Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
LÆKKUN á bensíni er ekki fyr-
irsjáanleg á allra næstu dögum hjá
olíufélögunum, þrátt fyrir 16%
lækkun á Brent-olíu í Lundúnum
frá áramótum. Tunnan er nú á um
52 bandaríkjadali en verðið fór í um
78 dali síðari hluta ársins 2006.
Samhliða lækkun heimsmarkaðs-
verðs hefur bandaríkjadalur lækkað
undanfarna viku og stendur nú í 70
krónum eftir að hafa farið í 72 krón-
ur fyrir viku.
Bensínverð hjá stóru olíufélögun-
um lækkaði síðast 12. janúar sl. og
er nú algengt verð á 95 oktana bens-
íni í sjálfsafgreiðslu 111 krónur.
Mun skila sér til neytenda
Magnús Ásgeirsson innkaupa-
stjóri eldsneytis hjá Essó bendir á
að fyrst og fremst sé um að ræða
lækkandi heimsmarkaðsverð á hrá-
olíu en ekki á bensíni og öðrum ol-
íum. Ekki sé alltaf sama fylgni á
milli verðbreytinga á hráolíunni og
bifreiðaeldsneyti. Hann bendir eigi
að síður á að breytingar á heims-
markaðsverði skili sér til lengri tíma
inn í bensínverðið en í augnablikinu
sé slíkt ekki fyrirsjáanlegt. Hins
vegar hafi skapast svigrúm til lækk-
unar á bensíni hérlendis 12. þessa
mánaðar vegna hráolíulækkunar.
„Hráolíuverðið hefur hækkað og
lækkað að undanförnu þannig að
það er mjög erfitt að segja til um
verðbreytingar núna,“ segir hann en
bætir við að heimsmarkaðsverðið
verði að lækka meira til að íslenskir
neytendur geti vænst lækkunar á
bensíni.
Már Erlingsson innkaupastjóri
rekstrarsviðs hjá Skeljungi bendir á
að bensínverð hafi verið að lækka
allt frá því í júlí 2006 en á sama tíma
hafi olíuverð á mörkuðum sveiflast
gífurlega með því t.d. að allt að 3
dala munur hafi verið á hæsta og
lægsta verði á einum og sama deg-
inum. „Ef þessi lækkun núna er
komin til að vera, þá mun hún skila
sér til neytenda hérlendis á end-
anum,“ segir hann og tilgreinir að
bensínverðinu hafi verið breytt ná-
lega einu sinni í viku á síðasta ári,
þar af hafi „grimmar“ lækkanir átt
sér stað í nóvember.
Þurfa að sjá meiri lækk-
un á olíumörkuðum
!
"#$%&&&
!
"#$%'( "#$%)*+, $
$! (
$!
- ) . /0 1 - ) . /0 1 - ) . /0 1
Um 16% lækkun á
markaði í London
FULLTRÚAR Samfylkingar og
Vinstri grænna í borgarráði lögðu
fram tillögu á fundi ráðsins í gær um
að stjórnkerfisnefnd yrði falið „að
taka kröfur, vinnuferla og eftirlit,
þar sem borgin felur utanaðkomandi
aðilum að sinna þjónustu sem er lög-
boðið verkefni sveitarfélaga, til
gagngerrar endurskoðunar og
leggja tillögur til úrbóta fyrir borg-
arráð hið fyrsta.“
Afgreiðslu tillögunar var frestað,
en hún var lögð fram í framhaldi af
því að skýrsla Ríkisendurskoðunar
um málefni Byrgisins var til um-
ræðu. Jafnframt lýsti borgarráðs-
fulltrúi VG „furðu sinni á því and-
varaleysi sem ríkt hefur um hag
vímuefnasjúklinga af hálfu hins op-
inbera undanfarin ár. VG telur ein-
boðið að landlæknisembættið rann-
saki með hvaða hætti meðferðar- og
umönnunarstarf hefur verið fram-
kvæmt á meðferðarstofnunum und-
anfarin ár. Þá vekur athygli hversu
seint og illa félagsmálaráðherra
brást við þegar ljóst var að í óefni
stefndi hjá Byrginu.“
Borgaráðsfulltrúar Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks lögðu
einnig fram bókun þar sem fram
kemur að það sé sannarlega mikil-
vægt og nauðsynlegt að opinberir
aðilar fylgist vel með og geri skýrar
kröfur um nýtingu fjármuna sem
fara frá skattgreiðendum til hinna
ýmsu þjónustuaðila sem njóta opin-
bers stuðnings. „Því er hins vegar al-
farið hafnað að andvaraleysi hafi ríkt
um hag vímuefnasjúklinga undan-
farin ár. Öðru nær hafa stjórnvöld,
bæði ríki og sveitarfélög, leitað
margra leiða til að auka aðstoð við og
bæta hag þessa hóps. Það var full-
komlega eðlilegt að setja málið í
þann farveg sem gert var.“
Mál Byrg-
isins rætt í
borgarráði
Þjónusta utanaðkom-
andi aðila verði skoðuð
Borgarráð hefur beint þeim til-
mælum til samgönguyfirvalda að
stærri viðskiptavinum á sviði fjar-
skipta, svo sem sveitarfélögum og
stofnunum, verði gert kleift að
kaupa ákveðna bandbreidd í net-
sambandi við útlönd og að samráð
sé haft við sveitarfélögin í und-
irbúningsferlinu þar sem um svo
mikið hagsmunamál sé að ræða fyr-
ir þau.
Þetta var samþykkt á fundi borg-
arráðs í gær þar sem fagnað er
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að hefja nú þegar undirbúning að
lagningu nýs sæstrengs til Bret-
landseyja. „Reykjavíkurborg vill
stuðla að öflugu atvinnulífi í borg-
inni og þessi mikilvæga samgöngu-
æð er hluti af sjálfsögðu atvinnu-
umhverfi nútímafyrirtækja.“
Bandbreidd
fáist keypt
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
EKKI náðist samkomulag um það í
stjórnarskrárnefnd að gera tillögu
að ákvæði í stjórnarskrá sem mælti
fyrir um þjóðareign á náttúruauð-
lindum sem ekki væru í einkaeigu,
fyrir komandi þingkosningar. Að
mati Össurar Skarphéðinssonar,
sem sæti á í nefndinni fyrir hönd
Samfylkingarinnar, var enginn
raunverulegur munur á afstöðu
nefndarmanna varðandi slíkt
ákvæði. Jón Kristjánsson, formaður
nefndarinnar, segir samkomulag
hafa náðst um að gera tillögu að
formbreytingu stjórnarskrárinnar,
er varðaði breytingu á 79. gr. henn-
ar. Hins vegar er útséð um að nefnd-
in nái að ljúka heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar, sem m.a. varða
tillögu að auðlindaákvæði sem og
fjölda annarra breytinga sem til um-
ræðu voru.
Jón segir skiptar skoðanir hafa
verið um það hvaða auðlindir ættu
heima innan ákvæðisins. Ekki hafi
reynt á hvort samkomulag hefði
náðst innan nefndarinnar um út-
færslu þess. Það hafi orðið ofan á að
þetta mál fylgdi heildarendurskoðun
stjórnarskrárinnar. Hins vegar hafi
náðst samkomulag um að gera til-
lögu sem feli í sér formbreytingu,
þ.e. að þjóðin geti samþykkt eða
hafnað stjórnarskrárbreytingu án
þess að rjúfa þurfi þing.
„Það var ekki komið samkomulag
um heildarendurskoðun og að taka
eitthvað út úr og meðhöndla það sér-
staklega,“ segir Jón um auðlinda-
ákvæðið. „Þær skoðanir voru uppi
hjá sumum að minnsta kosti að fara
ekki í bútasaum. Frekar taka þessa
formbreytingu og að leggja til að
starf [nefndarinnar] haldi áfram og
að menn reyni að ná saman um heild-
arendurskoðun.“
Að sögn Össurar Skarphéðinsson-
ar hafa allir stjórnmálaflokkar nema
Sjálfstæðisflokkurinn ályktað um
sameign þjóðarinnar á auðlindum.
Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarflokkanna væri stefnt að því
að fá slíkt ákvæði inn í stjórnarskrá.
„Þess vegna taldi ég að það yrði
mjög auðunnið að fá þetta inn í
stjórnarskrána núna,“ segir Össur.
„Ég gat aldrei merkt að það væri
einhver raunverulegur munur á af-
stöðu manna, í grundvallaratriðum
fannst mér að það væri mjög mikill
samhljómur með nánast öllum
fulltrúum sem þarna sátu.“
Össur segist hafa talið að nefnd-
armenn ættu að einbeita sér að því
að ná niðurstöðu um að útfæra
breytingar sem væri líklegt að hægt
væri ná samkomulagi um. „Ég taldi
þetta mál standa einna næst því.“
Aðrir hafi hins vegar talið að ekki
væri hægt að fara þá leið heldur yrði
það að vera hluti af heildarendur-
skoðun. „Það var einfaldlega ekki
vilji til að fara aðra leið en þessa á
þessu stigi,“ segir Össur aðspurður
um hvort samkomulag hafi náðst um
að fresta heildarendurskoðun.
Of langt í land
Forsætisráðherra skipaði stjórn-
arskrárnefnd í janúar 2005 og átti
hún að ljúka störfum nú um áramót.
Átti nefndin í fyrstu að einbeita sér
að endurskoðun þeirra kafla er
sneru að æðstu stjórn ríkisins og
dómstólum. Að kröfu stjórnarand-
stöðunnar var starfið útvíkkað og
markmið nefndarinnar varð því að
endurskoða stjórnarskrána í heild.
Um nokkurt skeið hefur hins vegar
verið ljóst að það markmið myndi
ekki nást fyrir komandi kosningar.
Því mun nefndin á þessu stigi ekki
gera neinar efnislegar tillögur um
breytingar á stjórnarskránni, heldur
aðeins um það sem lýtur að stjórn-
arskrárbreytingum. Verði framhald
á vinnu stjórnarskrárnefndar munu
nýjar tillögur fara í þann farveg, sem
formbreytingar sem nú eru lagðar til
boða, þ.e. í dóm kjósenda.
Ekki náðist samkomu-
lag um auðlindaákvæði
Útséð um að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar náist fyrir þingkosningar í vor
Í HNOTSKURN
»Tillögur þærsem eru á
borði stjórn-
arskrárnefndar
lúta að breyt-
ingum á 79. gr.
stjórnarskrár-
innar.
»Sú grein ernú svohljóð-
andi: „Tillögur, hvort sem eru til
breytinga eða viðauka á stjórn-
arskrá þessari, má bera upp
bæði á reglulegu Alþingi og
auka-Alþingi. Nái tillagan sam-
þykki skal rjúfa Alþingi þá þeg-
ar og stofna til almennra kosn-
inga að nýju. Samþykki Alþingi
ályktunina óbreytta, skal hún
staðfest af forseta lýðveldisins,
og er hún þá gild stjórnskip-
unarlög.“
»Tillögur nefndarinnar gangaút á að hægt sé að breyta
stjórnarskrá með tvennum
hætti.
»Annars vegar þannig að efbreytingar fá fylgi 2/3 þing-
manna, geti málið farið beint í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þarf
samþykki a.m.k. 25% kosn-
ingabærra manna fyrir breyt-
ingunum.
»Hins vegar að svipaður hátt-ur verði hafður á og er í dag,
þ.e. að tvö þing þurfi til að sam-
þykkja breytingar og í kjölfarið
verði þjóðaratkvæðagreiðsla.
»Næsti fundur í stjórn-arskrárnefnd verður 26. jan-
úar nk. Áfangaskýrsla nefnd-
arinnar er væntanleg.
Morgunblaðið/RAX
Jón
Kristjánsson.
♦♦♦
SKRÁNING nýrra bloggara hefur
verið gerð þægilegri og skiptist í
fimm þrep. Þar setur nýr bloggari
inn umbeðnar grunnupplýsingar,
ásamt því að ákveða útlit bloggsíð-
unnar og virkni. Hægt er að breyta
þessum upplýsingum og bæta við
nýjum að nýskráningu lokinni. Það
er gert í stjórnborðinu sem skráðir
notendur hafa aðgang að. Nýskráð-
ir bloggarar fá sendan tölvupóst á
uppgefið netfang að skráningu lok-
inni. Þennan póst þarf að staðfesta
til að gera bloggið virkt.
Þá hefur stjórnborðið verið ein-
faldað verulega og ýmsar aðgerðir
sameinaðar. Hægt er að senda
ábendingar eða beiðni um aðstoð á
netfangið blog@mbl.is
Breytingar
á blog.is
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær, að
maður, sem réðst á annan mann á
Ingólfstorgi haustið 1998, skyldi
greiða fórnarlambinu 9,3 milljónir í
bætur. Maðurinn, sem fyrir árásinni
varð, þarf að bera þriðjung tjóns
síns þar sem hann var talinn eiga
upptök að því að líkamlegu ofbeldi
var beitt.
Maðurinn, sem í gær var dæmdur
til að greiða bæturnar, var á sínum
tíma sakfelldur fyrir að greiða fórn-
arlambinu hnefahögg í andlitið með
þeim afleiðingum að hann féll í göt-
una fyrir utan veitingastaðinn
Subway í Austurstræti. Ekki var tal-
ið sannað að annar maður hefði
sparkað í höfuð honum eftir að hann
féll en sýnt þótti fram á, að heila-
skaði sem maðurinn hlaut hefði fyrst
og fremst orsakast af fallinu.
Í dóminum kemur fram að var-
anleg örorka mannsins er metin 75%
og varanlegur miski 50%. Líkamleg
og andleg færni hans er verulega
skert. Hann hefur ekki haldist í lík-
amlega erfiðum störfum eða í öðrum
störfum þar sem reynir á vitræna og
andlega hæfni og lent upp á kant við
yfirmenn sína og vinnufélaga.
Málið dæmdu Garðar Gíslason,
Hjördís Hákonardóttir og Jón Stein-
ar Gunnlaugsson. Sveinn Andri
Sveinsson hrl. flutti málið af hálfu
mannsins sem greiddi höggið, Hall-
dór H. Backman hrl. var lögmaður
fórnarlambsins og Tómas Jónsson
hrl. lögmaður þess sem sakaður var
um að hafa sparkað í höfuð hans.
9,3 millj-
ónir í bætur