Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 39
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 39 Barnabiblía er góður kostur til að kynnast boðskap Biblíunnar og fylgja sögunni þar sem Guð talar við allar kynslóðir, þær sem lifðu söguna og þær sem komu á eftir. Hún kemur sér vel í biblíulestri fullorðinna, fermingarbarna og allra barna og þeirra sem vilja lesa fyrir þau um hina dýrmætu kristnu trú. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Lesum fyrir börnin UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS FJÁRMÁL & REKSTUR Helstu námsgreinar: Rekstrarfræði Farið er í grunnatriði rekstrarhagfræði, rekstur fyrirtækja, umhverfi þeirra, mismunandi rekstrarform, markmið og skipulag fyrirtækja. Fjármálastjórnun Kenndur er arðsemisútreikningur, fjallað um ávöxtunarkröfur, áætlunargerð fyrirtækja og aðferðir við að meta virði verðbréfa og fjárfestinga. Notkun Excel við fjármál og rekstur Nemendur eru þjálfaðir við notkun Excel í rekstri, einkum við gerð rekstraráætlana, notkun fjármálafalla og arðsemismats. Kvöldnámskeið: Morgunnámskeið: Frábært nám fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu í fjármálastjórnun og rekstri fyrirtækja. Tilvalið fyrir þá sem eru með eða hyggja á eigin rekstur og einnig fyrir þá sem vilja öðlast betri yfirsýn og skilning á rekstri fyrirtækja. Mjög góður undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa reynslu af notkun á Excel töflu- reikni og grunnþekkingu í almennum verslunarreikningi. Byrjar 3. janúar og lýkur 3. mars. Kennt á mán. og mið. frá 18:00 til 22:00 og annan hvern laugard. kl. 8:30 til 12:30 Byrjar 4. janúar og lýkur 6. mars. Kennt á þri. og fim. frá 8:30 til 12:30 og annan hvern laugard. kl. 8:30 til 12:30 ókeypis smáauglýsingar mbl.is Við vorum að róla saman ásunnudagsmorgni, ég ogfjögurra ára gamall leik-félagi, þegar ljúfir tónar kirkjuklukkna bárust yfir svæðið. –Þarna hringir Kvasímódó, sagði sá stutti en ég var dágóða stund að kveikja. Svo héldum við bara áfram að róla, prófuðum fleiri leiktæki og trömpuðum ísskán of- an af pollum en ég var alltaf að hugsa um hann Kvasímódó, kropp- inbakinn úr franskri sögu sem allt í einu virtist mættur í Grens- áskirkju án þess að það þætti miklum tíðindum sæta. Þegar við félagarnir leikum okkur saman kemur í ljós að reynsluheimur hans er í ljósára fjarlægð frá þeim sem var yfir og allt um kring í bernsku minni. Hann ræðir af mikilli innlifun um ofurhetjurnar sínar og önnur fyr- irbæri sem ég kann mismikil skil á en sveifla sér léttilega milli him- intungla og leysa allan vanda. Hann þekkir líka ýmsar hetjur undirdjúpanna og einhvern tímann reyndum við sjálf að koma okkur upp fiskinum; Nemó, svona til þess að færa hann til raunveru- leikans en því miður endaði sú til- raun hálfdapurlega. En það var þetta með Kvasímódó sem setti mig svolítið út af laginu af því að ég þekkti söguna og hafði lifað mig inn í hana á viðkvæmu bernskuskeiði á sama hátt og Vesalingana eftir Hugo sem var lesin fyrir mig í þeirri tóntegund sem efninu hæfði. Töfrar margra sagna liggja miklu fremur í frásagnarhættinum en sjálfu söguefninu. Sú er raunin með mörg gömul bókmenntaverk svo sem Hringjarann í Notre Dame, Oliver Twist og grískar goðsögur sem liggja til grundvall- ar ýmsu afþreyingarefni fyrir börn nú á öld hraðans. Marg- slungnar persónur verða eintóna og býsna mikið í ætt við ofur- hetjur alheimsins og andstæðinga þeirra, eða vekja lítil sem engin viðbrögð. Kvasímódó er ekki for- vitnilegri en svo að maður hætti að róla til þess að gá að honum. Oft heyrist að nútímabörn séu orðin sinnulaus af sjónvarpsglápi og annarri afþreyingu. Sú er ekki raunin með leikfélaga minn sem hefur mjög ákveðnar skoðanir og athyglisgáfuna í góðu lagi. Þótt hann nennti ekki að eltast við Kvasímódó horfði hann síðar um daginn hugfanginn á leikritið Sitji Guðs englar þar sem saman fór gott söguefni og leikræn útfærsla. En það var ekki allt samkvæmt bókinni og í lokin spurði hann svo: ,,Af hverju heitir ein stelpan Abba hin í sögunni en bara Abba í leik- ritinu? Hitt var miklu skemmti- legra.“ Kvasímódó og Abba hin Guðrún Egilson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.