Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 63 menning Það er ekki allt fengið meðgóðri krítík og líklegt að Jo-seph Andrew myndi takaundir það. Hann hefur jafn- an fengið frábæra dóma fyrir plötur sínar, en gengið bölvanlega að selja þær, svo bölvanlega að á endanum fann hann enga útgáfu sem gefa vildi hann út og neyddist því til að stofna eigið fyrirtæki til þess arna. Á daginn kom að það væri vel til fundið, því fyrsta platan sem hann gefur út sjálf- ur, Nuclear Daydream, er hans lang- besta verk og greinilegt að hann kann vel við það að vera sinn eigin herra. Joseph Arthur er hálffertugur, fæddur og upp alinn í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Hann byrjaði snemma að fást við tónlist, byrjaði sem bassaleikari í fusion-sveit, fór síðan að spila rokk og syngja líka. Fljótlega fannst honum skipta máli hvað hann væri að syngja, vildi semja eigin texta og hafa þá almennilega. Eftir að hafa hlustað á Bob Dylan og Neil Young lagði hann svo bassann á hilluna og fékk sér kassagítar. Gabriel sperrir eyrun Það var síðan sem kassagít- artrúbadúr að Joseph Arthur vakti athygli Peter Gabriel, en Gabriel komst fyrir tilviljun yfir prufuupp- töku með Arthur 1995 og var ekki seinn á sér að gera við hann útgáfu- samning. Á þessum tíma, og reyndar enn, rak Gabriel Real World útgáfu sína sem þekktust er fyrir að gefa út þjóð- lega tónlist frá ýmsum löndum og því kom mörgum á óvart að hann skyldi gefa út einskonar trúbadúrrokk með bandarískum pilti. Flestir sjá þó hve fáránlegt það er að meta popptónlist á landfræðilegum forsendum, að skipa í rekka eftir því í hvaða landi viðkomandi tónlist er samin, og í því ljósi átti Joseph Arthur vel heima innan um listamenn eins og Remmy Ongala, Sheila Chandra, Thomas Mapfumo, The Holmes Brothers, Mari Boine, Papa Wemba, nú eða Peter Gabriel sjálfan, svo nefndir séu til sögunnar nokkrir listamenn sem Real World hefur gefið út í gegnum árin. Fjöllistamaður Fyrsta breiðskífan, Big City Sec- rets, sem Real World gaf út, kom út 1997 og næstu árin var hann meira og minna á ferðinni, spilaði á Womad há- tíðum fyrir Gabriel og hélt einnig grúa tónleika sjálfur. Næsta plata hans var stuttskífan Vacancy, sem kom út 1999, en umbúðirnar á henni þóttu svo merkilegar að hann var til- nefndur til Grammy verðlauna fyrir þær. Arthur hannaði umslag skíf- unnar sjálfur, enda er hann liðtækur málari, aukinheldur sem hann hefur gefið út nokkrar ljóðabækur. Þess má og geta í þessu sambandi að Arth- ur vinnur plötur sína yfirleitt einn síns liðs, sér um allar útsetningar, undirleik og söng. Næsta breiðskífa, Come to Where I’m From, kom út ári síðar, fékk fína dóma en seldist ekki nema miðlungi vel. Á fyrri skífum hafði Arthur eig- inlega ekki kunnað sér hóf í tilrauna- mennsku í útsetningum og textarnir voru óneitanlega full-eymdarlegir og daprir fyrir heimahlustun. Á Come to Where I’m From er hann aftur á móti ekki eins þunglyndislegur og tónlist- in að auki í meira jafnvægi, ekki sama tilraunamennskan. Einn í heiminum 2002 kom út platan Redemption’s Son og aldrei þessu vant voru það ekki bara gagnrýnendur sem kunnu að meta hana, því hún seldist þokka- lega. Ekki þótti útgáfu Arthurs þó salan nógu góð og rifti samningum við hann aukinheldur sem umboðs- maður hans sagði líka skilið við hann. Í viðtali fyrir skemmstu lét Arthur þau orð falla að skyndilega hefði sér liðið eins og hann væri einn í heim- inum og ákveðið að leita nýrra leiða. Fyrsta skrefið fannst honum vera að koma sér út úr New York, en þar hafði hann búið í nokkur ár. Hann pakkaði því saman öllu sínu dóti nema fötum til skiptanna og kassagít- ar, og fluttist til New Orleans. Þegar þangað var komið fór Arth- ur að huga að næstu breiðskífu, enda var hann búinn að semja á hana tólf lög. Þegar hann settist niður í New Orleans fór þó þeim lögum að fækka og áður en varði var hann búinn að henda megninu af lögunum og semja ný í þeirra stað. Afraksturinn, Our Shadows Will Remain, kom svo út haustið 2004 vestan hafs, en um mitt ár í Evrópu. Útgefandinn heima fyrir var smáfyrirtæki. Ný plata hjá nýju fyrirtæki Our Shadows Will Remain fékk frábæra dóma og seldist betur en fyrri plötur Arthurs og gaf honum kjark til að stíga skrefinu lengra, hann gerðist sjálfs sín herra og stofn- aði eigin útgáfu. Annað skref tók hann og býsna róttækt þegar hann er annars vegar; hann safnaði að sér tónlistarmönnum og stofnaði hljóm- sveit sem lék með honum á tónleikum víða um heim. Með þá reynslu í far- teskinu fór hann svo í hljóðver að taka upp sína fimmtu breiðskífu sem átti jafnframt að verða fyrsta útgáfa hins nýja plötufyrirtækis. Nuclear Daydream kom svo út vestan hafs í lok september og enn er Joseph Arthur að bæta sig, því platan er fjölbreyttari en um leið rökréttari en fyrri verk, meira lagt í útsetningar og hljóðfæraslátt allan. Arthur hefur sagt að hann hafi byrjað upptökur á plötu sem átti að verða að mestu leyti órafmögnuð, en smám saman hlóðu lögin utan á sig eins og heyra má á skífunni, sem verður eflaust á árslista margra tónlistarspekúlanta. Gæfa eða gjörvileiki TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Fjölhæfur Tónlistarmaðurinnn, listmálarinn og ljóðskáldið Joseph Arthur. Oft vill það gerast að tón- listarmenn verða eftirlæti gagnrýnenda en almenn- ingur sýnir þeim fálæti. Þannig er því til að mynda farið með Joseph Arthur sem fengið hefur framúrskarandi dóma all- an sinn tónlistarferil en selt lítið af plötum. Vænt- anlega verður breyting þar á við útkomu nýjustu plötu hans, Nuclear Day- dream. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar 21. aldarinnar FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 – UPPSELT LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber Einsöngvari ::: Denyce Graves hátíðartónleikar í háskólabíói Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna JÓSEF Stalín hlustaði mikið á út- varp. Kvöld eitt heyrði hann píanó- konsert nr. 23 eftir Mozart, og varð frá sér numinn af hrifningu. Enda var konsertinn leikinn af Mariu Yud- inu, sem naut mikillar hylli í fyrrum Sovétríkjunum. Stalín hringdi því strax í útvarpsráðið, og krafðist þess að fá plötuna með þessari frægu listakonu. „Að sjálfsögðu“ var auð- vitað svarið. Samt var platan ekki til, og hafði aldrei verið. Stalín hafði nefnilega heyrt beina útsendingu frá tónleikum, og voru nú góð ráð dýr. Enginn dirfðist að segja nei við Stal- ín, því afleiðingarnar gætu orðið hroðalegar. Svo neyðarkall var sent til Yudinu, og hljómsveitinni komið á pall á svipstundu. Upptökutækin voru sett í gang, en allt fór í vitleysu vegna þess að hljómsveitarstjórinn var svo hræddur við Stalín. Hann var sendur heim, bilaður á taugum, og annar kallaður til. En allt kom fyrir ekki, og var það loks sá þriðji sem var í nægilegu jafnvægi til þess að upptakan gæti heppnast. Þá var komin nótt, allir voru í svitabaði en samt tókst að ljúka verkinu. Platan var tilbúin um morguninn – aðeins eitt eintak. Stalín fékk hana senda strax, auðvitað í límósínu. Einn kafli í þrettándu sinfóníu Sjostakóvitsj er helgaður óttanum sem einkenndi tímabil ógnarstjórnar Stalíns. Sinfónían, sem er fyrir ein- söngvara og karlakór, var flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á fimmtudagskvöldið og er í fimm köflum. Textinn samanstendur af jafnmörgum ljóðum eftir Jevgení Jevtúshenko og er sinfónían kennd við það fyrsta, Babí jar, sem fjallar um það þegar nasistar myrtu 30.000 gyðinga í Babí jar gilinu, rétt hjá Kænugarði. Bæði þetta ljóð, sem er ádeila á gyðingahatur, og hin fjögur, má skilja sem opinskáa þjóðfélags- gagnrýni, þau taka, svo vitnað sé í tónleikaskrána, „hvert á sinn hátt á þeim félagslegu og pólitísku vanda- málum sem Sovétríkin stóðu frammi fyrir við upphafi sjöunda áratug- arins“. Eins og nærri má geta er tónlistin átakanleg, jafnvel myrk, og það er ekki fyrr en í lokaþættinum að ljós byrjar að skína. Andrúmsloftið komst fullkomlega til skila í meist- aralegum flutningi bassasöngvarans Sergei Aleksashkin, en rödd hans var ótrúlega mögnuð, ávallt fók- useruð og gædd ótal blæbrigðum. Þegar hann söng um óttann var það svo áhrifamikið að maður skildi bet- ur þá atburði, það ástand sem ríkti í Sovétríkjunum á þessum tíma. Sá skilningur fól ekki aðeins í sér vitn- eskju um sögulegar staðreyndir, heldur innsýn í þær tilfinningar sem tengdust atburðunum. Upplifunin á tónleikunum var nánast eins og að verða vitni að þessum atburðum í eigin persónu. Eða það er hægt að ímynda sér. Leikur hljómsveitarinnar undir stjórn Rumon Gamba var sérlega vandaður, bæði einleiksstrófur ým- issa hljóðfæraleikara, sem og hljóm- sveitarinnar í heild. Og Karlakórinn Fóstbræður var með allt sitt á hreinu, söngur hans, sem var á rúss- nesku, var heildstæður, þéttur og hljómfagur. Í rauninni söng kórinn eins og einn maður. Gaman að hinum verkunum á efn- isskránni, tónaljóðinu Don Juan eft- ir Richard Strauss og forleiknum að óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Þær náðu samt ekki að skapa stemn- inguna í Babí jar sinfóníunni, enda áttu þær ekki að gera það. Þvert á móti voru þær prýðilegt mótvægi við myrkrið sem Sjostakóvitsj sýndi manni og það gerði Babí jar sinfón- íuna jafnvel magnaðri en ella. Morgunblaðið/Eggert Magnað „Leikur hljómsveitarinnar undir stjórn Rumon Gamba var sérlega vandaður, bæði einleiksstrófur ýmissa hljóðfæraleikara, sem og hljómsveitarinnar í heild,“ segir m.a í dómnum um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Mögnuð upplifun á sinfóníutónleikum TÓNLIST Háskólabíó Verk eftir Sjostakóvitsj, Strauss og Moz- art. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Einsöngvari: Ser- gei Aleksashkin. Einnig söng Karlakórinn Fóstbræður. Kórstjóri: Árni Harðarson. Fimmtudagur 30. nóvember. Sinfóníutónleikar Jónas Sen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.