Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 20
Veitingastaðurinn Silfur hleypir
nýju og auknu lífi í Hótel Borg
að mati Steingríms Sigurgeirs-
sonar. »24
veitingahús
Dramatísk augnmálning eða
rauðar varir einkenndu förðun
stjarnanna á Golden Globe-
hátíðinni. »24
tíska
Þegar bakað er fyrir barna-
afmæli getur verið gaman að
leyfa ímyndunaraflinu að ráða
ferðinni. »22
matur
Enginn má klikka á því að fylgj-
ast með gengi okkar manna í
handboltanum á HM í Þýska-
landi um helgina. »22
mælt með
Flestar helgar hjá GrímuKristjánsdóttur fara í„eitthvað leikfélagstengt“að hennar sögn. Ekki að
undra enda er hún formaður leik-
félags Menntaskólans við Hamrahlíð
auk þess sem hún hefur starfað með
Leikfélagi Kópavogs, Einleikhúsinu
og fleiri félögum.
„Ef það eru ekki frumsýning eða
sýningar þá er ég á æfingum,“ segir
hún. „Það er sjaldan sem maður fær
pásu á milli leikrita en þegar það
gerist er ég yfirleitt heima um helg-
ar að slaka á og að skemmta mér
með vinum mínum. Stundum nota ég
helgarnar líka í að heimsækja systk-
ini mín enda á ég mörg.“
Núna um helgina er mikið um að
vera hjá Grímu enda frumsýning á
laugardag á verkinu Draugadansi
sem Leikfélag MH setur upp í
Tjarnarbíói. Sýningin byggist á ís-
lenskum draugasögum og fleiri þjóð-
sögum en leikstjórinn, Jón Gunnar
Þórðarson, vann handritið upp úr
hugmyndum leikaranna eftir nám-
skeið sem þeir sóttu í vetur.
Í sund eftir sýninguna
Í leikritinu leikur Gríma kjafta-
kellingu að eigin sögn. „Það er bara
venjulegt hlutverk en við erum öll
inni á sviðinu allan tímann, bæði í
eigin hlutverki, aukahlutverkum og í
því að gera alls kyns „effekta“ sem
eru hluti af sýningunni.“
Helgin framundan mun því ein-
kennast af frumsýningunni. „Á
föstudagurinn verður generalprufa
hjá okkur og fram að því verðum við
að undirbúa hana niðri í Tjarnarbíói.
Á laugardag byrjum við svo á því að
fara í frumsýningarhádegisverð þar
sem allur leikarahópurinn hittist
heima hjá einni stelpunni. Svo getur
verið að það verði æfing fyrir frum-
sýningu en það fer eftir því hvernig
gengur í vikunni með rennslin. Ann-
ars verðum við bara að slaka á og
drekka kaffi og undirbúa Tjarnarbíó
fyrir frumsýninguna.“
Eftir sýninguna ætlar hópurinn
að drífa sig í sund í Mosfellsbænum
áður en efnt verður til teitis heima
hjá Grímu. „Sunnudagurinn fer svo í
að slaka á eftir þetta allt saman og
kannski ganga frá einhverjum laus-
um endum.“
Gríma á von á fullu húsi á sýning-
unni á laugardag. „Að sjálfsögðu
mæta nemendur, foreldrar og aðrir
svo þetta verður svakalega spenn-
andi og leggst mjög vel í mig.“
Nýtur þess að slaka á um helgar
Morgunblaðið/Ásdís
Heimakær Gríma er yfirleitt heima um helgar eða fer í heimsóknir ef ekki eru leikæfingar eða sýningar.
Leiklistin er í forgrunni
hjá Grímu Kristjáns-
dóttur flestar helgar en
hún er formaður Leik-
félags MH sem frum-
sýnir leikritið Drauga-
dans um helgina.
Morgunblaðið/Golli
Draugadans Sýning Leikfélags MH
byggir á íslenskum draugasögum.
Bíómynd: Mýrin.
Kaffihús: Hljómalind.
Geisladiskur: Personal Belongings með Helga Rafni.
Mat: Góðum og léttum kúklingarétti.
Afslöppun: Hugleiðslu á þægilegum og hljóðlátum stað með ró-
andi tónlist.
Hreyfing: Leiklistin er mega-góð hreyfing.
Gríma mælir með...
Sérfræðingar
í saltfiski
Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl.
Fyrir verslanir:
Til suðu:
saltfiskbitar blandaðir
gellur
gollaraþunnildi
Til steikingar:
saltfiskbitar blandaðir
saltfiskkurl
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
gellur
Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti:
saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos)
saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar
saltfiskkurl
Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem:
ýsuhnakka
rækjur
þorskhnakka
steinbítskinnar og bita
Sími: 466 1016
ektafiskur@emax.is
daglegtlíf
TRÚIN skiptir mismiklu máli í lífi fólks. Á Spáni er
stór hluti þjóðarinnar kaþólskrar trúar, en þar fagna
menn degi heilags Antoníusar 17. janúar ár hvert.
Heilagur Antoníus er verndardýrlingur dýranna og
því streymir fjöldi fólks í kirkju með gæludýr sín til
að láta blessa þau. Skiptir þá engu hvort um er að
ræða hunda og ketti eða fiðurfénað á borð við páfa-
gaukinn sem hér nýtur kirkjulegrar blessunar.
Dýrin blessuð
Reuters
|föstudagur|19. 1. 2007| mbl.is