Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 37 Ég hafði frá upphafi meiri áhuga á málfræði en bókmenntum, Hreinn og Halldór urðu mínir vin- ir og velgjörðarmenn. Halldór kenndi fjölmargar greinar, svo sem merkingarfræði, sögu orða- forðans og orðmyndun. Hann hafði umsjón með BA-ritgerð minni og kandidatsritgerð minni, sú síðarnefnda fjallaði um við- skeytið -legur. Ég býst við að ég hafi orðið fyrir miklum áhrifum af Halldóri Halldórssyni. Þegar ég gaf þessa bók út, Merg málsins, fyrri útgáfu, þá gladdist hann mjög. Honum fannst gott að einhver tók upp merkið og studdi mig með ráðum og dáð. Vinnur með raunveruleg dæmi Ég byrjaði að safna efni í fyrri bókina fljótlega eftir að ég lauk námi 1972 en þá var ég ráðinn fyr- ir atbeina Hreins Benediktssonar sem kennari í íslensku við háskól- ann í Kíl í Þýskalandi í þrjú ár. Svo kom ég heim og fór að kenna hér og koma undir mig fótunum Ég var þá kvæntur. Konan mín er Herdís Svavarsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eigum við hjón- in þrjá syni. En meðfram kennslu og fjöl- skyldulífi fór ég að safna saman alls konar dæmum um notkun orða og orðatiltækja og hafði mik- inn áhuga á að vita hver væri upp- hafleg og rétt notkun þeirra – vildi fá dæmi um það. Þetta varð til þess að ég safnaði miklum fjölda dæma um notkun orða og orðasambanda. Sem málfræðingur vil ég vinna með raunveruleg dæmi. Ég er ekki gefinn fyrir að búa til einhver dæmi sem á svo að prófa, toga og teygja. Ég komst fljótlega að raun um að þótt maður skoði orðabækur og jafnvel seðlasöfn hér og ytra þá jafnast það ekki á við að lesa text- ana sjálfa. Samhengið á undan og eftir dæminu, því sem verið er að skoða hverju sinni, er nauðsyn- legt. Ég veit mörg tilvik um að menn hafi misskilið dæmi af því þau voru of knöpp. Auðvitað hefur farið mikill tími í þessa söfnun mína og fjölskylda mín hefur orðið að taka á þolin- mæðinni á stundum vegna hátta minna, sérstaklega eiginkona mín, sem hefur þolað með mér súrt og sætt í 35 ár. Hún hefur ávallt sýnt starfi mínu og áhugamálum mik- inn skilning, án þess hefði ég aldr- ei getað lokið við þetta verk. Stundum hefur þessi söfnunar- ástríða mín orðið tilefni skondinna atvika, það er þegar ég hef verið að velta fyrir mér orðum og orða- samböndum. Eitt sinn var konan mín með saumaklúbb. Ég var um þær mundir m.a. að skoða hvort segja ætti: Mér finnst gaman að sitja einn – eða: Mér finnst gaman að sitja einum. Einum er náttúr- lega eldri myndin. Maður segir t.d.: Betra er berfættum en bók- arlausum. Ein úr saumaklúbbnum sá seðl- ana mína sem voru með nokkrum dæmum af þessu tagi. Á einn þeirra hafði ég skrifað: Leyfðu mér að vera einum. Þær lásu þetta agndofa og fannst ekki boða gott – að þessu var mikið hlegið þegar málið skýrðist.“ Helst ekki vera villur Eftir Jón hefur einnig komið út bókin: Rætur málsins. Hún kom út 1997 og fjallar um áhrif Biblíunnar á íslenska tungu. „Ég hef nýtt mér hluta þessa efnis í hina nýju og auknu útgáfu af Merg málsins,“ segir Jón. Hann nefnir sem dæmi biblíuorðatiltæki sem allir hafa á hraðbergi í dag- legu tali, svo sem greina/skilja hismið frá kjarnanum; eins og þjófur á nóttu; hafa enga eirð/ró í sínum beinum. „Rétt er þó að taka fram að fæst biblíuorðatiltæki eru notuð í upphaflegri mynd sinni, þ.e. í þeirri mynd sem er að finna í Biblíunni sjálfri, t.d. í Guðbrands- biblíu eða eldri gerðum. Algengast er að þau mótist í munni, málnot- endur komi sér saman um þá mynd sem hljómar best.“ Fjögur ár eru síðan efnisöflun Jóns í hina nýju útgáfu Mergs málsins lauk. „Þá fór ég að endurskrifa þessa bók og það tók mig fjögur ár. Ég býst ekki við að fleiri slíkar komi út frá minni hendi. Hins vegar hef ég hug á að þoka eitthvað áfram verkinu um forsetningarnar.“ Jón segir útgáfur sem þessar mikla nákvæmnisvinnu. „Það er býsna fyrirhafnarsamt að ganga frá verki sem þessu. Mér er það minnisstætt að kenn- ari minn, prófessor Halldór Hall- dórsson sagði eitt sinn við mig: „Í orðabókum mega helst ekki vera villur.“ Auðvitað hafði hann rétt fyrir sér en í ummælum hans felst einn- ig að honum var ljóst að það er hægara sagt en gert að senda frá sér villulaust verk enda segir Snorri Sturluson: „Flest frumsmíð stendur til bóta.“ Ég hef lagt mig allan fram við að skila þessari bók sem villu- minnstri. Ég fékk til liðs við mig prófessor Jón Axel Harðarson og Ólaf Pálmason magister.Forlagið Mál og menning - Edda lagði mér til þriðja manninnMargréti Guð- mundsdóttur MA. Þau þrjú lásu handritið og gerðu athugasemdir sem ég þurfti að taka afstöðu til. Einnig þaullas Laufey Leifsdóttir frá forlaginu síðustu gerð hand- ritsins og lagði sitthvað til mál- anna. Yfirlesturinn reyndist mér afar fyrirhafnarsamur. Sjálfskaparvítin eru verst. Ég var ekki alltaf glaður þegar ég var að berjast við þetta og ekki alltaf sammála yfirlesurum mín- um. En ég er ekki í vafa um að fyrir atbeina þessa fólks er bókin miklu vandaðri en ella. Svona rit verða aldrei fullkomlega villulaus, en ég er sáttur við niðurstöðuna.“ Ekkert af því sem er einhvers virði í heiminum er falt fyrir peninga Bókina tileinkar Jón G. Frið- jónsson foreldrum sínum, Áslaugu Siggeirsdóttur og Friðjóni Sig- urðssyni. „Þau höfðu mikil áhrif á mig hvað íslensku snertir auk alls ann- ars. Móðir mín var úr Fljótshlíð- inni. Ég gat spurt hana um hvað- eina, hún var bæði fróð og minnug, vel máli farin og las mik- ið, líka fyrir mig. Ef ég spurði hana um vafaatriði þá sagði hún gjarnan eftir langan umhugs- unartíma. „Ja – þetta var sagt svona í Fljótshlíðinni. Og það var eins konar Stóridómur. Móðir mín hjálpaði mér mjög mikið með fyrstu útgáfu verksins. Hún naut ekki formlegrar skólamenntunar en ég álít að hún hafi eigi að síður verið gagnmenntuð kona. Faðir minn var skrifstofustjóri Alþingis en móðir mín sinnti heimilinu og okkur fimm bræðrum. Það var hennar starfsvettvangur. Uppeldi barna er mikilvægt starf. Í Heimskringlu stendur um Erling Skjálgsson, sem tók að sér ýmsa menn. „Öllum kom hann til nokkurs þroska.“ Mamma klifaði gjarnan á einu atriði við mig sérstaklega. Hún sagði: „Mundu það, Jón minn, að ekkert af því sem er einhvers virði í heiminum er falt fyrir peninga.“ Heimur sjá hrörnar á leið fram Ég var heppinn að því leyti að það kom fljótlega í ljós að kennsla átti vel við mig. Ég fór að kenna 22 ára gamall í forföllum í Versl- unarskóla Íslands og fannst það mjög skemmtilegt. Það er ánægju- legt að vinna með ungu fólki sem mun erfa landið. Þótt menn tali gjarnan um að allt sé að fara til fjandans og reki á reiðanum þá er það ekki ný skoðun. Í Íslensku hómilíubókinni rakst ég á þessa setningu: „Heimur sjá hrörnar á leið fram.“ Og: „Heimur versnandi fer,“ sagði Hallgrímur Pétursson. Þótt breytingarnar séu stundum meiri en manni gott þykir þá má ekki gleyma því að íslensk menn- ing er auðvitað hryggjarstykkið í íslensku þjóðlífi.“ Afstaða mín sést í þessari bók, hún er framlag mitt til málvöndunar og mál- ræktar. Ég vil ekki kalla mig málhreinsunarmann en ég vona að ég geti kall- að mig málvöndunarmann. gudrung@mbl.is púls, -s, kk.et. ’slagæð; sláttur slagæða (oft- ast á úlnlið)’ taka púlsinn (á e-m/e-u) (óforml.) ’kynna sér stöðu mála; kynna sér afstöðu e-s’. For- sætisráðherra ætlar sér að taka púlsinn á deiluaðilum á næstu dögum. – Ólafur Thors byrjaði hvern einasta dag á því að hringja mikinn hring til þess að taka púlsinn. – Taka púlsinn á veðrinu. Orðatiltækið er kunnugt frá síðari hluta 20. aldar. Líkingin er dregin af því er læknir tekur um púls á sjúklingi. vök, vakar, vakir, kvk. ’þiðið op á lagn- aðarís’ eiga í vök að verjast (fyrir e-m/vegna e-s) ’að e-m er kreppt (vegna e-s); vera að- þrengdur eða í erfiðri aðstöðu (gagnvart e- m)’. Hún á í vök að verjast vegna ógætilegra ummæla sinna. – Því hefur verið haldið fram að farandverkamenn eigi í vök að verjast í sumum löndum. – Innlendur iðnaður á í vök að verjast eftir að innflutningstollar voru lækkaðir. – Við eigum í vök að verjast, þar sem blöð og tímarit eru hér opin fyrir öllu sem í móti okkur er (JSigBrN 105 (1869)). Elsta dæmi um svipað orða- far er frá fyrri hluta 18. aldar: mér sýnist að eg sé í nokkurri vök þar um (’eigi í vanda’) (ÁMPriv 101 (1729)) en nútímamynd- in er kunn frá síðari hluta 18. aldar: Hann á í vök að verjast (BH 525), sbr. einnig afbrigðið hafa í vök að verjast (GP I, 122 (1761)). Lík- ingin er dregin af manni sem fallið hefur í vök (á ís) og á því óhægt um vik að verjast þeim er á ísbrúninni standa. Dæmi úr Merg málsins … Púls Að taka púlsinn á ein- hverju, orðatiltækið er kunn- ugt frá síðari hluta 20. aldar. Vök Að eiga í vök að verjast, nútímamyndin er kunn frá síðari hluta 18. aldar en orðatiltækið er eldra í málinu. Líkingin er dregin af manni sem fallið hefur í vök og á því óhægt um vik að verjast þeim er á ísbrúninni standa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.