Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 32
|mánudagur|4. 12. 2006| mbl.is staðurstund Flugan var á sveimi um helgina og fór meðal annars í Mál og menningu, á Rock Star-tónleika og á miðbæjarrölt. » 33 flugan Gagnrýnandinn Sæbjörn Valdi- marsson skemmti sér vel á myndinni Skolað í burtu og gef- ur henni fjórar stjörnur. » 41 kvikmyndir Barnabókin Gula sendibréfið eftir Sigrúnu Eldjárn er æv- intýri sem ber með sér kær- leiksríkan boðskap. » 35 dómur Stórstjarnan Jennifer Garner er að taka sig á í líkamsræktinni og neitar þeim sögusögnun að hún sé ólétt aftur. » 40 fólk Er góðmennska undantekning? er spurt í bókadómnum um dönsku spennusöguna Und- antekninguna. » 35 gagnrýni Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Um þessar mundir er þess minnst umallan heim að 250 ár eru liðin fráfæðingardegi Wolfgangs Amadeus-ar Mozarts. Í nótt klukkan 00:30 minnist Óperukórinn, undir stjórn Garðars Cortes, hins vegar annarra og harmrænni tíma- móta í ævi tónskáldsins, en Mozart lést skömmu eftir miðnætti þessa sömu nótt fyrir 215 árum. Kórinn mun flytja í Langholtskirkju hina til- finningaþrungnu sálumessu meistarans, Re- qiuem; verkið sem Mozart skrifaði í veikind- unum sem að lokum drógu hann til dauða. Requiem átti að bjarga Mozart frá fátækt Það er óneitanlega freistandi að velta því fyr- ir sér hvaða stefnu tónsmíðar Mozarts og tón- smíðar seinni tíma tónskálda hefðu tekið hefði hann ekki dáið svo ungur sem raun er, aðeins 35 ára. „70 ára, hraustur Mozart hefði verið sam- tímamaður Beethovens, Schuberts og Webers og ungur Mendelsshon hefði eflaust nýtt sér snilligáfu hans á sama hátt og hann settist við fótskör Haydns,“ stingur Garðar Cortes upp á. „Hugsanlega hefði stefna þeirra í tónsmíðum tekið flug í aðrar og æðri áttir með Mozart sem spindilás tónlistar þess tíma. Saga tónlistar- innar hefði eflaust breytzt.“ En eins og Garðar bendir réttilega á er til lít- ils að velta sér upp úr því sem hefði getað orðið þegar við getum notið þess besta hér og nú. „Mozart var hraustur ungur maður þegar á allt er litið. Kona hans Constanza var aftur á móti frekar lasburða og sótti grimmt heilsuhæli og aðrar sjúkrastofnanir. Hún var Mozart góð eiginkona og góður félagi en hann olli henni ef- laust vonbrigðum, því þó hann væri einn fræg- asti maður sinnar samtíðar var hann ekki góð fyrirvinna og þau voru skuldum vafin og áttu yf- ir höfði sér lögsókn. Requiemið átti að breyta því. Það kom því illa við Constönsu að Mozart skyldi ekki geta lokið við verkið og ævisögurit- arar þykjast sjá vonbrigðin í háttalagi hennar eftir dauða hans. Það er önnur saga.“ Öll hreyfing kvalræði Garðar segir að Mozart hafi veikst 20. nóv- ember 1791. „Honum leið illa, varð sveittur af minnsta til- efni, fann fyrir óþægindum, var með hroll í lík- amanum, verk í höfði og þrota í hálsi. Hann safnaði bjúgi um líkamann og fann að með því að liggja út af leið honum best. Það bráði af hon- um af og til og hann fór á fætur en alveg sama hvað hann reyndi þá gat hann ekki hrist af sér lasleikann. Smám saman rann það upp fyrir honum að þetta var alvarlegra en hann átti að venjast. Læknirinn sem annaðist hann, doktor Closset, var ósköp venjulegur læknir sem kunni til verka eins og læknavísindin á þeim tíma sögðu til um.“ Að sögn Garðars var svo komið að Mozart gat ekki snúið sér á hlið né reist sig upp við dogg. Öll hreyfing varð honum kvalræði. „Hann sá hvert stefndi, vissi að hann átti eftir að ljúka tónsmíð sem hann hafði þá þegar fengið greitt fyrir og þyrfti að endurgreiða ef ekki tækist að ljúka við. Milli stríða vann hann að verkinu og sagan segir að hann hafi verið með nemanda sinn Sussmayer við rúmstokkinn og þeir hafi talað um framvindu verksins og fullkomnun,“ segir Garðar, en Requiem samanstendur af 12 köfl- um. Mozart samdi 1–9, Sussmayer 10–12. Flutt af mikilli auðmýkt „Enginn veit af hverju Mozart samdi kafla 8 og 9 áður en hann byrjaði á kafla nr. 7, Lacry- mosa,“ heldur Garðar áfram. „Nú varð hann að leggja síðustu krafta í að ljúka honum. Hann náði að skrifa niður upphafið fyrir strengina, 2 takta í forspil, og 6 takta inn í kórinn fyrir kontrabassa og orgel. Sagan segir að hann hafi dáið með penna í hönd við skriftir. Nú, 215 árum seinna, flytjum við, af mikilli auðmýkt, Requiem eftir Mozart og þökkum al- mættinu fyrir að hafa gefið okkur slíkan mann, slíkan snilling að leiðarljósi. Þegar kemur að Lacrymosa-kaflanum, flytjum við hann eins og hann kom frá hendi Mozarts, stoppum þar sem hönd hans gat ekki meir og hann gaf upp and- ann, vottum honum í hljóði virðingu, byrjum svo aftur og ljúkum verkinu í þeirri mynd sem Moz- art kom að því.“ „Þökkum almættinu fyrir að hafa gefið okkur slíkan mann“ Morgunblaðið/ÞÖK Meistari Óperukórinn og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurunum Huldu Björgu Garðarsdóttur sópran, Sess- elju Kristjánsdóttur mezzósópran, Snorra Wium tenór og Davíð Ólafssyni bassa flytja Requiem til minningar um Mozart í Langholtskirkju. Aðfaranótt þriðjudagsins minnist Óperukórinn dán- arstundar Mozarts með flutn- ingi Requiem í Langholts- kirkju. Kórstjórinn, Garðar Cortes, segir frá síðustu dög- um tónskáldsins og þessu hinsta tónverki hans. Næturtónleikar Mozart lést skömmu eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember fyrir 215 árum og mun Óperukórinn undir stjórn Garðars Cortes minnast þess með tónleikum í nótt kl.00:30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.