Morgunblaðið - 04.12.2006, Side 18

Morgunblaðið - 04.12.2006, Side 18
Sigrún Gunnarsdóttirhefur undanfarinár föndrað afar frumleg jólakortmeð með dætrum sínum, Ynju Blæ,8 ára, Köru Lind, 5 ára og Þulu Gló, 2 ára og sent vinum og vandamönnum „Það má eiginlega segja að þetta séu hálf- gerð jólabögglakort, umslagið er alltaf bólg- ið,“ segir hún hlæjandi. Sigrún segir böggla- kortagerðina hafa byrjað fyrir nokkrum árum en játar samt að hafa alltaf verið mik- ið föndurfljóð. „Elsta stelpan mín var að verða eins árs og þar sem ég var heimavinn- andi hafði ég meiri tíma en áður. Ég er heldur ekki frá því að móðurhlutverkið leysi líka úr læðingi skapandi krafta. Þegar fyrstu jólin hennar nálguðust gleymdi ég mér í alls kyns jólaföndri og naut hverrar stundar. Amma mín, sem fylgdist með þessu föndri mínu, spurði mig hvort ég gæti ekki gert jólakort fyrir þau afa. Það var auðvitað auð- sótt mál en ég vildi búa til kort sem myndi verða minnisvarði lengur en þessi einu jól og þess virði að vera tekið upp árið eftir og jafnvel þar á eftir líka. Ég tók því ljósmynd af ömmu og afa og setti hana í ramma sem ég bjó til úr pappamassa, málaði og skreytti. Í hann hengdi ég síðan borða svo úr varð jólaskraut. Eins og vænta mátti vakti jólakortið mikla lukku á meðal vina og ættingja og það var eftirvænting eftir næsta jólabögglakorti frá ömmu, afa og Sigrúnu. ,,Já, já nú þurftum við að standa undir væntingum,“ segir hún hlæjandi. ,,Árið eftir lét ég þrykkja aðra mynd af ömmu og afa, þar sem þau voru rétt komin af táningsaldri, á organza-efni, saumaði poka úr því og fyllti af Lavender- jurtum. Síðan kom eldspýtustokkurinn en hann var fyrir mig og mína fjölskyldu,“ seg- ir hún glettin á svip og það er eins og hún ætli að strjúka ímyndaðan svita af enninu. ,,Það var svo mikil vinna að gera hann svo ég ákvað að láta það jólabögglakort gilda í tvö jól og stóð við það og skrifaði gildistím- ann á umslagið! Þetta er líka uppáhalds- kortið mitt. Mig langaði að gera kort sem væri í anda jólanna og hvað er jólalegra en jesúbarnið í jötunni? En um leið langaði mig að senda mynd af dætrum mínum, sem þeg- ar þarna var komið sögu voru orðnar tvær, því margir vandamanna og vina áttu enga af þeim.“ Sigrún leggur áherslu á að ekkert af jóla- bögglakortunum hafi verið dýrt í fram- leiðslu. ,,Gerð þeirra kostaði sáralítið, en vinnan hefur oft verið töluverð. Stundirnar sem fara í þau eru samt ánægjulegar og eru ein af hefðum fjölskyldunnar fyrir jólin, sér- staklega dætranna sem fá stærra hlutverk í gerð kortanna eftir því sem þær verða eldri. Mér finnst mjög mikilvægt að styrkja og styðja við ímyndunarafl, sköpunargáfu og þroska barna í gegnum leik, listræna tján- ingu, hreyfingu og upplifun.“ Morgunblaðið/Ásdís Kærleiksföndrari Sigrún leggur sig fram um að að skapa fjölskylduhefðir og föndra. Ilmpúði Sigrún þrykkti mynd af ömmu sinni og afa á og bjó til ilmpúða með lavender-jurtum. Dætraverk Dæturnar eiga mestan heiður af þessum kortum sem eru máluð á striga sem síðan er festur á pappamassa. Sigrún sendir jólabögglakort Jólapokar Þetta er mynd sem elsta dóttirin, Ynja Blær, teiknaði. Frumraunin Fyrsta kortið sem Sigrún gerði fyrir ömmu sína og afa. Jesúbarnið í jötunni ,,Þetta var svo mikil vinna að kortið gilti í tvö ár!“ „Um jólin ættum við að leggja okkur fram um að skapa fallegar hefðir og vera með fólkinu okkar í rólegheitum,“ segir Sigrún Gunnarsdóttir, nemi í Waldorf- uppeldisfræði og verslunarkona í Börnum náttúrunnar í samtali við Unni H. Jóhannsdóttur. Pakkar Sigrún notar afganga og annað sem til fellur þegar hún pakkar inn. |mánudagur|4. 12. 2006| mbl.is daglegtlíf Jóla-Pési skipar sérstakan sess í huga konu sem fékk hann að gjöf fyrir fjörutíu árum frá ömmu sinni. » 21 daglegt Kostnaður við að lýsa upp fyrir jólin er mismunandi eftir teg- undum sería sem eru notaðar og fjölda ljósapera. » 20 fjármál Svanberg Hreinsson og páfa- gaukurinn Bósi eru miklir mátar en synir Svanbergs fengu Bósa fyrir liðlega tveimur árum. » 19 gæludýr uhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.