Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPLÝSING OG ÁBYRGÐ Valgerður Sverrisdóttir utanrík-isráðherra steig enn eitt já-kvætt og tímabært skref í átt til þess að skapa sátt um utanríkis- og öryggismálastefnu Íslands er hún til- kynnti í gær að hún vildi aflétta þeirri leyndarhyggju, sem hefði ríkt í þess- um málaflokki. Í ræðu, sem ráðherrann hélt í Há- skóla Íslands, sagði hún: „Á Íslandi, sem og í öðrum löndum, hefur umræða um öryggis- og varn- armál iðulega verið sveipuð þoku og borgurunum byrgð sýn á þeim for- sendum að öll öryggismál séu við- kvæm. Þetta eru vinnubrögð sem ég vil breyta. Ég hef því lagt ríka áherslu á samráð og gegnsæi á sviði öryggis- og varnarmála, ásamt því að málefni fortíðarinnar verði gerð upp og leynd aflétt. Engin ástæða er til að halda í tor- tryggni kaldastríðsáranna heldur á að upplýsa kjörna fulltrúa þjóðarinn- ar um varnarstefnu og málefni eftir því sem gerlegt er. Að sjálfsögðu er ekki hægt að upplýsa allt er varðar varnir landsins. Hins vegar er það fullur vilji minn að miðla þeim upplýs- ingum sem unnt er, svo lengi sem varnarhagsmunum sé ekki stefnt í voða.“ Í anda þessarar stefnumótunar af- létti utanríkisráðherra í gær leynd af viðaukum við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna frá 1951, svo og breytingum á viðaukunum og þeim skilasamningi, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna er varnar- liðið fór af landi brott síðastliðið haust. Þetta er fullkomlega eðlileg ákvörðun hjá ráðherranum. Viðauk- arnir eru fyrst og fremst löngu orðnir sagnfræðiheimildir. Og ekki verður séð að í skilasamningnum sé heldur neitt, sem leynt þurfti að fara. Raunar má spyrja, hvort ekki hefði mátt birta hann strax eftir að hann var gerður, sérstaklega í ljósi þessara áherzlna utanríkisráðherra. Vafalaust má deila um atriði eins og það, hvort Bandarík- in hafi of rúma heimild til að taka yfir á ný flugstarfsemina á Keflavíkur- flugvelli ef til hættuástands kemur. En lykilatriðið hér er að það er sjálf- sagt að almenningur sé upplýstur um slík ákvæði. Eins og í öllum málum stuðlar þekking og upplýsing að því að draga úr tortryggni og efla sam- stöðu um stefnu stjórnvalda. Yfirlýsingar ráðherrans um að hún hyggist hafa meira samráð og veita utanríkismálanefnd Alþingis meiri upplýsingar, er sömuleiðis í takt við þróun varnar- og öryggismála okkar undanfarin ár. Það er rétt hjá Val- gerði Sverrisdóttur að hagsmunir þjóðarinnar í öryggismálum eru ekki – eða eiga að minnsta kosti ekki að vera – pólitískt bitbein. Og þótt deila megi um þá skoðun hennar að öryggi borgaranna sé sameiginlegt markmið allra þingmanna og ráðherra, þá ætti það líka að vera það. Á tíma kalda stríðins var illu heilli full ástæða til að upplýsa ekki of mik- ið um varnarmál landsins í utanrík- ismálanefnd. Þar sátu fulltrúar flokka, sem ástæða var til að ætla að hefðu tengsl við óvinveitt, erlend ríki, sem varnarviðbúnaður hér á landi beindist gegn. Það flækti líka málin allt fram á síðustu ár að Bandaríkin sáu um varnir Íslands og íslenzk stjórnvöld gátu ekki veitt upplýsingar um varnirnar nema að höfðu samráði við Bandaríkjamenn. Með lokum kalda stríðsins breyttist önnur forsendan fyrir þeirri leyndar- hyggju, sem utanríkisráðherra ræðir um. Og með brotthvarfi bandarísks varnarliðs er hin forsendan líka úr sögunni. Nú hafa Íslendingar sjálfir forræði á sínum vörnum og það er sjálfsagt að upplýsingar um þær séu fulltrúum allra flokka á Alþingi að- gengilegar, þótt auðvitað hljóti trún- aðarskylda að ríkja um hluta þeirra upplýsinga. En aukin upplýsingagjöf snýst ekki aðeins um sjálfsagðan rétt kjörinna fulltrúa úr öllum flokkum til að fá að fylgjast með jafnmikilvægum málum og vörnum þjóðarinnar. Hún leggur þeim líka þær skyldur á herðar að axla í sameiningu ábyrgð á því að varnir og öryggi þjóðarinnar sé tryggt með fullnægjandi hætti. Fyrir sumum stjórnmálamönnum er það auðvitað alveg nýr veruleiki. TVÖFÖLDUN HVALFJARÐARGANGA Það er ástæða til að fagna sam-komulagi Spalar og Vegagerð- arinnar um að hefja undirbúning að nýjum Hvalfjarðargöngum. Með tvöföldun ganganna verður umferð- aröryggi stóraukið. Hvalfjarðargöngin eru einhver mesta samgöngubót í sögu lands og þjóðar. Önnur göng eru mikilvæg til að anna þeirri miklu umferð, sem er á þessari leið og tryggja öryggi veg- farenda. Það er skynsamleg ákvörðun að halda vegagjaldi óbreyttu til 2018 og að Spölur safni fyrir hluta af kostnaði við hin nýju göng. Ganga má út frá því sem vísu að vegfar- endur taki þessari ákvörðun vel. Spölur er eitt af merkari fyrir- tækjum, sem hér hefur verið stofn- að til. Framsýni og kjarkur stofn- enda fyrirtækisins voru einstök. Fólk treystir fyrirtækinu til þess að halda vel á þessari framkvæmd bæði verklega og fjárhagslega. Auðvitað er ljóst að jafnhliða þarf að tvöfalda Vesturlandsveg beggja vegna ganganna og ganga verður út frá því sem vísu að þeir sem bera ábyrgð á þeim þætti málsins standi fyrir sínu. Gera má ráð fyrir að vegafram- kvæmdir og aðrar samgöngubætur verði mjög umfangsmiklar á næstu árum. Reynslan sýnir, að þær gjör- breyta landinu og lifnaðarháttum fólks. Almenn samstaða er um mik- ilvægi tvöföldunar þjóðvega út frá höfuðborginni til allra átta. Fólk í dreifbýli, sem lengi hefur lagt mesta áherzlu á vegaframkvæmdir í sinni heimabyggð, gerir sér grein fyrir þýðingu þessara framkvæmda enda snýst þetta ekki bara um um- ferðaröryggi íbúa þess svæðis held- ur allra landsmanna, sem eiga margvísleg erindi á suðvesturhorn- ið. Mikla undrun vekur aðþað var fyrst eftir aðskipin voru búin aðvera hér uppi við land- steina í tæpan hálfan mánuð sem íslensk stjórnvöld byrjuðu að leita eftir skýringum hjá Rússum. Þetta mál vekur margar áleitnar spurn- ingar og gefur tilefni til að yfir það verði farið, m.a. vegna mögulegra sambærilegra tilvika í framtíðinni. Ég vil því leyfa mér að beina eft- irfarandi spurningum til hæstv. dómsmálaráðherra, yfirmanns Landhelgisgæslunnar, sem til við- bótar gæslu lögsögunnar fer þar með mengunareftirlit: 1. Hvenær varð Landhelgisgæsl- unni ljóst að meðal hinna rúss- nesku herskipa væri kjarn- orkuknúið skip? 2. Tilkynnti Landhelgisgæslan um- hverfisyfirvöldum um málið? 3. Telur dómsmálaráðherra mögu- legt að líta svo á að kjarn- orkuknúin skip séu tilkynning- arskyld innan mengunarlögsögu Íslands, sbr. 12. gr. laga nr. 33/ 2004? 4. Hverju sætir að svo lengi dróst að hafa samband við rússnesk yf- irvöld og óska skýringa á dvöl herskipanna hér? 5. Kom aldrei til álita að beina til- mælum til rússnesku herskip- anna um að hverfa frá landinu? 6. Telur dómsmálaráðherra í ljósi reynslunnar af þessu máli þörf á styrkja stöðuna til gæslu og mengunareftirlits innan lögsög- unnar með frekari laga- ákvæðum?“ * „Það þarf ekki nema einn rúss- neskan ryðkláf, kjarnorkuknúinn, til þess að sökkva á íslensku haf- svæði til þess að við Íslendingar séum komnir í verulega vond mál. Það dugar ekki, herra forseti, að það komi ekki skýrt fram hjá hæstv. dómsmálaráðherra hvort það hafi virkilega verið þannig að Landhelgisgæslan, dómsmálaráðu- neytið og utanríkisráðuneytið hafi ekki gert umhverfisstjórnvöldum viðvart um að þarna var á ferðinni kjarnorkuknúið skip sem aðalflota- foringinn .... hefur lýst sem hættu- legu.“ * „Málið um Rússaskipin vekur at- hygli á því að þörf er að huga að mál- efnum Landhelgisgæslunnar og þeim búnaði sem hún hefur yfir að ráða.“ * „Hvers vegna í ósköpunum var rúss- neski sendiherrann ekki kallaður á fund ríkisstjórnarinnar um leið og menn gerðu sér grein fyrir því hvers konar ófögn- uður var kominn að ströndum og hann krafinn skýringa og jafnframt komið á framfæri við hann harðlegum mótmæl- um gegn því að skipin væru hér og Rússar beðnir um að hypja sig héðan hið fyrsta? Að sjálfsögðu hefði átt að gera það. Hvað eru menn að æfa á heræfingum? Þeir eru að æfa stríð, styrjöld, þeir eru að æfa gagnárásir á önnur herskip, hugsanlega flug- vélar, hugsanlega kafbáta. Þeir eru jafnvel að æfa innrás í landið. Það er ekki flóknara en það. Þetta voru Rússar sennilega að æfa meðan þeir lágu hér í hálfan mánuð ef þeir voru ekki að reyna að gera við einhverja af kláfum sínum.“ * „Utanríkisráðuneytið óskaði hinn 11. og 14. október skýringa á ferðum herskipanna hjá rússneska sendi- ráðinu. Hinn 15. október ítrekaði ís- lenska sendiráðið í Moskvu beiðni um skýringar. Þann sama dag barst tilkynning frá rússneska utanrík- isráðuneytinu um að æfingunni væri lokið og að skipin væru á förum af svæðinu út af Þistilfirði. Rússnesk stjórnvöld fullyrða að æfingin hafi verið áfallalaus. Rætt hefur verið um kjarnorkuhættu af skipunum. Flug- móðurskipið, hið eina í rússneska flotanum, er ekki kjarnorkuknúið. Á sl. sumri var það í viðgerð og kom úr henni í september. Orrustu ið Pétur mikli er kjarnorku það var einnig í viðgerð á lið fram undir lok ágúst. Rússu samkvæmt alþjóðalögum h stunda flotaæfingar eins og Hvorki alþjóðasamningar n arsáttmáli Sameinuðu þjóða bannar slíkar æ Samkvæmt ísl lögum um varn mengun hafs o nær íhlutunarr Landhelgisgæ ekki til herskip * Tilvitnanir h an eru úr þingr Af þeim verður að þingmenn h nokkrar áhygg vist rússnesks landið. Við lest hverfur hugur líklega til tíma stríðsins og þe horfa, að Rúss að koma, sem s telja nú næsta eins til dæmis grein Guðna T hannessonar s ings í Morgunb 16. janúar 2007. Umræðurnar voru utan d á alþingi hinn 18. október 20 Fyrsta tilvitnun er í ræðu u manns þeirra Steingríms J. sonar, formanns vinstri/græ næst talar Össur Skarphéði þáverandi formaður Samfy arinnar, þá Jónína Bjartma umhverfisráðherra, svo Ma Hafsteinsson, þingflokksfor frjálslyndra, og loks er vitn mína sem dóms- og kirkju- málaráðherra. Undir lok um ar komst ég svo að orði: „Við Íslendingar höfum e tækjabúnað til að fylgjast m um kafbáta og verðum þar a á bandamenn okkar og Ban menn. Þannig að við erum e stakk búnir til þess að fylgj kafbátum og höfum aldrei v menn eru að tala um að fara ar aðgerðir, þá er verið að t miklu meiri hervæðingu hér meira að segja ég hef orðað sinni í þessum sal eða annar Um vígdreka og síldarf Eftir Björn Bjarnason » Sagan er oftskrýtnari en skáldskapur, hvað svo sem sagnfræðingar og skjöl segja. Björn Bjarnason M álefnalegri umfjöllun tilalmennings um starf-semi barna- og ung-lingageðdeildar LSH ber að fagna – sérstaklega þeirri er lýtur að faglegri þjónustu BUGL við börn, unglinga og fjölskyldur þeirra til að upplýsa um hvaða þjón- usta er í boði, hvernig hún er veitt og hverjir veita hana. Eftirspurn eftir þjónustu BUGL hefur aukist verulega á undanförnum árum m.a. vegna aukinnar þekkingar á geð- sjúkdómum barna og unglinga en einnig vegna kröfu menntakerfisins um greiningu frá BUGL eigi þau að fá stuðning í grunnskóla hér á landi. Álag á starfsemina, eins og reyndar á aðra sérhæfða sjúkrahús- starfsemi, hefur því verið vaxandi og þörf á auknum greiningar- og meðferðarúrræðum aukist að sama skapi. Þetta hafa sviðsstjórar geð- sviðs bent ítrekað á, í fjölmiðlum, við framkvæmdastjórn LSH og ráð- herra heilbrigðismála. Húsnæði og aðstaða Núverandi húsnæði BUGL er komið til ára sinna og var reyndar ekki byggt til að hýsa sjúkradeild fyrir börn og ungmenni með geð- raskanir. Þrengsli hafa farið vax- andi og bráðabirgðahúsnæði dugað skammt. BUGL er auk þess til húsa við Dalbraut, allfjarri geðsviði og barnasviði LSH við Hringbraut sem gerir sumt flóknara í daglegu sam- starfi og samskiptum. Rætt hefur verið við heilbrigðismálaráð- herra í yfir 10 ár um stækkun á húsnæði BUGL. Á þessu ári verður loks hafist handa við byggingu göngudeildar fyrir BUGL og þess vænst að sú bygging verði tekin í notkun vorið 2008. Sú viðbót mun væntanlega hafa í för með sér stórbætta starfsaðstöðu auk bættrar aðstöðu fyrir börnin og fjölskyldur þeirra sem leita til göngudeildarinnar. Þá eiga heil- brigðisyfirvöld eftir að efna loforð um endurnýjun legudeilda BUGL sem samkvæmt nýlegri alþjóðlegri úttekt standast alls ekki gæðakröf- ur um húsnæði legudeilda fyrir börn og unglinga með geðraskanir og fjölskyldur þeirra. Ánægjulegt var þó að í sömu úttekt fékk hjúkr- un og önnur sérfræðiþjónusta legu- deildanna mjög góða einkunn og umsagnir þrátt fyrir óviðunandi húsnæði. Þar eiga starfsmenn legu- deilda BUGL heiður skilinn. Við hönnun nýs háskólasjúkrahúss hef- ur verið gert ráð fyrir nýbygg- ingum fyrir starfsemi BUGL og er brýnt að þær framkvæmdir verði framarlega í forgangsröð bygg- ingar hins nýja sjúkrahúss. Starfsmenn Þjónusta við börn og unglinga ásamt fjölskyldum þeirra er flókin og viðkvæm starfsemi sem sérhæfðra starfsmanna. Ál aukist verulega á síðustu á starfsaðstæður verið erfiða komið hefur fram ítrekað í fjöllun um BUGL síðastliði ur ár. Þrátt fyrir þetta er B eftirsóttur vinnustaður og starfsmönnum BUGL fjölg lega á undanförnum árum legt að svo verði áfram. Sér hafa hjúkrunarfræðingar o sérhæft hjúkrunarstarfsfó að því að starfa á BUGL ja þannig að biðlisti hefur my legudeildir um starf þar þr almenna manneklu í hjúkru LSH. Þar hefur skilað sér h sérstaklega hefur verið hlú nemum sem koma í verkná legudeildir ásamt starfsþró armöguleikum sem skapað verið innan legudeilda BUG Ragna Kristmundsdóttir, s ingur í geðhjúkrun barna o linga, var ráðin til starfa á s Um brothætta starfsemi Eftir Hannes Pétursson og Eydísi K. Sveinbjarnardóttur Eydís K. Sveinbjarnardó Hannes Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.