Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 29 Elsku Inga mín. Þú ert farin og bara svona allt í einu. Ég sakna þín svo mikið. Þú gafst mér svo mikið í mínu lífi, ég hef alltaf litið á þig sem mína bestu vinkonu. Við hvern get ég talað núna? En ég fékk samt að kveðja þig. Þú varst svo bjartsýn uppi á spítala, sagðir: „Svona áfram með þetta, drífið ykkur í burtu, ég má ekki vera að þessu því ég er að fara í aðgerð, við sjáumst bara á eft- ir.“ Við elskum þig og söknum þín öll. Kveðja frá Inga Frey og Unnu Dís. Þórdís. Manni verður orða vant þegar maður fær fréttir um fráfall ástvin- ar. Margar spurningar herja á hug- ann, en sú stærsta af þeim öllum er trúlega: Af hverju? Og þar sannast það best að þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Ég var svo viss um að tengdamóð- ir mín myndi að minnsta kosta ná hundrað ára aldri, hún sem var svo full af orku og dugnaði og varð aldrei misdægurt. Hugur minn hverfur til baka, alla leið til ársins 1985. Það var þá sem ég hitti hana Ingu fyrst. Ég og Óli vor- um þá farin að búa á Vesturgötunni og hún kom í heimsókn. Ég var óneitanlega örlítið kvíðin og Óli auð- vitað búinn að stríða mér á því, þann- ig að þegar dyrabjallan hringdi hef- ur hjartað mitt eflaust tekið eitt aukaslag, en það var mjög fljótt eftir það sem mér varð ljóst að þessi kvíði var algerlega óþarfur. Þarna hitti ég fyrir sterka og dugmikla konu, já- kvæða og fulla af fróðleik og skemmtilegum sögum. Síðan þá hafa heimsóknirnar verið svo ótal, ótal margar á báða bóga. Og eitt það skemmtilegasta var þegar hún stoppaði í einhverja daga og gisti hjá okkur. Þá var hún oftar en ekki á leiðinni út í heim, að drekka í sig enn eitt ævinýrið og fræðast og skemmta sér. Alltaf fannst mér jafn gaman þeg- ar hún kom úr ferðalögunum sínum, við sátum og hlustuðum á ferðasög- una og skoðuðum myndir og lifðum okkur inn í ævintýrið. Ég held að ég geti alveg fullyrt að ég hafi ekki kynnst neinum sem er eins víðförull og hún Inga. Hún heimsótti yfir þrjátíu lönd í fjórum heimsálfum og var alltaf jafn spennt þegar átti að fara í enn eina ferðina og takast á við enn eitt ævintýrið. Það sama á við þegar talað er um allt það handverk sem Inga hefur gert um ævina, stundum fékk maður á tilfinninguna að sólarhringurinn entist henni ekki í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún smíðaði, skar út, tálgaði, renndi tré, saumaði, heklaði, prjónaði, perlaði, kunni hatta- og skermagerð, postulínsmál- un, gerði listafallegar mósaíkmynd- ir, útsaumsmyndir, auk þess orti hún kvæði, gamanvísur og kunni ógrynn- in öll af kveðskap eftir aðra. Það verður mér alltaf ráðgáta hvernig henni vannst tími til að gera öll þessi ósköp, og þá eru ótalin öll fé- lagsstörfin, spilamennskan og það sem hún dundaði sér við heima, eins og sultugerð, bakstur, eldamennska og öll önnur heimilisstörf. Ég get ekki annað en sagt að það hafi verið hreint ævintýri að vera tengdadóttir hennar Ingu síðustu 21 ár, ekki það að við höfum alltaf verið sammála um alla hluti, en alltaf náð- um við að vinna úr því sem okkur greindi á um, og þegar allt kemur til alls er það það sem stendur upp úr. Það er mikill missir að þessari sóma- konu og tómleikinn fyllir hjarta mitt á þessari stundu. En vitandi það að Inga lifði lífinu lifandi og til fulls fær mig samt til að líða örlítið betur, það mættu svo sannarlega margir taka hana sér til fyrirmyndar. Skemmtilegar og hlýj- ar minningar mínar og fjölskyldu minnar um hreint ótrúlega ömmu munu lifa áfram um ókomna tíð. Takk fyrir allt, Inga mín. Þín tengdadóttir, Elfa. Elsku amma, eða Inga amma eins og við krakkarnir vorum vön að kalla þig. Ég er ennþá að reyna að skilja það að þú skulir vera farin, farin eitt- hvað annað en til útlanda, eitthvað svo miklu lengra. Ég gleymi því aldr- ei, þegar ég fékk bréfin frá þér. Í þeim skrifaðirðu um lífið og til- veruna, þau voru svo oft löng og hressandi, jafnvel nokkrar síður og þau hafa sko hjálpað mér í gegnum mína hörðustu tíma. Ég á þau enn og mun varðveita þau mjög vel og munu þau reynast mér góð minning. Ég man svo vel þegar okkur datt í hug að halda ættarmótið góða. Ein- hverra hluta vegna þá var ég búinn að gleyma því hvaða fólki ég væri eiginlega skyldur, en þú varst ekki lengi að bjarga málunum, sendir mér bara bréf sem innihélt allar upplýs- ingar um ættina eins og hún lagði sig, með símanúmerum og öllu sam- an, þú varst alltaf með allt á hreinu. Þú gast setið með okkur krökk- unum tímunum saman og spilað, allt- af svo góð og svo laumaðir þú að okk- ur „ömmunammi“ þegar enginn sá til. Þú varst rosaleg athafnakona og sast aldrei auðum höndum, alltaf að bralla eitthvað og ég veit að þú átt eftir að halda því áfram á þeim stað sem þú ert á núna, alla vega ef ég þekki þig rétt, þá finnur þú þér eitt- hvað að brasa. Ég sakna þín rosalega mikið og vildi óska að ég hefði hitt þig oftar en ég gerði, en ég veit að sama hvar þú ert, þá ertu alltaf nálægt og passar upp á mig. Ég elska þig. Þinn ömmustrákur, Sigurþór Sævar. Elsku amma mín. Nú ert þú farin frá okkur upp til Guðs og englanna. Það var svo gaman þegar þú varst á lífi, sérstaklega fannst mér gaman þegar við púsluðum saman, þú vildir alltaf hjálpa mér að púsla. Ég mun alltaf muna þegar þú heimsóttir okk- ur og þegar við komum til þín á Ak- ureyri. Ég mun sakna þín mjög mik- ið, elsku amma mín, en ég veit að þér líður mjög vel núna. Þinn ömmustrákur, Stefán Hlynur. Þessu er erfitt að trúa, að hún Inga amma sé farin frá okkur. Ég og amma brölluðum margt saman, sér- staklega eftir að ég kom norður. Ég bjó hjá henni þegar ég byrjaði í framhaldsskóla og var það alveg yndislegt. Hún var tilbúin til að gera allt fyrir mig. Hrönn vinkona fékk meira að segja að flytja inn í litla herbergið mitt, en hún amma hafði bara gaman af okkur og því sem við vorum að bralla á þeim tíma. Amma var viskubrunnur sem ég leitaði mikið í og alltaf var hægt að leita eftir aðstoð hjá henni. Ég man eftir því þegar hún kom í upphlut á leikskólann Klappir sem ég var að vinna á og sagði börnunum gömul ævintýri og vísur en það var eitthvað sem amma kunni endalaust af. Ég er mjög rík af handverki eftir hana en handverk var hennar vinna, hvort sem það var að smíða, prjóna, hekla, gimba og svona mætti lengi telja. Ég er reyndar mjög rík af góð- um minningum um ömmu sem verða varðveittar. Amma býr í hjarta okkar allra. Linda Hlín. Ég man eftir Ingu langömmu. Hún kom með okkur í sund á Þela- mörk. Ég man hvað ég og Arnór Atli gerðum hjá langömmu. Hún prjón- aði falleg teppi handa mér og Heiðari bróður. Góði Guð, vilt þú passa Ingu langömmu? Ég sakna Ingu langömmu mikið. Andrea Dögg. Nú ljúfa þökk fyrir allt og eitt sem áður lékum í bernsku haga. (Bj.St. Bj.) Þessar gömlu ljóðlínur komu upp í huga minn er mér barst sú óvænta frétt að Inga systir mín væri dáin. Hún gætti mín frá frumbernsku, kenndi mér ótal margt sem með ár- unum fleytti mér fram til þroska. Og var okkur „litlu stelpunum“ Hlíf og Dóru ómetanlegur félagsskapur á af- skekktu sveitaheimili með söng sín- um og glaðlyndi. Já, hún söng allan daginn, lærði allar vísur og kvæði sem hún komst í tæri við og ef svo fannst lag sem passaði þá söng hún það. Hún var snemma kjarkmikil og dugleg ásamt með góðum hæfileik- um bæði til munns og handa. Orðin ,,ég get ekki“ virtust ekki vera til í hennar orðaforða. Lífið er ekki alltaf leikur og hún mátti þola þá miklu raun að missa einn drenginn sinn í slysi tíu ára gamlan, einstaklega efnilegt barn. Nú er sárt fyrir syni hennar að sjá henni á bak. Og fyrir tengdadæturn- ar, barnabörnin og barnabarnabörn- in. Já, bara okkur öll, frændlið og vini. En það er ein huggun í harmi sem við skulum hugsa um. Er ekki gott að fá að fara svona og þurfa ekki að líða hrörnun sem oft fylgir háum aldri. Hún gat sinnt flestum sínum áhugamálum til hinstu stundar og það er gott. Ég vil líka þakka öllu því indæla fólki sem Inga var með og kynntist í félagskap aldraðra, spilaklúbbnum og leikfiminni. Eg vil þakka því þann góða félagskap sem það veitti henni og var henni svo óendanlega mikils virði. Hlíf Einarsdóttir. Inga er … ég meina var. Það verð- ur erfitt að breyta nútíðinni í þátíð. Inga móðursystir hefur verið partur af minni tilveru síðan ég var tíu ára og fór í sveit í Tungunum. Þá var Inga mér innan handar og alltaf síð- an. Á mínu fjölskyldutré mundi ég raða henni við hliðina á mömmu. Hún tók okkur Heiðu, tvo unglings- bjána, inn á heimilið á Tálknafirði um sumartíma þegar hún var nýflutt þangað þó að fermetrarnir væru ekki margir og við tókum aldrei eftir því að við værum fyrir henni. Hún hikaði ekki við að tjá sig ef henni fannst hallað réttu máli, varð til dæmis hvassyrt þegar einhver taldi ekki ástæðu til að við unglingarnir færum í pásu nema til að reykja. Hún hafði örugglega enga hugmynd um hvað orðið kynslóðabil þýddi. Ég skrifaði upp eftir henni á þessum ár- um fullt af því sem hún kallaði dellu- vísur en hún var ótæmandi sjóður af alls konar kveðskap. Gat alla ævi far- ið reiprennandi með kvæðabálka upp á tugi erinda ef ekki hundruð og bjó til vísur sjálf ef á þurfti að halda. Hún safnaði að sér alls konar efni til að stytta fólki stundir í óteljandi ferðalögum og ósjaldan sá hún þá um leiðsögn og fararstjórn. Áhugamál okkar lágu víða saman, til dæmis brá hún skjótt við ef eitthvað þurfti að gera í Laufáshópnum og gaman var að vera með henni í Sænautaseli í sumar. Henni óx fátt í augum og var alltaf til í tuskið. Tók til dæmis að sér vísindarannsóknir fyrir mig með því að athuga hvort kýrhalar á Balí lokk- uðust réttsælis eða rangsælis þegar hún átti leið þar um. Þegar ég spurði hana hvort hún mundi ekki koma í afmælið mitt uppi á Þeistareykjum var hún ekki viss, skrokkurinn var eitthvað ekki eins og hún vildi en auðvitað kom hún. Þar spurði hún eftir fjallagrösum, skrapp með lér- eftspoka niður í mó og kom að vörmu spori til baka með það sem hún sagði duga til ársins. Þetta varð síðasti dagurinn okkar saman. Það er dýr- mætt að fá að halda andlegu og lík- amlegu þreki til síðasta dags. Á fimmtudegi var hún í leikfimi og end- urnýjaði ökuskírteinið sitt, á föstu- degi á tónleikum, á laugardegi var hún látin. Ég er rík að eiga minning- arnar um svona manneskju. Elín Kjartansdóttir. Ég var að frétta að Inga móður- systir mín væri dáin. Hún var ein af fyrirmyndunum mínum. Inga er ennþá ein af fyrirmyndunum mínum. Ein af þessum sterku konum sem lifðu lífinu eins og mér finnst að eigi að gera. Hörkudugleg að sjálfsögðu og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Það er mér minnisstætt þegar hún og móðir mín voru í heimsókn hjá mér í Árósum fyrir mörgum árum. Þær systur höfðu farið í skoðunar- ferð og voru að koma frá lestarstöð- inni sem var rétt hjá heimili mínu. Inga gekk yfirleitt mjög rösklega sem ekki verður sagt um móður mína. Ég stóð þarna í eldhúsinu og sá út um gluggann að Inga kom ark- andi fyrir horn og mamma kom svo trítlandi langt á eftir. En svona var Inga bara. Ekkert hangs þar. Ég bjó hjá henni á Tálknafirði nokkrar vik- ur um sumartíma sem unglingur. Þar var gott að vera. Svo flutti hún til Akureyrar og ég var að rekast á hana á ólíklegustu stöðum hér í ná- grenninu síðustu árin eftir að ég flutti líka hingað heim. Ég rakst á hana inni í Kjarnaskógi þegar ég var í göngutúr með hundinn minn. Þar var hún að tína jurtir. Ég rakst á hana á Dalvík að smakka saltfisk- vöfflur á fiskideginum mikla. Svo sá ég hana náttúrulega á Punktinum, alltaf að smíða eitthvað. Ég held að hún hafi ekki þekkt hugtakið „að nenna ekki“. Inga settist allavega ekki í helgan stein þegar hún hætti að vinna, nei hún hélt áfram að gera allt þetta skemmtilega sem lífið býð- ur upp á. Hún virkaði frekar eins og hún þyrfti ástæðu til að gera hlutina ekki. Ef sú ástæða var ekki fyrir hendi, þá gerði hún hlutina bara eins og ekkert væri sjálfsagðara. Af hverju ekki? Ég sendi sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur mínar og veit að minningin um Ingu verður okkur öllum kær. Því betri fyrirmynd finnst varla og sem slík mun hún lifa í hugum okkar áfram. Arnfríður Kjartansdóttir. Í dag er kvödd góður félagi og vin- ur Ingigerður Einarsdóttir. Ingigerður flutti frá Tálknafirði til Akureyrar 1986 og hóf þá störf hjá Útgerðarfélagi Akureyrar. Þegar hún hætti vinnu á hinum almenna vinnumarkaði vegna aldurs fór hún að rækta sjálfa sig og sína hæfileika. Byrjaði hún á því að sækja „Punkt- inn“ en þar er stundað alls kyns handverk og þar sameinast fólk með sína sköpunargleði. Á Punktinum undi Ingigerður sér vel, enda sagði hún sjálf að þar með væri framtíð sín í ellinni ráðin. Þar eignaðist hún marga góða vini en fallegustu hlut- irnir sem hún bjó til og prýða heimili hennar eru útskorin ljósakróna og ruggustóll með útsaumuðu áklæði. Kynni okkar Ingigerðar hófust í gegnum félagsstarf eldri borgara og voru þau alla tíð hin ánægjulegustu. Hún var ritari í stjórn F.E.B. og for- maður ferðanefndar til margra ára. Á ferðalögum naut hún sín vel – haf- sjór fróðleiks sem hún miðlaði svo skemmtilega til allra þeirra sem með henni ferðuðust. Sönggleðin var mikil enda söng hún alla tíð í kór eldri borgara „Í fínu formi“ sem hún hafði mikla ánægju af. Ég vil að lokum þakka Ingigerði allar þær ánægjustundir sem við átt- um saman. Sonum Ingigerðar og fjölskyldum þeirra sem voru henni svo kær sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Björg Finnbogadóttir, fyrrv. form F.E.B. Við Ingigerður spiluðum saman brids í áraraðir í Hlíðarbæ norðan Akureyrar. Ingigerður var greind og sérstök kona. Hún kunni þau ósköp af kvæðum og frásögnum að það var alveg ótrúlegt, einnig var hún vel hagmælt. Á ferðalögum okkar með bridsfélaginu gerði hún gamanvísur og skemmti okkur af sinni einstöku snilld. Ingigerður var fararstjóri í mörg- um ferðum sem félag aldraðra á Ak- ureyri stóð fyrir. Þar kom fólki sam- an um að hún væri góður stjórnandi, allt stóð eins og stafur á bók. Eins fræddi hún okkur um það sem fyrir augu bar og þar var ekki komið að tómum kofunum. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm, sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Ég vil þakka Ingigerði fyrir allt sem hún gerði fyrir mig, hún var góð vinkona og gerði mér lífið ánægju- legra. Vertu sæl, kæra vinkona. Friðbjörg Friðbjörnsdóttir Friðbjörg Friðbjörnsdóttir Hann langafi Mar- inó er dáinn, elsku afi okkar á Akureyri, sem okkur fannst svo skemmtilegur. Það var alltaf svo gaman þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann var alltaf til í að fíflast í okkur og það leiddist okkur nú ekki. Svo þegar við fór- um norður í Ólafsfjörð, þá heim- sóttum við alltaf hann afa Marinó. Það var svo gaman að koma í íbúð- ina hans og horfa út um gluggana hjá honum, því hann átti heima svo hátt uppi og við sáum sko út um alla Akureyri. Svo átti hann alltaf eitthvað got- terí handa okkur. Þegar við kom- um til hans síðast nú um páskana, þá skoðuðum við allar fallegu myndirnar sem hann hafði málað. Mamma og pabbi eiga einmitt eina mynd eftir hann, sem hann gaf þeim í brúðargjöf, þegar þau giftu sig árið 2004. Þannig að við eigum sko alltaf eftir að muna eftir honum langafa, sem hét Marinó, alveg eins og hann pabbi okkar. Síðasta skiptið sem við hittum hann langafa Mar- Marinó Eðvald Þorsteinsson ✝ Marinó EðvaldÞorsteinsson fæddist á Vegamót- um á Dalvík 30. ág- ust 1920. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri laugardaginn 18. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Ak- ureyrarkirkju 27. nóvember. inó, var þegar hann Aron Freyr var skírður, þremur vik- um áður en langafi dó. Þá var hann sko sami sprellikarlinn og alltaf og þannig munum við eftir hon- um. Hann var samt aðeins farinn að gleyma, og eftir að Aron Freyr var skírður þá var hann með miða í veskinu sínu með nafninu hans á. Svona var afi, hann vildi sko muna eftir öllum. Síðustu vikurnar áður en Aron fæddist, þá hringdi hann alltaf í okkur til að athuga hvort litli bróðir færi nú ekki að koma, og síðustu vikuna, þá hringdi hann á hverjum degi. Hann var svo góður afi, hann langafi Marinó. Aron Freyr fékk bara að hitta þig einu sinni, við erum svo glöð með það að þú fékkst að hitta hann, en við, Ólöf og María, við ætlum að segja honum frá þér þegar hann verður eldri. Elsku afi, við söknum þín mikið og spyrjum mikið um þig, en við vitum að nú ert þú kominn til hennar langömmu Láru á himn- inum, sem við fengum aldrei að kynnast, en nú hittist þið aftur og við vitum að þú ert örugglega glaður að hitta hana Láru þína aft- ur. Við söknum þín mikið, elsku besti afinn okkar. Þín langafabörn, Ólöf Jóna, María Björg og Aron Freyr Marinósbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.