Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H inn 4. nóvember 1966 var föstudagur og frídagur á Ítalíu en þá var haldið upp á sigur Ítalíu í fyrri heimsstyrjöldinni. Má því segja að það hafi verið heppni að ekki var venjulegur virkur dagur þegar áin Arno flæddi yfir bakka sína. Ekki flæddi samtímis yfir götur Flórens, en klukkan fjögur síðdeg- is fór að flæða og náði vatnselg- urinn að Dómkirkjutorginu klukk- an níu. Það hafði rignt samfleytt í 24 tíma frá 3. til 4. nóvember 180 til 200 lítrum á fermetra. Vatnselg- urinn þeyttist á 50 til 60 kílómetra hraða á klukkustund um göturnar og var vatnshæðin þar mest rúmir 5 metrar. Á mörgum stöðum í borginni eru skilti á húsveggjum sem sýna hvert vatnið náði 4. nóv- ember 1966. Flóðið stóð yfir fram á aðfaranótt 6. nóvember. Samkvæmt lögum á Ítalíu má kynda í Flórens frá 1. nóvember til 15. apríl. Í dag er notuð gaskynd- ing en árið 1966 var notuð brennsluolía og voru flestir búnir að birgja sig upp svo að smátt og smátt fór brennsluolían að bland- ast vatni og leðju sem komu úr ánni. Þrjátíu og fjórir létust í flóð- inu þar af sautján í sjálfri Flór- ensborg en aðrir sautján í ná- grannabæjum. Auk þess biðu margir tjón á heilsu sinni og létust í kjölfarið. Í dag eru íbúar borgarinnar tæpar 450.000, álíka margir og árið 1966, en þá bjuggu fleiri í miðborg- inni. Síðastliðin ár hafa tíu millj- ónir ferðamanna heimsótt borgina árlega. Þeir sem bjuggu í hæðunum í kringum Flórens vissu ekkert af flóðinu í fyrstu. Sjónvarpið greindi ekkert frá því fyrr en síðdegis 4. nóvember. Fljótt varð símasam- bandslaust og rafmagnslaust og því ekki hægt að vara fólk við svo að það gæti búið sig undir að yfirgefa heimili sín. Ákveðið var að hringja kirkjuklukkum í miðborginni en íbúarnir héldu að einhver í hverf- inu hefði látist, en sú hefð er enn þann dag í dag að hringja kirkju- klukkum til að tilkynna andlát. Fólkið áttaði sig því ekki á að klukknahljómurinn var viðvör- unarmerki enda liðu 14 klukku- stundir frá því að áin fór yfir bakka sína í suðurhluta Flórens og þangað til að fór að flæða í norður- hluta borgarinnar. Skemmdirnar sem áin Arno olli Flórens hefur verið nefnd sem önnur Aþena vegna þeirra listrænu heimilda sem borgin hefur að geyma. Helstu söfn og list- og sögutengdar stofnanir eru nálægt ánni Arno. Biblioteca Nazionale eða Þjóðarbókasafnið er alveg við ána en það er mikilvægasta bóka- safn Ítalíu. Áin Arno var því fljót að ryðja sér leið inn í bókasafnið. Einnig er Museo della Scienza eða Vísindasafnið alveg við ána en safnvörðurinn bjó í íbúð í safn- byggingunni og lagði líf sitt í hættu við að bjarga munum úr safninu, t.d. sjónauka Galileos Gali- leis. Safnvörður Uffizi safnsins og yfirmaður safnanna í Flórens lögðu líf sitt í hættu til að bjarga mál- verkum sem voru á Vasari gang- inum, sem liggur frá ráðhúsinu, Palazzo Vecchio, að Pitti höllinni, en hætta var á að gangurinn myndi gefa sig. Enginn lét sitt eftir liggja, en það hefur verið sagt um Flór- ensbúa að þeirra persónuleiki hafi vel komið fram í þessu stórflóði. Þeir voru hvorki í öngum sínum né grátandi heldur tóku til hendinni. Fimm til sex þúsund handverk- stæði voru í borginni, flest þeirra stórskemmdust, oftast var litlu hægt að bjarga og vélar voru ónýt- ar. Þá misstu margar fjölskyldur allt sitt. Ég þekki fólk sem stóð uppi án þess að hafa getað tekið með sér einn peningaseðil. Hjálpin berst Sem betur fer barst fregnin af þessu stórfljóti fljótlega um allan heim. Franco Zeffirelli kvikmynda- leikstjóri, fæddur í Flórens, gerði heimildarmynd, sem var ákall til heimsins um hjálp og var Richard Burton þulur í myndinni. Hjálpin var fljót að berast, strandverðir frá Versilia strandlengjunni komu með árabáta sína til að aðstoða við að flytja fólk og bandaríski herinn, sem var með aðstöðu á Ítalíu, sendi strax sinn mannskap. Rauði kross Þýskalands lagði lið og einn- ig ríki eins og Sovétríkin, Tékkó- slóvakía og Ungverjaland. „Leðjuenglarnir“ En minningin sem stendur upp úr um hjálparstarfið eru „Leðju- englarnir“ eða „Angeli del fango“. Þetta voru námsmenn sem komu úr öllum heimsálfum til að bjarga því sem bjargað varð. Þeir sváfu í næturlestum á járnbrautarstöðinni í Flórens en á daginn hjálpuðu þeir við að bera í burtu bækur úr Þjóðarbókasafninu, þvo af þeim leðjuna og hengja þær upp á snúr- ur til þerris. Einnig báru þeir mál- verk úr Uffizi safninu og réttu hjálparhönd þar sem hennar var þörf. Þegar yfirvöld í Flórens þökkuðu þeim fyrir þeirra ómet- anlegu hjálp sögðu þeir að þetta hefði verið það minnsta sem þeir hefðu getað gert því án Flórens væri heimurinn ekki sá sami. Flóðið náði ekki að Pitti höllinni Flóðið náði ekki að Pitti höllinni og því var kross eftir Cimabue, læriföður Giotto, fluttur frá Santa Croce kirkjunni í sítrónugarðskála í Boboli garðinum, en hann hafði orðið undir sex metra háu vatni, sem flaut inn í safn kirkjunnar. Kross þessi er tákn hamfaranna sem hlutust af flóðinu en þrátt fyr- ir viðgerð eyðilögðust 80% af máln- ingunni á honum. Uffizi-safnið opnað sama ár Sýning á verkum, sem bjargað var í flóðinu, var opnuð í Uffizi- safninu 21. desember 1966. Sýn- ingin þótti til marks um að lífið í borginni væri að færast í fyrra horf. Á þrettándanum, 6. janúar, kemur ítalska grýlan með sokk fullan af góðgæti handa börnum en þau óþekku fá svarta sykurkola- mola í sokkinn. Tveir, stórir sokk- ar, fullir af svörtum sykurkola- molum, héngu fyrir neðan Ponte Vecchio (Gömlu brúna eða Gull- brúna) þar sem að fljótið hafði ver- ið mjög óþekkt. Vorið 1967 Bargellini borgarstjóri Flórens- borgar sagði 6. nóvember 1966: „Ef við tökum strax til hendinni verður allt komið í samt lag eftir þrjá mánuði.“ Flórensbúar brugð- ust ekki væntingum borgarstjóra síns og voru tilbúnir til að taka við ferðamönnum vorið 1967. En lengri tíma tók hins vegar að gera við þau mörgu listaverk sem hægt var að bjarga. Hræðslan við Arno- fljótið mun aldrei hverfa Sérfræðingar segja að ef fljótið flyti aftur yfir bakka sína yrðu skemmdirnar ennþá meiri heldur en árið 1966. Talið er að slíkt gæti gerst eftir 200 ár en stórflóðin verða yfirleitt á hundrað ára fresti. Lítið hefur verið gert til reyna að hemja fljótið, enda kannski ekki hægt þrátt fyrir að tækninni fari ávallt fram. Árið 1991 flæddi Arno yfir bakka sína í Suður-Flórens og bjó ég þá í þeim hluta. Við náðum að bjarga bílnum undan vatns- elgnum og sem betur fer flæddi ekki inn á heimili mitt. Árið 1993 var ég flutt í Greve in Chianti, 33 kílómetrum fyrir sunnan miðborg Flórens, en þá flæddi áin Greve yf- ir bakka sína. Við urðum ekki fyrir tjóni, en þessir atburðir líða mér ekki úr minni. Minningarhátíð 4. nóvember 2006 var Rai3, 3. ríkissjónvarpsstöðin með beina út- sendingu næstum því allan daginn fyrir Toskana héraðið til minningar um stórflóðið. Reynt var að hafa upp á öllum „Leðjuenglunum“ til að bjóða þeim að taka þátt í minningarhátíðinni, og mættu um 2.200 „Leðjuenglar“ og þar á meðal Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, og Ted Kennedy. „Leðjuengl- unum“ var afhent 10 sentímetra skófla til minningar um hjálp- arstarf þeirra en auk þess fengu þeir bakpoka með ýmiss konar upplýsingum og boðsmiðum til að nota á meðan þeir dvöldu í Flór- ens. Hádegisverður var á Santa Croce torginu og þar settu slökkvi- liðsmenn Flórens á svið björgun á málverkum. Einnig voru ljós- myndasýningar opnaðar í tengslum við minningarhátíðina. Flóðin í Flórens Í nóvember voru liðin 40 ár síðan áin Arno flaut yfir bakka sína í Flórens í 56. skipti mið- að við heimildir allt frá árinu 1177. Að sögn Bergljótar Leifsdóttur Mensuali voru afleið- ingarnar verri en nokkru sinni fyrr. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins á Ítalíu. Dómkirkjutorgið og Via Martelli Sums staðar varð vatnshæðin 5 metrar. Fyrir framan Santa Maria Novella kirkjuna Vatnselgurinn fleyttist á 50 til 60 kílómetra hraða á klukkustund um göturnar. Santa Croce torgið Mikil vinna var að hreinsa til eftir flóðið og komu margar hendur að því verki. »Museo della Scienza eða Vísindasafnið er alveg við ána en safn- vörðurinn, sem bjó í íbúð í byggingunni, lagði líf sitt í hættu við að bjarga munum úr safninu, t.d. sjónauka Galileos Galileis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.