Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 30

Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 12. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Guð- bjargar voru Guð- rún Stefánsdóttir, ritstjóri frá Fagra- skógi, f. 24.11. 1893, d. 12.10. 1980, og Jón Magnússon, húsgagnameistari og skáld, f. 17.8. 1896, d. 21.2. 1944. Guðbjörg var elst þriggja systra, en systur hennar eru Ragn- heiður og Sigríður. Guðbjörg giftist 14.10. 1950 Hrafnkeli Stefánssyni, síðar lyf- sala, f. 30.4. 1930, d. 23.12 1983. Foreldrar Hrafnkels voru Stefán Jakobsson múrarameistari og Guðrún Guðjónsdóttir, húsfreyja og rithöfundur, en þau voru búsett í Reykjavík. Börn Guðbjargar og Hrafnkels eru: 1) Jón læknir, f. 6.12. 1951. Maki Margrét Björns- dóttir, deildarstjóri í heilbrigð- Smári, Stefán Steinn, Bjarki Björn, Bergur Hamar og Salóme Herdís. Guðbjörg átti eitt barna- barnabarn, Jón Val Björnsson. Guðbjörg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Árið 1954 fluttust Guðbjörg og Hrafnkell til Kaupmannahafn- ar þar sem Hrafnkell fór í fram- haldsnám í lyfjafræði. Eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Kaup- mannahöfn lá leiðin aftur heim til Reykjavíkur. Snemma árs 1961 fluttu þau að Tjarnarstíg á Sel- tjarnarnesi og bjuggu þar í 12 ár. Hrafnkell varð lyfsali við Apótek Ísafjarðar árið 1973 og í kjölfar þess flutti fjölskyldan til Ísafjarð- ar þar sem hún bjó allt til loka árs- ins 1983, eða þar til Hrafnkell lést. Eftir lát Hrafnkels fluttist Guð- björg aftur til Reykjavíkur og var heimili hennar á Fjölnisvegi 7. Guðbjörg var húsmóðir að að- alstarfi og var uppeldi barna hennar í fyrirrúmi. Önnur störf sem Guðbjörg stundaði voru skrif- stofustörf í Reykjavík og störf í Apóteki Ísafjarðar. Árið 1985 hóf Guðbjörg störf við Borg- arbókasafn Reykjavíkur og starf- aði þar í u.þ.b. áratug. Útför Guðbjargar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. isráðuneytinu. Börn þeirra eru Björn, Guðbjörg og Hrafn- kell. 2) Ragnheiður, myndlistarmaður og kaupmaður, f. 23.8. 1953. Maki Ívar Val- garðsson myndlist- armaður. Börn þeirra eru Hrafnkell og Valgarður. 3) Sig- ríður mynd- menntakennari, f. 13.7. 1956. Maki Lot- har Pöpperl mynd- listarmaður. Börn þeirra eru Guðrún Sólveig og Ei- ríkur Ari. 4 ) Stefán, tölvuverk- fræðingur og framkvæmdastjóri, f. 10.7. 1958. Maki Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkr- unar á barnasviði. Börn þeirra eru Hrafnkell, Arndís Rós og Sigurður Davíð. 5) Hannes, læknir, f. 6.8. 1960. Maki Sigríður Ólína Har- aldsdóttir, læknir. Börn þeirra eru Hólmfríður, Haraldur Jón og Hrafnkell Stefán. 6) Guðrún, kaupmaður, f. 19.5. 1962. Maki Bjarni Hermann Smárason vél- stjóri. Börn þeirra eru Hrafnkell Jón Magnússon, skáld og faðir þinn, orti: Göngum vér fram, þótt grýtt sé leið. Gott er með þér að stríða. Þó að oss mæti þraut og neyð, þurfum vér ei að kvíða. Þú barst þinn kross á undan oss, ástvinur þjáðra manna. Vertu oss hjá, því hvað má þá hjörð þinni fögnuð banna? Hefjum í dag til dýrðar þér, Drottinn vor, lofgjörð nýja. Gjörum það fyrr en of seint er undir þinn væng að flýja. Gef, að vor þjóð ei missi móð, mæti oss élið þunga. Helgist vort ráð. Um lög og láð lofi þig sérhver tunga. (Jón Magnússon) Það er svo margs að minnast. Guðbjörg tengdamamma var ein- stök kona, en henni kynntist ég fyrir tæplega 30 árum þegar ég og sonur hennar, Stefán, felldum hugi saman. Stefán er einn af sex systkinum sem höfðu flust til Ísafjarðar nokkrum árum áður. Það var eftir þessari stóru og myndarlegu fjölskyldu tek- ið í bænum. Guðbjörg og Hrafnkell eiginmaður hennar bjuggu ásamt börnum sínum í Hafnarstrætinu, en þar var hann lyfsali í 10 ár. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma enda einkenndist heimilisbragurinn þar af mikilli hlýju og gestrisni. Miklar breytingar urðu á högum fjölskyld- unnar þegar Hrafnkell dó árið 1983, þá flutti Guðbjörg til Reykjavíkur á æskuheimili sitt, að Fjölnisvegi 7. Guðbjörg var einstaklega nægju- söm, umburðarlynd og skapgóð kona. Barngóð var hún með ein- dæmum. Hrafnkell, Arndís Rós og Sigurður Davíð, börnin okkar Stef- áns, hafa lært mikið af ömmu sinni, m.a. lærðu þau öll að spila á spil hjá henni því hún hafði mikið yndi af spilamennsku. Einnig var hún iðin við að lesa fyrir þau og alltaf var hún tiltæk að aðstoða við íslenskuna, enskuna og dönskuna, en hún hafði mikinn metnað fyrir námi barna- barna sinna. Guðbjörg var einstak- lega umhyggjusöm og ljúf kona og gott að hafa hana hjá sér, enda voru samverustundir okkar margar. Hún naut þess að vera úti í náttúrunni og fara í gönguferðir. Hún fór með okk- ur margar ferðirnar í sumarbústað- inn í Grímsnesinu og nutum við þess öll fjölskyldan. Einnig fór stórfjöl- skyldan, afkomendur hennar, saman á hverju sumri í ferð. Þær ferðir hafa styrkt fjölskylduböndin mikið og verið öllum mikið gleðiefni. Guð- björg var mikil listakona. Hún saumaði út mörg listafalleg teppi og stóla. Á gömlu saumavélina saumaði hún margar flíkurnar og gerði við. Hún prjónaði mikið, bæði peysur, húfur og vettlinga. Hún heklaði mik- ið af dúkum og rúmteppum. Hún leiðbeindi mér mikið, sérstaklega með prjónaskapinn hér á árum áður. Síðustu árin átti Guðbjörg við veikindi að stríða, en hún greindist með alzheimer-sjúkdóminn fyrir all- mörgum árum. Börnin hennar og barnabörn sinntu henni í veikindum hennar af þvílíkri natni og um- hyggjusemi að eftir því var tekið. Þar var hún að uppskera það sem hún hafði sáð til barna og barna- barna sinna, því mikla ástúð og um- hyggju sýndi hún þeim öllum alla tíð. Ég vil þakka þér fyrir samfylgd- ina og kveð þig með söknuði. Anna Ólafía Sigurðardóttir. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdamóður minnar Guðbjarg- ar Jónsdóttir sem lést á Droplaug- arstöðum hinn 12.1. síðastliðinn. Hún mun einhverju sinni hafa haft á orði að hún hefði alla tíð óskað þess helst í lífinu að vera „venjuleg mann- eskja“. Sennilega hafði hún sínar ástæður til að segja þetta. Ekki barst hún heldur mikið á eða hrópaði á torgum en, á sinn hljóðláta hátt, ræktaði sinn garð og lagði fyrir þau verðmæti sem ekkert fær eytt. Það lýsir líka hjartalagi hennar hversu drjúga innistæðu hún átti í hjörtum barna sinna. Það kom best fram í þeirri miklu ástríku umhyggju sem hún naut af þeirra hálfu í langvar- andi veikindum sínum. Kærleikur hennar til barna var einstakur og umgekkst hún þau af sömu virðingu og jafningja. Þetta skynjuðu þau vel og löðuðust að henni hvar sem hún fór, á öllum aldri. Enda var hún allt- af umvafin fjölskyldu sinni og sí- stækkandi hópi barnabarna. Alltaf var tilhlökkunarefni að líta við á „Fjölnó“. Ég sé hana fyrir mér í sól- ríkum sumardegi koma niður heim- reiðina létt á fæti, fagnandi gestum með sínu undurhlýja, fagra, og barnslega brosi. Ég vildi geta þakk- að henni alla þá umvefjandi vin- semd, virðingu og hlýju sem ég naut alla tíð frá henni og aldrei bar skugga á. Ef allir þeir mannkostir sem prýddu Guðbjörgu kallast að vera „venjuleg manneskja“, þá varð henni vissulega að ósk sinni. Með djúpum söknuði, virðingu og þökk. Ívar Valgarðsson. Tengdamóðir mín, Guðbjörg Jónsdóttir, var dóttir Jóns Magnús- sonar beykis og skálds og Guðrúnar Stefánsdóttur frá Fagraskógi. Guð- björg ólst upp við Fjölnisveg, elst þriggja, fallegra systra. Það dró ský fyrir sólu þegar faðir þeirra lést á miðjum aldri. Þá voru góð ráð dýr fyrir ekkju með þrjár ungar dætur. Mamma þeirra lét þó ekki hugfallast en hóf útgáfu á blaði sem var sérstaklega ætlað konum og hún kallaði Nýtt kvennablað. Hún skrifaði sjálf í blaðið, lét prenta það, en hún og dæturnar pökkuðu því og bjuggu til sendinga í eldhúsinu á Fjölnisveginum. Blaðið var lesið um allt land. Önnur tekjulind móður Guðbjargar var útleiga á herbergj- um á Fjölnisveginum þótt húsnæðið væri ekki stórt. Þarna bjuggu ein- stæðir menn og námsmenn um lengri og skemmri tíma. Við þessar aðstæður ólust systurnar þrjár upp. Þær voru vinmargar og það var oft fjör í húsinu við Fjölnisveginn. Ég sé systurnar fyrir mér, ljóshærðar og hláturmildar í sólbaði úti á stóru grasflötinni við húsið. Þær gengu allar í Menntaskólann í Reykjavík og urðu þaðan stúdentar, ein af ann- arri. Ég var svo lánsöm að fá að tengj- ast Guðbjörgu og fjölskyldu hennar en við Hannes, sonur hennar, kynnt- umst þegar Guðbjörg var á besta aldri, en orðin ekkja. Að baki voru ár hennar og fjölskyldunnar á Ísafirði og hún var aftur flutt á æskuheimilið við Fjölnisveg sem varð miðpunktur stórfjölskyldunnar. Guðbjörg tók mér strax opnum örmum og við urð- um góðar vinkonur. Á háskólaárum mínum var gott að koma til hennar í hádeginu, en ég nam og starfaði stutt frá Fjölnisveginum. Mér fannst gaman að heyra frá lífinu áð- ur fyrr og bað ég hana iðulega að segja mér frá mömmu sinni og lífinu hjá systrunum þegar þær voru ung- ar. Eldri börnin okkar Hannesar, þau Hólmfríður og Haraldur Jón, áttu öruggt skjól í faðmi ömmu á Fjölnó. Amma þeirra var alltaf svo ljúf og sinnti öllum, stórum og smáum, afburðavel. Hún hefur verið þeim fyrirmynd lífsgilda og fram- komu sem okkur þykir mest um verð í fari fólks. Síðustu ár voru Guðbjörgu erfið, en hún veiktist af Alzheimer-sjúk- dómnum. Hún var orðin mjög veik undir það síðasta, en lengst þekkti hún yngstu börnin í fjölskyldunni, enda með afbrigðum barngóð. Við Hannes eignuðumst lítinn dreng hinn 1. nóvember á síðasta ári, Hrafnkel Stefán. Við fórum með hann til Guðbjargar sem lá í rúminu með lokuð augun. Þegar við komum lauk hún upp augunum, rétti hend- urnar til drengsins og ávarpaði hann: „Elsku litla barnið.“ Hún átt- aði sig á því að hann var ungbarn þrátt fyrir að allt annað væri henni hulið. Ég þakka Guðbjörgu tengdamóð- ur minni samfylgdina og bið allri fjölskyldunni huggunar Guðs vegna fráfalls hennar. Séra Auður Eir, frænka mín, sendi mér línu um dag- inn en hún skírði litla drenginn okk- ar 30. desember síðastliðinn. Hún skrifaði svo fallega til okkar og vil ég láta það verða lokaorðin: Guð geym- ir okkur. Sigríður Ólína Haraldsdóttir. Það eru margar yndislegar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku amma. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fara í pössun til þín á Fjölnó, og veit ég að það var ekki bara mér sem fannst það heldur öllum barnabörnunum þínum, því þú hafðir einstakt lag á að láta manni líða vel hjá þér. Ég lærði líka margt af þér enda ein- kenndist öll þín framkoma af þol- inmæði og rólyndi. Þú kenndir mér að prjóna og spila á píanó en uppá- haldið okkar beggja var að spila bridge, sem ég held reyndar að þú hafir leyft mér að vinna alloft, svona þegar ég hugsa til baka. Það voru líka ófá skiptin sem við höfðum það svo notalegt í mjúku sófunum í stof- unni á Fjölnó og lásum ljóð og spjöll- uðum. Þú varst mikil bókamann- eskja og mér fannst svo gaman að hlusta á þig lesa ljóð eftir hin ýmsu skáld og segja sögur um gamla tíma. Þú stendur í dyrunum á Fjölnis- vegi 7 og vinkar góðlátlega til mín og ég finn fyrir hlýjunni og kærleik- anum sem umlék þig. Þannig á ég eftir að minnast þín, elsku amma, og vonandi einhvers staðar einhvern tíma á fallegum stað eigum við eftir að hittast aftur. Guðbjörg Jónsdóttir. Elsku amma. Tíminn hefur flogið frá okkur. Við munum eftir því að nær alltaf þegar við fórum eitthvað út, þá var strax ákveðið að koma við í heimsókn hjá þér. Þú varðst líka svo ánægð að sjá okkur. Í hvert skipti sem við komum bauðstu okkur alltaf uppá eitthvert góðgæti. Þá lásum við oft ljóð saman eða spiluðum. En stundum var líka bara spjallað. Eins munum við vel eftir mörgum ferðum sem farnar voru í sumarbústaðinn þinn í Þrasta- skógi, þá var gaman. Einnig var skemmtilegt á sunnudögum þegar farið var heim til þín eftir barna- messu. Allar þessar góðu minningar sem við eigum um þig munum við varðveita allt okkar líf. Það er svo skrítið að þú sért farin frá okkur en það er gott að vita að þú munt ávallt vaka yfir okkur. Hrafnkell Ívars og Stefán Steinn. Amma gegndi mikilvægu hlut- verki í lífi okkar. Við munum aldrei gleyma þeim ómetanlegu stundum sem við áttum með henni. Amma á Fjölnó, eins og við krakk- arnir kölluðum hana, var góð, róleg og hláturmild kona. Hún vildi ekki hafa mikil læti í kringum sig, en elskaði öll barnabörnin mikið og vildi alltaf hafa þau nálægt sér. Hún gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til að reyna að láta okkur líða vel. Amma var aldrei reið, pirruð eða leið þegar við komum til hennar. Það var því alltaf sælutími sú stund sem við vorum á Fjölnisveginum. Amma var til í að passa okkur og tala við okkur krakkana hvenær sem var og hún tók sér góðan tíma til að vera með okkur. Það var alltaf gaman að vera með ömmu. Við skemmtum okkur þar með því að spila spilin sem hún kenndi okkur og kemur einfölduð út- gáfa af lönguvitleysu fyrst upp í hug- ann. Oft var líka farið á gamla bóka- safnið sem stóð við Þingholtsstræti og þar voru leigðar bæði bækur og spólur, sem þá voru algjörlega nýjar af nálinni. Við settumst svo niður og lásum bækurnar og horfðum á spól- urnar sem við leigðum. Það var ein- saklega gott að vera hjá ömmu að lesa, því hún sýndi áhuga og hlýhug í verki. Hún eyddi aldrei tímanum í eitthvað annað en okkur og þarfir okkar. Garðurinn við hús ömmu á Fjöln- isveginum er sannkallaður ævintýra- garður. Þar gátum við klifrað í trján- um, hlaupið og leikið okkur á grasblettinum, farið í felu- og elt- ingaleiki, svo eitthvað fátt sé nefnt. Á góðum sumardögum, þegar við frændsystkinin vorum þar saman komin, bjuggum við stundum til hús úr stólum og teppum, og höfðum mjög gaman af því. Amma hjálpaði okkur alltaf í þessari húsasmíð og lagði til gömul teppi en ekki síst hlýju og ástúð sem hefur fylgt okkur allt fram á þennan dag. Amma var alla tíð gestrisin. Á heimilinu voru alltaf til margar mal- tdósir sem og appelsínsflöskur að ógleymdum mackintoshmolunum. Það mátti aldrei vanta mat fyrir gestina og ósjaldan gengum við með henni í hverfisbúðina og keyptum mjólk og aðrar nauðsynjar. Það að sjá ömmu brosa fyllti hjarta okkar af ljóma. Á síðustu árum, þeg- ar hún vissi ekki hvernig hún ætti að tjá sig, brosti hún bara og þá varð allt gott. Eitt af mörgu, sem gladdi hana, voru ljóð og hún hafði mjög gaman af því þegar ljóð voru lesin fyrir hana. Það voru einkum ljóð eftir móður- bróður hennar, Davíð Stefánsson, en ekki síður eftir föður hennar, Jón Magnússon. Hún gat alltaf hlegið þegar hún heyrði minnst á Abba- labba-lá, húsfreyjuna á Melum og all- ar ástföngnu meyjarnar. Það var yndislegt þegar við fundum eitthvað sem hún gladdist yfir síðustu árin. Þá gátum við eitt augnablik gleymt Alz- heimer-sjúkdómnum og hlegið með ömmu, sem var svo gaman. Við viljum þakka starfsfólkinu á Droplaugarstöðum, ættingjum, vin- um og öðru góðu fólki sem studdi ömmu okkar á erfiðum tímum sjúk- dómsins, því að slíkur stuðningur var henni ómetanlegur. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Hólmfríður og Arndís Rós. Þegar ég var lítill strákur, þá ný- kominn frá Ameríku, þótti mér fátt skemmtilegra en að fara á bókasafn- ið og heimsækja ömmu þar. Bóka- safnið minnti helst á höll og henni stjórnaði amma með hlýju og ástúð. Ég fékk að velja fjórar bækur í hvert skipti sem ég kom, því ég var fjög- urra ára, svo fékk ég að velja fimm þegar ég varð fimm ára. Amma las mikið fyrir mig og hjálpaði mér að læra að lesa. Seinna meir eyddi hún löngum stundum í að fara yfir danska stíla og íslenskar ritgerðir með mér. Amma hefur hjálpað mér mikið með lærdóminn gegnum tíðina og hvatt mig áfram í náminu og verð ég henni ævinlega þakklátur fyrir það. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu. Gönguferðir niður á tjörn að gefa öndunum. Ljóðalestur. Heitar pönnukökur með of miklum sykri. Olsen olsen, rússi og bridge. Nammi- skápur með óþrjótandi birgðum af súkkulaði. Felumyndir úr Æskunni. Það er óhætt að segja að flestar þær minningar sem ég á um ömmu tengist Fjölnisvegi 7. Ég og Kristín höfum verið svo heppin að fá að búa seinustu mánuðina í þessu fallega Guðbjörg Jónsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.