Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 21
eftirminnilegasta gjöfin MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 21 Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Bókin sem allir eru að tala um - og þú verður að lesa! Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortinn 1. prentun uppseld, 2. prentun á leið í verslanir                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 EINN er sá hlutur sem ávallt er sett- ur í öndvegi á heimili mínu á aðvent- unni. Þetta er lítill dúkkustrákur úr harðplasti. Hann er heilsteyptur og því er ekki hægt að hreyfa fæturna á honum og ekki getur hann deplað blágrænum máluðum augunum. Hann er klæddur í prjónaðar smekk- buxur og er með rauða prjónaskott- húfu á höfinu. Þetta þætti ekki merkileg dúkka í dag. Saga þessarar dúkku nær ein fjörutíu ár aftur í tímann eða allt frá því ég var að alast upp hjá ömmu minni á Þórshöfn. Amma hafði þann háttinn á þegar hún átti afmæli, að í stað þess að ég gæfi henni afmælisgjöf, gaf hún mér gjöf. Og þannig var þessu einnig háttað eitt eftirminnilegt skipti á af- mæli ömmu. Ég opnaði pakkann með mikilli eftirvæntingu … en hvílík vonbrigði! Í pakkanum var nauða- ómerkilegur og allsber dúkkustrákur úr plasti. Ég fór ekki leynt með von- brigði mín. Amma tók þá dúkkuna af mér og sagði að fyrst ég léti svona fengi ég ekki neitt. Og þar við sat. Þetta óréttlæti brann á mér í lang- an tíma. Stundum reyndi ég að færa þetta í tal við ömmu, en hún eyddi því ávallt. Þegar leið á veturinn tók ég eftir því að hún var að laumast við að prjóna pínulítil föt úr örfínu garni. Það var þó engin nýlunda að hún prjónaði því að öllu jöfnu framleiddi hún ullarsokka og -vettlinga eins og verksmiðja. En nú átti hún í vand- ræðum með þessar agnarsmáu og fíngerðu flíkur, enda var hún orðin blind. Ég fór að spyrja út prjóna- skapinn, en hún vildi ekkert um það ræða. Segir svo ekki af frekari prjónaskap. Svo komu jólin og allt var með hefðbundnu sniði hjá okkur ömmu – eða þar til hún dró dúkkustrákinn upp úr pússi sínu, búin að klæða hann í litlu fötin sem nefnd eru hér að framan. Síðan stillti hún honum upp á hillu. Stóreyg góndi ég á strákinn, tók hann síðan niður og sagði: „Ég á hann.“ „Ónei, gullkrónan mín,“ sagði amma, „þetta er hann Jóla-Pési og ég á hann.“ Og þar við sat. Jól eftir jól tók amma Pésa upp úr kassa og stillti honum upp á hillu – en aldrei fékk ég að snerta hann, sama hvernig ég suðaði. Og aldrei hefur mig langað jafnmikið í nokkurn hlut. Jólin eftir fráfall ömmu opnaði ég jólakassana okkar í fyrsta skipti ein. Innan um ýmislegt dót sem sam- anstóð að mestu leyti úr barnalegu föndri undirritaðrar – sem amma hefur greinilega flokkað með sínum helstu djásnum – lá Jóla-Pési í fullum skrúða. Þá fyrst hlotnaðist mér sá heiður að handleika drenginn. Og það gerði ég með mikilli lotningu. Hver einustu jól síðan hefur Pési prýtt heimili mitt. Börnin mín hafa spurt mig hvernig standi á þessu fá- dæma dálæti mínu á þessari dúkku, og ég hef sagt þeim þessa sögu. Amma mín var enginn sálfræð- ingur né hafði hún lært uppeldis- og kennslufræði. En þessi lexía sem hún kenndi mér á afmælinu sínu líður mér aldrei úr minni. Það mætti því alveg íhuga það, nú í algleymi ofgnóttarinnar, að gjafir þurfa ekki alltaf að vera dýrar í ver- aldlegum skilningi til þess að verða eigandanum dýrmætar. Það sem í upphafi snertir lítið við manni getur öðlast nýtt gildi með auknum þroska viðkomandi. Þegar allt kemur til alls er það ekki endilega verðmiðinn á gjöfinni sem vegur þyngst heldur það að skynja að gefandinn hefur skilið eitthvað eftir af sjálfum sér í gjöfinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóla-Pési Lítill dúkkustrákur sem varðveitir góðar minningar. Dúkkustrákurinn hennar ömmu Fjörutíu ára gamall dúkku- strákur skipar veglegan sess á jólum á heimili Guð- laugar S. Sig- urðardóttur, sem segir hér söguna af Jóla-Pésa. gudlaug@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.