Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 65

Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 65 menning L augardaginn 25. nóvember birtist þörf grein í Les- bók undir nafninu „Einu sinni var myndlist“, höfund- urinn Jón B.K. Ransú myndlistarmaður og listrýnir við blaðið. Hér fitjað upp á ýmsu sem er ofarlega á baugi nú um stundir og ástæða að bakka upp, skrifið þarft innlegg í samræður dagsins, opin rökræða á vettvangi myndlistar væg- ast sagt af mjög skornum skammti hér á landi. Þetta hefur einmitt gert starf listrýna að hálfgerðri þrauta- göngu auk þess sem heimildafátækt- in hefur lengstum verið yfirþyrmandi og alltof mikil vinna farið í að fiska eftir ítarefni. Upplýsandi samræða, greinaskrif og almenn skoðanaskipti nauðsynlegt aðhald, bakland og raun- ar forsenda þess að listrýni eigi rétt á sér og þess saknaði ég mjög á ferli mínum. Ekki síður mikilvægt að jafnt innvígðir fræðingar sem áhugasamir leikmenn sem ekki skrifa í blaðið að staðaldri láti ljós sitt skína, eiginlega er allt betra en þögn og tómarúm. Jón Bergmann fjallar ummargt sem á brennur í sam-tímalist og eru viðteknarstaðreyndir sem hafa einnig skarað skrif mín, allt slíkt vel þegið úr annarri átt og af öðrum vinkli. Hann valdi að hefja skrif sín með því að rifja upp hugmyndir listrýnisins Arthurs C. Dantos hvar sá gengur út frá því að sýning Andys Warhols af nákvæmum eftirmyndum Brillo- kassanna í Stable gallery í New York árið 1963 marki endalok myndlistar, sökum þess að ekki sé lengur hægt að greina listaverk frá venjulegum hlut nema út frá þeirri merkingu sem honum er gefin sem list. Danto þessi kom hingað í sam- bandi við sýningu á verkum Ólafs Elí- assonar í Hafnarhúsi og var þá haft viðtal við rýninn þar sem hann vísaði meðal annars hróðugur til þessara ummæla sinna. Þetta fór illa í mig og finn ástæðu til að gera hér nokkrar athugasemdir, fyrst og fremst vegna þess að ef sannleikskorn megi finna í ummælum Dantos eru það einmitt hans líkar sem eru að ganga af hug- takinu myndlist dauðu. Einkum með því að gera greiningu hennar að aðal- atriði en ýta viðtekinni sjónrænni lif- un í bakgrunninn. Í raun tel ég nefnda getspeki hafa ámóta vigt og heimsendaspár sértrúarhópa í tímans rás, því að þegar sá óhjákvæmilegi dómsdagur rennur upp verður það fyrst eftir milljónir ára ef trúa má vís- indamönnum, þó auðvitað með þeim fyrirvara að um eðlilega þróun verði að ræða en ekki inngrip mannsins. Myndlist er nefnilega ekki fyrirbæri sem gagnrýnendur, listsögufræð- ingar, listheimspekingar og sýning- arstjórar geta kastað eign sinni á, því síður haft einkaleyfi á algildum birt- ingarmyndum hennar. Frumkjarna sköpunargleði mannsins má rekja þúsundir ára aftur í tímann þótt sjálft hugakið „list“ væri fyrst skilgreint á tímabili endurreisnar, þeim hluta hennar sem þróaðist á Ítalíu. Hins vegar er listfræði, listsagnfræði, lista- sögufræði, listheimspeki og listrýni eins og fyrirbærin eru meðtekin út frá ramma skólalærdóms seinni tíma ferli. Má jafnvel orða það svo að nýrri tíma listrýni sem hófst með Denis Diderot og Gotthold Eprahim Less- ing sé rétt sprottin grön, varla meira en 250 ára, sem telst ekki langur tími í mannkynssögunni, efldist svo til mikilla muna á síðustu öld í hlutfalli við stóraukna blaða- og tímaritaút- gáfu. Ennþá yngra fyrirbæri má telja samþjöppun valds í hendur fræðinga, sýningarstjóra og dreifingaraðila, þ.e. markaðsafla, á kostnað gerend- anna sjálfra, sem einmitt hámarkar sig nú um stundir. Listamönnunum ýtt í bakgrunninn en samræður um eðli og tilgang listarinnar út frá klæð- skerasaumuðum kenningum fræð- inganna, sem um leið eru í beinu og óbeinu sambandi við markaðsöflin, fá stöðugt meira vægi. Þá hafa listaskól- arnir verið teknir með í þróunarferlið og markaðsöflin rutt sér inn fyrir veggi þeirra, allt í nafni herópsins um eitthvað nýtt og um leið burtkústun hins eldra. Tilgangurinn þá einfald- lega hinn sami og um annan varning, að hann úreldist sem fyrst til að rýma fyrir nýjum vörum og meiri hagnaði. Loks eru kauphallarsjónarmiðin löngu komin til skjalanna og þannig er höndlað með listaverk, jafnvel heilu sýningarnar, án þess að kaup- andinn hafi komið þar nærri með ásjónu sína eða þekki til viðkomandi listamanns, hér veðjað á hagnað eins og um önnur hlutabréf. Í raun eru menn þá að hengja upp ávísanir á veggi sína og jafnvel listasafna, en ekki birtingarmyndir svipmikilla átaka, metnað og blóðflæði á sköp- unarvettvangi. Myndlistin er þá kom- in á það stig að vera orðin að ósköp al- mennri söluvöru, hvort heldur í hlut eigi neðri stig markaðar eða hin efri, og gæðastaðallinn helgast af ákvarð- anatöku nafnkenndra listhúsa, með víðfeðm tengslanet. Þau ákveða hvað skuli inni þá og þá stundina og hvað ekki og kippa reglulega í þræðina út til umheimsins, sem tekur yfirleitt strax við sér. Myndlistin er þá komin eins langt og mögulegt er frá sínum upprunalega kjarna, sem er hrein sköpunargleði einstaklingsins, sem nálgast hana af ást, virðingu, hlýðni og þolinmæði, eins og málarinn og listfræðingurinn Cenninni Cennano orðaði það í riti sínu: „Il libro dell’ Arte, o Trattato della pintura“ sem útleggst nokkurn veginn: „Bókin um málaralistina eða sáttmáli um mál- aralistina“. Cenninni Cennano, semfæddist um 1370 og lifðiallnokkuð fram á næstuöld, dánarárið óþekkt, var nemandi Agnolos Gaddis, sonar Tad- deos Gaddis, sem í heil 24 ár var nem- andi Giottos de Bondonis, þess sem lagði grunninn að ítölsku endur- reisninni, og jafnframt guðssonur hans. Cennano er helst þekktur fyrir að skrifa fyrrnefnt rit, sem var eitt hið fyrsta sinnar tegundar á megin- landinu, en hins vegar er lítið vitað um hann sjálfan sem málara eða lífs- hlaup hans og hafa menn lengi verið að grúska í þeim hlutum enda um að ræða einn fyrsta listfræðing sem sög- ur fara af. Elsta eintak ritsins sem er ef til vill frumútgáfa eftirgerðar þess, kópíu, frá 1437, en fyrsta þrykkta út- gáfan kom út 1821, nær fjögur hundr- uð árum seinna (!) og ný og rækilega yfirfarin upp úr tveim eftirgerðum til viðbótar 1971. Mun það vera sú sem ég hef á milli handanna (Nyt Nordisk Forlag Arnold Busck 1996), en önnur ófullkomnari hafði áður komið út í Noregi 1942, Svíþjóð 1948 og Dan- mörku 1963. Menn hafa velt því fyrir sér hvort bókin tengist framhaldi af skriflegum geymdum klaustranna, þ.e. fræði- legum textum varðandi breytt gildi sem fram komu um stöðu myndlistar á þessum tímum og um leið hand- verkinu í sjálfu sér. Cennano mun hafa fylgst með því er þeir Ghiberti og Brunelleschi bitust á um hver fengi verkefni um skreytingu inn- gangsins (Portal) að skírnarkapellu dómkirkjunnar. Ghiberti vann sam- keppnina og útfærði verkefnið með slíkum glæsibrag að honum var falið að hanna aðalinnganginn andspænis kirkjunni, sem fékk nafnið „Hlið Paradísar“. Þykir eitt mesta undur sem Flórensborg býður upp á þótt ekki sé um endurnýjun höggmynda- listarinnar að ræða, frumleikinn sótt- ur til Donatellos, en frá þeim mikla anda streymdi hinn eiginlegi nýskap- andi kraftur á þessum tímum. Til fróðleiks má geta þess í framhjá- hlaupi, að Brunelleschi var engu síðri myndlistarmaður en Ghiberti og þrátt fyrir að vera menntaður sem gullsmiður leyndist bæði arkitekt og verkfræðingur í manninum. Hann reiknaði meðal annars út hvernig mögulegt væri að hanna hvolfþak yfir kross- skurð dómkirkjunnar sem næði yfir hið mikla rými. Eftir ferð til Rómar breytti hann sömuleiðis formtúlkun húsa- gerðarlistar fullkomlega í samvinnu við Donatello, með- al annars með því að end- urnýja súluskipan fornaldar, antíkunnar. Það var einnig Brunelleschi sem á heiðurinn af að hafa reiknað út og sýnt fram á byggingu línu- fjarvíddar á stærðfræðilega réttan hátt. Platon mun að nokkrueiga sök á að mál-aralistin var sett ábekk með hand- verkinu (artes mechanica) í stað þess að vera ígildi vís- indanna (artes liberales). Þar með deildi málaralistin örlög- um með skáldskapnum sem einnig heyrði vísindum til. Með rannsóknum húmanist- anna (studia humanitatis) var skáldskapurinn metinn til jafns við mælskulist, málfræði, sögu og heimspeki, sem Cenninni vildi að gilti einnig fyrir málaralistina. Það var svo nærvera Masacchios í Flór- ens á árunum 1425–1427 og tengsl hans við Brunellesci og Donatello, sem gerði að verkum að málaralistin náði sömu hæðum og aðrar list- greinar. Freska Masacchios í Santa Maria Novella, og hlutdeild hans í skreytingu Branacci-kapellunnar í Santa Maria del Carmine, sýnir alveg nýja hlið á möguleikum málara- listarinnar. Talið er að allar þessar róttæku breytingar innan arkitektúrs og myndlistar muni hafa styrkt Cenn- inni í þeirri trú að nauðsynlegt væri að skrifa bók um grunn málara- listarinnar út frá erfðavenju sem hafði gengið milli kynslóða í munn- legri geymd. Forða henni frá að verða gleymsku að bráð í kjölfar auk- innar vitneskju og skilnings mynd- listarmanna og húmanista á full- komleika antíkunnar. Að öllu samanlögðu voru það sem sagt gildi fortíðar sem eru undirstaða framfara, allt frá dögum síðmiðalda fram til okkar tíma, og nú upplifum við að hátæknin færir okkur stöðugt nær þeim undrum sem eru blossinn í dag. Menn líti einungis til Da Vinci- lykilsins, ásamt gífurlegu aðstreymi hins upplýsta almennings að sýn- ingum á gersemum liðinna alda og ár- þúsunda. Nei, myndlistin er ekki dauð, ekk- ert sem einu sinni var, heldur alveg sérstök birtingarmynd lífs sem er og blífur. (meira síðar) Myndlist í andarslitrum? Skrif Cennino Cenninis (1370 ?- 14??, sem fjalla um hvernig menn gerðu þetta og hvernig hitt innan ramma málara- listarinnar á miðöldum eru stórfróðleg. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Fim 30.nóv kl. 21 UPPSELT Fös 1. des kl. 19 UPPSELT Lau 2. des kl. 19 UPPSELT Fös 8. des kl. 19 örfá sæti laus Lau 9. des kl. 19 Hátíðarsýning! örfá sæti laus Fös 15. des kl. 19 Lau 16. des kl. 19 örfá sæti laus Allra síðustu sýningar! Ath! Kolbert er ekki væntanleg til Reykjavíkur Sýningin er ekki við hæfi barna „frábær skemmtun – alvöru hrollur. Flott verk, flottur leikur, flott sýning.“ PBB, DV „frábærlega unnin... drepfyndið“ ÞT, Mbl „gríðarlega áhrifamikil sýning“ SLG, RÚV DV „í heimsklassa“ JJ, Dagur.net „enn ein skrautfjöðurin í hatt LA“ HMB, Akureyri.net

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.