Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 25
760.717 kr.-16.717 kr. (fjármagns- tekjuskatt) = 745.000 kr. Hann get- ur við 67 ára aldur tekið þessa upp- hæð alla og greiðir engan tekjuskatt. Þessi upphæð skerðir EKKI lífeyri frá TR. Hver var tilgangurinn með séreignarsparnaði? Tilgangurinn var og á að vera sá að landsmenn leggi til enn meiri sparnað og eigi þannig kost á að lifa þægilegri daga á efri árum, með minni fjárhagsáhyggjur. Nú verða þingmenn og sérstaklega rík- isstjórnin að endurskoða þetta kerfi. Mín tillaga er sú að afnema með öllu tekjuskatt af þessum séreign- arsparnaði bæði við innlegg og út- greiðslu og hætta með öllu að skerða, vegna lífeyrissparnaðar, elli- og örorkulífeyri þeirra sem enn nýta rétt sinn til lífeyris frá Trygg- ingastofnun ríkisins. »Mín tillaga er sú aðafnema með öllu tekjuskatt af þessum séreignarsparnaði bæði við innlegg og út- greiðslu … Höfundur er hagfræðingur og formaður SÍB, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja 7 þúsund innflytjendur bara á þessu ári og talað var um að yfir 2 þúsund væru einhvers staðar í kerfinu og vissi enginn hvar. Ríkisstjórnin hafði ekkert hugað að þessu flæði. Ef 7 þúsund innflytjendur myndu kannski vilja koma með konu og börn þá væri hægt að margfalda þessa tölu með 4 og útkoman væri 28 þúsund manns. Þetta fólk þyrfti einhvers staðar að búa. Það þyrfti að byggja fleiri skóla og barnaheimili í landinu o.s.frv. Þá kom allsherjarlausnin. Þeir sem græddu mest á innflytjendunum og hefðu holað þeim niður í alls konar kompur og kofa opnuðu bara sínu stóru hús og tækju fólkið upp á sína arma. Ekki nóg með það. Hér væru kom- in firnin öll af útrásarkóngum sem keyptu heilu knattspyrnuliðin í út- löndum og flygju landa á milli í einka- þotum. Þeir ættu ósköpin öll af hús- næði. Þarna væri komið kærkomið tæki- færi fyrir þá til þess að sýna við- skiptahæfileika sína og góðmennsku í verki. Og það á Íslandi. Við þurfum á innflytjendum að halda, en það þarf að taka mannsæmandi á móti þeim. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og í miðstjórn Frjálslynda flokksins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 25 UMRÆÐAN né hnakk, heldur stendur uppi á Blakk sínum. Við höfum átt nokkur bréfaskipti og er hún þakkaði mér fyrir smágjöf, er ég sendi henni í við- urkenningarskyni, þá sendi hún mér þrjár myndir með eftirfarandi kveðju: „Kær kveðja, ARNARBJARGVÆTTINNI, Sig- urbjörgu Söndru Pétursdóttur frá Grundarfirði, er margt til lista lagt. Hún vakti þjóðarathygli, er hún bjargaði Sigurerni. Hún er hesta- kona mikil og þarf hún hvorki beizli frá Sigurbjörgu S., Blakk og Sig- urerni.“ Ég undirritaði bréf mitt til hennar þannig: LEIFUR SVEINSSON, arnarvinur og gamall hestamaður. Arnarbjargvætturin Frá Leifi Sveinssyni: Á SÝNINGU, sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, og ber yfirskrift- ina Málverkið eftir 1980, er vægast sagt farið mjög frjálslega með stað- reyndir og ýmsu ranglega haldið fram og stórum hluta sleppt. Titill sýningarinnar stemmir ekki, því að á sýningunni er bara brot af því sem málarar hafa verið að fást við á þessu tímabili, en allir aðrir miðlar myndlistar kynntir til sögunnar. Það er ekki ásættanlegt að þeir sem standa að slíkum sýningum – sem eru sýningarstjórarnir Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Run- ólfsson, og forstöðumaður Lista- safns Íslands, Ólafur Kvaran – geti endalaust gefið sér hvaða forsendur sem þeim hentar og túlkað samtíma- listina eins og þeim sýnist, það er kominn tími til að því ástandi linni. Listfræðingarnir sem settu sýn- inguna saman, og forstöðumaður safnsins ber ábyrgð á, senda þau skilaboð út í samfélagið að alla myndlist og alla skapaða hluti megi flokka sem málverk. Þessum skoð- unum er einnig haldið að sýning- argestum og fræðimenn safnsins bera þessa skoðun og túlkun á borð fyrir hópa sem þiggja leiðsögn þeirra um sali safnsins. Flokkun og túlkun af þessu tagi er ekki hægt að bjóða uppá og það er ekki í verka- hring ríkisstarfsmanns að halda slíku fram. Er ekki mælirinn orðinn sneisafullur? Geta myndlistarmenn sætt sig við slík skilaboð? Það er sama hvaða búningi menn vilja klæðast, það gengur ekki að fara með staðleysur, það þýðir ekk- ert fyrir menn að halda á kaffibolla fyrir framan fólk og reyna að sann- færa það um að hann sé undirskál, það yrði litið á það sem grín eða al- gjört rugl. Lítil kennslustund í listasögu Skúlptúr er ekki málverk, grafík er ekki málverk, teikning er ekki mál- verk, textíll er ekki málverk, ljós- mynd er ekki málverk, tölvuprent er ekki málverk, vídeó er ekki málverk, innsetning er ekki málverk og svo mætti lengi telja. Á sýningunni í Listasafni Íslands er öllum þessum myndlistarmiðlum þröngvað uppá málverkið og látið líta svo út að það sé allt í lagi. Vilji listfræðingar og aðrir þeir sem sýsla með myndlist láta taka sig alvarlega verða þeir að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Það er með ólíkindum hvernig staðið hefur verið að sýningunni Málverkið eftir 1980 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands og á að gefa sýningargestum yfirlit yfir mál- verkið síðastliðin 25 ár, með ein- hverjum útgangspunkti frá nýja málverkinu svokallaða. Aðeins þeir sem listfræðingunum sem settu sýn- inguna saman og forstöðumanni safnsins eru þóknanlegir fá að láta ljós sitt skína á sýningunni, og takið eftir: allt skal sett undir hatt mál- verksins. Að lokum vil ég taka undir orð Þóru Þórisdóttur sem birtust í grein hennar um sýninguna í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 4. nóvember. „Kannski væri betra að bera svona sýningu fram undir titl- inum „Þetta vil ég sjá“ eða eitthvað sambærilegt sem legði áherslu á að sýningin er fyrst og fremst valin sýn viðkomandi safns eða sýningarstjóra og hið faglega og hlutlæga skorðast innan þess ramma.“ Það er vond pólitík að fara rangt með staðreyndir og lýsir eingöngu þeim sem á heldur. SIGURÐUR ÞÓRIR SIGURÐSSON listmálari, Óðinsgötu 4, Reykjavík. Sýningin Málverkið eftir 1980 í Listasafni Íslands? Frá Sigurði Þóri Sigurðssyni: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HUNDRAÐ ár eru langur tími, en það er augljós staðreynd að kirkjan hefur staðið hér og veitt mönnum skjól í gleði og sorgum. Við vígslu Bíldudalskirkju þann 2. desember 1906 tók séra Jón Árnason við þjón- ustu þar og var þar þjónandi til um 1927 er hann lét af prestskap og flutti til Reykjavíkur ásamt konu sinni, Jó- hönnu Pálsdóttur, og fjölskyldu. Börn þeirra voru þessi: Sigríður J. Magnússon, Ragnheiður Jónsdóttir, Anna G. Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir og tvíburabræðurnir Marinó og Árni, fæddir 4.11. árið 1906, sem þýðir að þeir voru jafngamlir kirkjunni. Bless- uð sé þeirra hundrað ára minning. Þau systkinin voru öll miklir Bíldu- dalsvinir og sýndu það margoft í verki. Ræktarsemi þeirra og menn- ingaraukinn sem þau miðluðu til Bíldudals var einstakur. Ég vona allra hluta vegna að framlag þeirra verði varðveitt í framtíðinni, því þar sem ekki er neisti af menningu er og verður ævinlega eyðimörk. Allt þarf að haldast í hendur svo vel fari. Það er margsannað mál. Kirkjan hefur innan sinna veggja mörg listaverk sem eru milljóna virði, þar á meðal eru forngripir úr Otra- dalskirkju, allt frá árinu 1737. Þessir gripir voru á sínum tíma að verða tímans tönn að bráð þegar undirrit- aður fékk fagmann til bjargar. Sá var Ríkharð H. Hördal forvörður. Aðalaltaristafla hússins er frá árinu 1916, máluð af Þórarni B. Þor- lákssyni listmálara. Hún var mjög hætt komin árið 1977 þegar undirrit- aður kom henni til Franks Ponzi for- varðar, sem var um þær mundir að bjarga altaristöflu Dómkirkjunnar. Allt var þetta mín vinna að koma þessu, sem svo mörgu öðru, til bjarg- ar. Enda átti ég langan starfsdag í Bíldudalskirkju. Oft hef ég hugsað um það síðan ég eyddi blóma lífs míns þar við margþætt störf og taldi mig vera að vinna Bíldudalssöfnuði gott starf, sem hefði mátt enda með ljúfari lendingu en raun bar vitni. Ég enda svo þetta með versi frá árinu 1912 eftir Stefán frá Hvítadal. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrðu málmsins mál lofið Guð sem gaf og mín sjúka sál verður hljómahaf. JÓN KR. ÓLAFSSON söngvari, Reynimel, Bíldudal. Bíldudalskirkja – meistaraverk Rögnvaldar Ólafssonar Frá Jóni Kr. Ólafssyni: Prestsfjölskyldan frá Otradal, Arnarfirði. Séra Jón Árnason var fyrsti prestur við Bíldudalskirkju.Hjónin fyrir miðju: Jóhanna Pálsdóttir, prestsfrú, f. 1866, d. 1949. Séra Jón Árnason f. 1864. d. 1944.Frá vinstri: Marinó Jónsson, f. 1906, d. 1974, Anna Jónsdóttir, f. 1900, d. 1982, Árni Jónsson, f. 1906, d. 1969, Sigríður J. Magnússon, f. 1892, d. 1977, Ragnheið- ur Jónsdóttir, f. 1986, d. 1994, Svanlaug Jónsdóttir f. 1903 d. 1983. fyrst og fremst horft á markaðsverð eignar, þannig fær eigandi verð- mæts sumarbústaðalands fullar bætur fyrir eign sína jafnvel þótt eignarnámið stafi af vegtengingu nokkurra sveitabæja og sé afar óhagkvæm framkvæmd skv. arð- semisútreikningum. Ákvörðun íslenska ríkisins um byggingu Kárahnjúkavirkjunar byggðist á þjóðhagslegum og sam- félagslegum markmiðum. Ákvörð- uninni hefur fylgt 250 milljarða fjár- festing stóriðjuuppbyggingar á Austurlandi, en forsenda hennar eru augljóslega vatnsréttindi sem knýja munu virkjunina. Ef greiðslu fullra bóta til eigenda vatnsréttinda fylgja þung áhrif á rekstur Landsvirkjunar verður íslenska ríkið að veita fé til fyrirtækisins, rétt eins og fjár- framlög ríkisins eru forsenda ann- arrar samfélagslegrar starfsemi á þess vegum, s.s. vegagerðar. Í öllu falli eiga landeigendurnir ekki að kosta þjóðhagslega og samfélags- lega uppbyggingu með því að rétt- indi þeirra verði ekki metin í sam- ræmi við markaðsverð vatnsréttinda á samkeppnisvæddum orkumarkaði. Annars væru landeigendur hafðir að féþúfu. Höfundur er lögmaður á Regula lögmannsstofu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.