Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF L O F T S L A G S B R E Y T I N G A R O G A T V I N N U L Í F I Ð � �� �  ��  � � ��  � � �� � � � �  A T V I N N U L Í F O G U M H V E R F I F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 2 0 0 6 - 2 0 0 7 Þriðjudaginn 5. desember kl. 8:15-10:00 Grand Hótel Reykjavík Framsögur: Nick Campbell, formaður nefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins um loftslagsbreytingar Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Árni Magnússon, forstöðumaður orkumála hjá Glitni Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Fundurinn fer fram á ensku Þátttökugjald kr. 2.500 ásamt morgunverði Allir velkomnir - skráning á www.sa.is eða í síma 591 0000 KAUPÞING banki hefur verið kjör- inn besti banki á Íslandi af alþjóð- lega fjármálatímaritinu The Bank- er. Þetta kemur fram í desemberútgáfu blaðsins sem kom út í gær. The Banker verðlaunar á ári hverju þá banka sem þykja skara fram úr í heimalandi sínu á flestum sviðum, bæði hvað varðar rekstur og afkomu en einnig hvað snertir stefnumörkun og árangur almennt, að því er segir á vef KB banka. Þetta er þriðja árið í röð sem Kaupþing banki hlýtur þessa við- urkenningu. Ármann Þorvaldsson forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander tók við verðlaununum fyrir hönd bankans á fimmtudags- kvöldið í sérstöku hófi í Lundúnum. Morgunblaðið/Sverrir Þriðja sinn Kaupþing banki hefur hlotið viðurkenningu fjármálatímarits- ins The Banker þrjú ár í röð og verið kjörinn besti banki á Íslandi. Kaupþing banki verðlaunaður VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... ● STÁLSMIÐJAN ehf. hefur keypt allt hlutafé í Framtaki véla- og skipa- þjónustu ehf. og dótturfélagi þess Framtaki Blossa ehf. Framtak var stofnað árið 1988 og er umfangsmikið í verkefnum sem tengjast gufuaflsvirkjunum, auk þess að vera leiðandi í véla- viðgerðum, gámaviðgerðum og ým- iss konar nýsmíði á sviði málmiðn- aðar. Heildarfjöldi starfsmanna er um 100. Stálsmiðjan var stofnuð árið 1933 og rekur í dag slippinn í Reykja- vík auk mjög öflugrar plötusmiðju og sérhæfðs trésmíðaverkstæðis. Starfsmenn eru um 80 og skiptast í tæknimenn, vélvirkja, stálsmiði, tré- smiði og starfsmenn í drátt- arbrautum. Fyrirtækjaráðgjöf Spron hafði milligöngu um kaupin. Stálsmiðjan kaupir Framtak ● Síðastlið- inn laugardag var opnuð ný verslun Rúmfatalag- ersins í Or- leans- borgarhlut- anum í Ottawa, höf- uðborg Kanada. Steinunn Ármanns- dóttir, eiginkona Markúsar Arnar Antonssonar sendiherra, opnaði verslunina formlega kl. 8 að morgni og biðu þá hundruð manna við inn- ganginn. Verslanir Rúmfatalagersins í Kanada eru þar með orðnar 29 og segir í tilkynningu að ráðgert sé að bæta við að minnsta kosti tveimur nýjum verslunum á næsta ári. Starf- semi Rúmfatalagersins hófst í Kan- ada árið 1996 og er Lúðvík G. Krist- jánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vestanhafs. Rúmfatalagerinn opn- ar verslun í Ottawa ALLAR vörur, sem mótteknar eru á flutningamiðstöðvum til flutnings og meðferðar hjá Eimskipi Flytjanda, verða í framtíðinni tryggðar hjá Tryggingamiðstöðinni á farmtrygg- ingaskilmálum A. Samstarfssamning- ur þessa efnis var undirritaður fyrir skömmu af fulltrúum Eimskips og TM. Í tilkynningu segir að um nýjung á íslenskum flutningamarkaði sé að ræða þar sem aldrei hafi áður verið boðið upp á tryggingavernd með þessum hætti. Tryggingin leiði til ein- földunar fyrir viðskiptavini og auki fjárhagslegt öryggi þeirra. „Með þessu nýja fyrirkomulagi er Eimskip Flytjandi að auka þjónustu sína, til hagsbóta fyrir viðskiptavini, á einstaklega hagstæðum kjörum. Fast gjald að upphæð 55 kr. fellur á hvert farmbréf en iðgjaldið er mjög hag- stætt og miklu lægra en þau lág- marksiðgjöld sem almennt tíðkast í farmtryggingum hér á landi. Eimskip Flytjandi getur boðið þessi kjör vegna umfangs verkefnisins og fjölda sendinga innan dreifikerfis Eimskips Flytjanda,“ segir í tilkynningunni. Morgunblaðið/Eggert Fer víða Eimskip rekur tæplega 160 starfstöðvar víðs vegar um heiminn og er með 40–50 skip í rekstri. Eimskip Flytjandi semur við TM Í TILEFNI þess að Opin kerfi Heildsala hefur náð samningum við Microsoft um dreifingu hugbúnaðar til endursöluaðila, líkt og fram kom í síðasta Viðskiptablaði Morgunblaðs- ins, var efnt til móttöku í Keiluhöll- inni í Öskjuhlíð fyrir helgina. Þar var samkomulagið kynnt formlega nýjum og núverandi endur- söluaðilum. Einnig var brugðið á leik og tekin létt keilukeppni og skemmtu gestir sér vel. Opin Kerfi Heildsala eru eini full- gildi innlendi dreifingaraðili fyrir Microsoft-hugbúnað. „Það er mikill kostur að loksins sé kominn innlendur dreifingaraðili fyrir Microsoft-hugbúnað og við væntum að með tilkomu Opinna Kerfa Heildsölu verði öll þjónusta við innlenda endursöluaðila bætt til muna auk þess sem mun auðveldara verður að sækja hana en áður,“ segir Halldór J. Jörgensson, fram- kvæmdastóri Microsoft Íslandi, í til- kynningu frá félaginu. Morgunblaðið/Ómar Í Keiluhöllinni Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, ásamt Sverri Jónassyni, framkvæmdastjóra heildsölusviðs. Samningi við Microsoft fagnað AKER Kværner, fyrirtæki norska kaupsýslumannsins Kjell Inge Røkke mun greiða hluthöfum arð sem nem- ur 30 krónum norskum á hlut, eftir að búið er að selja dótturfélag. Alls mun þessi arðgreiðsla nema um helmingi af hagnaði félagsins eða 1,6 milljörðum norskra króna, jafnvirði 17,6 milljarða íslenskra króna. Í tilkynningu til kauphallarinnar í Ósló tilkynnir Aker Kværner, að fé- lagið ætli að selja dótturfélagið Pulping & Power og muni í kjölfarið greiða út þennan arð. Aker ASA á 50% hlut í Aker Kvær- ner og fjárfestingarfélag Røkkes, Aker RGI Holding, á 66,66% í Aker ASA. Að sögn fréttavefjar Aftenposten verður hlutur Røkkes sjálfs í arð- greiðslunni því rúmlega 500 millj- ónir norskra króna, jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Tíu millj- arðar í arð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.