Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 37 dægradvöl Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Barcelona. Kúb- verski stórmeistarinn Lenier Dom- inguez (2.655) hafði fyrir níundu og lokaumferðina fengið 7 vinninga en Úkraínumaðurinn snjalli, Vassily Iv- ansjúk (2.741), kom í humátt á eftir með 6½ vinning. Stálin stinn mættust í úrslitaskák í síðustu umferð og hafði Kúbverjinn teflt djarft með hvítu og nú bar sú strategía ávöxt: 23. Hxg7! Hxg7 24. Hxg7 Hf1+ svartur hefði ella orðið mát eftir 24. … Kxg7 25. Dg6+. 25. Bxf1 Kxg7 26. Bd3 hvítur hefur nú unnið tafl þar eð staða svarta kóngsins er ótrygg. Þó að svartur hafi varist fimlega bar hvítur sigur úr býtum eftir 69 leiki. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Leiðin langa. Norður ♠K872 ♥ÁD6 ♦874 ♣ÁK4 Vestur Austur ♠10 ♠D3 ♥G1073 ♥94 ♦D92 ♦K10653 ♣109863 ♣DG75 Suður ♠ÁG9654 ♥K852 ♦ÁG ♣2 Leiðin í 7♠ NS eiga þrettán slagi vísa í spaða- samningi, en það er alltaf vandaverk að segja alslemmu. Spilið er frá Cavned- ish-tvímenningi Bridsfélags Reykja- víkur á þriðjudaginn og aðeins tvö pör komust alla leið í sjö spaða. Ísak Örn Sigurðsson (suður) og Sveinn Rúnar Eiríksson (norður) sögðu þannig: 1S-2G, 3H-4L, 4T-4H, 4G-5L, 5G-6L, 6H-7S. Svar norðurs á tveimur grönd- um lýsir yfir slemmuáhuga í spaða. Þrjú hjörtu líta út fyrir að vera eðlileg sögn, en er í raun kerfisbundin og sýn- ir stutt lauf (sænsk útfærsla). Svo koma nokkrar fyrirstöðusagnir og spurning um lykilspil (fjögur grönd). Sveinn sýnir þrjú slík (ásana tvo og trompkóng), og eftir styrkmeldingar á sjötta þrepi sannast að hvergi er veik- an blett að finna og Sveinn stekkur í sjö spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 smánarlegur, 8 sekkir, 9 vondur, 10 greinir, 11 heilsufar, 13 liggja í sæng, 15 brúnar, 18 spilið, 21 skynsemi, 22 kyrrsævi, 23 loftgatið, 24 gætnar. Lóðrétt | 2 þotið, 3 elli- hrumleikinn, 4 í vafa, 5 fuglinn, 6 stutta leið, 7 baun, 12 ríkidæmi, 14 ólm, 15 elds, 16 bölva, 17 sáldur, 18 var skylt, 19 skjóða, 20 nálægð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skálm, 4 þefar, 7 grunn, 8 rellu, 9 nam, 11 auða, 13 anga, 14 gæran, 15 senn, 17 nota, 20 æki, 22 sýlar, 23 lúðan, 24 augun, 25 tærar. Lóðrétt: 1 segja, 2 áburð, 3 menn, 4 þarm, 5 fælin, 6 rausa, 10 afrek, 12 agn, 13 ann, 15 sýsla, 16 nýleg, 18 orður, 19 annar, 20 æran, 21 illt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Vonast er til að ljósaskreytingarOrkuveitu Reykjavíkur verði allar komnar upp 9. desember nk. Hversu mörg jólaljós munu þá loga? 2 Borgarfulltrúar Vinstri grænnahafa sent kæru til félagsmála- ráðuneytisins? Út á hvað gengur kæran? 3 Komin er út á geisladiski Brynj-ólfsmessa? Hver er höfund- urinn? 4 Geir Þorsteinsson hefur boðiðsig fram til formanns Knatt- spyrnusambands Íslands í stað Egg- erts Magnússonar. Hvaða starfi gegnir Geir nú? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Forval er hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í dag. Í hvaða kjör- dæmum? Svar: Reykjavíkurkjördæmunum báðum og Suðvesturkjördæmi sameig- inlega. 2. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt mótmælendur til sektargreiðslna fyrir að hafa farið ólöglega inn á vinnu- svæði erlends verktaka á Eskifirði. Hvaða fyrirtæki er það? Svar: Bechtel 3. Actavis eykur enn umsvif sín með kaupum erlend- is. Hvers lenskt er það? Svar: Bandarískt. 4. Ólympíudrottningin hefur tekið að sér þjálfun íslenskrar frjálsíþróttakonu. Hver er hún? Svar: Silja Úlfarsdóttir. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    ÚTGÁFA á kristilegri tónlist hefur færst í vöxt hin seinni ár þar sem hinir ýmsu kristilegu söfnuðir hafa lagt hönd á plóg. Nú hefur Boðunarkirkjan ráðist í útgáfu á geisladiski sem inni- heldur trúarlega texta með við- eigandi tónlist og er Ólafur Laufdal útgefandi og ábyrgð- armaður. Geisladiskurinn ber heitið Segðu mér söguna af Jesú og segir titillinn ef til vill allt sem segja þarf um innihaldið. Hér eru lof- söngvar til dýrðar Drottni og diskurinn geislar af gleði fagn- aðarerind- isins í flutningi fjögurra frá- bærra söngvara, sem kunna vel til verka, en það eru Guðrún Gunnarsdóttir, Halla Vilhjálms- dóttir, Friðrik Ómar og Páll Rósinkrans. Þetta er einvalalið sem kemur boðskapnum vel til skila með tilfinningaríkum flutn- ingi. Ekki sakar heldur að út- setningar og upptökustjórn, ásamt öllum hljófæraleik, er í höndum Vilhjálms Guðjóns- sonar, sem kann vel til verka á þessu sviði enda fagmaður fram í fingurgóma. Á þessum geisladiski eru bæði kunnugleg lög við þekkt trúar- leg ljóð, og önnur sem ef til vill hafa ekki farið eins hátt, en allt rennur þetta saman í samfellda hljómkviðu til dýrðar Drottni. Á plötuumslagi segir að hér hafi verið valin af kostgæfni þau lög, sem sungin hafa verið í Boð- unarkirkjunni um árabil. Þar segir ennfremur: „Að færa Drottni lofgjörð í söng er eitt það allra yndislegasta sem við eignumst á trúargöngunni, hvort sem við kunnum að raula sálm- ana okkar við dagleg heim- ilisstörf eða á meðal trúsystkina í kirkjum okkar.“ Við þetta er í sjálfu sér litlu að bæta og vísast eiga margir eftir að sækja andlega og trúar- lega næringu í þessa tónlist. Hún hæfir líka vel á þessum árstíma, því henni fylgir ákveðin hátíðarstemning, sem flestir kristnir menn sækja í þegar minnst er fæðingu frelsarans. Er því vel við hæfi að allur ágóði af sölu þessa geisladisks rennur til kristilegs boð- unarstarfs. Gleði fagnaðarerindisins TÓNLIST Geisladiskur Kristilegur geisladiskur í flutningi Guð- rúnar Gunnarsdóttur, Höllu Vilhjálms- dóttur, Friðriks Ómars og Páls Rósin- krans. Hljóðfæraleikur, stjórn upptöku, útsetningar, hljóðritun, hljóðblöndun og lokafrágangur: Vilhjálmur Guð- jónsson. Útgefandi Ólafur Laufdal. Boðunarkirkjan. Segðu mér söguna af Jesú – Val- inkunnir söngvarar  Sveinn Guðjónsson ÍBÚAR Ríó de Janeiro í Brasilíu geta ekki aðeins hreykt sér af stærstu kjöt- kveðjuhátíð heims heldur líka stærsta, fljótandi jólatré heims. Tréð er á hæð við 27 hæða byggingu og skreytt 2,8 milljónum ljósa. Þá eru 27 ljósaskilti á trénu sem sýna þekktustu kennileiti Brasilíu. Kveikt var á trénu í gær við mikinn fögnuð borgarbúa sem fengu líka glæsilega flugeldasýningu. Reuters Fljótandi jólatré

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.