Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 12

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 12
12 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ L úðvík Gizurarson hefur lengi talið sig vita að faðir hans hafi verið Hermann heit- inn Jónasson, fyrrverandi for- sætisráðherra. Hann hefur barist fyrir því und- anfarin ár að fá úr því skorið með DNA-blóðrannsókn hver hafi verið faðir hans. Lúðvík hóf baráttu sína með skírskotun til barnalaga, 15. greinar, sem kveður á um sérstaka mannerfðafræðilega rannsókn, (DNA-rannsókn) til að fá úr því skorið með erfðafræðilegum rann- sóknum (DNA) að Gizur heitinn Bergsteinsson, fyrrum hæstarétt- ardómari, væri ekki faðir hans. Slíkur dómur gekk fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur 2. september 2004 þar sem blóðrannsókn skar úr um að útilokað væri að Gizur hefði verið faðir Lúðvíks. Gizur lést um mitt ár 1997. Lúðvík hefur haldið því fram að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu hans. Lúðvík hefur jafnframt haldið því fram að móðir hans, Dagmar heitin Lúðvíksdóttir, hafi átt í ástarsam- bandi við Hermann Jónasson þegar hún starfaði sem ritari á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Her- mann var lögreglustjóri á árunum 1929 til 1934. Lúðvík fæddist árið 1932. Hermann var kvæntur Vigdísi Steingrímsdóttur, sem var frænka Dagmarar. Þær voru systradætur. Lúðvík hefur greint frá því að Dagmar, móðir hans, hafi flutt austur til Neskaupstaðar, til for- eldra sinna, þegar hún bar hann undir belti. Ástæðu þess hefur Lúðvík sagt vera þá að framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, á sama tíma og Dagmar gekk með Lúðvík, hafi ekki þótt sigur- stranglegt, ef „réttu faðerni hans“ væri flaggað þar sem Hermann var jú kvæntur maður. Sérkenni barnalaga Eitt af sérkennum barnalaga er að í málum sem rekin eru sam- kvæmt þeim gildir ekki svokölluð málsforræðisregla fullum fetum. Almenna reglan í einkamálum fyrir dómstólum er sú að málsaðilar hafi forræði á sakarefni sem kallað er. Það felur það í sér að þeir stjórna gagnaöflun, kröfum um gagnasöfn- un og þess háttar. Frá þessu eru gerð frávik í barnalögunum sem lúta að því að dómari geti haft þar tiltekið frumkvæði að gagnsöfnun, samanber 15. og 16. grein barna- laga. Sá háttur helgast af því að álitamál og dómskröfur sem lúta að faðerni barna skipta fleira fólk máli en þá einstaklinga sem eru málsaðilar. Málinu var því upphaflega stefnt inn í Héraðsdóm Reykjavíkur af lögmanni Lúðvíks, Dögg Páls- dóttur, til þess að knýja fram rannsókn eins og þá sem 15. og 16. gr. barnalaga kveða á um. Lúðvík höfðaði þessu næst mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2004 þar sem hann krafðist þess að fá aðgang að hugs- anlegum lífsýnum Hermanns Jón- assonar til staðfestingar á faðerni sínu en stefndu, þau Steingrímur og systir hans, Pálína Hermanns- börn, synjuðu þeirri kröfu. Héraðs- dómur Reykjavíkur úrskurðaði Lúðvík í hag, að heimilt væri að nota lífsýni frá Dagmar, móður Lúðvíks og frá Hermanni Jónas- syni, meintum föður Lúðvíks. Steingrímur og Pálína kærðu dóm Héraðsdóms til Hæstaréttar. Hæstiréttur sneri dómi Héraðs- dóms við í maí 2005 og hafnaði kröfu Lúðvíks um að mann- erfðafræðileg rannsókn væri gerð á lífsýnum úr honum sjálfum, móð- ur hans, Dagmar Lúðvíksdóttur, og Hermanni Jónassyni. Þeir sem skipuðu Hæstarétt í þessum dómi voru Garðar Gíslason, Markús Sig- urbjörnsson og Ólafur Börkur Þor- valdsson. Kjarni málsins í röksemdafærslu Hæstaréttar fyrir synjun við kröfu Lúðvíks virðist hafa verið sá að til þess að geta fengið úrskurðað um mannerfðafræðilega rannsókn sem þessa þyrfti stefnandi máls að hafa uppfyllt ákveðnar lágmarkskröfur eða „grundvallarskilyrði“ um sönn- unarfærslu eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Lúð- vík hefði ekki náð að uppfylla slík- ar lágmarkskröfur. Orðrétt segir í dómi Hæstaréttar frá 17. maí 2005: „Í máli þessu neytir varnaraðili þeirrar heimildar sem veitt er barni sjálfu með 1. málslið 1. mgr. 10. gr barnalaga til að höfða dóms- mál um faðerni sitt. Þegar það er gert gildir sú regla samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar að varn- araðili máls skuli vera sá maður eða þeir sem taldir eru hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma barns en að honum eða þeim látn- um megi beina máli að lögerfingj- um sem gengju barninu jafnhliða eða næst að erfðum. Móðir varn- araðila lést sem áður segir (…), áratugum eftir að hann átti þess fyrst kost að höfða dómsmál um faðerni sitt. Því er ekki borið við í málinu að hún hafi nokkru sinni fyrir yfirvöldum eða dómi lýst F (Hermann – innskot blm.) föður varnaraðila. Varnaraðili hefur held- ur ekkert fært fram, hvorki með gögnum frá móður sinni né öðrum, til stuðnings því að uppfyllt gæti verið það meginskilyrði 2. mgr. 10. gr. barnalaga fyrir málsókn þessari sem áður er getið. Er reyndar ekki staðhæft berum orðum í mála- tilbúnaði varnaraðila að slík atvik hafi gerst. Mannerfðafræðileg rannsókn samkvæmt 15. gr. barna- laga getur farið fram til að leita sönnunar í dómsmáli sem rekið er um faðerni barns. Þeirri heimild verður eðli máls samkvæmt ekki beitt nema fyrir hendi séu þau grundvallarskilyrði fyrir höfðun faðernismáls, sem skortir hér á samkvæmt framansögðu. (Letur- breyting blm.) Að því virtu verður hafnað kröfu varnaraðila um að slík rannsókn verði gerð í þessu máli.“ Hér er ástæða til þess að staldra örlítið við og gaumgæfa innihald 2. mgr. 10. gr. barnalaga, sem í fljótu bragði virðist vera sá lagalegi grunnur sem Hæstiréttur byggir dóm sinn á, að synja um DNA- rannsóknina, sem 15. grein barna- laga og raunar sú 16. einnig heim- ila. (Sjá sérstakar tilvitnanir í barnalög.) Orðrétt er 2. mgr. 10. greinar barnalaga sem fjallar um málsaðild svohljóðandi: „Höfði barnið sjálft mál eða móðir þess skal stefnt þeim manni eða mönnum sem eru taldir hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma barns. Nú er mað- ur látinn áður en mál er höfðað og má þá höfða það á hendur þeim lögerfingja hans sem gengi barninu jafnhliða eða næst að erfðum.“ Í þessari lagagrein kemur ekk- ert fram sem gerir það að verkum að staðföst sannfæring barnsins sjálfs, í þessu tilviki Lúðvíks, nægi ekki til slíkrar málshöfðunar. Lúð- vík er barnið sjálft, móðirin (Dag- mar) er látin, hinn meinti faðir einnig (Hermann), en lögerfingjum hans, þeim Steingrími og Pálínu, sem gengju barninu jafnhliða eða næst að erfðum, er stefnt. Hvaða grundvallarskilyrði fyrir höfðun faðernismáls skortir hér á? Barnið (Lúðvík) er sannfært um að faðir stefndu hafi átt í ástarsam- bandi við móður sína á getnaðar- tíma sínum. Barnið hefur þegar fengið úr því skorið með blóðrann- sókn að Gizur Bergsteinsson gat ekki hafa verið faðir hans. Barnið kveðst búa yfir vitneskju frá bernsku sinni og kveðst lengi hafa vitað að Hermann heitinn Jónasson hafi verið faðir sinn. Eru þetta ekki þau „grundvallarskilyrði“ sem kveðið er á um í 2. mgr. 10. gr. barnalaga? Var Hæstiréttur að búa til eitthvert nýtt „grundvallarskil- yrði“, sem ekki á sér stoð í barna- lögum? Eftir úrskurð Hæstaréttar í maí 2005 nefndi Lúðvík til sögunnar fimm vitni sem eðli málsins sam- kvæmt gátu ekki borið vitni um meint ástarsamband Dagmarar og Hermanns, heldur töldu Lúðvík og lögmaður hans að vitnin gætu lýst aðstæðum og kringumstæðum á þeim tíma sem um ræddi sem gæti rennt frekari stoðum undir stað- hæfingar stefnanda í þá veru að um ástarsamband hafi verið að ræða. Lögmaður stefnanda kvað tilgang vitnaleiðslunnar vera þann að bera fram sönnur fyrir fullyrð- ingum stefnanda um að faðir stefndu og móðir hans hefðu átt í nánu sambandi á getnaðartíma hans. Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði kröfu Lúðvíks um áðurnefnda vitnaleiðslu með úrskurði 8. sept- ember 2005, á þeirri forsendu að hún uppfyllti ekki kröfur einka- málalaganna um vitni, en Hæsti- réttur sneri þeim úrskurði við með dómi uppkveðnum 13. október 2005. Garðar Gíslason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson kváðu upp þann dóm. Forsendan fyrir því að Hæsti- réttur ákvað að leyfa þessa vitna- leiðslu var sú að ekki var talið úti- lokað að í vitnisburði þessa fólks gætu komið fram nægar upplýs- Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í þriðja sinn úrskurðað að heimiluð skuli blóðrannsókn að kröfu Lúðvíks Gizurarsonar. Það eru nokkrar greinar barnalaga frá 1. nóvember 2003 sem skipta máli, þegar málatilbúnaður Lúðvíks Gizurarsonar á hendur þeim Stein- grími Hermannssyni og systur hans Pálínu Hermannsdóttur er skoð- aður ofan í kjölinn. Allar lagagreinarnar eru úr öðrum kafla laganna sem ber heitið Dómsmál til feðrunar barns. Umræddar lagagreinar eru birt- ar hér orðrétt, að hluta eða í heild: 10. gr. Málsaðild. „Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, …“ „Höfði barnið sjálft mál eða móðir þess skal stefnt þeim manni eða mönnum sem eru taldir hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma barns. Nú er maður látinn áður en mál er höfðað og má þá höfða það á hendur þeim lögerfingja hans sem gengi barninu jafnhliða eða næst að erfðum.“ 12. gr. Málsmeðferð Faðernismál sæta almennri meðferð einkamála að því leyti sem ekki er mælt fyrir á annan veg í lögum þessum. Þinghald í faðernismáli skal háð fyrir luktum dyrum.“ 15. gr. Mannerfðafræðilegar rannsóknir. „Dómari getur, samkvæmt kröfu, ákveðið með úrskurði að blóðrann- sókn verði gerð á aðilum máls og barninu og enn fremur aðrar sér- fræðilegar kannanir, þar á meðal mannerfðafræðilegar rannsóknir. Eru þeir sem í hlut eiga skyldir til að hlíta blóðtöku, svo og annarri rannsókn í þágu sérfræðilegra kannana. Dómari getur með sama hætti ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn og mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á foreldrum og eftir atvikum systkinum aðilanna, svo og á öðr- um börnum þeirra. Úrskurð samkvæmt þessari málsgrein má kæra til Hæstaréttar.“ 16. gr. Gagnaöflun dómara. „Dómari getur, ef nauðsynlegt þykir, aflað sjálfur sönnunar- gagna, …“ Barnalög Faðernismál ingar til þess að stefnandi uppfyllti svokölluð „grundvallarskilyrði“ sem Hæstiréttur hafði sett í fyrsta dómnum í maí 2005. Ekki að Hæstiréttur hafi talið að vitnis- burður vitnanna fimm myndi einn og sér nægja til þess að úrskurða um faðerni Lúðvíks. Að svo búnu var málið komið til Héraðsdóms á nýjan leik þar sem vitnin voru leidd fyrir dóminn. Vitnin voru, auk Lúðvíks sjálfs, sem gaf aðilaskýrslu, tvö systkina- börn Dagmarar, móður Lúðvíks, fædd 1944 og 1946, það þriðja var skólasystkin Lúðvíks og jafnaldri og fjórða vitnið, sem fætt var 1932, var í fjölskyldutengslum við Gizur Bergsteinsson. Öll kváðust vitnin oft hafa heyrt rætt um að Her- mann hefði verið faðir Lúðvíks, en ekkert þeirra hafði orðið vitni að því að Dagmar léti orð um það falla. Að þeim skýrslutökum loknum, eða í þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. mars 2006, krafð- ist lögmaður stefnanda úrskurðar dómsins um að heimilað yrði að mannerfðafræðilegar rannsóknir á lífsýnum úr móður stefnanda, Lúð- víks og meintum föður, Hermanni, færu fram til þess að staðreyna faðerni stefnanda. Af hálfu Lúðvíks var því jafnframt lýst yfir að hann myndi gangast undir mann- erfðafræðilega rannsókn í sama skyni. Lögmaður Steingríms og Pálínu Hermannsbarna mótmælti kröf- unni. Sönnunarfærsla heimiluð Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp úrskurð í málinu hinn 6. apríl 2006 og í niðurlagsorðum úrskurðarins segir Kristjana m.a.: „Eftir umræddan dóm Hæstaréttar (frá 17. maí 2005 – innskot blm.) hefur stefnandi gefið aðilaskýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá hefur stefnandi leitt fram fimm vitni. Telja verður að við yfir- heyrslurnar hafi komið fram vís- bendingar um að móðir stefnanda og faðir stefndu hafi átt í nánu sambandi á getnaðartíma stefn- anda. Í ljósi þessara skýrslna þykir rétt að heimila stefnanda sönn- unarfærslu samkvæmt 15. gr. barnalaga og verða kröfur hans í þessum þætti málsins því teknar til greina.“ Héraðsdómur Reykjavíkur virð- ist þannig hafa talið að með vitna- leiðslu, hafi Lúðvík fullnægt áður settum „grundvallarskilyrðum“, sem sett voru í Hæstaréttar- dómnum í maí 2005 og þar af leið- andi hafi DNA-rannsóknin verið heimiluð. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.