Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 13
Treystir körlunum fyrir lífi sínu Eftir Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur ÞEIR sem halda að ungar og fallegar stúlkur séu fráhverfar sjómennsku hafa rangt fyrir sér því Sæunn María Pétursdóttir er sjómaður sem gæti allt eins verið módel í tískubrans- anum. „Jú, það er alveg rétt, það verða margir hissa þegar ég segist vera sjómaður,“ segir Sæunn og brosir þegar hún er spurð hvort hún fái ekki viðbrögð við starfsheitinu. Þessi tuttugu og eins árs gamla kona hefur í tæp þrjú ár á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Sæunn er fædd og uppalin í Reykjavík og þar af leiðandi borg- arbarn. Hins vegar voru langafar hennar sjómenn og þeirra forfeður. Móðir hennar, Kristín Jónsdóttir, var á sjó frá Grindavík og kannski er sjó- mannsblóðið þaðan komið. „Mamma fór nokkra túra og hana langar alltaf aftur á sjó. Ég hef unnið tæp þrjú ár hjá Landhelgisgæslunni og mér líkar mjög vel á sjónum. Ég var á dekki á varðskipinu Ægi í eitt ár en tók mér svo frí í hálft ár. Ég byrjaði svo um borð í varðskipinu Tý í sumar og vann í eldhúsinu þar til í haust en þá hóf ég störf aftur sem háseti.“ Sæunn segist alltaf hafa haft áhuga á sjómennsku en upphafið að sjó- mannsferlinum má rekja til þess að hún fór í nematúr þegar hún var í 10. bekk. „Landhelgisgæslan er með nematúra sem er eins konar starfs- kynning og svo var hringt í mig tveimur árum seinna því það vantaði háseta í einn túr. Ég sló til og áður en ég vissi af þá var ég fastráðin. Það eru 18 manns um borð og ég hef lengst af verið eini kvenmaðurinn. Við erum reyndar tvær núna því í byrjun sumars kom Halldóra Lúð- víksdóttir um borð þannig að við höf- um verið tvær síðan. Við erum úti í hálfan mánuð til þrjár vikur og tökum yfirleitt þrjá túra í einu og svo einn í frí,“ segir Sæunn hæstánægð með þetta fyrirkomulag. Var strax vel tekið Sæunn segir móralinn um borð mjög góðan. „Mér var strax vel tekið og það er varla hægt að segja að mað- ur hafi fengið athugasemdir. Kannski einn og einn karl að tuldra um að stelpur ættu ekki að vera á sjó en það var mest í nösunum á þeim. Áhöfn- inni semur vel og það þýðir ekkert annað, enda ekki hægt að vera í neinni fýlu. Þarna er fólk sem maður hittir á hverjum degi og það er ekki hægt að rjúka neitt í burtu. Sumir hafa verið lengi um borð og ég get ekki sagt að sjómenn séu grófari en gengur og gerist. Þeir eru kannski svolítið hrjúfir á yfirborðinu en þeir eru ljúfir og góðir undir niðri. Sumir hafa boðist til að vera „vinkonur“ mínar þannig að þetta er í fínu lagi og mér finnst ég eiginlega eiga tvær fjöl- skyldur, eina í landi og aðra úti á sjó enda er ég meira þar en heima.“ Stundum er talað um stéttaskipt- ingu um borð í varðskipunum, verður þú vör við hana? „Það eru yfir- og undirmenn um borð og það kemur fyrir að maður finnur fyrir því,“ segir Sæunn en gerir ekki mikið úr því. Sæunn segir tímann aldrei lengi að líða um borð og tekur fram að á frí- vöktum sé hægt að lesa bækur og horfa á spólur. „Við spilum og finnum okkur eitthvað til dundurs. Það er mikilvægt að við getum stundað lík- amsrækt um borð, við erum með lík- amsræktarsal með hjólum og brett- um enda verðum við að halda okkur í formi. Við æfum líka reykköfun og ég hef aldrei farið í túr þar sem ekki hef- ur verið björgunaræfing. Ég hef þó ekki lent í alvarlegum atvikum ennþá því það hefur hist þannig á að ég hef verið í landi þegar slíkt hefur komið upp. Okkar meginhlutverk er að vera til taks þegar á þarf að halda við björgun og auðvitað fylgjumst við með til að vernda fiskimiðin.“ Skemmtilegra að vera háseti Hásetastarfið er miklu skemmti- legra en vinnan í eldhúsinu að mati Sæunnar. „Mér finnst skemmtilegra að vera á dekki því það er meiri fjöl- breytni í því starfi. Hásetar vinna við þrif og passa að allt sé klárt ef á þarf að halda. Við förum í mælingar um borð í fiskiskip og fylgjumst með að allt sé í lagi svo sem rétt stærð á net- um, skipin séu ekki á lokuðum svæð- um og að öll réttindi séu í lagi. Það er mjög gaman að koma um borð í skip- in, hitta skipverja og sjá vinnuaðstöð- una í skipunum og yfirleitt er okkur mjög vel tekið.“ Sæunn segist stundum finna fyrir sjóveiki, sérstaklega eftir inniveru. „Ég fann aðeins fyrir því um borð í Óðni þegar Týr var í breytingum. Það tekur smátíma að venjast nýju skipi, það eru nýjar hreyfingar og þar af leiðandi getur manni orðið bumbult. Sjóveikin er það versta sem ég lendi í en við erum úti á sjó hvernig sem viðrar,“ segir Sæunn en kemur samt ekki til hugar að hætta á sjónum. „Ég læt mig hafa það,“ segir hún og á við sjóveikina en hún hefur aldr- ei fundið til sjóhræðslu. Sæunn er því næst spurð hvað sé svona heillandi við sjóinn. „Það er svo margt, ég get eiginlega ekki verið án hans út af ein- hverju. Mér finnst eitthvað rólegt við sjóinn og gott. Í framtíðinni langar mig að eignast lítinn bát því þá get ég alltaf farið á sjóinn.“ Í land þegar börnin koma Gætirðu hugsað þér að fara í nám sem tengist sjómennsku? „Ég er ákveðin í að fara í punga- prófið en ég fer ekki í Stýrimanna- skólann því ég ætla ekki að gera sjó- mennsku að ævistarfi. Ég ætla að eignast börn í framtíðinni og þá ætla ég að sjálfsögðu að vera í landi og sinna þeim. Ég ætla að vera á sjónum þangað til og hef engar sérstakar hugmyndir um hvað ég vil vinna við í landi. Ég reyndi að hætta á sjónum í hálft ár en hann seiðir mig til sín. Mér líður vel á sjó og þar vil ég vera. Kærasti Sæunnar heitir Haukur Viðar Jónsson og Sæunn segir hann nokkuð sáttan við starf hennar. „Hann verður að vera það, en vinkona mín suðar í mér að hætta. Hún væri samt alveg til í að prufa einn túr. Auð- vitað er það alveg rétt, ég missi af ýmsu sem er að gerast í landi. Sjó- menn missa af afmælum, skírn- arveislum, brúðkaupum og fleiru þó reynt sé að taka tillit til þess ef það eru jarðarfarir eða annað sem upp kemur hjá fjölskyldunni. Þetta er samt hluti af sjómennskunni.“ Þegar Sæunn er spurð um áhuga- mál fyrir utan sjómennskuna segir hún að kærastinn sé að æsa upp í henni bíladellu. „Haukur er með bíla- dellu og ég ætla að fá mér mótorhjól næsta sumar. Ég hef líka áhuga fyrir fötum og tísku, ferðalögum og auðvit- að skemmtunum,“ segir Sæunn og brosir. „Sjórinn er rosalega fallegur og það er alltaf eitthvað heillandi við hann. Um borð í skipunum eru góðir karlar sem ég treysti alfarið fyrir lífi mínu.“ Ljósmynd/Fréttir Sjómaður Sæunn María Pétursdóttir kann best við sig á sjónum og kemur ekki til hugar að hætta sjómennskunni. Morgunblaðið/Sverrir Sæunn María Pétursdóttir er háseti á varðskipi Í HNOTSKURN »Sæunn María Pétursdóttirer önnur af tveimur kon- um í áhöfn varðskipsins Týs. »„Þeir eru kannski svolítiðhrjúfir á yfirborðinu en þeir eru ljúfir og góðir undir niðri.“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 13 ÚR VERINU Forðist að hafa kerti í dragsúgi Munið að slökkva á kertunum i l Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.