Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 30
skemmtikraftur 30 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H elena Eyjólfs- dóttir er fædd og upp- alin í Reykjavík. Ung tók hún þó ástfóstri við Akureyri og hefur búið flest sín fullorðinsár í höfuðstað Norðurlands. Hún tekur á móti mér þetta kalda síðdegi í huggu- legri íbúð í nýju fjölbýlishúsi á Mýrarvegi. „Ég er búin að vera hérna í fimm ár og líður alveg ljóm- andi vel. Hér er allt til alls. Við bjugg- um lengst af í Skarðshlíðinni,“ segir Helena og á þar við eiginmann sinn, Finn heitinn Eydal, og börn þeirra þrjú. „Fimm árum eftir að Finnur dó ákvað ég að leysa upp það heimili. Það var ekkert smá verk enda höfð- um við safnað ýmsu að okkur gegn- um árin. Sumt geymdi ég, annað gaf ég og enn öðru henti ég. Það tók marga mánuði að flytja,“ segir Hel- ena og hlær björtum innilegum hlátri. Það á hún eftir að gera oft meðan á heimsókninni stendur. Það berst í tal hvort Helena hafi ekki hugleitt að snúa aftur suður að bónda sínum gengnum. „Nei,“ svarar hún ákveðið. „Hér á ég heima. Mér líður hvergi betur en á Akureyri. Ég kem oft til Reykjavíkur og það er ekki sami staðurinn og ég ólst upp á. Asinn er orðinn alveg ofboðslega mikill. Manni fallast hreinlega hend- ur í umferðinni, hún er svo geðvond. Helsti kosturinn við Reykjavík í dag er í mínum huga að fara þaðan. Það er alltaf jafn mikill léttir.“ Missti föður sinn ellefu ára Helena Marín Eyjólfsdóttir fædd- ist 23. janúar 1942, dóttir hjónanna, Laufeyjar Árnadóttur, sem ættuð var úr Grindavík, og Eyjólfs Kolbeins Steinssonar, sem ættaður var úr Mið- firði. Laufey var dóttir Árna í Teigi sem var útvegsbóndi og mikill söng- maður. „Hann var afskaplega góður afi minn og okkar samband mjög ná- ið,“ rifjar Helena upp. Hún á tvær systur, eldri og yngri. Sú eldri, Ingveldur, er búsett í Kefla- vík en sú yngri, Eygló, býr í Reykja- vík. Faðir Helenu dó mjög snögglega þegar hún var ellefu ára gömul. „Faðir minn lifði mjög heilbrigðu lífi og kenndi sér aldrei meins. Talað var um að hann hefði látist úr lungna- bólgu en ég hallast frekar að því að hann hafi fengið einhvers konar raf- suðueitrun en hann var plötu- og ket- ilsmiður. Hann dó á tveimur sólar- hringum skömmu fyrir jól, rétt rúmlega fertugur að aldri.“ Helena var nákomin föður sínum og rifjar upp hvað hún var alltaf spennt þegar hann kom heim í há- degismat, eins og tíðkaðist á þeim ár- um. „Ég labbaði alltaf á móti honum og hann reiddi mig svo heim síðasta spölinn á hjólinu sínu. Minningarnar um föður minn eru bjartar.“ Andlát föður Helenu var, eins og gefur að skilja, afskaplega erfitt. Móðir hennar var heimavinnandi með þrjár ungar dætur á þessum tíma, þannig að fráfall Eyjólfs um- turnaði lífi fjölskyldunnar. „Þarna voru engar almannatryggingar sem gripu inn í og mamma varð bara að gjöra svo vel og fara að vinna til að halda börnunum heima. Hún sýndi mikinn dugnað.“ Líf og fjör í Holtunum Helena óx úr grasi í Holtunum, nánar tiltekið í Stórholtinu, og segir þær æskustöðvar hafa verið ljúfar. „Það var mikið líf og fjör og frábært að alast upp í Holtunum. Þetta var barnmargt hverfi. Mennirnir voru úti að vinna en konurnar heima að hugsa um börnin sín. Það var alltaf heitur hádegismatur. Börnin voru úti í leikj- um allan daginn og fram á kvöld, þetta var fyrir daga sjónvarpsins, en samstaða foreldra var líka mikil. Við vorum alltaf kölluð inn á sama tíma.“ Af þeim sem ólust upp í Holtunum á svipuðum tíma og Helena má nefna Ómar Ragnarsson, Ragnar Bjarna- son, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur þulu og Kristínu Ólafsdóttur söng- konu. „Þetta var mjög samheldinn hópur og við höfum haldið þau mörg, Holtamótin.“ Sumarið eftir að faðir Helenu lést hélt hún í fyrsta sinn til Akureyrar. „Þá fór ég til dvalar hjá föðurbróður mínum, Ágústi Steinssyni, og fjöl- skyldu hans en Ágúst er líklega best þekktur sem faðir svonefndra Kennedy-bræðra hér á Akureyri. Þau hjónin áttu fimm stráka og var sá yngsti skírður í höfuðið á pabba mínum, Eyjólfur. Hann var korn- ungur þarna og mér var sagt að ég ætti að fara norður að passa hann. En auðvitað voru Ágúst og hans kona bara að létta undir með mömmu.“ Býr Gústi frændi í kofa? Það var mikið ferðalag að fara til Akureyrar í þá daga. „Ég man meðan ég lifi ferðina norður. Ég fór með manni sem keyrði fyrir Kaupfélagið, Halldóri Karlssyni, og við vorum fjórtán tíma á leiðinni. Samt var bara stoppað einu sinni. Ég hélt við mynd- um aldrei verða komin. Loksins þeg- ar við komum inn í bæinn – gömlu leiðina yfir gömlu Glerárbrúna – þá sá ég bara bragga og hálfgerða kofa og gerði það strax upp við mig að þetta væri húsakosturinn á Akureyri. Af tvennu illu ákvað ég að Gústi frændi ætti frekar heima í kofa en bragga. Þegar ég nálgaðist bæinn kom aftur á móti í ljós að það var fullt af „venjulegum“ húsum á Akureyri. En svona upplifði barnið, sem var í fyrsta sinn að fara að heiman, þetta,“ segir Helena og hlær dátt við tilhugs- unina. Helena segir sér hafa liðið óskap- lega vel hjá frændfólki sínu þetta sumar. „Ég tók strax ástfóstri við Akureyri. Við bjuggum í Ránargöt- unni og þar var engu minna fjör en í Holtunum. Ég man að meðan Eyfi fékk sér blund eftir hádegi fórum við Skúli frændi minn alltaf í sund. Þá gekk maður eða hjólaði út um allt. Akureyri var nýr heimur sem ég bast á þessu sumri traustum böndum. Þau bönd hafa aldrei rofnað.“ Um haustið sneri Helena aftur suður og kom ekki til dvalar á Akur- eyri á nýjan leik fyrr en hún var orðin söngkona. Í höllu Guðrúnar Pálsdóttur „Ég var alltaf syngjandi sem barn,“ svarar Helena þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi orðið söngkona. „Þegar ég var 9 eða 10 ára fór mamma svo með mig til Sigurðar Birkis, sem þá var söngmálastjóri, og hann kom mér í nám til Guðrúnar Pálsdóttur, ekkju Héðins Valdimars- sonar sem þá var söngkennari í Mela- skóla. Í tvo vetur kenndi hún mér heima hjá sér í fína húsinu á Sjafnar- götu 14 – mér fannst ég alltaf vera að koma í höll – og það sem meira var, hún gerði það endurgjaldslaust. Guð- rún hafði skilning á aðstæðum heim- ilisins.“ Fljótlega fór Helena að koma fram á skemmtunum og lék Guðrún þá undir á píanó. „Hún gerði raunar gott betur en það, hún kenndi mér jafn- framt sitthvað um framkomu. Hvað ég ætti að gera með höndunum og hvernig ég ætti að beita röddinni. Ég bý ennþá að þeirri leiðsögn. Þarna var ég, barnið, að syngja „Svanasöng á heiði“ og fleira í þeim dúr. Það var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söngkonan „Einu sinni var svo troðið í Valaskjálf að föt lögreglumannanna voru gauðrifin eftir dansleikinn og búið að brjóta vaska og klósett. Maður var bara með móral,“ segir Helena Eyjólfsdóttir þegar hún rifjar upp vinsældir Hljómsveitar Ingimars Eydal. „Meðan ég held rödd- inni ætla ég að syngja!“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hin vinnan Helena sér um sjúkratryggingar hjá Tryggingastofnun nyrðra. Þegar Helena Eyjólfs- dóttir sat sextán ára gömul á bekk í Lækjar- götunni, og meðtók þá ákvörðun sína að fórna menntaskólanámi fyrir sönginn, hefur hana ef- laust ekki órað fyrir því að hún ætti eftir að verða ein ástsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar. Orri Páll Ormarsson sótti Hel- enu heim á Akureyri en hún hyggst halda upp á fimmtíu ára söng- afmæli sitt með pomp og prakt í vor. Lýst er eftir skip- verjum sem voru á togaranum Þorfinni RE 33, sem gerður var út frá Reykjavík á stríðsárunum 1940-1943 og sigldi með fisk til Bretlands. Skipstjóri á þessum togara var Einar Guðmundsson frá Bollagörðum. Vinsamlegast hafið samband við Ásgeir Einarsson í Garðabæ í símum 564 4580 eða 861 1154. Athugið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.