Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ ER með ólíkindum hvað þingmenn, sem setja lög og stjórna reglugerðum þjónustustofnana rík- isins, hugsa lítið fyrirfram um afleið- ingar gjörða sinna. Formaður Fjár- laganefndar virtist meðal annars uppgötva í dag, 23.11.06, hvernig séreignarlífeyrissparnaður skerðir réttindi til elli- og örorkulífeyris frá Tryggingastofnun. Vonandi skoðar hann málið í framhaldi og kemur með tillögu að „heildstæðri“ lausn eins og hann kallaði lausnina á Bylgjunni kl. 16.43 fimmtudaginn 23. nóvember 2006. Hvenær á að nota séreignarsparnaðinn? Ef þeir einstaklingar, sem eiga von á að taka ellilífeyri frá TR við 67 ára aldur eiga innstæðu á séreign- arreikningi, sem lagt var inn á sam- kvæmt kjarasamningi milli launa- manna og atvinnurekenda, þá eiga þeir að tæma þann reikning fyrir áramótin það ár sem þeir verða 67 ára. Ef þeir gera það ekki þá mun inneignin á séreignareikningnum, þegar hún er tekin út, skerða þann lífeyri sem viðkomandi ein- staklingur á rétt á frá TR. Þetta er hins vegar ekki hægt þegar ein- staklingur lendir í orkutapi og örorku. Það veit enginn hve- nær hann lendir í slíku áfalli og getur því ekki tekið séreign- arsparnaðinn út áður en að töku lífeyris frá TR kemur. Þeir sem fá allan eða mestallan líf- eyri sinn frá lífeyrissjóðum lands- manna lenda hins vegar ekki í skerð- ingu og geta því hagað töku séreignarlífeyris eins og þeim hent- ar best. Mismunun af verstu gerð Tökum dæmi af tveimur ein- staklingum með kr. 200.000 í laun undanfarin 10 ár, sem sömdu á mis- munandi hátt um 2% launaauka frá sínum atvinnurekenda. Í dæminu er verðbólgan 0% og launahækkanir engar til einföldunar. Annar lagði í hefð- bundinn séreign- arsparnað í 10 ár 4% af launum (2 frá atvinnu- rekanda og 2 af eigin launum), samtals 8.000 kr. á mánuði, það er 96.000 kr. á ári. Þessi innborgun er óskattlögð eins og við þekkjum. Með 5% raunvöxtum á þessi aðili ca: 96.000 x 12,578 = 1.207.490 kr. Hann getur við 67 ára aldur tekið þessa upp- hæð alla og greiðir þá tekjuskatt. Ef hann greiðir fullan tekjuskatt þá fær hann útgreiddar ca: 760.000 kr. Þessi upphæð skerðir lífeyri frá TR eins og um almennar tekjur væri að ræða. Hinn semur við atvinnurekanda að þeir í sameiningu leggi 4% (2+2 eins og í fyrra dæminu) af launum launamannsins inn á venjulegan inn- lánsreikning. Af 8.000 kr. er að sjálf- sögðu greiddur skattur, eins og af öllum launum, og eftir til að leggja inn eru því um 5.040 kr. á mánuði, eða 60.480 á ári. Með 5% raunvöxt- um á þessi aðili ca: 60.480 x 12,578 = Skerðingar lífeyris frá Tryggingastofnun Friðbert Traustason fjallar um lífeyrismál Friðbert Traustason Á DÖGUNUM gagnrýndi Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjár- málaráðherra, val fyrirlesara á nýliðinni ráðstefnu Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands um Evrópumál. Því var svarað svo hér í blaðinu 29. nóvember, að stofnunin hefði leitað til „helstu fræðimanna landsins, sem rann- sakað hafa samrunaþróun Evr- ópu“. Dr. Ragnar Árnason pró- fessor, sem hefur rannsakað Evrópumál um árabil, skýrði frá því hér í blaðinu næsta dag, að ekki var leitað til hans, og hefur þó greining hans á ýmsum þáttum þessa máls vakið alþjóðlega at- hygli. Ég get upplýst, að ekki var heldur leitað til mín. Ég hef kennt námskeið um Ísland á tímum hnattvæðingar, haldið fjölda fyr- irlestra um það efni, haldið og birt fyrirlestra um samrunaþróunina í Evrópu, skrifað bók um viðbrögð Íslands við samrunaþróuninni vegna afleiðinga hennar í skatta- málum, en einnig skipulagt al- þjóðlega ráðstefnu um sama mál og ritstýrt greinasafni um það á ensku. Einnig hef ég haldið erindi um sjávarútvegsstefnu Evrópu- sambandsins. Hlýt ég að taka undir með Ragnari Árnasyni um það, að einkennilega var að þess- ari ráðstefnu staðið. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Missögn enn leiðrétt Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. „JÆJA elskan,“ sagði Jón bóndi við sína heittelskuðu Gunnu, konu sína til 50 ára. „Nú er ég bjart- sýnn sem aldrei fyrr. Ríkisstjórnin er búin að lofa að við megum vinna okkur inn heilar 25 þúsund krónur á mánuði án tekjuskerð- ingar. Við getum loks- ins verið menn með mönnum og farið í vinnuna eins og hver annar. Að vísu veit ég ekki alveg hvernig eða hvar við eigum að fá vinnu, sem er svona illa borguð. Eftir því sem ég bezt veit þá má ég ekki hafa 50 þúsund og þú ekkert, því þá fer Tryggingastofnun í málið og hirð- ir vel sitt. Svo fóru þau að spekúlera. Þau yrðu að fá vinnu einhvers staðar al- veg rétt hjá heimilinu, því að annars þyrfti að eyða bensíni til að komast á staðinn. Þau yrðu þegar í stað að fjár- festa í mannbroddum og göngustöf- um vegna hálku, því að eins og allir vita eru gamlingjar brothættari en unglingar. Þau þyrftu að hafa með sér nesti, því að það kostaði sitt að fá sér skyndibita. Þau yrðu að vera sómasamlega til fara, því ekki þýddi að bjóða vinnuveitendum upp á að koma í kjólgopa og trosnuðum gallabux- um. Gamlingjar kenna íslensku Þá datt þeim þjóðráð í hug. Hafði ekki rík- isstjórnin lofað 100 milljónum til íslenskukennslu fyrir þessa nauðsynlegu og vesælu inn- flytjendur, sem höfðu það enn verra en gamla fólkið? Þau höfðu líka heyrt að það væri hægt að stofna alls konar einkafyr- irtæki til þess að draga úr sköttum. Þarna var komin ægilega fín við- skiptahugmynd. Virkja alla heldri borgara til að kenna innflytjendum íslensku. Nú þyrfti viðskiptaáætlun: Þau fóru þegar að huga að því að skoða nokkrar. Hvað kom í ljós? Þetta var heilmikið djobb. Í við- skiptaáætlun þurfa að vera alls konar súlurit í lit, ásamt háfleygum útreikn- ingum að væntanlegum gróða af fyr- irtækinu. Þetta þyrfti allt að vera gert á tölvu. En þau hvorki áttu né kunnu á tölvu. Nýsköpunarsjóður gæti hjálpað. Málið varðaði að sjálf- sögðu nýsköpun. Góðvild útrásarliðsins Þegar hér var komið í bollalegg- ingum Jóns og Gunnu fóru þau að hugsa um að þau ættu kannski alls ekkert bágt. Til landsins höfðu komið Óýrt vinnuafl – 25 þús. Erna V. Ingólfsdóttir fjallar um lífeyrisgreiðslur og innflytjendur Erna V. Ingólfsdóttir » Þarna var kominægilega fín við- skiptahugmynd. Virkja alla heldri borgara til að kenna innflytjendum ís- lensku. LANDEIGENDUR við Jökulsá á Dal hafa gert kröfu um að vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar verði metin á um 60 milljarða í matsmáli gegn Landsvirkjun. Krafan byggir á ein- greiðsluuppreikningi 15% árgreiðslu af brúttótekjum Kára- hnjúkavirkjunar, en sú aðferðafræði er í sam- ræmi við verðmyndun sem orðið hefur á vatnsréttindum eftir gildistöku raforkulaga frá 2003. Í nýjum samningi til 50 ára um virkjun Fjarðarár er hlutfall ár- greiðslu að meðaltali 7,75%, þar af 10% síðustu 30 ár samningsins. Landeigendur við Jökulsá á Dal láta hins vegar varanlega af hendi vatns- réttindi sem nauðsynleg eru Kára- hnjúkavirkjun, sem er hagkvæmasti umhverfislega tæki vatnsorkukostur Íslendinga. Einhverjir gætu tal- ið kröfuna óeðlilega háa og að landeig- endur séu að reyna að hafa ríkisfyrirtækið Landsvirkjun að fé- þúfu. Svo er hins veg- ar ekki enda skýrist krafan af gríðarlegri stærð virkjunarinnar og stjórnarskrárvernd eignarréttar sem tryggir þeim sem láta vatnsréttindi af hendi við eignarnám greiðslur í samræmi við markaðsverð þeirra, rétt eins og við eignarnám annarra eigna. Þess misskilnings hefur gætt varðandi kröfugerð landeigenda við Jökulsá á Dal að þeir krefjist greiðslu 60 milljarða. Hið rétta er að þeir krefjast þess að vatnsréttindi sem nýtt verða með Kárahnjúka- virkjun verði metin á 60 milljarða, en hlutur landeigenda við Jökulsá á Dal er um 50% þar af. Íslenska ríkið á stóran hluta vatnsréttinda á um- ræddu svæði, t.d. vegna eignarhalds á ríkisjörðum. Þá hefur íslenska rík- ið haft uppi þjóðlendukröfur á svæð- inu sem fela í sér að hlutur landeig- enda við Jökulsá á Dal yrði um 35–40% af heildarréttindunum ef fallist yrði á þær. Í víðara samhengi hefur yf- irstandandi matsmál athyglivert gildi, enda er íslenska ríkið eigandi og umráðaaðili stærsts hluta vatns- réttinda á Íslandi. Niðurstaða máls- ins mun gefa vísbendingu um það hvað raforkufyrirtæki í virkri sam- keppni munu greiða fyrir nýtingu vatnsréttinda ríkisins, þ.m.t. í þjóð- lendum. Niðurstaðan mun einnig verða innlegg í umræðu um einka- væðingu orkufyrirtækja, m.t.t. þess hvort vatnsréttindi fyrirtækjanna verði einkavædd eða verði undan- skilin gegn langtímaleiguafnotum með eðlilegri árgreiðslu. Grunnt er á það sjónarmið að telja vatnsréttindi vegna Kárahnjúka- virkjunar verðlaus þar sem þau hafi ekki verið nýtt af landeigendum eða að þeir hefðu ekki getað nýtt þau sjálfir. Slík sjónarmið eru hins vegar léttvæg enda felst almennt í eign- arrétti heimild til að ráða hvort, hve- nær og hvernig eign er nýtt. Nýting- arleysi landeigendanna skiptir auðvitað ekki máli varðandi verð- mæti þeirra, ekki frekar en að land- eigandi sem ætti gott byggingarland innan marka Kópavogs fengi ekki greitt fyrir landið sem slíkt, þar sem hann stundaði ekki sjálfur bygging- arstarfsemi. Þeir sem hafa kynnt sér arðsemis- útreikninga vegna Kárahnjúkavirkj- unar hafa einnig velt því upp hvernig það geti staðist að gera kröfu um að vatnsréttindin verði metin á 60 millj- arða þegar núvirtur arður að upp- fylltri ávöxtunarkröfu eiginfjár, skv. upphaflegu arðsemismati er talinn 7,5 milljarðar. Með þessu er ekki gerður greinarmunur á hagkvæmni virkjunarkostar og hins vegar arð- semi framkvæmdarinnar, sem ræðst af stjórnunarlegum ákvörðunum Landsvirkjunar og eiganda fyr- irtækisins. Niðurstaða arðsem- ismatsins byggðist á varfærnum for- sendum og margt bendir til að arðsemin geti orðið mun meiri, t.a.m. hátt álverð sem hefur bein áhrif á raforkuverðið. Jafnvel þótt niðurstaða matsins reyndist rétt hefur arðsemi framkvæmdarinnar að engu leyti takmarkandi áhrif við ákvörðun bóta til landeigenda, enda á að greiða markaðsverð fyrir eign- arnumda eign. Með vísan til forsögu byggingar Kárahnjúkavirkjunar byggðist sú ákvörðun á þjóðhags- og samfélags- legum ástæðum en ekki einungis arðsemismarkmiðum fjárfesting- arinnar, sbr. t.d. framsöguræða iðn- aðarráðherra með heimildarlögum fyrir virkjuninni. Afar algengt er að eignarnám tengist samfélagslegum framkvæmdum, t.d. eignarnám á landi undir veg. Við mat á eign- arnámsbótum í slíkum tilfellum er Hver ber kostnað af stóriðju- uppbyggingu á Austurlandi? Jón Jónsson fjallar um vatnsréttindi landeigenda við Jökulsá á Dal »Ef greiðslu fullrabóta til eigenda vatnsréttinda fylgja þung áhrif á rekstur Landsvirkjunar verður íslenska ríkið að veita fé til fyrirtækisins … Jón Jónsson FORSTJÓRI og stjórnarformaður 365 hafa nú báðir hótað því op- inberlega að frétta- stofa Stöðvar 2 verði lögð niður ef Alþingi samþykkir frumvarp um breytt rekstrarform Rík- isútvarpsins. Ástæð- an á að vera sú, að ef nú verði ekki settar takmarkanir á auglýsingatekjur RÚV sé ekki svig- rúm til rekstrar fréttastofu Stöðvar 2, – þrátt fyrir að hún hafi verið rekin við þessar sömu að- stæður í 20 ár. Fyrir átján mán- uðum, eða þar um bil, sagði þáverandi forstjóri 365 stoltur frá því í fjölmiðlum að rekstr- arhagnaður miðla félagsins hefði verið 2,5 milljónir á dag fyrstu þrjá mánuði ársins og það væri mjög bjart framundan í rekstri þeirra. Stærstur hluti þessa rekstrarhagnaðar kom frá Stöð 2 – með fréttastofunni og öllu sam- an. Núna – nokkrum misserum seinna – er tilkynnt um margra milljarða tap á þessari starfsemi og í sömu vikunni er hótað að leggja niður fréttastofuna ef Rík- isútvarpið verði ekki látið rýmka til fyrir 365 á auglýs- ingamarkaði! Ókunnug- ir gætu haldið að þarna væru einhver tengsl á milli, en svo er ekki. Þetta milljarðatap 365 er ekki Ríkisútvarpinu að kenna og heldur ekki fréttastofu Stöðvar 2. Og jafnvel þótt bæði RÚV og fréttastofan yrðu lögð niður myndi það ekki leysa vanda 365. Hann á sér aðrar skýringar sem gætu verið efni í aðra grein. En hvers vegna er þá verið að koma með þessa kjánalegu hótun? Er verið að reyna að hræða þingmenn? Eða starfsmenn? Hver sem ástæðan kann að vera þá er hótunin bæði innistæðulaus og ófyr- irleitin. Fyrir ókunnuga gæti verið áhugavert að vita að á síðasta ári hafði 365 um 52% af heildar- auglýsingamarkaði á Íslandi en Ríkisútvarpið um 14%. Sé einungis litið til sjónvarpsauglýsinga var hlutdeild RÚV rúmlega 31% en 365 hafði rúmlega 32%. Ófyrirleitin hótun Páll Magnússon skrifar um ummæli forstjóra og stjórn- arformanns 365 um að leggja fréttastofu Stöðvar 2 niður Páll Magnússon » Jafnvel þóttbæði RÚV og fréttastofan yrðu lögð niður myndi það ekki leysa vanda 365. Höfundur er útvarpsstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.