Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Milljónamæringarnir á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins á Broadway föstudaginn 26. janúar 2007. Forsala aðgöngumiða 20. janúar kl. 14.00-16.00. Skemmtikraftar: Bardukha og Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona. Lífsýni tekin í skoðun 26 ára karlmaður handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðislega áreitni gagnvart fjórum telpum í Vogahverfinu á mánudag RANNSÓKN kynferðisbrotadeildar LRH á meintri kynferðislegri áreitni 26 ára gamals manns gagnvart fjórum telpum á aldrinum 5 til 12 ára í Vogahverfi á mánudag beinist m.a. annars að því að upplýsa hvað maðurinn gerði yngstu telpunni sem hann mun hafa hitt fyrir á leikvelli. Snerting mun hafa átt sér stað en hversu gróf hún var er enn ekki vitað. Hins vegar er ekki uppi rökstuddur grunur um nauðgun og er málið rannsakað í heild sem meint kynferðisleg áreitni og litið alvarlegum aug- um sem slíkt. Til öryggis voru tekin lífsýni af hinum grunaða og brotaþola eins og venja er í málum af þessu tagi. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald til 26. janúar á grundvelli rannsóknarhags- muna. Hefur hann ekki komið við sögu lögreglu áð- ur vegna kynferðisbrota. Handtekinn samdægurs eftir lýsingu móður Maðurinn var handtekinn sama dag og tilkynn- ingar bárust lögreglu frá mæðrum allra telpnanna. Það sem kom lögreglunni á sporið var frásögn einn- ar móðurinnar sem séð hafði bifreið og mann sem svipaði til lýsingar dóttur hennar. Það tiltekna barn hafði maðurinn reynt að tæla upp í bíl til sín og sömu aðferð beitti hann á tvær telpur í viðbót, en umræddar þrjár telpur voru allar einar á ferð þegar hann ók upp að þeim og gaf sig á tal við þær. Allar sáu þær við honum og neituðu að fara upp í bílinn til hans en sögðu mæðrum sínum hvað gerst hafði. Átti þetta sér stað við Karfavog, Langholtsveg, Goðheima og Rauðalæk. Maðurinn var hins vegar fótgangandi að því er talið er þegar hann gerðist ágengur við yngstu telp- una á leikvellinum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leikur ekki grunur á um tengsl þessa máls við önnur óupplýst mál af svipuðum toga þar sem ókunnugir menn eða menn á bíl hafa nálgast telpur á grun- samlegan hátt. Dæmi er um að maður hafi tekið telpu upp í bíl og skilið hana eftir á víðavangi í slæmu veðri en henni var bjargað af vegfaranda. Aðaldalur | Mjög kalt hefur verið undanfarna daga í Aðaldal og nágrannasveitum. Bregður fólki við því um jólin var hlýtt og veðragott á svæðinu eftir langan kuldakafla í nóvember og byrjun desember. Frostið fór í -23 gráður á Staðarhóli í vikunni, en Grenjaðarstaðarbæirnir og Múlatorfan eru þekkt fyrir mikinn kulda og myndast þar oft svolítill kuldapollur. Þetta er mesta frost sem komið hefur í vetur að sögn Hermanns Hólm- geirssonar veðurathugunarmanns á Staðarhóli. Hann segir að kyrrviðrasamt sé á þessu svæði og kuldinn nái því oft að verða mikill. Á veð- urathugunarstöðinni á Sandi í Aðaldal sem nú hefur verið lögð niður var sjaldan eins mikið frost og á Staðarhóli enda bærinn nær sjónum og þar vindasamara. Vilja oftast vera úti Menn og skepnur kunna misjafnlega að meta kuldann en allar skepnur eru á gjöf í dalnum. Á bænum Árbót þar sem rekið er nær þrjú hundr- uð gripa holdanautabú fer hluti gripanna út á hverjum degi hvernig sem viðrar og kunna kýrnar bara vel við sig í kuldanum og hríðinni. Þeim er gefið bæði inni og í heygrind úti, en oftast vilja gripirnir vera úti við. Að sögn Viðars Hákonarsonar í Árbót er það helst í mikilli bleytu sem holdakýrnar vilja vera inni en í þurrakulda eins og nú líður þeim best úti. Vetrarbeit sauðfjár í Aðaldal er nánast hætt en víða á bæjum eru hestar úti við. Þeir hafa rúllur og moð til þess að vinna í auk þess sem þeir eru á beit því snjórinn er ekki mjög mikill og því ekki jarðlaust. Færð er enn góð á vegum enda öllu haldið opnu með snjóruðningstækjum en spáin er svip- uð fram að helgi. Kuldatíð í Aðaldal Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kuldabolar Galloway- nautgripirnir í Árbót í Að- aldal kunna vel við sig í kuldanum og kjósa heldur að vera úti en inni, meðan ekki er bleyta. Kvíga Lífið gengur sinn vanagang í útihúsum Þing- eyinga þrátt fyrir rysjótta tíð. Þessi litla kvíga í Reykjahverfi fæddist í mesta kuldanum og var nefnd Jökla. HORNAFJARÐARSKIPIN Jóna Eðvalds SF 200 og Krossey voru við síldveiðar á Grundarfirði að- faranótt fimmtudagsins. Að sögn Ægis Birgissonar skipstjóra á Jónu Eðvalds fengu þeir um 700 tonn í tveimur köstum en Krossey fékk 600 tonn í einu kasti. Skipin voru bæði á leið út úr Grund- arfirði í birtingu í gærmorgun en farið verður með síldina til vinnslu á Hornafirði. Ægir sagði síðasta farm Kross- eyjar úr Grundarfirðinum hafa farið í frystingu. Að sögn Ægis verður stefnan sett á loðnuveiðar eftir löndun en mikil áta í loðnunni hefði gert það að verkum að síldin varð fyrir valinu í þetta sinn. Fiskifræðingar hafa að und- anförnu verið við rannsóknarstörf á Grundarfirði í tengslum við dauða 20 tonna af eldisþorski. Við þær rannsóknir hefur komið ljós að mikið magn af síld er inni á Grundarfirði. Endanleg nið- urstaða rann- sóknanna liggur enn ekki fyrir en þó er ljóst að súrefnisskortur hefur valdið dauða þorsksins, ekki aðeins í kvíunum, heldur líka annars staðar í firðinum. Þorsteinn Sigurðsson, sviðs- stjóri uppsjávarfisks, segir að ver- ið sé að vinna úr súrefnismæl- ingum og gera seltu- og hitakort svo hægt sé að átta sig á að- stæðum. Þá mun rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson mæla magn síldar á þessum slóðum eftir helgi. Þorsteinn segir að svona atburðir séu fremur fátíðir, en til séu dæmi um svipað atvik frá Noregi fyrir rúmum 10 árum. Fylltu sig af síld á Grundarfirði BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag tillögu Samfylkingarinnar um að þess verði minnst að á næsta ári verða 100 ár liðin frá því að konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Það voru þær Katrín Magn- ússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéð- insdóttir og Guðrún Björnsdóttir. Samþykkt var að skipa afmæl- isnefnd sem vinna mun að tillögum um hvernig þessa verði sem best minnst. Í greinargerð með tillögunni er einnig rifjað upp að á þessu ári eru 100 ár síðan „giftar konur kjós- enda“ fengu kosningarétt. 100 ár síðan konur settust í bæjarstjórn Bríet Bjarnhéðinsdóttir BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja og Bandalag háskólamanna eru sammála um að yfirlýsing Páls Magnússonar útvarpsstjóra varð- andi það að kjör starfsmanna Rík- isútvarpsins muni haldast óbreytt við breytingu á rekstrarformi stofnunarinnar bæti engu við það sem fram komi í frumvarpinu sjálfu þrátt fyrir ítrekaðar óskir samtak- anna um breytingar. Samtökin segja í yfirlýsingu að ýmsum spurningum sé ósvarað í þessum efnum, til dæmis hvað ger- ist þegar gildandi kjarasamningar renni út. „Mun RÚV ohf. til að mynda vera reiðubúið til að semja á grundvelli fyrirliggjandi kjara- samninga við aðildarfélög innan BSRB og BHM sem hafa samnings- rétt fyrir starfsmenn RÚV? Einnig er óvíst hvernig samið verður við þá sem hefja störf eftir að lögin taka gildi,“ segir einnig. Ýmsum spurn- ingum ósvarað FARIÐ var út í skipið Wilson Muuga, á vegum Umhverfisstofn- unar í gær, til að dæla sjó úr lestum skipsins og athuga hvort meiri olía kæmi úr tönkum þess við það að pláss myndist í lestinni. Aðgerðir töfðust hins vegar þeg- ar þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var að flytja mannskap út í skipið, þurfti að hverfa af vettvangi vegna slysaútkalls. Hún var síðan aft- urkölluð og kom þá til baka og hélt verkefninu áfram við skipið. Sjódæling tafð- ist við Muuga Fjórar vikur eru frá strandi Muuga. BIFREIÐ fór út af veginum í Bisk- upstungum í gær og var þyrla Landhelgisgæslunnar sett í við- bragðsstöðu vegna þess að fyrstu upplýsingar sem bárust um slysið gáfu til kynna að það væri alvar- legt. Þegar lögreglumenn frá Selfossi komu á vettvang reyndust meiðsl ökumanns, sem var einn í bifreið- inni, ekki eins mikil og talið var. Því var aðstoð þyrlunnar aft- urkölluð en ökumaður bifreið- arinnar hins vegar fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús. Mjög hált er á vegum í upp- sveitum Árnessýslu að sögn lög- reglunnar á Selfossi og spáð er áframhaldandi frosti næstu daga. Lenti utan veg- ar í Árnessýslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.