Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 39 Sýnd kl. 8 og 10 B.I. 14 ára Sýnd kl. 10.40 B.I. 12 ára eeeee V.J.V. - Topp5.is eeeee EMPIRE eeee S.V. Mbl. eeeee THE MIRROReeeeÞ.Þ. Fbl.eeeeS.V. Mbl. M.M.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.iseeeeBlaðið FLUSHED AWAY SÝND BÆÐI MEÐ ÍSKLENSKU OG ENSKU TALI Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Frá framleiðendum og Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 Stranglega B.I. 16 áraKVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK76.000 ges tir! 5 Edduverðlaun besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) STÓRKOSTLEGASTA SAGA ALLRA TÍMA LIFNAR HÉR VIÐ Í STÓRBROTINNI MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF. UPPLIFIÐ HINA SÖNNU MERKINGU JÓLANNA Sýnd kl. 4, 6 og 8 ENSKT TAL 450 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - Verslaðu miða á netinu Casino Royale kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Hátíð í bæ / Deck the Halls kl. 5.50, 8 og 10 The Nativity Story kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 7 ára Pulse kl. 10.15 B.i. 16 ára Mýrin kl. 6 og 8 Sýnd kl. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL -bara lúxus Sími 553 2075 HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4 ÍSL. TALSími - 551 9000 Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Dagskráin liggur frammi með dagblöðunum. Kíkið við í morg- unsopa. Jólahlaðborð er 15. des. Skráning hafin. Miðar á Vínarhljóm- leika til reiðu 4. des. Handverksstofa Dalbrautar 21–27 býður alla sér- staklega velkomna í hús. Sími 588 9533. FEBÁ, Álftanesi | Litlakot kl. 13–16. Jólakortagerð, áhöld og efni á staðn- um. Kaffi að hætti hússins. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffitár kl. 13.30. Dans- kennsla Sigvalda; línudans kl. 18, samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9. Handavinna kl. 13, leiðbeinandi á staðnum. Brids kl. 13. Félagsvist kl. 20.30. Páll Valsson, höfundur Ævisögu Jónasar Hall- grímssonar, listaskáldsins góða, verð- ur gestur Leshóps FEBK, Gullsmára, þriðjudaginn 5. desember kl. 20. Eldri borgarar velkomnir. Enginn aðgangs- eyrir. Leshópur FEBK Gullsmára. Bridsdeild FEBK spilar tvímenning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Eldri borg- arar velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Áhugaverður upplestur og tónlistar- atriði kl. 15 í Garðabergi. Kvenna- leikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45. Vatns- leikfimi kl. 12 í Mýri. Bókband kl. 10 í Kirkjuhvoli. Gömlu dansarnir kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Málun kl. 13 í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Verslunarferð í Smáralind þriðjudaginn 5. des. Lagt af stað frá Dvalarheimilinu Hlaðhömrum kl. 13. Skráning hjá Svanhildi í síma 586 8014 og 692 0814. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Félagsstarf eldri borgara og Félag aldraðra í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós, verða með jóla- skemmtun í Hlégarði fimmtudaginn 7. des. kl. 19. Jólahlaðborð, söngur, happdrætti og dans. Mætum og tök- um með okkur gesti. Miðasala hjá Svanhildi í Dvalarheimilinu Hlað- hömrum e.h., sími 586 8014 og 692 0814. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.20 kór- æfing. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Bergi. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. www.gerduberg.is Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, handavinna. Kl. 10 bæna- stund. Fótaaðgerð. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 15 kaffi. Kl. 9 hárgreiðsla, sími 894 6856. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Ganga frá Haukahúsinu kl. 9.30. Gafl- arakórinn kl. 10.30. Glerbræðsla kl. 13.30. Félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, keramik, tau- málun og kortagerð. Jóga kl. 9–11, Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13– 16. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Hvernig væri að kíkja við, skoða föstu dagskrána, glugga í dagblöðin og fá sér mola- sopa? Fastir liðir eins og venjulega. Miðar á Vínarhljóml. í hús 4. des. Jólabingó 5. des. kl. 13.30. Jólahlað- borð 8. des kl. 17. Kynslóðir mætast miðvikud. kl. 10.40. Fimmtudags- konsert fimmtud. kl. 12.30. Sími 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug. Kvenfélag Garðabæjar | Jólafund- urinn verður haldinn að Garðaholti þriðjudaginn 5. desember og hefst kl. 20. Jólastemning og skemmtiatriði. Kaffinefndir 3, 7, 10, 14, 15 og 19. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postu- línsmálun kl. 9. Sögustund og léttar æfingar kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Fótaað- gerðarstofan í Lönguhlíð 3, sími 552 7522. Hárgreiðslustofan í Lönguhlíð 3, sími 552 2488. Dag- blöðin eru í setustofunni. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 handavinna. Félagsráðgjafi annan hvern mánudag. Kl. 13 opinn salur. Kl. 13.15 leikfimi. Kirkjustarf Árbæjarkirkja. | Kvenfélag Árbæj- arsóknar heldur sinn árlega jólafund 4. desember kl. 20 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Jólamatur, söngur og upplestur. Jólapakkaskipti. Vinsam- lega látið Öldu vita í síma 866 8556. Takið með ykkur gesti. Stjórnin. Áskirkja | Morgunsöngur kl. 9.30 á Dalbraut 27 í umsjá djákna Áskirkju. Grafarholtssókn | KFUM & KFUK fyr- ir 9–11 ára börn kl. 14.30–15.30 í Ing- unnarskóla. Leiðtogar Hlín, Sig- urbjörg og Þorgeir. Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10– 12 ára í Grafarvogskirkju kl. 17–18. TTT fyrir börn 10–12 ára í Húsaskóla kl. 17–18. Æskulýðsfélag fyrir ung- linga í 8.–10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Grensáskirkja | Foreldramorgunn, allir foreldrar eru velkomnir í Grens- áskirkju með börn sín milli kl. 10 og 12 og eiga stund með sr. Petrínu Mjöll. Hjallakirkja | Tíu til tólf ára starf er í Hjallakirkju á mánudögum kl. 16.30– 17.30. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk er hvert mánudagskvöld í Hjallakirkju kl. 20–21.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl. 15 Heimilasambandið. Allar konur eru velkomnar. KFUM og KFUK | Enginn fundur verður í AD KFUK þriðjudaginn 5. desember en sameiginlegur aðven- tufundur verður með AD KFUM fimmtudaginn 7. desember kl. 20 á Holtavegi 28. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, miðvikudaginn 6. des- ember kl. 20. „Gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna.“ Ræðu- maður er Margrét Jóhannesdóttir. „Hvernig er að vera barn kristni- boða?“ Viðtal við Elías, Aron, Markús og Birki. Kaffi. Allir eru velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 20 Kvenfélag Laugarneskirkju heldur sinn árlega jólafund. Sr. Bjarni talar. Allar konur velkomnar. Athugið að annað kvöld kl. 20 er kvöldsöngur og samtal um sorgina. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Kristinn. ÞAÐ hefur að sumu leyti verið at- hyglisvert að fylgjast með ferli Sarg- þríleiksins, en myndirnar hafa þróast frá sadískri púsluspilsbyggingu í fyrsta hluta til þess að vera úrsér- genginn en blóði drifinn skrípaleikur í nýjustu viðbótinni, þriðju myndinni í röðinni og vafalaust ekki þeirri síð- ustu. Líkt og fyrr greinir myndin frá kvikindislegum leikjum sem rað- morðinginn Jigsaw skipuleggur til að kenna breyskum samborgurum sín- um lífslexíur en með auknum vin- sældum seríunnar hafa aðstandendur orðið uppteknari en áður af svokall- aðri „goðsögn“ söguheimsins og furðulega miklum tíma er nú varið í að búa til baksögu fyrir Jigsaw sjálf- an, og tilraun er sömuleiðis gerð til að smíða samhangandi fléttu fyrir allar þrjár myndirnar. Þessi hlið mynd- arinnar er stirðubusaleg með af- brigðum þar sem framvindan er reglulega kviðrist með einkenni- legum innskotum úr fyrri tveimur myndunum, eða þá minningum sem eiga að skýra hugarheim Jigsaw. Þessi nýfundni metnaður aðstand- enda Sarg-raðarinnar er hvimleiður, svo ekki sé meira sagt, en þá er reyndar rétt að taka fram að myndin öll er hvimleið og vandasamt að ráða fram úr því hvaða hlutar séu mis- heppnaðastir, pyntingar og kvala- fullur dauði hina ýmsu fórnarlamba, afkáralegur meginsöguþráðurinn sem gengur út á að Jigsaw lætur ræna lækni til að halda sér á lífi (en hann þjáist af heilakrabbameini), eða þá saumaskapurinn sem lýsir sér í til- raun til að skapa samfellu milli mynd- anna þriggja. Jigsaw er hugsaður sem eins konar afskræmt súperegó sem heldur refsi- vendi á lofti yfir sálarlausu nútíma- samfélagi og neyðir fórnarlömb sín til að horfast í augu við misheppnuð lífs- hlaup sín. Þetta gerir hann sem heilari, hann vill vel enda þótt hann beiti óhefðbundnum aðferðum, svo vægt sé tekið til orða. Í nýjustu myndinni virðist þó aðstoðarmaður hans, Amanda (sem öðlaðist upp- ljómun eftir að hafa lent í krumlunum á Jigsaw), vera svikari – hún hafnar mannbætandi tilgangi pyntinga- herferðarinnar og skipuleggur „við- burði“ sem ómögulegt er að losna lif- andi úr, en eins og þeir vita sem hafa séð fyrri tvær myndirnar miðast dýpsta rökvísi Jigsaw ávallt við það að hægt sé að sleppa úr ógöngum, ef viljinn og rétta skapgerðin er fyrir hendi. Þannig vita áhorfendur líka eitthvað sem Jigsaw ekki veit framan af myndinni, aðstoðarmaðurinn hefur sínar eigin hugmyndir um réttlæti, en það fer svo sem fyrir lítið: hugmyndin að hægt sé að spilla „annars ágætu“ kerfi Jigsaw er fjarstæðukennd í sjálfu sér. Sú grimmilega birting- armynd bandarísks ný-darwinisma sem einkennir seríuna hafði e.t.v. ein- hvern vott af frumleika og kaldhæðni í fyrstu myndinni, en þegar hér er komið sögu hefur hún verið þróuð í fáránlegar áttir, eftir situr bara slabb og slor, ógeð og andstyggilegheit. Sarg „Líkt og fyrr greinir myndin frá kvikindislegum leikjum sem rað- morðinginn Jigsaw skipuleggur til að kenna breyskum samborgurum sín- um lífslexíur,“ segir Heiða m.a. í dómnum. Í sláturhúsi morðingjans KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Laug- arásbíó og Borgarbíó Leikstjórn: Darren Lynn Bousman. Aðal- hlutverk: Tobin Bell, Shawnee Smith, Angus MacFadyen, Bahar Soomekh. Bandaríkin, 108 mín. Sarg III (Saw III)  Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.