Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 18. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
LADDI, ÁSTMÖGUR GRÍNS OG GAMANS,
VERÐUR SEXTUGUR Á MORGUN >> 41
GAMLA, GÓÐA
BORGIN IÐAR AF LÍFI
HEITT SILFUR
VEITINGASTAÐUR >> 24
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
STJÓRNARSKRÁRNEFND mun
ekki gera tillögu að ákvæði í stjórn-
arskrá um sameign á náttúruauðlind-
um þjóðarinnar fyrir þingkosningar í
vor. Aðeins hefur náðst samkomulag
um tillögu að formbreytingu sem lýt-
ur að því að þjóðin geti samþykkt eða
hafnað stjórnarskrárbreytingu.
Heildarendurskoðun á stjórnar-
skránni verður ekki lokið fyrir næstu
kosningar, eins og stefnt var að. Var
það mat margra nefndarmanna að
ákvæði um auðlindir ætti heima í
slíkri endurskoðun og að ekki bæri að
taka það út sérstaklega. Össur Skarp-
héðinsson, sem situr í nefndinni, segir
það sitt mat að enginn efnislegur
munur hafi verið á afstöðu nefndar-
manna varðandi auðlindaákvæðið.
Nefndin hafi átt að einbeita sér að
málum sem samstaða gæti náðst um
og þannig hafi því verið farið um auð-
lindaákvæðið. Hins vegar hafi ekki
verið vilji til þess að fara aðra leið en
þá sem ofan á varð á þessu stigi.
Skiptar skoðanir voru á því hvaða
auðlindir ættu heima innan ákvæðis-
ins, að sögn formanns nefndarinnar.
Engin tillaga hafi verið gerð um slíkt
ákvæði. Það hafi verið ákveðið að mál-
ið fylgdi heildarendurskoðun stjórn-
arskráarinnar.
„Þær skoðanir voru uppi, hjá sum-
um að minnsta kosti, að fara ekki í
bútasaum,“ segir Jón Kristjánsson,
formaður nefndarinnar. „Frekar að
taka þessa formbreytingu fyrir og að
leggja til að starf [nefndarinnar] haldi
áfram og að menn reyni að ná saman
um heildarendurskoðun.“
Ekki samstaða | 4
Ekkert ákvæði um auðlindir
Stjórnarskrárnefnd mun ekki skila tillögu að ákvæði um sameign náttúruauðlinda fyrir kosningar
„Þær skoðanir voru uppi, hjá sumum að minnsta kosti, að fara ekki í bútasaum,“ segir formaður
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í bið Ákvæði um sameign þjóð-
arinnar á náttúruauðlindum í
stjórnarskrá bíður betri tíma.
Í HNOTSKURN
»Í október var orðið útséð umað það markmið að ljúka
heildarendurskoðun á stjórn-
arskrá fyrir kosningar næðist.
»Þá var kannað hvort sam-staða næðist um afmörkuð
atriði eins og breytingar á 79.
grein og setningu ákvæðis um
náttúruauðlindir.
»Aðeins náðist samstaða umfyrra atriðið.
París. AFP. | Efnahags- og fram-
farastofnunin, OECD, sagði í gær
að sérfræðingar hennar í barátt-
unni gegn mútum hefðu „þungar
áhyggjur“ af þeirri ákvörðun
bresku stjórnarinnar að stöðva
rannsókn á meintum mútu-
greiðslum breska fyrirtækisins
BAE Systems til manna í kon-
ungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu.
Fyrirtækið er grunað um að
hafa mútað mönnunum til að
tryggja því mjög ábatasama við-
skiptasamninga en stjórn Bret-
lands stöðvaði rannsóknina í síð-
asta mánuði. Hún sagði að
stjórnvöld í Sádi-Arabíu hefðu hót-
að að slíta samstarfi landanna í ör-
yggismálum og rannsóknin hefði
því stofnað hagsmunum bresku
þjóðarinnar í mikla hættu.
OECD sagði að sérfræðingarnir
hefðu miklar áhyggjur af því að
ákvörðunin bryti í bága við sátt-
mála um ráðstafanir til að stemma
stigu við mútugreiðslum.
Grunur
um mútur
Detroit. AFP. | Þau, sem eru í hjóna-
bandi, búa í Michigan í Bandaríkj-
unum og halda framhjá maka sín-
um, ættu að vera vör um sig – þau
gætu átt á hættu að verða dæmd í
fangelsi til lífstíðar.
Þetta varð ljóst eftir að áfrýj-
unarréttur úrskurðaði að sækja
mætti fólk til saka fyrir framhjá-
hald sem 1. stigs glæp, eins og það
er orðað, en það þýðir að hámarks-
refsing er lífstíðarfangelsi.
Ekki er þó búist við því að sak-
sóknarar taki upp á því að hundelta
fólk sem drýgir hór. Talið er að
dómararnir hafi verið að senda
hæstarétti ríkisins sneið, vegna
áherslu hans á að lagatextinn sé
tekinn bókstaflega.
Dýrkeypt
ótryggð
ANDREW Bretaprins, hertogi af Jórvík, sótti höfuðstöðvar West Ham, Up-
ton Park, heim í gær og snæddi þar hádegisverð með Eggerti Magnússyni,
stjórnarformanni félagsins og eiginkonu hans, Guðlaugu Nönnu Ólafs-
dóttur. Með heimsókninni vildi Andrew heiðra nýja eigendur West Ham, en
hann hefur beitt sér af krafti fyrir því að laða erlenda fjárfesta til landsins.
Eggert stóð í ströngu í gær við að styrkja leikmannahóp sinn. | Íþróttir
Ljósmynd/Arfa Griffiths
Andrew prins
á Upton Park
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
GÖGN er varða varnarsamning Ís-
lands og Bandaríkjanna sem Val-
gerður Sverrisdóttir utanríkisráð-
herra aflétti leynd af í gær vekja
spurningar um hvort bandarísk her-
yfirvöld hafi það á valdi sínu – jafnvel
nú þegar þau hafa kallað allan her
sinn frá landinu – að ákveða einhliða í
tengslum við ófrið eða hernaðarlegt
hættuástand að yfirtaka fulla stjórn
og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á
Keflavíkurflugvelli.
Valgerður greindi frá því í ræðu
sem hún flutti í Háskóla Íslands í gær
að það „andrúmsloft leyndarhyggju,
sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð,
Alþingi og utanríkismálanefnd þegar
að varnarmálum kom“ væri ekki það
vinnulag sem hún vildi viðhafa. Sagði
Valgerður að umræða um öryggis- og
varnarmál þyldi það alveg, að vera
dregin fram í dagsljósið. Af þeim sök-
um hafi hún ákveðið að aflétta leynd
af viðaukum sem undirritaðir voru
við gerð varnarsamningsins 1951.
Viðaukarnir voru gerðir aðgengi-
legir á vef utanríkisráðuneytisins í
gærkvöld. Jafnframt hefur ráðherra
aflétt leynd af breytingum á viðauk-
unum frá 1951 sem gerðar voru sl.
haust í tengslum við varnaráætlun
sem samið var um í kjölfar brott-
hvarfs Bandaríkjahers frá Íslandi.
Athygli vekur að í 2. gr. viðbætis
um almenna flugstarfsemi frá 1951 er
kveðið á um að bandarísk heryfirvöld
muni „að svo miklu leyti sem herþörf
krefur að þeirra dómi, taka í sínar
hendur, á þeim tímabilum, er þau
telja nauðsynlegt, fulla stjórn og
ábyrgð á almennri flugstarfsemi (þ.
á m. lendingar- og aðflugsstjórn) og
flugþjónustu“.
Þessu orðalagi var breytt sl. haust
við samningsgerð Íslendinga og
Bandaríkjanna en efnislega virðist
greinin þó hin sama.
Valur Ingimundarson, prófessor í
sagnfræði við HÍ, segir að ef það sé
enn á valdi bandarískra heryfirvalda
að taka ákvarðanir sem þessar fái
Bandaríkjamenn mjög greiðan hern-
aðaraðgang að landinu samkvæmt
eigin hernaðarmati í ljósi þess, að
þeir ákváðu einhliða að leggja niður
herstöðina og hverfa af landi brott.
Ákvæði um
yfirtöku á
flugstarfsemi
Utanríkisráðherra kveðst vilja gera
upp málefni fortíðar og aflétta leynd
♦♦♦
Engin áform um að
koma upp íslenskum her
Valgerður Sverrisdóttir ut-
anríkisráðherra vill að Íslend-
ingar stefni að því að landið
verði áfram herlaust land.
»12
Átta viðaukar birtir
Viðaukar varnarsamnings-
ins frá 1951 eru alls átta. Efni
þeirra snertir að mestu stöðu
bandarískra hermanna hér á
landi ásamt stöðu og notkun
varnarsvæðisins. »12