Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 32
skemmtikraftur 32 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ aði Finnur á því að leika í sýningunni – enda hefði hann líklega ekki getað það – en spilaði í henni í staðinn. Við hlutverki hans tók ungur leikari sem var að stíga sín fyrstu spor á leiksviði, Þráinn Karlsson.“ Árið 1963 var Sjálfstæðishúsið á Akureyri opnað en það er betur þekkt undir nafninu Sjallinn. Hljóm- sveit Ingimars Eydal var strax ráðin að húsinu en í henni voru á fyrstu ár- unum söngvararnir Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Þorvaldur Halldórsson. Helena og Finnur voru aftur á móti fjarri góðu gamni í Reykjavík. „Þarna vorum við farin að eiga börn og hreyfðum okkur ekki eins mikið. Hörður sonur okkar fæddist 1963 og Laufey tveimur árum síðar. Yngri dóttir okkar, Helena, er svo fædd nokkru síðar, eða 1972.“ Helena á í dag fimm barnabörn og tvö langömmubörn. „Ég er mjög stolt að segja frá því.“ Helena segir börn sín öll mús- íkölsk og hlusta mikið á tónlist. Ekk- ert þeirra hefur þó fetað í fótspor for- eldranna. „Ætli þau hafi ekki fengið yfir sig nóg í æsku,“ segir móðirin og hlær dátt. Hvað ef eiginmaðurinn hefði verið pípari? Árið 1966 fluttu hjónin búferlum til Akureyrar og Finnur fór strax að spila með hljómsveit bróður síns í Sjálfstæðishúsinu. Allar götur síðan hefur Helena verið búsett á Akur- eyri. „Árið eftir að við komum norður hætti Erla Stefánsdóttir söngkona í hljómsveitinni, þar sem hún var að fara að eiga barn, og ég kom í stað- inn. Það var upphafið að ævin- týralegu tímabili sem lauk ekki fyrr en 1976.“ Helena segir engum blöðum um það að fletta að hún hefði ekki starfað svona lengi við söng ef maðurinn hennar hefði ekki verið tónlistar- maður og þau staðið hlið við hlið á sviðinu. „Ég er sannfærð um að þessi ferill hefði orðið styttri ef ég hefði t.d. valið mér pípulagningamann. Hann hefði ábyggilega ekki verið sáttur við það að ég væri úti öll kvöld að dandal- ast með einhverjum gæjum.“ Helena viðurkennir fúslega að vinnutíminn hafi ekki verið heppileg- ur fyrir fjölskylduna, eintóm kvöld- og helgarvinna. „Hamingja sanna. Þetta hefði heldur aldrei gengið ef ég hefði ekki átt svona góða tengdafor- eldra að. Tengdamóðir mín kom und- antekningarlaust og passaði fyrir okkur börnin á kvöldin. Það var aldr- ei vesen. Þegar við komum heim á nóttunni vöktum við hana til að keyra hana heim og fréttum það ekki fyrr en löngu seinna að hún átti oft erfitt með að sofna eftir að hafa verið úti í kuldanum. En hún kvartaði aldrei. Framlag tengdamóður minnar var ómetanlegt.“ Til að setja starf þeirra hjóna í samhengi skal tekið fram að Hljóm- sveit Ingimars Eydal kom fram sex kvöld í viku til að byrja með. Fékk einungis frí á miðvikudögum, sem voru „þurrir dagar“, þ.e. óheimilt var að selja áfengi. Helena segir þetta hafa verið mikla vinnu í Sjallanum. Hljóm- sveitin hafi æft á hverjum einasta degi enda var alla tíð lögð áhersla á að vera með nýjustu lögin. „Við fór- um heldur ekki auðveldustu leiðina, vorum t.d. mikið með tríósöng og þá sungum við Finnur og Þorvaldur. Við vönduðum okkur mjög mikið og fólk sem kom á böllin trúði því oft ekki að hljómsveit á Akureyri væri komin með lög sem voru nýlega orðin vinsæl erlendis.“ Biðröð hringinn í kringum húsið Hljómsveitin fékk sjaldan frí í Sjallanum. „Það var ekki nema í stuttan tíma á haustin. Þá var yfir- leitt farið suður og teknir upp tveir sjónvarpsþættir, auk þess sem spilað var á þessum helstu stöðum, s.s. Valaskjálf og Stapa.“ Og vinsældirnar voru ekki minni þar en á Akureyri. „Það var ótrúlegt hvað hljómsveitin var vinsæl. Ég gleymi því aldrei þegar við komum einu sinni til Keflavíkur og það var biðröð hringinn í kringum húsið. Þetta var algjör múgsefjun. Það lá við að maður gerði svona,“ segir Hel- ena og felur andlitið með hendinni. „Einu sinni var líka svo troðið í Vala- skjálf að föt lögreglumannanna voru gauðrifin eftir dansleikinn og búið að brjóta vaska og klósett. Maður var bara með móral.“ Sjónvarpsþættirnir sem Helena getur um eru ekki til í dag, tekið var yfir þá. „Það var víst verið að spara myndböndin á þessum árum. Þarna glötuðust mikil menningarverðmæti. Því miður.“ Eitthvert örlítið myndefni er þó til með Hljómsveit Ingimars Eydal. Þáttur sem hét „Vor Akureyri“ og svo þáttur sem tekinn var upp á balli í Sjallanum. Það efni er talsvert notað í nýrri sýningu, „Kvöldið er okkar“, sem nánar verður komið að síðar í samtalinu. Hljómsveit Ingimars Eydal fór einnig út fyrir landsteinana á þessum tíma en í þrígang hélt sveitin til Mal- lorca á vegum Guðna í Sunnu og lék þar. „Íslendingar voru þarna nýbyrj- aðir að fara til útlanda og þetta var mjög skemmtilegt. Við stoppuðum í þrjár vikur í senn og komum fram tvisvar á kvöldi, í hálftíma í senn, á fínasta klúbbnum á Mallorca. Þetta var yndislega heimilislegt og í tvö seinni skiptin tókum við krakkana með okkur. Það var starfsmaður í húsinu sem við bjuggum í sem pass- aði á kvöldin en við höfðum allan dag- inn út af fyrir okkur. Við bjuggum fyrir utan ferðamannasvæðið og það var mjög gaman að kynnast því hvernig Spánverjinn lifir. Að vakna við það á morgnana að kerlingarnar voru að skammast og rífast. Og alltaf að hengja út þvott.“ Undir smásjá Helena segir hljómsveitarmeðlimi hafa bundist ævarandi vináttubönd- um á þessum árum. „Spilafélagar mínir gegnum árin eru mínir bestu vinir í dag.“ Það fylgdi því óhjákvæmilega mikil athygli að vera dægurlagasöngkona í fremstu röð á Íslandi. Helena fór ekki varhluta af því en kveðst hafa reynt að leiða athyglina hjá sér. „Það gekk að vísu misvel. Í eitt skiptið vor- um við Finnur að labba niður Lauga- veginn þegar einhver sagði: „Sjáiði, þarna eru Helena og Eyjólfur Þor- valds!“ Þetta fannst okkur mjög fyndið,“ segir Helena og hlær. Hún kveðst öðrum þræði hafa haft gaman af athyglinni. „Það væri eitt- hvað skrýtið ef manni fyndist þetta ekki eitthvað svolítið gaman. Í mínu tilviki var þetta líka þannig að athygl- in var fyrst og fremst á jákvæðum nótum. Aldrei fann ég annað og finn ekki enn þann dag í dag.“ Það kom þó fyrir að athyglin var óþægileg. „Auðvitað kom það fyrir. Maður vissi að maður var undir smásjá og gat ekki leyft sér hvað sem var. Séð og heyrt-væðingin var að vísu ekki hafin á þessum tíma en sög- ur voru fljótar að fara af stað enda þótt maður hafi örugglega heyrt þær síðast sjálfur. Ef maður heyrði þær þá yfirleitt.“ Árið 1976 lenti Ingimar Eydal í al- varlegu bílslysi og var frá spila- mennsku um langt skeið. Hinir reyndu að halda hljómsveitinni gang- andi um tíma en á endanum lagði hún upp laupana. Finnur og Helena end- urvöktu þá Hljómsveit Finns Eydal. Þegar Ingimar náði heilsu tók hann upp þráðinn með sinni hljómsveit en eftir það voru bræðurnir aldrei sam- an í hljómsveit. „Auðvitað spiluðum við stundum saman en hljómsveit- irnar voru starfræktar hvor á sínum vettvangi. Inga, dóttir Ingimars, fór að syngja með honum og við fengum til liðs við okkur nýja menn sem við héldum tryggð við.“ Það þýddi ekkert að standa þarna með fýlusvip Það segir sig sjálft að fólk sem kemur fram fjórum til sex sinnum í viku er ekki alltaf í jafn góðu skapi. Helena segir það vitaskuld hafa kom- ið fyrir að hún hafi ekki verið nægi- lega vel upplögð er hún steig á svið. „En það mátti ekki sjást. Það þýddi ekkert að standa þarna með fýlusvip. Þetta var mín vinna og ég þurfti að setja mig í þetta hlutverk, burtséð frá því hvort ég var í stuði eður ei. Ball- gestir máttu aldrei sjá að manni liði ekki vel. Fólk á misjafnlega gott með þetta en sem betur fer á ég frekar auðvelt með að vera glöð og bros- andi.“ Og alls konar vangaveltur fóru gegnum hugann á sviðinu. „Ég veit ekki hvort ég á að segja þetta en það kom fyrir að ég var að hugsa um hvað ég ætti að hafa í matinn daginn eftir meðan ég var að syngja,“ segir Hel- ena og skellihlær. „En ég kunni lögin og textana svo vel að ég gat alveg leyft mér þetta. Það er alveg satt.“ Sviðsframkoman var þó ekki alltaf dans á rósum. Helena segir tvennt ólíkt að syngja á balli og tónleikum. „Það er eitt að syngja á balli með sín- um vinum og fólk veitir manni svona mátulega athygli á sviðinu og annað að syngja á tónleikum, þar sem fólk situr og horfir á mann. Það fannst mér fyrst algjör kvöl og pína. En það venst.“ Hún rifjar upp þegar hún var beð- in að syngja á skemmtun fyrir eldri borgara í Sjallanum klukkan þrjú á sunnudegi. „Ég hélt nú að ég gæti gert það fyrir gamla fólkið og Ingi- mar bauðst til að spila undir. Ég valdi falleg lög eins og „Dagný“ og ein- hverjar gamanvísur og hélt að þetta yrði ekkert mál. Ég fékk hins vegar algjört sjokk þegar ég gekk inn á sviðið og sá fólkið sitja úti í sal alvar- legt í bragði. Það brosti ekki einu sinni út í annað þótt ég væri að syngja gamanvísur. Þarna áttaði ég mig á því að enda þótt ég væri á mín- um vinnustað voru kringumstæður gjörólíkar. Þetta var alveg skelfilega erfitt.“ Þeysireið um landið Þegar komið var fram á áttunda og níunda áratuginn breyttist ballmenn- ing þjóðarinnar. Sjónvarpið var kom- ið og ekki grundvöllur fyrir balli á hverju kvöldi. Á þeim tíma kom Hljómsveit Finns Eydal aðallega fram á árshátíðum og þorrablótum og þurfti oftar en ekki að leggja á sig löng ferðalög. „Þá var ég farin að vinna fullan vinnudag hjá Sjúkra- samlagi Akureyrar en þeyttist svo um allar trissur um helgar til að syngja. Fólk spurði: „Hvernig nenn- irðu þessu?“ Og auðvitað var þetta erfitt. Ég fékk kannski frí eftir há- degi á föstudegi til að keyra suður á Akranes. Þá átti eftir að stilla upp hljóðfærunum og spila til klukkan þrjú um nóttina. Síðan kom maður heim dauðþreyttur seint á sunnu- dagskvöldi og þurfti að vakna klukk- an sjö á mánudegi til að fara í hina vinnuna. En þetta var rosalega gam- Sveifla Hljómsveit Finns Eydal í stuði í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1962. Miðasala á þrjá stórviðburði hefst á morgun á www.listahatid.is Dmitri Hvorostovsky í Háskólabíói 20. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu Tvennutilboð á barítónana út desember Á hátindi frægðar sinnar Tveir fremstu barítónar heims Miðaverð: 4.800 Sýningarnar eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins Miðaverð: 11.800 Takmarkaður sætafjöldi Nánari upplýsingar á www.listahatid.is Bryn Terfel í Háskólabíói 21. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn, Hvorostovsky og Terfel á Listahátíð í vor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.