Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 29 Síðumúla 11 - 108 Reykjavík - S. 575 8500 Pálmi Almarsson, löggiltur fasteignasali í 20 ár        Aðventuhátíð fyrir eldri borgara Við bjóðum eldri borgurum til aðventuhátíðar í Aðalbanka Landsbankans í Austurstræti laugardaginn 9. desember og sunnudaginn 10. desember kl. 15 - 17. Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari, og Sigurlaug Knudsen, söngkona, taka á móti gestum með ljúfri tónlist. Rithöfundar lesa úr verkum sínum: 9. des. Guðni Th. Jóhannesson les úr Óvinum ríkisins. Sigurjón Einarsson les úr Undir hamrastáli. 10. des. Kristín Steinsdóttir les úr Á eigin vegum. Ásgeir Pétursson les úr Haustlitum. Tónlistaratriði báða dagana: Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, og Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, töfra fram hugljúfa hátíðartóna. Veitingar í boði og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Eldri borgurum stendur til boða að fá ókeypis akstur með leigubíl til og frá bankanum á þessum tíma í boði Landsbankans og Bæjarleiða. Þeir sem hafa áhuga á að koma á Aðventuhátíð Landsbankans eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Takið fram við skráningu hvort þið viljið fá ókeypis akstur til og frá bankanum. Afmælisþakkir Í tilefni af 95 ára afmæli mínu þann 18. mars sl. langar mig að þakka öllum þeim sem að þessu tilefni glöddu mig með nærveru sinni, gjöfum og hlýhug. Einnig langar mig að nota tækifærið til að þakka fjölskyldu minni fyrir að minnast 100 ára afmælis mannsins míns heitins, Páls Páls- sonar, í ágúst sl. sumar. Megi guð vera með ykku. Jóhanna Jóhannesdóttir, Kópavogsbraut 85, Kópavogi. gudrung@mbl.is því að búa til heima, umhverfi og and- rúmsloft, maður er að skapa stemn- ingu og upplifanir og tengist það mik- ið því sem ég geri í ljósmynduninni. Munurinn er þó að í þrívíddinni hefur maður alstjórn. Þar býr maður til umhverfið, leikarana og er leikstjóri – er Guð í vissum skilningi – skapar. Oz var eina fyritækið sem var í þessum geira á Íslandi og þetta var á blómatíma þess. Ég skemmti mér vel en mig langaði að læra meira og fara út í heim þannig að ég ákvað að fara í Academy of Art í San Fransiskó, sem er mjög góður listaskóli. Ég flutti til San Fransiskó 1997 og var þar í níu ár. Ég tók á þeim tíma bæði BA gráðuna og masterinn. Ég kláraði BFA gráðuna mína í tölvu- grafík og í gengum það fékk ég að reyna mig hjá stóru vefhönnunarfyr- irtæki sem hét Novo og á meðal við- skiptavina okkar var Orbitz.com. Netveislan mikla Í gegnum það fyrirtæki fékk ég taka þátt einni mestu Netveislu í sögu samtímans. Þetta var óneitan- lega skemmtilegt tímabil, miklir upp- gangstímar og ótrúleg orka í gangi. En svo fór að syrta í álinn hjá há- tæknifyrirtækjunum, þau urðu gjald- þrota eitt af öðru, það var skrítið að verða vitni að því þegar veislunni lauk. Helmingurinn af fólkinu í borg- inni beinlínis hvarf, margir misstu allt og þurftu að yfirgefa borgina. Borgin hefur breyst mikið síðan á þessu tímabili og er nú komin aftur í jafnvægi. San Fransiskó er mjög fal- leg og er nú aftur orðin auðug borg. Fólkið þar er einstaklega vinsamlegt, umburðarlynt, vel menntað og forvit- ið og er einnig mjög meðvitað og vel upplýst um heiminn sem við búum í.“ Íris komst í samband við margs konar fólk í Bandaríkjunum. „Ég kynntist mörgum skemmti- legum rithöfundum, listamönnum og kvikmyndagerðar fólki og eins og í öllum smáum samfélögum þá er mik- ið um samskipti og samvinnu á milli listamanna í borginni. Ég kynntist til dæmis mörgum rithöfundum og í borginni eru samtök sem heita the Grotto ( www.sfgrotto.org) þar sem 32 rithöfundar, kvikmyndargerðar- menn og listamenn leigja saman hús- næði sér til stuðnings og samstarfs. Margir í San Fransiskó eru miklir Íslandsvinir og hitti ég oft fólk sem vissi meira um íslenskar bókmenntir og sögu en ég. Ég vann m.a. að ís- lenskri kvikmyndahátíð með rithöf- undinum og Íslandsvininum Dave Eggers sem stofnaði og rekur útgáf- una McSweeney’s (www.mcswee- neys.net) sem gaf út samansafn af verkum íslenskra rithöfunda fyrir um þremur árum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að efla samskipti á milli listamanna á Íslandi og San Fransiskó og ætla nú að nýta tímann hérna heima og vinna að þeim mál- um.“ Tjáning og einlægni Við tók nýtt nám í listaháskólanum – ljósmyndanám. „Ég sérhæfði mig í listrænni ljósmyndun, Fine Art. Þetta er ljósmyndun sem byggist ekki síst á tjáningu og einlægni. Ég lærði hjá frábærum prófessor að nafni Lon Clark sem ólst upp og lærði ljósmyndun í New York. Þar hafði hann eytt miklum tíma með mörgum merkum listamönnum s.s. Mary Ellen Mark, hjónunum Merce- des og Herbert Matter, Philip Pearl- stein, Ruth Bernhardt og fleiri. Lon Clark lagði mikla áherslu á að hver listamaður eignaðist sitt eigið ætt- artré í formi hugmynda og áhrifa sem ganga í gegnum þær kynslóðir af þeim listamönnum sem hver lista- maður umgengst eða lærir af.“ Þannig að í skólanum var mikil áhersla lögð á hugmyndafræði á bak við list okkar og samræður um list al- mennt, stöðu hennar í samtímanum og þátt okkar sem partur af þeirri sögu. Ég byrjaði að taka myndir af end- urspeglunum þegar ég var á nám- skeiði hjá the Headlands Center for the Arts (www.headlands.org) sem er listastofnun og vinnustofur fyrir listamenn allstaðar að úr heiminum. Þetta er ofurfallegur staður aðeins 15 mínútur norður af San Fransiskó, yfir í hæðirnar handan Gullnahliðs brúarinnar. Vinnustofurnar eru gamlar herstöðvar frá árinu 1907 og hafa verið lagfærðar en ekki endur- gerðar. Þar fá listamenn að spreyta sig á samvinnu, samsýningum og fleiru. Þetta er ein virtasta listastofn- unin á flóasvæðinu. Togstreita og samspil andstæðna Ég byrjaði að taka myndir af yf- irgefnum húsum eða stöðum þar sem fólk var farið en hafði ómeðvitað skráð tilveru sína í umhverfið. Þar sem ég komst ekki inn í flest þessara húsa þá byrjaði ég að taka myndir í gegnum gluggana og fór þá að taka eftir samspili forgrunnsins og því sem speglaðist í rúðunni fyrir aftan mig. Þessi tækni og niðurstöð- ur hennar höfðuðu einstaklega til mín persónulega og einnig sérstak- lega sem Íslendings. Enda alin upp í landi þar sem andstæður mætast og mynda nýja heild og nýja heima sem og að ævintýralegar upplifanir eru aldrei langt í burtu. Þarna myndaðist bæði togstreita og samspil á milli andstæðna. Bæði á milli manna- byggða og náttúru, úti og inni, öryggi og afhjúpun, fyrir aftan og fyrir framan. Ég varð heilluð af þessari tækni og þetta er það sem ég einbeiti mér að í ljósmyndun minni. Ég er einnig byrjuð að hlaupa um með laust gler til að búa til mínar eigin endurspegl- anir í náttúrunni. Ég er ekki að reyna að endurskapa eða skrá raun- veruleikann heldur skapa nýja túlk- un á umhverfi okkar frá nýjum sjón- arhóli. Ég trúi að list eigi að vekja upp spurningar ekki endilega svara þeim. Ég er og komin heim til að nýta hérna þá tækni sem ég lærði í San Fransiskó og sjá hvað kemur út úr því, jafnfram því sem ég mun starfa erlendis að hluta.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.