Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 71
menning
Fáanleg fyrirtæki:
Þjónusta okkar felst í að tengja saman kaupendur og seljend-
ur fyrirtækja. Sem fagfólk í fyrirtækjaviðskiptum erum við í lifandi
tengslum við innlendan sem erlendan fyrirtækjamarkað.
Aðili að
Við erum sérfræðingar
í fyrirtækjaviðskiptum.
TENGINGVIÐ
TÆKIFÆRIN
H
O
R
N
/
H
a
u
k
u
r
/
2
4
0
4
A
)
Tengsl okkar við viðskiptavini eru trúnaðarmál. Upplýsingar
um fyrirtæki eru ekki gefnar í síma. Vinsamlega hringið og pantið
tíma, síminn er 414 1200 en einnig er hægt að nota tölvupóst:
jens@kontakt.is eða brynhildur@kontakt.is.
• Rótgróið innflutnings- og iðnaðarfyrirtæki sem tengist byggingariðnaði. EBITDA 100
m.kr.
• Öflugt bílaþjónustufyrirtæki. EBITDA 30 m.kr.
• Stór veitingahúsakeðja í Noregi. Ársvelta 2.300 m.kr.
• Þekkt sérverslun með herrafatnað.
• Stórt ferðaþjónustufyrirtæki með mikla sérstöðu. EBITDA 60 m.kr.
• Rótgróin og mjög tæknivædd trésmiðja með góða verkefnastöðu. Ársvelta 100 m.kr.
• Þjónustufyrirtæki í viðhaldi fasteigna. Ársvelta 270 m.kr.
• Stór tískuverslanakeðja.
• Þjónustufyrirtæki með föst viðskipti við matvælafyrirtæki. EBITDA 10 m.kr.
• Rótgróin lítil bílaleiga.
• Stór drykkjarvöruframleiðandi í einu Eystrasaltslandinu með fullkominn tækjakost og
góða markaðsstöðu. Ársvelta 700 m.kr. EBITDA 120 m.kr.
• Rótgróin umboðs- og heildverslun á Austurlandi. Ársvelta 100 m.kr.
• Markaðsstjóri-meðeigandi óskast að fyrirtæki með þekktan viðskiptahugbúnað.
• Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir fyrirtæki. EBITDA 60 m.kr.
• Sérverslun-heildverslun með gólfefni. Ársvelta 240 m.kr.
• Mjög þekkt verslun með vandaðar heimilis- og gjafavörur.
• Sérverslun með vefnaðarvörur. EBITDA 18 m.kr.
• Stórt veitingahús í miðborginni.
• Nýir eigendur vinsæls veitingahúss óska eftir framkvæmdastjóra-meðeiganda sem
hefur þekkingu og reynslu af markaðsmálum og fjármálum. Góður og vaxandi
rekstur. EBITDA 20 m.kr.
• Þekkt "franchise" tískufataverslun í Kringlunni.
• Stórt innflutningsfyrirtæki með mikla sérstöðu. EBITDA 130 m.kr.
Suðurlandsbraut 4, 7. hæð • Sími 414 1200
www.kontakt.is • Netfang: kontakt@kontakt.is
Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is, gsm 820 8658
Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is, gsm 868 8648
Guðni Halldórsson viðskiptalögfræðingur, gudni@kontakt.is, gsm 694 7722
Birgir Ómar Haraldsson verkfræðingur, birgir@kontakt.is, gsm 896 6070
Sigurður A. Þóroddsson hdl. lögg. fasteignasali, sigurdur@kontakt.is,
Lilja Margrét Hreiðarsdóttir framkvæmdastjóri, lilja@kontakt.is, gsm 698 0989
Ráðgjafarskóli Íslands er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við,
ráðgjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra. Skólanum er
ætlað að tengja saman persónulega reynslu, starfsreynslu og menntun á
þessum sviðum.
Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu:
• Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.
• Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.
• Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa.
• Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.
• Inngripatækni í áföllum.
• Forvarnir og fræðsla.
• Samstarf við aðra fagaðila.
• Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál.
• Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fötlun).
• Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og
nikótín).
• Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.
• Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa.
Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 2007 er til 15. desember.
Upplýsingar og eyðublöð fást hjá:
Ráðgjafarskóla Íslands, pósthólf 943, 121 Reykjavík,
netfang stefanjo@xnet.is, sími 553 8800,
fax 553 8802 og á www.forvarnir.is.
Mynd eftir Þórarin B. Þorláksson
óskast
Óska eftir að kaupa mynd eftir Þórarin B. Þorláksson.
Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is
merkt: „Mynd - 19330“.
Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16.
Engin gerviefni
í rúmfötunum
frá okkur
DÍANA M. Hrafnsdóttir útskrif-
aðist fyrir sex árum úr Listaháskóla
Íslands og hefur sett upp nokkrar
sýningar á ýmsum stöðum síðan.
Sýning hennar á tréristum í sal Ís-
lenskrar grafíkur er tileinkuð haf-
inu og allar myndirnar eru ljóð-
rænar afstraksjónir í mismunandi
bláum tónum. Ein myndröð á sýn-
ingunni sker sig úr og er ekki titluð
„haf“ heldur „Án titils“. Þær mynd-
ir eru mun órólegri, grárri, úfnari
og yfirborðskenndari en hinar sem
virðast tjá dýpi hafsins þar sem rík-
ir seigfljótandi logn í mettuðum lit-
um þar sem hvergi sést í hvítan
grunn. Hvort sem það er vegna þess
að undirrituð mætti á sýninguna í
roki og hálffauk inn í salinn eða
vegna persónulegs minnis þá voru
ótitluðu myndirnar þær sem náðu
athyglinni. Þessar myndir eru út-
hverfar meðan hinar virka inn-
hverfar og upplifun okkar flestra af
hafinu er hið sjónræna yfirborð sem
blasir við í óteljandi útgáfum.
Myndirnar eru ekki stórar og henta
vel sem híbýlaprýði um leið og þær
hafa það fram yfir hefðbundna list-
munaframleiðslu að í þeim má
spegla hugsanir og tilfinningar.
Þessi speglunar- eða hugleiðslu-
þáttur sem myndirnar búa yfir
(veltur þó á áhorfandanum) væri
líklega með meira vægi ef mynd-
irnar væru stærri. Það gleymist oft
í umræðum um áhorfandann og
listaverkið að samband eiganda
verks, sem hefur það heima hjá sér,
við það hefur aðra möguleika en
samband verks og áhorfanda á sýn-
ingu. Heimili fólks sem og vinnu-
staðir eru því áhugaverð rými fyrir
myndlist því það gefur möguleika á
sambandi frekar en skyndikynnum.
Þess vegna er alltaf gaman að sjá
þegar myndlist, sem er gerð af
metnaði, selst vel á sýningu eins og
hér er raunin.
Þóra Þórisdóttir
Hafið bláa
MYNDLIST
Grafíksafn Íslands –
salur Íslenskrar grafíkur
Til 3. desember. Opið fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14–18.
Haf – tréristur – Díana M. Hrafnsdóttir