Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 43
Lábarið Leiðin til Baðstofunnar er ekki rennislétt, heldur liggur hún á lábörðu grjóti, þar sem skriplar í hverju spori á hrauntaumum, sem standa enn uppúr mölinni og láta sig ekki þrátt fyrir áganginn. yfirréttar í október 1838, þar sem ákærði, Sigurður Breiðfjörð, á að líða 27 vandarhögga refsingu, en meðákærða, Kristín Illugadóttir, á að borga átta ríkisdali silfurs til Breiðuvíkur fátækrasjóðs. Þetta grafalvarlega mál kom fyrir Hæsta- rétt í Kaupmannahöfn í nóvember 1839 og þar var vandarhöggum fækkað í 20, en sektarfé Kristínar stóð óbreytt. Þar á ofan var gert lögtak í búinu á Grímsstöðum; allar lifandi skepnur teknar utan ein kýr, sem heimilið fékk að hafa á leigu, og þar með var mestallt framfæri til lífs tekið frá sex manna fjölskyldu á Grímsstöðum, en flestir heim- ilismenn voru ómagar. Skáldið á engra annarra kosta völ en að óska eftir styrk frá sveitinni; hann hafi orðið að lifa af láni úr kaupstað „sem nú að vonum vilji þrjóta“, seg- ir hann í bréfi. Eitt dómstig var enn eftir; kon- ungsnáð. Það fór þó svo að Kóng- urinn í Kaupmannahöfn sá til þess að skáldið yrði ekki hýtt og breytti dómnum í 20 ríkisdala sekt með bréfi til Bjarna Thorsteinssonar amtmanns á Stapa 1840. Sá góði maður hefði átt að skammast sín fyrir aðkomu sína að máli þessa ná- granna síns. Dulmögn og töfrar Snæfellsjökuls Margir trúa því og hafa fyrir því vissu að Snæfellsjökull hafi dulmagn og sé ein af sjö helztu orkustöðvum heimsins. Fólk með dulskyggnigáfu hefur séð mikinn anda sem býr í Jöklinum og verndar vesturströnd landsins. Meðal íslenzkra jökla og raunar meðal íslenzkra fjalla hefur Snæ- fellsjökull þá sérstöðu að við hann er bundin afar lífseig trú á dulinn mátt. Menn sem búið hafa undir Jökli í lengri eða skemmri tíma eru flestir sammála um einhverja sérstaka kraftbirtingu, sem stafi frá fjallinu, en ójóst er hvort sú skoðun hefur verið við lýði fyrr á öldum í sama mæli og nú uppá síðkastið. Einhvern þátt í dulúðinni á Bárður Snæfellsás; hann er nefndur til sögunnar sem á mörkum manns og dularfullrar veru, en gekk, eða jafnvel „dó í Jökulinn“, eins og oft er sagt núna. Alþekkt er bók rithöfundarins Ju- les Verne um ferð vísindamanna ásamt leiðsögumanni frá Arnarstapa í gegnum gíg Snæfellsjökuls og svo niður í iður jarðar þar sem á að vera sérstakur neðanjarðarheimur. Jök- ullinn á líka að vera systurfjall Mo- unt Shasta, sem einnig er með jökul á kollinum. Þekktur Bandaríkjamað- ur, David Carson, skynjar pýramída innan í Snæfellsjökli sem hann segir enn vera „í dvala“, hvað sem það táknar. Orkuhvirfill yfir Stapafelli Ef til vill væri frekar ástæða til að setja spurningarmerki þegar menn fara að framlengja orkulínur í heim- inum, til að mynda frá pýramídum Egyptalands, og komast að þeirri niðurstöðu að eyjan Ísland liggi í brennidepli með „miðgeisla“ sem stefni í hjartastað landsins, í Hofs- jökli, en annar geisli lendir á Snæ- fellsjökli. Reykjavík nýtur góðs af honum, því hann fer yfir borgina og er nefndur Reykjavíkurgeisli. En það er eins með þetta og annað; maður hefur einfaldlega ekki efni á að hrista höfuðið. Sjáandinn Erla Stefánsdótir í Hafnarfirði telur að Snæfellsjökull sé hjartastöð jarðar, hvorki meira né minna. Einn þeirra sem ekki var í vafa um áhrifamátt Snæfellsjökuls var Þórður Halldórsson, listamaður og refaskytta á Dagverðará undir Jökli, og má víða lesa um það í bók- um hans. Á hverju ári koma ferðamenn í einskonar pílagrímsferðir til að njóta þessarar orku sem þeir finna frá einni af helztu orkustöðvum jarð- arinnar og þann 5. nóvember 1993 átti geimskip að lenda á Jöklinum. Voru því gerð skil í fréttum og landsmenn fylgdust með. Fjöldi fólks lagði það á sig að aka vestur undir Jökul, en því miður sást aldrei neitt til ferða skipsins. Samkvæmt hinum dulrænu fræð- um reynast orkuhvirflar vera nærri misgengi í jarðskorpunni og miðla þessir hvirflar þá bæði orku innan úr jörðinni, um leið og þeir umbreyta orku utan úr geimnum, og verður sú orka þá nýtanleg á jörðinni. Einn slíkur hvirfill er yfir Stapafelli og Erla Stefánsdóttir sér stóran ljós- kross ofan við hann og sama gerði miðillinn Margrét frá Öxnafelli. Efst á Stapafelli er þar að auki kross- myndun frá náttúrunnar hendi, og ef að er gáð standa nokkrir pýramída- lagaðir hamrar út úr hlíðum fellsins. Spáð í jökulinn „Hann er gloraður, drúldaður og grúar sig“. Svo tóku heimamenn til orða þegar spáð var í veðrið með hjálp Jökulsins. Við höldum áfram að spá í náttúruna og lesa í fótspor kynslóðanna á leiðinni norður með ströndinni frá Hellnum að Hellis- sandi og Rifi. Alkunnugt er að bændur og sjó- menn notuðu fjöll til að spá fyrir um veður. Á Suðurlandi var gleggsta vísbendingin á sjálfum Heklutindi, en á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð gegndi Snæfellsjökull sama hlut- verki. Í bókinni Ísland í máli og myndum er fróðleg frásögn um veð- urfræði Snæfellsjökuls eftir Ástu Sigurðardóttur rithöfund, sem var Snæfellingur; fædd að Litla-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 1930. Orða- notkun var oft staðbundin og ekki víst að annarra héraða menn hafi alltaf skilið hvað þarna var verið að tala um. Á Heklu var stundum „fyr- irstaða“ – það táknaði norðanátt og þurrk – og Ásta rekur sérstakt mál- far Snæfellinga þegar þeir spáðu í jökulinn: „Nú er band á Jökulinn – hann gengur inn yfir sig – það er á ónum klakki, bakki, blikabólstur, bólga, roði, hetta, strútur, strókur, þykkni – hann beltar sig núna Jökullinn, hann grúar sig uppyfir sig, hann skuplar sig, hreykir á sér, kembir upp af sér, faldar sér, kúklar sig, hann er mistraður, hólmaður, glor- aður og drúldaður – og allt vissi þetta á illt. Ég veit varla hvað verst er; – þó voru beltin, böndin og blikan afar ískyggileg. Það var nokkuð sjaldgæft að Jökullinn væri alheiður svo að það var heldur ekki góðs viti. Þá var hann skafinn, fáinn, sleiktur og skúraður. Þegar kallarnir stóðu pissandi undir kofaveggjunum á kvöldin, gagntók spámannsandinn þá, þeir blimskökkuðu augunum út- undan sér, óku sér og hrylltu sig. Þá mátti Jökullinn helzt engan veginn vera, svo það vissi ekki á staðviðri, votviðri, úrhelli, strekking, glenning, garra, rok, garð, þræsing og fjalls- perring.“ Borg á Mýrum Myndin er tekin á björtum apríldegi, landið er fölt, en baðað útmánaðabirtu með snjó í fjöllum og þá vantar ekkert uppá fegurðina. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 43 Heimilisógæfa á Borg Ég geng traðir upp að bænum á Borg og finn á mér að skammt er liðið framyfir aldamótin 900. Griðkona tekur á móti mér við bæjardyr og vísar mér til skála, þar sem langeldur brennur. Hér munar ekki um einn förumann og enginn tekur eftir honum, enda er fjölmennt í skálanum og allmikil háreysti. Hér er kjarn- mikið og kraftmikið fólk saman komið í skálanum, menn gera að gamni sínu, þrífa til griðkvenna og hlæja hrossahlátri. Náttúran er söm við sig. Maður velkist ekki lengi í vafa um hver þess- ara manna sé Skallagrímur. Samt lætur hann lítið fyrir sér fara þessa stundina; nagar bein- hnútu og dreypir á mungáti. Bera er þar nærstödd en þau eru hljóð. Það er eins og eitt- hvað hvíli þungt á þeim og ég spyr varlega þann er næstur mér situr um ástæðu. Jú, hún er ljós og um hana vita allir. Hér er heimilisógæfa á ferðinni, en enginn getur ráðið fram úr henni. Þau hjónin voru búin að eignast mörg börn og mannvænleg. En þau dóu öll. Nú var það yngsta einnig dá- ið. Þrátt fyrir allmikla auðlegð og stór lönd vofði nú yfir að eng- inn yrði erfinginn. Það fór á annan veg og við höfum enn ástæðu til að fagna því. Næsti sonur, sem nefndur var Þórólfur eftir Þórólfi Kveld- úlfssyni, bróður húsbóndans, lifði og þegar hann óx upp bar hann af öðrum ungum mönnum. Hann var sem ljós í húsi. Upp frá því rofaði til í Borgarfjöl- skyldunni og tvær dætur fædd- ust, Sæunn og Þórunn, báðar efnilegar. Þau Borgarhjón voru þrátt fyrir það sem á undan var gengið á góðum aldri og enn fæddist þeim sonur. Hann var nefndur Egill og merkilegt er að Egla, sem fjallar um líf þessa drengs, segir að þá er honum var nafn gefið hafi hann verið „vatni ausinn“. Mér kom það á óvart; þetta er árið 910 og ég hélt að þess konar athöfn hefði ekki tíðkast í heiðni. Gat það verið að kristin áhrif væru farin að berast út hingað? Eitt er ljóst núna sem menn vissu ekki þá: Hér var fætt mesta ljóðskáld Ís- lendinga í sjö aldir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.