Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 18

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 18
18 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Heilbrigðismál | Gífurlegur alnæmisfaraldur er í Suður-Afríku og hann skilur eftir sig sviðna jörð. Lítið er um lyf, sem geta haldið sjúkdómnum í skefjum. Barnauppeldi | Fordæming á illri meðferð á börnum er síst minni í dóma- bókum 19. aldar, en í málskjölum í barnaverndarmálum nútímans. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Erlent | Ókyrrðar hefur orðið vart í röðum stuðningsmanna Hugo Chavez, forseta Venesúela, því stjórnarandstaðan gengur nú loks sameinuð til kosninga. N okulunga lítur dagsins ljós í þögn. Eftir keisaraskurðinn líður nokkur tími áður en hún rekur upp fyrstu hljóðin. Ekki er hægt að segja, að framtíðin brosi við henni sem stúlku í Zululandi. Þar er alnæm- isfaraldurinn í algleymingi og lítið er um lyf, sem geta haldið sjúkdómnum í skefjum. Sólin er gengin til viðar yfir Zululandi eða KwaZulu-Natal í austanverðri Suður-Afríku. Í skurðstofunni á Eshowe-sjúkrahúsinu situr kúbanski læknirinn Louisa Che og bíður þess, að deyfingin virki á Slindile Mnugunis, 17 ára gamla stúlku. Hún hefur haft hríðir í tvo daga og nú á að taka barnið með keisaraskurði. Við litum á sjúkraskrána til að komast að því hvort hún væri alnæmissmituð en við því var ekkert svar. Che hefst nú handa og eftir litla stund er barnið komið í heiminn. Keisaraskurður er al- gengur á sjúkrahúsinu vegna þess, að næstum helmingur þungaðra kvenna er alnæmissmit- aður. Ef barn er tekið með keisaraskurði er minni hætta en ella á því, að það smitist af móður sinni. Nokulunga litla er öll að lifna við og nú lætur hún í sér heyra svo undir tekur í húsinu. Che gefur sér tíma til að segja frá reynslu sinni á sjúkrahúsinu: „Sex konur hafa dáið eftir barnsburð á þessu ári, alnæmið og áreynslan sáu til þess. Tvær lifðu aðeins í viku. Bara í gær ætlaði ég að nota sónar á 25 ára alnæmissmitaða konu en hún gafst upp í rúminu og dó í örmum mér.“ Lítið hefur verið um alnæmislyf í Zululandi fram að þessu en það er þó aðeins að byrja. Talið er, að nú fái rúmlega 1.000 manns lyf reglulega, sem er auðvitað bara eins og dropi í hafið. Endalausar biðraðir Næstu tvo dagana fer ég úr einni sjúkra- húsdeildinni í aðra og alls staðar blasir dauðinn við. Biðraðirnar eru endalausar og algengt, að fólk hafi beðið í meira en sólarhring. Úti fyrir standa líkbílarnir í röðum og ein hjúkrunar- konan sagði mér, að ósjaldan slægjust bílstjór- arnir um viðskiptavinina. Á barnadeildinni sé ég rúm, sem líkist mest búri. Í því er Neliswa Shange, tveggja ára. Hún er brosmild, eftirlæti allra á deildinni, en það er meira, sem amar að hjá henni en óhrein bleyja. Hún er ekki enn farin að ganga og talar ekki. Hún er andlega vanrækt, engin örvun. Alnæmið tók foreldra hennar og ættingjarnir vilja ekkert með hana hafa. Sjálf er Shange litla alnæmissmituð og með berkla, ein og yf- irgefin fyrir utan einstaka bros frá önnum köfnu starfsfólkinu. Sue Purchase, læknirinn, sem fylgir mér um spítalann, fer með mig yfir í næstu deild þar sem Londiwe Ziguba, fimm ára stúlka, liggur með slöngu í æð. Hún er alnæmissjúk og starir í kringum sig tómum augum. Styrkur ónæm- iskerfisins mælist 2% og hún er ein af þeim, sem fá alnæmislyf. Móðir hennar lét sig hverfa eftir að hafa mætt í eina kennslustund í lyfja- gjöf og þess vegna varð starfsfólkið á sjúkra- húsinu að taka hana að sér. „Hún verður dáin eftir mánuð,“ segir Sue og fer síðan að velta því fyrir sér hvort rétt sé að láta lítið barn líða svona mikið. Hvort ekki sé rétt að hætta lyfjagjöfinni og leyfa henni að sofna. Ömurlegt hlutskipti kvennanna Ég hef spurt sjálfan mig að því hvers vegna það sé svona mikið af fársjúku fólki, börnum eins og Neliswa og Londiwe, í Zululandi. Eftir að hafa komið þangað öðru hverju í sex ár get ég svarað því að sumu leyti. Nú skiptir hins vegar mestu máli að útvega fólkinu lyf. Þau draga stórlega úr smithættunni. Með svoköll- uðu PCR-prófi er hægt að mæla veirufjöldann í milljónum í sjúkri manneskju en eftir lyfja- gjöf í mánuð er hann oft ekki mælanlegur. Ein af ástæðunum fyrir alnæmisfaraldrinum í Zululandi er, að konurnar ráða sér ekki sjálf- ar. „Þegar karlmaður tjáir konu ást sína getur hún ekki sagt nei. Hann vill ekki nota verju, hann vill hafa „enyamenyameni“, sem útleggst hold við hold,“ segir Kevin McDonald, yfirmað- ur sjúkrahússins, en hann hefur starfað í Zulu- landi í 20 ár. McDonald segir, að hafi kona á klæðum eða eiginmaðurinn á ferðalagi, sé það talið eðlilegt, að karlmenn leiti til vændiskvenna, taki sér hjákonu eða aðra eiginkonu. Afleiðingin er sú, að konur eru sjö sinnum líklegri til að smitast af alnæmi en karlmenn. Kynlíf eini gjaldmiðillinn Aurelia Mhlongo, hjúkrunarkona á eftir- launum, starfar nú á munaðarleysingjahæli, sem Norðmenn komu á fót. Hún segir, að sið- leysi eða fjöllyndi karlmannanna hafi byrjað fyrir hálfri öld þegar þeir fóru frá Zululandi til að vinna í námunum við Jóhannesarborg. Hér sé því ekki um að ræða gamla hefð en síðan hafi fátækt og félagslegir erfiðleikar bætt um bet- ur. „Konur selja sig jafnvel fyrir nokkur kjöt- bein í poka, það er ekki einu sinni svo, að þær fái almennilegt kjöt fyrir að þóknast karlmönn- um með „enyamenyameni“. Oft er það þannig, að það eru eldri menn, sem hafa atvinnu og peninga, sem sækjast eftir mjög ungum stúlk- um,“ segir Aurelia. „Ég hef heyrt, að fólk hafi keypt líkamsvessa af smituðum til að smita sig sjálft og fá þannig þann litla styrk, sem sjúku fólki er veittur. Fátæktin er svo mikil, að kynlíf er það eina, sem konan hefur að bjóða. Það þýðir heldur ekkert fyrir hana að segja nei, drengirnir okkar taka ekki mark á því.“ Á sjúkrahúsinu hitti ég ungan mann, Sakhile Shandu, 19 ára. Honum líður mjög illa, skilur ekki enn, að hann skuli hafa smitast af þessum skelfilega sjúkdómi. Hann er einkennalaus en óttinn við að deyja skín úr augunum. Hann er vöðvastæltur og vel á sig kominn, hleypur fjóra til fimm kílómetra á hverjum degi. Shandu segist hafa verið í sambandi við 24 stúlkur á sama tíma, flestar á aldrinum 15 til 19 ára. Með þeim lá hann hverja nótt og stundum í skólanum líka. Við spyrjum hvort hann sé ekki hræddur um að hafa smitað einhverja stúlkuna en hann gef- ur lítið fyrir það. Segist aðeins hafa sagt einni stúlku frá þessu, þeirri, sem hann ætli að gift- ast. „En ég er hræddur við að deyja, ég vil ekki veslast upp,“ segir hann en foreldrar hans eru látnir úr alnæmi. „Hef ekki tíma“ Nokkru síðar sest ég inn í annað herbergi með Purchase. Það er yfirfullt af rúmum og saurlyktin er megn. Maðurinn, sem á að halda gólfinu hreinu, er ekki öfundsverður. Við beygjum okkur niður að Tholakele Buthelezis. Hún hvíslar fremur en talar, berklasjúk lungun ráða ekki við meira. Hún ætlar að segja okkur frá börnunum sínum þremur en brestur í grát. Seinna fáum við að vita, að yngsta barnið lést úr alnæmi og líka mennirnir tveir, sem hún átti börnin með. Ég spyr hana hvort hún sé reið manninum, sem smitaði hana. „Nei, ég hef fyrirgefið honum,“ segir hún og slær á rúmið. Hún biður okkur að koma nær, hún vill segja eitthvað áður en það er um sein- an. „Nei, ég hef ekki tíma, hef ekki tíma,“ segir hún og líður út af. Sue, læknirinn, segir, að hún sé svo langt leidd, að engin lyf komi lengur að haldi. Styrkur ónæmiskerfisins er kominn nið- ur í 14 en lyfjagjöf hefst yfirleitt fari hann nið- ur fyrir 200. Í heilbrigðri manneskju er hann 1.600. Það er erfitt að ganga um þessi húsakynni dauðans með veika rödd Tholakele í eyrunum en á fæðingardeildinni vaknar vonin aftur. Thandeka Vilakazi átti stúlkubarnið Sibanes- hile fyrir nokkrum dögum og þær eru að fara heim. Vonandi smitast barnið ekki af móður sinni en Thandeka fékk lyfið Nevaripine fyrir fæðingu og síðan dóttir hennar líka. Í rúminu við hliðina liggur Nokulunga litla, sem við sáum koma í heiminn, og sýgur í ákafa brjóst móður sinnar, Slindile. Á zulumáli þýðir Nokulunga sá eða sú, „sem engum vandræðum veldur“ og það besta af öllu er, að Slindile fór í alnæmispróf og reyndist ósmituð. Dauðinn í Zululandi Alnæmisfaraldurinn í sunnanverðri Afríku kvistar niður fólk á besta aldri og skilur eftir sig tugþús- undir munaðarlausra barna. Ástæðurnar er margar, fátækt og fáfræði og afar bág staða kvenna Ljósmynd/Torbjörn Selander Á banasæng Londiwe litla átti ekki nema mánuð ólifaðan. Móðir hennar fór á námskeið í lyfja- gjöf fyrir dóttur sína en lét sig hverfa. Hér er læknirinn Sue Purchase að huga að Londiwe. HEILBRIGÐISMÁL» Í HNOTSKURN» Í Zululandi eða KwaZulu-Natal, semer hluti af Suður-Afríku, voru 15,7% landsmanna með alnæmissmit um mitt þetta ár. » Í október síðastliðnum voru 120barnshafandi konur alnæmispróf- aðar á Eshowe-sjúkrahúsinu og af þeim reyndust 53 smitaðar eða 44%. Af 106 börnum, sem prófuð voru á barnadeild- inni, voru 47 smituð. » Eshowe-sjúkrahúsinu er ætlað aðþjóna á milli 250 til 300.000 manns. Læknarnir telja, að 60–70% þeirra, sem þangað leita, komi vegna alls kyns sjúk- leika af völdum alnæmis. » Hættan á smiti frá móður til barnsvið fæðingu er 30% en sé konunni gefið lyfið Nevirapine fyrir burð eru lík- urnar um 20%. Ef konan hefur barnið á brjósti aukast líkurnar um 10–15%. » Áætlað er, að af 48 millj. íbúa Suð-ur-Afríku séu 5,4 milljónir eða 11% smitaðar af alnæmi. Vegna þess hefur meðalævin styst verulega og er nú 49 ár fyrir karlmenn en 53 ár fyrir konur. » Af þeim 196.000 manna, sem létust íKwaZulu-Natal 2005, voru 111.000 dauðsföll vegna alnæmis. Fáfræði Sakhile Shandu, 19 ára, á erfitt með að horfast í augu við það, að hann er smitaður af alnæmi og óttast að deyja. Hann segist hafa lifað kynlífi með 24 stúlkum á sama tímabili. Eftir Torbjörn Selander selander@iafrica.com VIKUSPEGILL»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.