standa fyrir; það eru þjóðleg gildi,
félagsleg gildi og mannúðleg gildi.
Við erum að skerpa á sérstöðu
Framsóknarflokksins, með því að
rifja upp hver hann er þessi flokk-
ur, hvaðan er hann að koma og á
hvaða leið er hann.
Við höfum verið að reyna að sjá
þessi gildi andspænis efnahags- og
þjóðfélagsþróuninni á síðustu árum.
Þá höfum við bæði séð að ríkis-
stjórnin og flokkurinn hefur náð
góðum árangri á ýmsum sviðum, en
við höfum líka séð, að það er
ástæða til að skerpa á þessum gild-
um, endurtaka þau og gera sér aft-
ur grein fyrir þeim. Svona gerist
alltaf þegar nýtt fólk kemur til for-
ystustarfa. Í því felst ekki neinn
áfellisdómur yfir því sem liðið er,
heldur miklu fremur endurmat.“
Hafði ekki samráð við Halldór
– Í ræðu þinni fjallaðir þú m.a.
um Íraksstríðið, og sagðir að
ákvarðanir íslenskra stjórnvalda
um stuðninginn við stríðið í Írak
hefðu verið rangar eða mistök og
fundarmenn fögnuðu með dynjandi
lófataki. Hafðir þú samráð um það
sem þú ætlaðir að segja á fundinum
um þetta mál, við forvera þinn á
formannsstóli, Halldór Ásgrímsson?
„Ég hafði ekki sérstakt samráð
við Halldór í aðdraganda miðstjórn-
arfundarins, en efnislega er þetta
að hluta til svipað og hann hafði
sjálfur sagt.“
– Nei, nei, nei. Láttu ekki svona.
Hann talaði aldrei á þann veg sem
þú gerðir.
„Að vísu ekki eins og ég orðaði
það, en hann hefur sagt að ákvörð-
unin sem tekin var, hafi byggst á
upplýsingum sem ekki reyndust
vera réttar.“
– Þú talaðir sjálfur allt öðru vísi í
sjónvarpsviðtölum í sumar um
stuðning okkar við Íraksstríðið.
„Þú verður að athuga það, að í
þessum sjónvarpsviðtölum sem þú
ert að vísa til, var ég spurður allt
annarrar spurningar, sem snerist
um það hvort ég vildi ekki fordæma
þáverandi ráðamenn Íslands og þá
ákvörðun sem þeir tóku í málinu.
Ég var ekki tilbúinn til þess enda
liggur fyrir að ákvörðunin var út af
fyrir sig lögmæt enda þótt hún sé
bæði umdeild og umdeilanleg. Ég
var einfaldlega í máli mínu á mið-
stjórnarfundinum að draga saman, í
stuttu máli, að það liggur fyrir að
upplýsingarnar voru rangar og það
liggur fyrir að ákvörðunarferlinu
var áfátt. Þegar ég segi það, á ég
bæði við opinbera ferlið, en líka við
það, að ákvörðunarferlinu var áfátt
innan Framsóknarflokksins. Þetta
sagði ég við framsóknarmenn á
framsóknarfundi, vegna þess að ég
vil að við getum rætt þessi mál
hreinskilnislega og dregið okkar op-
inskáu ályktanir af þessu.
Ég sagði líka að í framtíðinni
þyrftum við að passa okkur á því
hvernig við leysum úr verkefnum af
þessu tagi, með vönduðum undir-
búningi og trúnaðarsamráði við lög-
mætar stofnanir.“
Ekki heyrt í Halldóri
– Hefur þú heyrt í Halldóri Ás-
grímssyni eftir miðstjórnarfundinn
og hvað honum fannst um ræðu
þína?
„Nei ég hef ekki heyrt í honum
eftir fundinn.“
– Heldur þú að hann líti kannski
þannig á innihald ræðu þinnar um
Írak, að þú hafir komið í bakið á
honum?
„Það kæmi mér mjög á óvart. Ég
hef enga ástæðu til þess að vinna
þannig gagnvart honum, þó að ég
sé honum ekki sammála í einu og
öllu. Þú sérð það til dæmis, ef þú
lest ræðuna mína, að í henni eru
margar áherslur aðrar en Halldór
Ásgrímsson hefur lagt. Í því felst
enginn áfellisdómur; í því felst ein-
faldlega að ný forysta er að líta yfir
sviðið, meta stöðu og horfur og
skerpa á sérstöðu, arfi og erindi
Framsóknarflokksins við þjóðina á
nýjan hátt.“
Jón segist ekki í nokkrum vafa
um að það erindi sem forystan sé
nú að birta flokksfólkinu, falli í frjó-
an jarðveg.
„Og ég tel að hið sama eigi við
um hinn verulega stóra fjölda Ís-
lendinga, sem er hið óháða miðju-
fylgi í landinu. Við erum að reyna
að fá þann fjölda til þess að líta til
okkar, eins og gerst hefur í fyrri
kosningum og erum þess vegna að
vekja athygli á því sem við erum að
gera og ætlum að gera.“
– Annar málaflokkur og jafnmik-
ilvægur og utanríkismálin eru um-
hverfismálin. Þú lýstir þínum helstu
áherslum í sumar, þegar þú varst
kjörinn formaður. Munt þú nú beita
þér fyrir því að flokkurinn taki önn-
ur og stærri skref á sviði umhverf-
ismála, til þess að höfða þá til þessa
stóra miðjufylgis í landinu og nátt-
úru- og umhverfisverndarsinna? Er
það til dæmis líklegt að Framsókn-
arflokkurinn nái að marka sér sér-
stöðu í þessum efnum og ná þannig
til sín miðjufylginu?
„Við erum núna að undirbúa
veigamikið frumvarp sem byggist á
vinnu auðlindanefndarinnar, bæði
innan ráðuneytisins og hins vegar í
sérstöku samstarfi við umhverfis-
ráðherra og umhverfisráðuneytið.
Þar er boðuð leið til þjóðarsáttar
um nýtingu og vernd auðlinda í
jörðu, þ.e. vatnsaflið og jarðvar-
mann. Þar er gert ráð fyrir því að
við búum til heildstæða auðlinda-
áætlun, þar sem annars vegar eru
tiltekin svæði sem hafa verið rann-
sökuð nægilega og niðurstaðan er
að þau megi nýta og hins vegar til-
tekin svæði, sem verði ekki flokkuð
þannig að þau megi nýta. Ég vonast
til þess að sem fyrst eftir áramót
verði þetta frumvarp lagt fram í
þinginu. Þar er áfram gengið í þá
stefnu sem mótuð var í fjölmennri
pólitískri nefnd, sem fulltrúar allra
þingflokka áttu sæti í og náði sam-
komulagi um þá stefnu.
Þessi áætlun byggist á vinnunni
við rammaáætlun og ráð er fyrir því
gert að þessi áætlun geti komið
fram á árinu 2010.“
Stjórnarandstaðan óábyrg
„Það eru líka tillögur um það í
áliti auðlindanefndarinnar, hvernig
á að vinna að málum fram til ársins
2010. Þar er miðað við að það sé að-
eins unnið í samræmi við fyrsta
hluta rammaáætlunar, sem nú er
kominn og ef það koma upp tillögur
eða óskir um einhver önnur verk-
Nýr formaður
– nýjar áherslur
Morgunblaðið/ÞÖK
Formaðurinn Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra, formaður Framsóknarflokksins segir nýja forystu Framsóknar vera að skerpa á ýmsu, sem í
dagsins önn hafi þokast til hliðar. Hann trúir því að Framsóknarflokkurinn muni höfða til stórs hóps kjósenda, á miðjunni í íslenskum stjórnmálum.
Það kvað við nýjan og
skarpari tón í ræðu
Jóns Sigurðssonar, for-
manns Framsókn-
arflokksins, á mið-
stjórnarfundi flokksins
um síðustu helgi.
Agnes Bragadóttir
ræddi við Jón um nýjar
áherslur hans, stöðu
Framsóknarflokksins
og kosningaveturinn.
»Ný forysta Framsóknar er núna að skerpa á
ýmsu, sem hefur í dagsins önn þokast til hliðar.
Við höfum verið að skerpa á þeim gildum, sem
framsóknarmenn vilja standa fyrir; það eru þjóðleg
gildi, félagsleg gildi og mannúðleg gildi.