Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 25
um nýfrönsk og stundum í þeim anda
sem stundum er kallaður fusion.
Framsækin í hráefnavali, bragð-
samsetningum og framsetningu.
Ekki síst má mæla með hinum sam-
setta matseðli (6.800 krónur) sem
kemur þá fyrir allt borðið.
Máltíðin hófst á því að brauð-
karfan, eða kannski réttara sagt
brauðboxið, birtist á borðinu og er
hún mjög í þeim stíl sem þróaður
hefur verið fram t.d. hjá Melker
Andersson á F12 í Stokkhólmi.
Blanda af stökku brauði og mjúku
bökuðu í mjóum lengjum.
Seðillinn hófst á litlum bragðauka
í skeið, maríneraðri kengúru í soja,
áður en fyrstu þrír forréttirnir
komu. Þarna var humar í tveimur út-
gáfum. Annars vegar í bragðmikilli
og þykkri smjörkóríandersósu og
vængjabaunum með sleikju af
saffran-aioli á skálbarminum. Hins
vegar djúpsteiktur í þunnu smjör-
degi með taílenskri steinselju og
austurlenskum kryddkeim. Gjörólík
nálgun og ekki síst sú fyrri mjög
frumleg og góð.
Þriðji forétturinn var dúfa, heit-
reyktar og niðursneiddar bringur í
litlum potti á diskinum ásamt krydd-
um en lærin safarík og ljúffeng með
agnarsmáum crouton-bitum.
Aðalréttirnir voru tveir. Fyrst
fengum við þorsk í froðumikilli og
mildri vanillusósu ásamt fennel-flan.
Með frumlegri útfærslum á þorski –
og einnig ein af þeim betri – sem ég
hef fengið hér í langan tíma.
Síðari rétturinn kom á risastórum
diski, svo stórum raunar að ekki var
auðhlaupið að því að koma honum
fyrir á borðinu. Á honum miðjum lítil
og sæt lynghæna fyllt með beikoni,
döðlum og líklega fíkjum í mildri
sósu. Nokkuð klassísk bragðútfærsla
en afar góð. Á börmum risadisksins
var svo öðrum megin lítil, steikt og
fersk andarlifur (foie gras), stökk að
utan, og hinum megin andarlifrarís
en sætan í honum féll fullkomlega að
steiktu lifrinni. Best var að njóta
andarlifrarhlutans sér og lynghæn-
unnar sér. Þótt þetta hafi komið á
sama diski átti það ekki endilega
heima í sama munnbitanum.
Á eftir þessu var gott að fá sneið af
gulrótarköku.
Dýr vínlisti en góður
Vínlisti Silfurs er fremur dýr, það
er vart hægt að finna þar vín undir
5.000 krónum. Á móti kemur að flest
vínanna eru í háum gæðaflokki og
kannski ekki hlutfallslega dýr miðað
við aðra staði, listinn vel samsettur
og á köflum frumlegur. Það er allt of
sjaldan sem maður rekst á vínlista
þar sem maður gæti hugsað sér að
panta flest vín. Og þótt þarna séu að-
allega dýrari vín eru einstakar teg-
undir alls ekki dýrari en gengur og
gerist á öðrum sambærilegum veit-
ingahúsum.
Þjónustan er á háu stigi á Silfri
þótt eitthvað virðist hafa fækkað í
starfsliðinu í salnum frá því sem var í
byrjun. Það er líka ákveðinn ókostur
að margrétta seðillinn er ekki lengur
borinn fram á litlum diskum til hvers
og eins heldur kemur nú einn diskur
af hverjum rétti sem menn síðan
skipta með sér og skammta sér á eig-
in diska. Diskarnir verða fremur
leiðinlegir þegar maður fer að
blanda saman öðrum réttinum við
sósuna sem er eftir af fyrsta rétt-
inum.
Á heildina litið er Silfur engu að
síður heilsteyptur og spennandi
staður. Það er kannski aðeins búið að
lækka flugið en vonandi þá með það
fyrir augum að halda síðan því góða
flugi.
Steingrímur Sigurgeirsson
skrifar um veitingastaðinn
Silfur á Hótel Borg
Silfur
Pósthússtræti 11
Pöntunarsími: 5782008
www.silfur.is
Andrúmsloft: Poppað og
djarft
Matur: Fersk og frumleg ný-
frönsk og fusion-matargerð.
Vínlisti: Vandaður, mjög vel
samsettur
sts@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 25
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
„Við byggðum bústaðinn frá grunni og förum í hann allan ársins hring. Þess vegna keyrir maður oft í gegnum ýmislegt sem
venjulegir fólksbílar ráða ekki við.“ Subaru eigendur vita að hann er allt öðruvísi en aðrir bílar. „Hann er hærri en venjulegur
jepplingur svo maður kemst út um allt. Sumir keyra jepplinga, ég keyri felujeppa.“ Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess
að koma fyrst og reynsluaka Subaru.
www.subaru.is
„Hey, þetta er Ísland“
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Forester 2.490.000,- Forester PLUS 2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,-
Subaru er á sérlega góðu verði þessa dagana og að sjálfsögðu
fylgja frí vetrardekk með. Komdu og reynsluaktu Subaru í dag!
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
S
ÍA
L
jó
s
m
.:
T
o
r
f
i