Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 69 menning ogFrá framleiðendum Atvinnurekendur, stjórnendur, vinnumiðlarar, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið! Verkefnisstjórn 50 + efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Síðasti fundur af þremur verður á Grand hótel, Hvammi þann 7.desember n.k. kl. 8:30-10:00. Dagskrá: 1. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, fjallar um símenntun innan fyrirtækja. Eru eldri starfsmenn hvattir til þátttöku í símenntun jafnt og þeir sem yngri eru? Hvernig skynja fyrirtækin þrýsting á þátttöku? Eru þeir eldri tregari til þátttöku en þeir yngri? Skiptir starfsmannastefna máli varðandi þátttöku? Hvaða skýringar eru á minni þátttöku eldra fólks í endurmenntun? 2. Soffía Gísladóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumið- stöðvar atvinnulífsins fjalla um símenntunaraðila og samspil framboðs og eftirspurnar. Hvernig verður framboðið til og eftir hverju fara símenntunaraðilar þegar námsframboð er ákvarðað? Tengist raun- færnismat á einhvern hátt stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði? 3. Umræður. Fundarstjóri Elín R. Líndal Hversvegna dregur úr sí- og endurmenntun fólks á vinnumarkaði eftir fimmtugt? Er fólki mismunað innan fyrirtækja eftir aldri með tilliti til möguleika á sí- og endurmenntun? Hvað ræður námsframboði símenntunaraðila? Tengist raunfærnismat stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði? Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is Morgunverður verður framreiddur frá kl. 8:00, verð kr. 1.400.- SÍÐAN þeir voru ungir hefur það verið draumur þeirra Einars Kárasonar og Ólafs Gunnarssonar að keyra yfir Bandaríkin á Kadilakk. Og hér er rétt að gæta þess að bíla- tegundin skiptir ekki síður máli en sjálft um- hverfi ferðalagsins, enda leikur óneitanlega ákveðinn ljómi yfir bíltegundinni, þetta er jú bílinn sem frægir söngvarar allt frá Elvis Presley til Dolly Parton hafa haft mikið dálæti á. Eftir allmikið umstang og stúss tekst þeim að verða sér út um árgerð 1960 en það er Ólaf- ur sem á heiðurinn af þessu enda kemur í ljós að af þeim tveimur er hann bíladellumaðurinn. Fleiri slást í hópinn og sú klíka sem tekst á við Route 66 reynist samanstanda af höfundunum tveimur ásamt Aðalsteini Ásgeirssyni bifvéla- virkja (enn hann á eftir að vera ómetanlegur), Sveini Magnúsi Sveinssyni (sem ætlar sér að gera heimildarmynd um ferðina) og Jóhanni Páli Valdimarssyni útgefanda, en sá síðast- nefndi tekur að sér hlutverk hirðljósmyndara. Bókin Úti að aka lýsir svo ferðalaginu í sam- talsformi, en þeir Einar og Ólafur skiptast á um að segja söguna í stuttum bútum. Skemmst er frá því að segja að allt gengur á afturfótunum og tengjast hrakfarirnar einna helst bílskrjóðnum reykspúandi sem Ólafur keypti gegnum internetið. Framanaf er bílave- seninu mætt með nokkru jafnaðargeði af hálfu ferðalanganna en þær stundir renna upp í seinni hlutanum sem reyna á vinskapinn og taka nokkuð á taugarnar. Jóhann Páll reynist matgæðingur hinn mesti og tefur það stundum fyrir ferðalaginu, Einar vill sína bjóra í eft- irmiðdaginn, annars verður hann hvekktur, Steini fær engu að ráða og gerist því dálítið uppstökkur og Ólafur riðar á barmi tauga- áfalls þegar svefntöflubirgðirnar þrjóta. Þann- ig reynist Kadilakkinn umhverfi mannlegrar dramatíkur, eða kannski heldur smávægilegra pirringsmála, og spennuvakinn í bókinni er ekki beinlínis hvort þeir komast á áfangastað heldur hvort þeim lendi nægilega illa saman til að skemma félagslega fílinginn sem er nátt- úrlega sá grunnur sem ferðalagið er reist á. Ólafur og Einar eru nokkuð opinskáir í end- ursögn sinni á ferðalaginu og ljóst er að sam- skipti vinanna hafa ekki alltaf verið dans á rós- um. Það sem upp úr stendur þó er að ferðin reyndist hið ágætasta ævintýri fyrir þá félaga og þeir hafi skemmt sér vel. En í ljósi þess að um útgefna bók er að ræða er kannski ráð að spyrja hvernig lesandi skemmtir sér í sínu hlutverki sem eins konar aðskotahlutur í bíln- um. Svarið er misvel. Framanaf er hugur í mönnum og lesanda líka, fólk er að leggja af stað í ferðina og spennan og tilhlökkunin breiðir úr sér. Þá eru þeir Ólafur og Einar prýðilegir ferðafélagar, þeir segja skemmti- lega frá en vandamálið reynist kannski vera að það er takmarkað púður í söguefninu. Þeir sem keyrt hafa leið á borð við þá sem hér er lýst vita að það getur verið svakalegt stuð en ánægjan tengist kannski helst því að vera á staðnum, að vera í bílnum í eyðimörkinni í Ari- zona og finna eyðimerkurvindinn í hárinu, eða horfa ofan í Grand Canyon og finna svo ekki verður um villst fyrir eigin smæð áður en hald- ið er áfram. Eftir á að hyggja hefur maður frá litlu að segja þegar örstutt stopp hér og þar safnast saman og þetta er vandamál sem sögu- mennirnir glíma við. Lýsingar þeirra á stöð- unum sem eru heimsóttir eru snaggaralegar og stundum, líkt og í tilviki Chicago, bera þær keim af túristabók og uppfyllingarefni. Einar Kárason leggur reyndar oft skemmtilega út af þeim Bandaríska veruleika sem við blasir með- an Ólafur þjáist stundum af þeim leiðinlega kæk að tengja allt sem hann rekst á við Rolling Stones, einkum vísdómsorð sem Keith Rich- ards hefur látið falla af vörum. Þess má geta að ef félagarnir hefðu keypt bíl sem virkaði hefði bókin skroppið saman um helming, en spyrja má hversu gaman sé að lesa um ónýta dína- móra, alternatora, drifsköft, hjöruliði og allar þær smurstöðvar og verkstæði sem nauðsyn krefur að séu heimsótt, ekki síst ef áhugi les- anda beinist ekki af eðlislægum ástæðum í slíkar áttir. Það má ímynda sér að þetta sé ekki fyrsti svona ferðahópurinn sem Route 66 hefur séð og í framhaldi má spyrja hvort frásögnin feli í sér nægilega íróníu í garð sjálfs sín, ferða- mannanna og framkvæmdarinnar, til að rétt- læta allt braskið sem almennt lesefni. Mér sýnist svo ekki vera. Á köflum lýsa þeir félagar hvað Ameríka og Ameríkanar eru skrítnir en það hefði svo sannarlega verið gaman að vera amerísk fluga á vegg og vita hvernig hún upp- lifði fimm geðvonda Íslendinga á steríótýp- ískum kadilakk, týnda í eigin nostalgíska ljóma. Um Ameríku á skrykkjóttum farskjóta BÆKUR Ferðasaga JPV útgáfa. Reykjavik. 2006. 291 bls. Úti að aka. Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku - Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson Morgunblaðið/Ómar Ameríka Rithöfundarnir Einar Kárason og Ólafur Gunnarsson hafa nú gefið út bók saman. Björn Þór Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.