Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 21 Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur helga@mbl.is Fordæming á illri meðferð á börnum er síst minni í dómabókum 19. aldar, en í málskjölum í barnaverndarmál- um nútímans, segir Hildur Biering, sagnfræðingur og ráðgjafi við Þjón- ustumiðstöð Vesturbæjar. Hildur lauk nýlega BA-prófi í sagnfræði og hefur efni lokaritgerðar hennar ver- ið birt í fjórða smáriti Sögufélagsins. Nefnist það Barnauppeldisins heil- aga skylda, barnavernd á fyrri hluta 19. aldar, og var að koma út. Hildur hefur unnið við barna- verndarmál í tuttugu ár og venti sínu kvæði í kross og fór í sagnfræði árið 2001. Hún hefur unnið á Unglinga- heimili ríkisins, kennt við Einholts- skóla og verið starfsmaður barna- verndarnefndar Reykjavíkur og á Vistheimili barna. „Ég hafði lengi verið í erfiðri og krefjandi vinnu og fannst ég einfaldlega orðin út- brunnin og ákvað því að láta gamlan draum rætast og fór í sagnfræði,“ segir hún. Barnaverndaryfirvöld hafa afskipti af hundruðum barna á hverju ári sem ekki njóta viðunandi uppeldisskilyrða og eru flest tilefni vegna vanrækslu, næstflest mál varða börn sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi og þriðji stærsti málaflokkurinn er vegna barna sem hafa orðið fyrir andlegu eða lík- amlegu ofbeldi. Hildur segir að mál sem barna- verndarnefndir hafa afskipti af séu ekki til umfjöllunar á opinberum vettvangi, eins og gefur að skilja, nema foreldrarnir sjálfir kjósi að koma fram. „Það er því ekki stór hópur manna sem þekkir vel til að- stæðna þeirra barna sem búa við vanrækslu nú í upphafi 21. aldar og landsmenn geta fyrir vikið lifað í þeirri góðu trú að einungis hafi verið farið illa með börn í gamla daga. Í ljósi reynslu minnar fer ég því og skoða þessi mál með allt öðrum hætti en hefur verið gert,“ segir hún. Dómsmál frá 1807–1860 Hildur segir ennfremur að fyrr á öldum, rétt eins og nú, hafi verið til foreldrar sem ekki stóðu undir því að veita börnum sínum umönnun og uppeldi, auk þess sem veikindi, dauðsföll og fátækt gátu komið í veg fyrir eðlilegt heimilislíf. „Spurningin er þá hvort almennt var farið illa með börn eða hvort það var í und- antekningartilvikum, eins og nú um stundir.“ Hún skoðaði nokkur dómsmál með hliðsjón af verkefnum barna- verndaryfirvalda í dag og eftir nokkra athugun varð tímabilið 1807– 1860 fyrir valinu, þar sem mál frá þeim tíma gáfu góðar vísbendingar um viðhorf til illrar meðferðar á börnum og hvað þótti rétt og rangt í uppeldi þeirra og umönnun. Í fyrsta málinu koma fyrir dómstóla hjón á Snæfellsnesi sem ákærð voru fyrir að hafa valdið dauða niðursetnings sem var hjá þeim með líkamlegu of- beldi. Í öðru málinu voru foreldrar í Skaftafellssýslu ákærðir fyrir að vera valdir að dauða sonar síns með vanrækslu, í því þriðja eru stjúpa og faðir í Skaftafellssýslu ákærð fyrir vanrækslu og líkamlegt ofbeldi á ungum dreng og hið fjórða varðar kynferðisbrotamál, þar sem vinnu- maður á bæ í Norður-Þingeyjarsýslu var kærður fyrir að nauðga átta ára gamalli telpu. Hildur segir að hvorki fyrr né síðar hafi verið lögbundnar jafn nákvæmar uppeldisaðferðir og húsagatilskipunin frá 1746 geri ráð fyrir. „Sem undirstrikar að gott upp- eldi hefur lengi þótt vera mikilvægur grunnur fyrir framtíðina. Foreldrum bar fyrst og fremst að efla trúarvit- und barna sinna og búa þau undir þátttöku í bændasamfélagi. Guðsótti og hlýðni voru talin til mannkosta og góður agi þótti hverju barni nauð- syn. Oft hefur verið litið á þá lög- bundnu uppeldisaðferð að aga börn með hendi eða vendi sem vísbend- ingu um harðræði í uppeldi barna, en greinilegt er að skýr greinarmunur var gerður á flengingum sem aga- tæki og miskunnarlausum bar- smíðum,“ segir hún. Hildur segir ennfremur að ef eitt- hvað er hafi dómarar í upphafi 19. aldar verið enn harðorðari í garð þeirra sem brutu af sér gegn börn- um en menn leyfa sér í dag. „Nú er oftast að athuguðu máli skilgreind ástæða þess að foreldri veldur ekki uppeldishlutverkinu á meðan for- eldrum á 19. öld var talið fátt til málsbóta, ekki einu sinni fátækt eða matarskortur.“ Auknar kröfur til barna Sem fyrr segir eru flest afskipti barnaverndaryfirvalda í nútímanum komin til vegna vanrækslu og segir Hildur að vanræksla geti birst í ýms- um myndum. Ekki aðeins að börn séu afskipt, heldur líka til dæmis í auknum kröfum hinna fullorðnu um að þau standi sig og skari fram úr í íþróttum og keppni eða öðrum tóm- stundum, með tilheyrandi álagi. „Ég kom aftur til starfa þegar ég var að vinna að ritgerðinni og ákvað þá með sjálfri mér að hún væri kveðjustefið hvað barnaverndarmál varðaði. Þess vegna er ég að vinna með fullorðnum í dag, fólki sem á við geðræn vanda- mál að stríða eða er að takast á við tilveruna eftir langvarandi neyslu á vímuefnum og áfengi.“ Útgangspunkturinn í rannsóknum Hildar var afskipti af og skyldur yf- irvalda gagnvart börnum. „Ég lít þær mjög jákvæðum augum, sem fyrrverandi barnaverndarstarfs- maður og næsta verkefni sem ég að gæla við er að skoða hvað gerist í samfélaginu og þar með barna- verndarmálum þegar þéttbýli eykst og bæir fara að myndast. Nú er ég komin af stað, saga barnaverndar hefur langt frá því verið skrifuð,“ segir Hildur Biering. Barnavernd Fyrr á öldum, eins og nú, voru til foreldrar sem ekki stóðu undir að ala upp og annast börn sín. Úr myndasafni Morgunblaðsins. »Dómarar í upphafi19. aldar voru enn harðorðari í garð þeirra sem brutu af sér gegn börnum en menn leyfa sér í dag. UPPELDI» Ill meðferð barna fordæmd á 19. öld Ritgerð um barnavernd og heilaga skyldu barnauppeldis gefin út Heim að dyrum www.postur.is Sparaðu dýrmætan tíma og forðastu stress í jólaundirbúningnum með því að láta Póstinn sjá um jólasendingarnar þínar. • Með okkur fer sendingin þín alla leið heim að dyrum • Hún kemst í réttar hendur á réttum tíma, innanlands eða utan. Það tryggir öflugt dreifikerfi okkar • Notaðu vefinn okkar, www.postur.is Þar finnurðu nýjustu heimilisföng vina og vandamanna sem uppfærast sjáflkrafa eftir að þú hefur búið til heimilisfanga- listann þinn. – Þú finnur líka pósthúsið næst þér á www.postur.is Mundu að koma tímanlega til okkar með jólakortin og jólapakkana. Sjálflíman di og sjálflýs andi jólafrímer ki ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S P 3 45 81 1 1/ 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.