Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 52
www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Til sölu Bíldshöfði, samt. 586 fm Framhús, sýningarsalur og skrifst. 188 fm og lager 398,8 fm. Góð innkeyrslud. Góð staðsetning á Höfðanum, hentar fyrir heilds. eða hvers konar dreif. og sölustarfsemi. Verð: Tilboð. Til sölu - Hringbraut samt. 1631 fm - 2 hæðir Nánar tiltekið er um að ræða 4. og 5. hæð. Húsn. er í dag í útleigu til traustra aðila til langs tíma. Óskað er eftir tilboði í eignina. Til leigu Köllunarklettsvegur Tvær hæðir, 2. hæð 260 fm, 3. hæð 260 fm. Húsnæðið er innréttað undir skrifst. Góð aðkoma er að húnæðinu, næg bílastæði. Hagst. leiga. Sími 588 4477 Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í símum 822 8242 og 588 4477 52 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Franz Jezorski, lögg. fasteignasali Til sölu í Skútuvogi 1 Atvinnuhúsnæði - 1.542 fm – Frábær staðsetning Eignamappa með ítarlegum upplýsingum ásamt teikningum er fyrirliggjandi á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17. Upplýsingar í gefur Huginn í síma 899 2991. Skúlagata 17 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Hóll kynnir í einkasölu húseignina við Skútuvog 1 í Reykjavík Á 2. og 3. hæð hússins eru reknar rannsóknarstofur í dag og er möguleiki á að innréttingar geti fylgt. Húsið er byggt í halla og eru bílastæði og aðalinngangur fyrir tvær hæðir að vestanverðu og að austanverðu er inngangur á 1. hæð, en þar er 319 fm gólfflötur með um það bil 5 m loft- hæð og háum innkeyrsludyrum. Á 2. hæð eru skrifstofur og lagerpláss og þrennar innkeyrsludyr. Á 3. hæð eru skrifstofur, fundarsalur, rannsóknarstofur og rúmgóður matsalur með vel búnu eldhúsi. Veggir eru léttir og auðvelt að breyta fyrirkomulagi á herbergjaskipan. Góð aðstaða er fyrir starfsfólk, skápar, hengi og snyrtingar á öllum hæðum. Gluggar eru með sólarfilmu á gleri. Gólfefni eru dúkar, flísar og parket. Húsinu hefur verið vel við haldið og er þar starfandi húsfélag. Möguleiki er að skipta eigninni niður í smærri einingar. Hreint frábær staðsetning. Verð 199 milljónir. Í EINUM af ágætum Kast- ljósþáttum Evu Maríu Jónsdóttur nú í nóvember var viðmælandi hennar stór-forstjórinn og rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson. Ég hlustaði af áhuga á þennan unga mann, hversu mikils trausts hann nýtur og hve miklu hann hefur áorkarð. Hann var spurður um störf sín og sagðist hann hafa mikinn áhuga á rekstri fyr- irtækja í útgáfu- og skemmtanaiðn- aði. Honum var tíðrætt um bernsku sína og uppeldismál fyrr og nú. Í lok þáttarins ræddi hann um aukið of- beldi á Íslandi og velti fyrir sér spurningunni hvort íslenskir for- eldrar héldu ekki lengur í heiðri upp- eldisgildi fyrri kynslóða. Ég ætla hér að gefa mitt svar við þessari spurn- ingu. Já, hvað hefur nú breyst í uppeld- inu undanfarin ár? Nú vill svo til að ég, margföld amman, tel svarið aug- ljóst og svo held ég að sé með allar aðrar ömmur. Við sem höfum átt því láni að fagna að hlúa að tveimur kyn- slóðum höfum fylgst með nýju og breyttu umhverfi barnanna, aldeilis ólíkt því sem okkar börn hrærðust í, hvað þá við sjálf. Það sem mestu veld- ur um þessar breytingar er einmitt skemmtanaiðnaðurinn. Snemma á ní- unda áratug síðustu aldar læddist þessi iðnaður inn á hvert heimili í formi myndbandatækni og aðgangi að fleiri sjónvarpsstöðvum. Fljótlega bættust fleiri tæki við, þ.e. tölvur og tölvuleikir, símar og tónlist á hvert eyra. Enginn sér fyrir endann á þess- ari þróun sem tælir og tryllir ungar sálir. Hversu auðveldara var ekki að fást við uppeldið fyrir þessa tæknidaga, þegar ekki þurfti að keppa við ofur- áhrif tækja og tóla til þess eins að ná sambandi við börnin. Í þá gömlu og góðu daga var áhugi barnanna að mestu bundinn við leiki utan dyra sem innan, leiki sem þau sköpuðu sjálf. Ég álít að íslenskir foreldrar hafi almennt ekki látið af fyrri gildum og hefðum uppeldis en það reynir á þrek þeirra í baráttu við óvininn, skemmt- anaiðnaðinn. RAGNHILDUR ÁRNADÓTTIR, Norðurgarði 21, Reykjanesbæ. Uppeldið og skemmtanaiðnaðurinn Frá Ragnhildi Árnadóttur: MÉR þótti ómaklega vegið að dval- ar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Kastljósi Sjónvarpsins 28.11.sl. Sú mynd sem ég hef sem aðstandandi heimilismanns þar er ekki í samræmi við það sem dregið var upp í þætt- inum. Húsið er gamalt en hefur að verulegu leyti verið endurnýjað og vistarverur færðar til nútímahorfs eins og kostur er og aðstæður leyfa. Móður minni var frá upphafi tekið af mikilli hlýju og alúð lögð við að- hlynningu hennar og hefur svo verið alla tíð. Fylgst er vel með henni, mér gefnar ábendingar um kaup á nauð- synjavörum þegar það á við og haldið vel upplýstum um ástand hennar. Ég kem nánast daglega á Grund og get vottað að á deild V 2, sem er hjúkrunardeild, er allt hreint og strokið, starfsfólk leggur sig fram um að vera nærri vistmönnum og annast þarfir þeirra af alúð og þjón- ustulund. Starfið er bæði erfitt og vanþakklátt auk þess að vera lágt launað en það sýnir best skilnings- leysi þeirra sem með fjárveit- ingavaldið fara á högum þessa hóps eins og margoft hefur komið fram í ræðu og riti á vegum Félags eldri borgara undanfarin ár. Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að með hækkandi aldri breytast ein- staklingar oft og verða ekki samir og áður. Þeir ráða ekki allir við frum- þarfir sínar og hlýst þá af lykt sem minnst var á og engan þarf að undra. Þetta ber ekki vott um óhreinlæti eða sóðaskap. Undirmönnun er á flestum ef ekki öllum stofnunum sem annast aldraða sem og á leikskólum. Þetta eru með öðrum orðum af- skiptir hópar í þjóðfélagi hraða og streitu. Okkur er öllum hollt að staldra við og leiða hugann að þess- um málaflokki og varast að gleyma okkar nánustu þegar þeir hafa fengið inni á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Megi uppbyggilegt og blómlegt starf á Grund halda áfram að dafna. EINAR MAGNÚSSON Ofanleiti 7, Reykjavík. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund Frá Einari Magnússyni: Stundum er sagt: Hann gat sér góðan orðstý. RÉTT VÆRI: Hann gat sér góðan orðstír. (Ath.: tír merkir frægð.) Gætum tungunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.