Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEYND hefur hvílt yfir áttaviðaukum við varn-arsamning Íslands ogBandaríkjanna allt frá því að hann var undirritaður 5. maí 1951. Efnislega fjalla viðaukarnir við varnarsamninginn mestanpart um stöðu bandarískra hermanna hér á landi, stöðu og notkun varn- arsvæðanna svo eitthvað sé nefnt. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra tilkynnti í gær að hún hygðist aflétta leynd af þessum við- aukum. Þegar þetta efni var gert að- gengilegt á vef utanríkisráðuneyt- isins í gærkvöldi kom hins vegar á daginn að utanríkisráðherra hefur einnig aflétt leynd af breytingum á viðaukunum frá 1951 og skilasamn- ingi sem gerður var vegna brott- hvarfs Bandaríkjahers í fyrra. Morgunblaðið bar þessi skjöl und- ir Val Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Há- skóla Íslands. Hann benti sér- staklega á við- bæti um almenna flugstarfsemi, 2. gr., en þar segir: „En þar sem her- völd Bandaríkj- anna hljóta að annast hern- aðarlegt öryggi, er samkomulag um, að þau muni, að svo miklu leyti sem herþörf krefur að þeirra dómi, taka í sínar hendur, á þeim tímabilum, er þau telja nauð- synlegt, fulla stjórn og ábyrgð á al- mennri flugstarfsemi (þ.á m. lend- ingar- og aðflugsstjórn) og flugþjónustu.“ Breytingar voru gerðar á þessum texta með samkomulagi Bandaríkja- manna og Íslendinga á síðasta ári en textinn er nú þessi (þýðing blaða- manns):. „Samkomulag er um það, að telji hervöld Bandaríkjanna það nauðsynlegt, á hernaðarlegum grundvelli vegna átaka eða hern- aðaraðgerða, geti þau í tengslum við aðgerðir, sem falla undir varn- arsamninginn frá 1951, tekið í sínar hendur fulla stjórn og ábyrgð á al- mennri flugstarfsemi (þ.á m. lend- ingar- og aðflugsstjórn) og flugþjón- ustu eins lengi og þau telja nauðsynlegt.“ Á ensku er textinn svona: „It is understood, however, that, upon their determination that it is necess- ary due to military necessity relat- ing to hostilities or a military cont- ingency, the United States military authorities may in connection with operations under the 1951 Defense Agreement assume full direction of and responsibility for operational control (including tower and app- roach control) and operational servi- ces relating to civil aviation opera- tions for such periods as they deem necessary.“ Vekur spurningar „Þessir leynilegu viðaukar við varnarsamninginn frá 1951 og þær breytingar sem gerðar voru á þeim í tengslum við varnarsamkomulag Ís- lands og Bandaríkjanna 2006 vekja þá spurningu hvort Bandaríkjaher er heimilt að yfirtaka fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal lendingar- og aðflugsstjórn, sam- kvæmt eigin hættumati,“ segir Val- ur Ingimundarson. Af viðaukanum frá 1951 megi ráða að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft samningsbundna aðkomu að þeirri ákvörðun. Þótt orðalaginu hafi að hluta til verið breytt í viðauk- anum frá 2006 þurfi að svara því hvort það sé enn á valdi bandarískra heryfirvalda að ákveða það einhliða í tengslum við ófrið eða hern- aðarlegt hættuástand, eins og það er nefnt, hvort og hve lengi þau tækju yfir almenna flugstarfsemi. „Ef svo er fá Bandaríkjamenn mjög greiðan hernaðaraðgang að landinu samkvæmt eigin hern- aðarmati í ljósi þess, að þeir ákváðu einhliða að leggja niður herstöðina og hverfa héðan með herlið sitt í trássi við vilja stjórnvalda,“ segir Valur. „Reyndar er sérstaklega fjallað um það í samkomulaginu frá 2006 að gerðar hafi verið ráðstaf- anir til að tryggja hröð og skilvirk samskipti á hættutímum. En skýra þarf hvort bandarísk heryfirvöld hafi samningsbundin úrslitaáhrif í þeim efnum.“ Fengu heimild til að taka alla flugstarfsemi yfir Valur Ingimundarson. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is V algerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra aflétti í gær leynd á við- aukum sem undirritaðir voru við varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin árin 1951. Hún sagði í ræðu um öryggis- og varnarmál Íslands, sem hún flutti í Háskóla Íslands í boði Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs, að hún teldi ekki lengur ástæðu til að halda efni þessara viðauka leyndu, hafi nokkru sinni verið ástæða til þess. Valgerður sagði í ræðu sinni að umræða um öryggis- og varnarmál á Íslandi hefði iðulega verið „sveipuð þoku“ og að borgurunum hefði verið byrgð sýn á þeim forsendum að öll örygg- ismál séu viðkvæm. „Þetta eru vinnubrögð sem ég vil breyta. Ég hef því lagt ríka áherslu á samráð og gegnsæi á sviði öryggis- og varn- armála, ásamt því að málefni fortíðarinnar verði gerð upp og leynd aflétt,“ sagði hún. Síð- an sagði Valgerður: „Engin ástæða er til að halda í tortryggni kaldastríðsáranna heldur á að upplýsa kjörna fulltrúa þjóðarinnar um varnarstefnu og mál- efni eftir því sem gerlegt er. Að sjálfsögðu er ekki hægt að upplýsa allt er varðar varnir landsins. Hins vegar er það fullur vilji minn að miðla þeim upplýsingum sem unnt er, svo lengi sem varnarhagsmunum sé ekki stefnt í voða. Hagsmunir þjóðarinnar í öryggismálum eru ekki pólitískt bitbein og öryggi borgaranna er sameiginlegt markmið allra þingmanna og ráð- herra. Því tel ég mikilvægt og rétt að leggja áherslu á gegnsæi og skilning borgara á þeirri starfsemi og úrræðum sem nauðsynleg eru. Það andrúmsloft leyndarhyggju, sem áður var ríkjandi gagnvart þjóð, Alþingi og utanríkis- málanefnd, þegar að varnarmálum kom er ekki það vinnulag sem ég vil viðhafa. Raunar verð ég að játa að mér hefur oft fundist pukur af þessu tagi fremur einkenna karlana, sem hafa tilhneigingu til að leiða málin til lyktar í reykfylltum bakherberjum. Það hef- ur vissulega loðað ansi lengi við umræður um utanríkismál að varnar- og öryggismál væru vígi karlanna á meðan konur áttu að einbeita sér að mjúku málunum á borð við mannrétt- indamál og stöðu kvenna í þróunarríkjunum. Slík viðhorf eiga einfaldlega ekki rétt á sér í dag. Umræðan um öryggis- og varnarmál þolir það alveg að hún sé dregin fram í dagsljósið og aðeins sé loftað um.“ Verðum að móta eigin stefnu Fundurinn í gær var vel sóttur og góður rómur var gerður að ræðu utanríkisráðherra. Hún gerði brotthvarf varnarliðsins frá Íslandi sl. haust að umtalsefni og sagði að reynslan á þeim mánuðum, sem liðnir væru frá þeim tíma- mótum, hefðu styrkt hana í þeirri trú að Ís- lendingar ættu að stefna að því að landið yrði áfram herlaust land. Framfarir í varnartækni og aukin aðkoma að eigin varnarmálum gerðu okkur kleift að tryggja varnir landsins án þess að hér væri staðsett herlið að staðaldri. Engin áform væru um að setja á fót íslensk- an her, enda engin ástæða til. Slíkt samrýmdist ekki grunngildum íslensku þjóðarinnar. Valgerður tók þó fram að þetta þýddi ekki að Íslendingar ættu ekki að móta eigin öryggis- og varnarstefnu. Ríki sem ekki tryggðu öryggi þegnanna, órofin landamæri, auðlindir og sam- gönguleiðir með fullnægjandi hætti ættu það á hættu að stofna sjálfstæði sínu í voða. Valgerður gerði varnarsamninginn við Bandaríkin að umtalsefni en hún sagði hann enn halda gildi sínu þó að veru Bandaríkjahers á Íslandi væri lokið. Nýtt samkomulag ríkjanna fæli í sér sameiginlegar ráðstafanir sem tryggðu aðkomu bandarísks liðsafla að vörnum Íslands á hættutímum. Breytingin væri aðeins sú að hreyfanlegur styrkur Banda- ríkjahers á heimsvísu hefði leyst af hólmi fasta viðveru bandarísks herliðs hér á landi. Valgerður sagðist vilja undirstrika að við- ræður við Dani, Norðmenn og Breta um aukið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála þýddu ekki að Íslendingar vildu fá aðrar þjóðir til að sinna hlutverki varnarliðs Bandaríkjanna hér á landi. „Við erum ekki að leita að staðgenglum fyrir Bandaríkin í samstarfi um varnarmál og þessar þjóðir munu ekki hafa fasta viðveru herliðs hér á landi. Frumkvæði okkar miðar að því að styrkja öryggi okkar heimshluta á frið- artímum og auka samstarfið við þessar grann- þjóðir okkar – öllum aðilum til hagsbóta.“ Greiningardeildin misskilin Valgerður upplýsti að fyrirhugað væri að efla tengsl okkar við herstjórnir NATO og Bandaríkjanna með útsendum fulltrúa stjórn- valda hjá yfirherstjórninni í Belgíu. Hún sagði að Ísland hefði reyndar á liðnum árum tekið síaukinn þátt í starfi Atlantshafs- bandalagsins, en í ljósi þeirra breytinga sem orðið hefðu á vörnum landsins mætti segja að nú fyrst sé Ísland þátttakandi í allri lykilstarf- semi bandalagsins, m.a. með aukinni starfsemi fastanefndar okkar hjá NATO. Valgerður gerði að umtalsefni nauðsyn þess að Íslendingar öfluðu sjálfir upplýsinga um ör- yggisástand í okkar heimshluta. „Upplýsingar eru lykilþáttur áhrifaríkra varna. Það sem við ekki vitum getum við ekki varast,“ sagði hún. „Embætti sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli hefur að undanförnu sinnt greiningu á upplýsingum af þessu tagi fyrir hönd utanrík- isráðuneytisins. Í kjölfar breytinga á skipan lögreglumála er nú verið að meta hvernig þessu verkefni verður best sinnt, en í því felast meðal annars samskipti við hernaðarupplýs- ingakerfi Atlantshafsbandalagsins og starf- semi og samstarfi aðildarþjóðanna á því sviði auk áhættumats vegna verkefna Íslensku frið- argæslunnar á erlendri grund. Hér er um að ræða upplýsingar er varða ytra öryggi ríkisins, þ.m.t. um hernaðarmál, en ekki um innlend málefni. Utanríkisráðuneytið mun því fara áfram með þetta verkefni í sam- ræmi við okkar stjórnskipun.“ Valgerður sagði nokkurs misskilnings hafa gætt í umræðu um starfsemi greiningardeild- arinnar, en því hefði verið haldið fram að þar væri rekin leyniþjónustu- og njósnastarfsemi. „Því fer fjarri,“ sagði Valgerður. „Mikill munur er á njósnastarfsemi annars vegar og grein- ingu á ástandi og horfum í einstökum löndum og heimshlutum hins vegar. Ég vil leggja sér- staka áherslu á að þessi starfsemi snýr öll að atburðum erlendis og er ekki um að ræða eft- irlit innanlands né öflun upplýsinga um ís- lenska ríkisborgara hérlendis né erlendis.“ Þriðja stoðin í öryggismálunum Valgerður sagði að stefna Íslendinga í ör- yggis- og varnarmálum hefði byggst á tveimur stoðum, NATO og varnarsamstarfi við Banda- ríkin. Þriðja stoðin væri þó til, sem lítt hefði verið til umræðu. Sagði Valgerður að þá stoð mætti nefna lýðræðis- og mannréttindastoð ör- yggis- og varnarmála. Var hún þar að vísa til sameiginlegs gildismats aðildarþjóða NATO þegar kæmi að lýðræðis- og mannréttindamál- um. Tengdi Valgerður þessa stoð við þá áherslu sem hér á landi hefur verið lögð á aukna þátttöku í friðargæslu. Aðeins með því að leggja grunninn að því að fólk geti lifað eðli- legu lífi, stundað lífsviðurværi sitt og bætt lífs- kjör sín væri von um langvarandi frið. Valgerður ítrekaði að friðargæslan íslenska væri ekki verkfæri til að búa til á Íslandi hóp fólks sem hlotið hefði þjálfun í vopnaburði með það fyrir augum að stofna her eða vísi að her. Verkefni friðargæslunnar væru fyrst og fremst þróunar- og mannúðarmál hvort sem þau væru á vegum Sameinuðu þjóðanna, NATO eða annarra. Og hún áréttaði það mark- mið sitt, að jöfn hlutföll kynja náist meðal frið- argæsluliða að því marki sem mögulegt er. Viðræður um ratsjármál Valgerður ræddi nokkuð um rekstur ís- lenska loftvarnakerfisins en hún sagði að mikil áhersla hefði verið lögð á það af hálfu Íslend- inga í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn að ratsjárkerfinu yrði viðhaldið og áframhald- andi starfsemi þess tryggð. Umræðu um þau mál væri ekki lokið, ákvæði í samningi ríkjanna frá því í haust gerði hins vegar ráð fyrir frekari viðræðum. Upplýsti Valgerður að þær viðræð- ur myndu hefjast eftir þrjár vikur og sagði hún að þær gætu færst yfir á vettvang NATO, enda skipti kerfið máli fyrir fleiri en okkur og Bandaríkjamenn. Án þess væri ekki hægt að fylgjast með loftvarnarsvæði umhverfis landið. Valgerður sagði ekki útkljáð hver myndi greiða fyrir rekstur þess. Fyrir lægi að Ísland yrði að taka á sig auknar byrðar en Banda- ríkjamenn munu borga fyrir reksturinn fram í ágúst á þessu ári. „Það sýnist mér sé augljóst að verði ekki til frambúðar,“ sagði hún. Vill ekki viðhalda and- rúmslofti leyndarhyggju Utanríkisráðherra aflétti í gær leynd af viðaukum við varnarsamninginn við Bandaríkin frá 1951 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stefna Utanríkisráðherra sagði að Íslendingar yrðu að móta eigin stefnu í öryggismálum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.