Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 33
fyrst um aðra og aldrei vildi hún neitt
umstang í kringum sjálfa sig.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir.)
Elsku amma, það er alltaf erfitt að
kveðja þá sem manni þykir vænt um,
nú ertu komin þangað sem þú vildir
fara en verður samt hjá okkur um alla
framtíð.
Sigrún og Sóley.
Elsku Lauga amma/langamma,
mikið er nú sárt að þurfa að kveðja
þig. Þú varst algjör hetja í okkar aug-
um og alveg yndisleg kona. Þú ólst af
þér 12 börn og sást um þau nánast al-
veg ein frá því að Björn afi/langafi dó
fyrir mörgum árum og þú kvartaðir
aldrei yfir neinu. Það var alltaf svo
gaman að heimsækja þig og alltaf
varstu jafn ánægð að sjá okkur, sér-
staklega þegar við komum með syni
okkar Guðmund Magnús og Björn
Magnús, þú tókst svo vel á móti okkur
þótt þú værir orðin þreytt og lúin. Nú
ertu búin að fá hvíldina sem þú hefur
þráð svo lengi en þín verður mjög sárt
saknað.
Blessuð sé minning þín elsku
Lauga amma/langamma.
Ástarkveðjur
Berglind, Guðmundur Magnús,
Birna og Björn Magnús.
Hún amma er dáin. Þetta eru erfið
og þung orð. Yndislegri ömmu hefð-
um við ekki getað átt.
Elsku amma, þú varst alltaf hrókur
alls fagnaðar, hvar sem þú komst. Þú
varst alltaf svo glæsileg og falleg,
ávallt hópuðust allir í kringum þig,
hvar sem þú varst. Þar var alltaf
mesta gleðin og fjörið. Þú naust þess
svo að vera innan um okkur, fjölskyld-
una þína sem þú varst svo stolt af.
Takk, elsku amma, fyrir allan þann
tíma, þá ást og hlýju sem þú gafst
okkur. Þín er sárt saknað, þitt skarð
verður aldrei fyllt.
Sigurbjörg og Óli Jón.
Elsku amma, það er með söknuði
sem ég kveð þig. Ég vil þakka þér fyr-
ir allar góðu stundirnar sem þú gafst
mér með nærveru þinni. Ég mun ætíð
muna eftir þér og sælusvipnum á þér
þegar þú varst borin út á gullstól á
ættarmótinu í Borgarfirði 2003. Ég
mun aldrei gleyma þér og þínu örlæti
á ást og umhyggju sem þú áttir alltaf
nóg af. Þú ert farin á annan og betri
stað og alltaf áttu stað í mínu hjarta
og þaðan munt þú aldrei fara. Ég vil
kveðja þig með þessu textabroti eftir
Megas:
Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og
nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja
stund.
En þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund.
Sigurjón Friðriksson.
Í dag kveð ég ömmu mína, Laugu
ömmu, sem loksins hefur fengið hvíld-
ina.
Fyrir nokkrum árum vorum við á
ættarmóti þar sem amma sat í hæg-
indastólnum og fylgdist með öllum af-
komendum sínum að leik. Þegar
kvöldaði fórum við inn úr kuldanum
og héldum skemmtuninni áfram.
Amma átti orðið erfitt um gang svo
við frændurnir, ég og Óli Jón, bárum
hana inn í stólnum. Inni sat hún eins
og drottning í ríki sínu, sem sannar-
lega er orðið stórt.
Ekki áttum við amma margar
stundir saman á allra síðustu árum
þar sem ég hef verið búsettur erlend-
is. Söknuðurinn er mikill, en ég veit að
nú líður henni vel með Birni afa.
Mig langar að kveðja með þessum
orðum: Nú ljós þitt slokknað er og þú
komin á betri stað.
Söknuðurinn er mikill, en minning-
in um þig gleður hvern dag.
Hvíl þú í friði, elsku amma mín.
Jón Bjarni Guðmundsson.
Við kveðjum nú merka konu.
Lauga var ein af drottningunum okk-
ar og eru þær nú allar gengnar. Við
kynntumst Laugu þegar við og Hulda
og Halli sonur hennar ákváðum að
kynna mæður okkar og halda þeim
boð sem við kölluðum drottningaboð.
Það kom skemmtilega á óvart að
mamma og Lauga þekktust frá fornu
fari. Þær höfu unnið saman við
saumaskap. Það urðu því fagnaðar-
fundir og margir skemmtilegir at-
burðir rifjaðir upp. Lauga var glað-
lynd og hógvær. Nærvera hennar var
alltaf notaleg og hún var höfðingi
heim að sækja. Hún hefur trúlega
ekki alltaf haft mikinn tíma til lestrar
en hún var vel lesin og þekkti vel til
okkar helstu höfunda. Við kveðjum
Laugu með þakklæti fyrir að hafa
fengið að vera samferðamenn hennar
um stund og sendum afkomendum
hennar samúðarkveðjur. Hún hvíli í
friði.
Sigríður Hulda og Tore.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 33
✝ ÞorvaldurSveinn Guð-
jónsson, til heimilis á
Hríseyjargötu 17 á
Akureyri, fæddist á
Enni í Unadal í
Skagafirði hinn 5.
júlí 1917. Hann and-
aðist á hjúkr-
unarheimilinu Seli
aðfaranótt mið-
vikudagsins 10. jan-
úar síðastliðins. For-
eldrar hans voru
Guðjón Jón Þór-
arinsson, f. 31. jan-
úar 1880, d. 13. febrúar 1966 og
Jóna Sigurðardóttir, f. 2. júlí 1881,
d. 6. október 1962. Systkini Þor-
valdar voru Sigurjón Indriði, f.
1906, d. 1983, Sigþór, f. 1908, d.
1990, Jón Gunnar, f. 1910, d. 1977,
Sigurrós, f. 1912, d. 1982, Maren
Anna, f. 1915, d. 1998, Guðbjörg, f.
ember 1948, gift Ármanni Þóri
Björnssyni, f. 2. október 1944. Börn
þeirra eru Rannveig og Sveinn
Fannar. Barnabörnin eru fimm.
Þorvaldur ólst upp á Enni til níu
ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan
á Siglufjörð og bjó á Hlíðarvegi 31,
sem ávallt var kallað Enni. Þorvald-
ur fluttist til Akureyrar árið 1938
og lærði þar netagerð og starfaði
við það alla sína ævi. Hann stofnaði
Netagerðina Odda með Sigfúsi
Baldvinssyni sem síðar sameinaðist
Nótastöðinni. Öll síldarárin var
hann í burtu á sumrin, ýmist á
Siglufirði, Seyðisfirði eða á Rauf-
arhöfn. Hann var gerður að heið-
ursfélaga í Landssambandi veið-
arfæragerða hinn 17. nóvember
1990. Þorvaldur gerðist félagi í
Oddfellow-reglunni árið 1970.
Þorvaldur verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
1920, d. 1949 og Lúð-
vík Baldur, f, 1923, d.
1941.
Þorvaldur kvæntist
hinn 28. desember
1940 Helgu Margréti
Sigurjónsdóttur hús-
freyju, f. 31. janúar
1921. Foreldrar henn-
ar voru Sigurjón Bene-
diktsson, f. 1882, d.
1973 og Indíana Dav-
íðsdóttir, f. 1896, d.
1989. Börn þeirra Þor-
valdar og Helgu Mar-
grétar eru: 1) Sigríður
Jóna, f. 17. nóvember 1940, gift Eyj-
ólfi Einarssyni. 2) Sigurjón Rafn, f.
26. júlí 1943, kvæntur Daníelu Jónu
Guðmundsdóttur, f. 19. september
1945. Börn þeirra eru Dagný Sigríð-
ur, Helga Margrét, Þorvaldur Lúð-
vík og Selma Dögg. Barnabörnin
eru níu. 3) Ellen Margrét, f. 19. des-
Elsku afi er genginn. Þessi rólyndi
höfðingi sem studdi okkur og leið-
beindi inn í lífið var búinn að skila sínu
og gott betur. Afi, eða Doninn, eins og
hann var oft kallaður af okkur í
kerskni, var réttsýnn húmoristi sem
mátti ekkert aumt sjá. Ólíkt mörgum
öðrum vann hann sín góðverk í kyrr-
þey og fjarri kastljósinu, og kenndi
okkur svo margt um lífsgildin með
fordæmi sínu og mildi. Hann var alla
tíð mjög áhugasamur um okkar verk-
efni, hvort heldur í skóla eða vinnu, og
studdi þau með ráðum og dáð. Þegar
afi leiðbeindi, var það á þann hátt að
fá mann til að halda að maður sjálfur
hefði dottið niður á einhvern stóra-
sannleik, en oftast var það nú ráð-
vendni hans eða kænska sem fékk
okkur til að sjá hlutina í réttu ljósi.
Hann talaði alltaf við okkur sem jafn-
ingja, hrósaði í margmenni og leið-
beindi undir fjögur augu. Hefði hann
ekki eitthvað gott að segja um ein-
hvern, snéri hann út úr eða þagði. Ró-
lyndi, yfirvegun og staðfesta ein-
kenndi afa.
Þótt hann væri ekki maður margra
orða, þá var hann frábær sögumaður
og er sagan um smjörbítilinn og gull-
intanna í sérstöku uppáhaldi og fór-
um við oft saman með vísuna „Fagur
fiskur í sjó“. Á sunnudögum var
gjarnan skroppið í sund og komið við
hjá Oddi í Höfn til að kaupa lakkr-
ísrör og Vallas.
Við minnumst afa með söknuði og
kærleika, en huggum okkur við allar
góðu minningarnar og þeirri vissu að
nú hvíli hann sáttur og rólegur síðasta
lúrinn.
Dagný Sigríður, Helga
Margrét, Þorvaldur Lúðvík
og Selma Dögg.
Í dag verður Þorvaldur afi minn
borinn til hinstu hvílu og hlýjar minn-
ingar streyma fram: Laugardags-
morgnar á Akureyri fyrir um 30 árum
og rúnturinn minn með afa, fyrsti við-
komustaður okkar er Nótastöðin
Oddi þar sem starfsvettvangur hans
var. Húsið sjálft ævintýralegt og jafn-
framt svolítið drungalegt og býður
upp á möguleika á spennandi ævin-
týrum. Næsta stopp er hjá Oddi í
Höfn en þar er venjan að afi kaupi Sí-
nalcó og lakkrísrör. Rúntinum lýkur
svo heima hjá ömmu, kannski með
stuttri viðkomu á flugvellinum til að
sjá eina vél taka á loft. Og minning-
arnar eru fleiri: afi í rauða vestinu
sínu, afi sitjandi í stólnum sínum að
lesa blöðin og hlusta á útvarpið, afi og
sterkar og hlýjar hendur, afi á skrif-
stofunni sinni að reikna út gengi
bréfa, afi og Skagafjörður, afi og sag-
an um Smjörbítil, afi og volvóbílar og
afi og amma í Hríseyjargötunni. Afi
var órjúfanlegur hluti tilveru minnar
– hluti hennar sem er mér mjög kær.
Elsku afi, hvíl í friði.
Rannveig.
Í dag kveð ég elskulegan afa minn
og er þá margs að minnast. Afi minn
var virðulegur, hlýr og góður maður
og lærði ég margt af honum. Það voru
ófáar stundirnar sem ég dvaldi í Hrís-
eyjargötunni hjá afa mínum og ömmu
sem barn. Ég man alltaf þegar ég sem
lítill drengur settist hjá þér í stólnum
þínum og þú sagðir mér sögur og æv-
intýri.
Þegar ég var orðinn nægilega gam-
all til að rétta þér hjálparhönd áttum
við oft góðar stundir saman, hvort
sem það var við slátt, mokstur eða
málningarstörf. Þegar störfum var
svo lokið kallaðir þú á mig inn á skrif-
stofuna þína þar sem hin ýmsu mál
voru rædd. Þú fylgdist vel með því
sem ég var að gera og spurðir alltaf
hvernig mér gengi í því sem ég tók
mér fyrir hendur. Þú varst mikið inn í
öllum þjóðfélagsmálum, svo ég tali nú
ekki um áhuga þinn á viðskiptalífinu.
Um tíma fetaði ég í fótspor þín og
fór að vinna við netagerð á Nótastöð-
inni Odda sem var þitt lífsstarf og þar
fann ég glöggt hvað þú varst mikils
metinn í þeirri stétt.
Þú hafðir gaman af börnum og
spurðir alltaf eftir stelpunum mínum
ef þér fannst of langt um liðið síðan þú
sást þær. Þú samdir einu sinni ljóð
um Marín Elvu sem okkur fjölskyld-
unni þykir vænt um. Það hljóðar
svona: Marín sanna, mætir svanna
prýði, heitir meyjan hýr og fín, hana
beygi ei sorg né kvíði. Afi minn það
var mér, Berglindi og langafastelpun-
um þínum þremur mjög mikils virði
að hafa átt góða stund með þér nú í
byrjun janúar. Þú hvíslaðir góð orð í
eyra mér þá.
Elsku afi, eftir standa minningar
um einstakan afa sem ylja mér og lifa
í hjarta mínu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hvíldu í friði. Ég bið góðan guð að
blessa þig og geyma. Þinn
Sveinn Fannar.
Elsku langafi minn.
Mér fannst svo gaman að koma til
ykkar langömmu í Hríseyjargötuna.
Ég byrjaði alltaf á því að fara í rús-
ínuskápinn og fá mér rúsínur í skál.
Síðan fór ég til þín inn í stofu og þú
sast alltaf í stólnum í horninu. Þig
langaði alltaf líka í rúsínur svo við sát-
um saman og borðum úr skálinni.
Stundum varst þú líka að stríða mér
og mér fannst það gaman og svo
dansaði ég og söng fyrir þig á stofu-
gólfinu og þér fannst það svo
skemmtilegt.
Elsku langafi minn, nú ert þú engill
á himnum og ég get talað við þig þeg-
ar ég bið bænirnar mínar á kvöldin.
Þín
Marín Elva.
Þorvaldur Sveinn Guðjónsson
um það og var það bara ekkert til að
vera feimin við! Danni gleymdi aldrei
neinu.
Við systkinin umgengumst Danna
mikið þegar við vorum börn, því
mamma heimsótti ömmu, Danna og
Huldu frænku næstum á hverjum
laugardegi, oftast með okkur í eft-
irdragi. Ég sá Danna sjaldnar og
sjaldnar eftir því sem árin liðu.
Danni var þó duglegur að fylgjast
með okkur og sérstaklega Bjössa
bróður meðan hann spilaði körfu-
bolta með Fram, en Danni mætti á
leiki hjá honum alltaf þegar hann
hafði tækifæri og heilsu til.
Ég minnist þess þegar ég og dæt-
ur mínar tvær fórum á fögrum júlí-
degi í 75 ára afmælisveislu, að mig
minnir, til Danna á Grund. Þá var bú-
ið að baka vöfflur honum til heiðurs.
Hann var svo ánægður yfir þessari
heimsókn, gekk með okkur mæðgur
um allt og kynnti fyrir vistmönnum
og starfsfólki.
Þegar við kvöddum Danna sett-
umst við aðeins út í sólina og vorum
staðráðnar í að vera duglegri að
koma í heimsókn. Danni hafði nefni-
lega sérstaklega gaman af því að fá
heimsóknir, og líka að segja frá því
hverjir komu og hélt bókhald í hug-
anum yfir það. Því miður var það eins
og oft vill vera í þjóðfélagi hraða og
veraldarvafsturs að gamlar frænkur
og frændur eru sett aftarlega í for-
gangsröðina og aðeins heimsótti ég
Danna einu sinni eða tvisvar eftir
þetta.
Annað afmæli stendur einnig upp
úr í minningunni, en það er áttræð-
isafmæli Danna. Þá fylltist Rafveitu-
heimilið af gestum úr öllum áttum,
en þar voru komnir ættingjar, gamlir
samstarfsmenn, Framarar, starfs-
fólk Grundar o.fl. o.fl., fólk sem þótti
vænt um þennan einlæga og góða
mann og vildi heiðra hann með nær-
veru sinni. Danni ljómaði af stolti
þann dag.
Í huga mér og annarra ættingja er
þakklæti til þeirra sem sinntu Danna
vel þegar á Grund var komið. Hug-
urinn leitar til þeirra sem mest
sinntu honum og langar mig sérstak-
lega að nefna Kristján frænda, sem
sýndi Danna mikla ræktarsemi, og
síðan er mikilvægt að nefna Höllu
frænku. Ég þakka líka fyrir hönd
móður minnar en henni var umhugað
um að ég skrifaði til minningar um
Danna og þótti henni vænt um bróð-
ur sinn, en heilsu sinnar vegna hefur
hún lítið treyst sér í heimsóknir.
Ég kyssti Danna bless í síðasta
skipti þegar hann lá á spítala og var
orðinn mjög lélegur til heilsu. Ég
hélt í stóru höndina hans og þúsund
hugsanir flugu um hugann. Fyrst frá
Háaleitisbraut, síðan Búðargerðinu
og nú síðast frá Grund.
Danni er nú kominn aftur heim til
ömmu og Huldu frænku – og vonandi
hafa þau nú enska boltann eða a.m.k.
góðan Framleik í sjónvarpinu í
himnaríki.
Blessuð sé minning Danna
frænda.
Jóhanna Magnúsar- og
Völudóttir.
Elsku frændi, þegar
pabbi hringdi í mig
síðasta föstudag og sagði mér að þú
værir orðinn mjög veikur varð ég
ekki áhyggjufullur, ég tók þessum
fregnum eins og um hverja aðra
venjulega flensu væri að ræða. Þeg-
ar pabbi hringdi svo aftur seint um
kvöldið vissi ég áður en ég svaraði í
símann að eitthvað væri að, hann til-
kynnti mér svo að þú værir dáinn.
Ég á eftir að sakna mest þeirra
stunda sem þú sast með okkur og
sagðir okkur ótal sögur um allt það
sem þú hafðir upplifað í gegnum æv-
ina eins og sögurnar um vertíðarárin
í Eyjum sem best væri að gefa út á
bók. Ég hef umfram allt aldrei
kynnst neinum með jafn mikla frá-
sagnarhæfileika og þú og frásagn-
irnar fengu mann til að gleyma stað
og stund. Eina sem maður sér eftir
var að maður hefði átt að heimsækja
þig oftar. Mér fannst einnig alltaf
svo gaman að því þegar ég sagði þér
frá ýmsu sem gerðist í mínu lífi, þú
tókst undantekningarlaust málstað
minn og hvattir mig áfram, það var
Sævar Níelsson
✝ Sævar Níelssonfæddist í Mel-
gerði í Búða-
kauptúni við Fá-
skrúðsfjörð 10. apríl
1943. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 5. janúar síð-
astliðinn og var
útför hans gerð frá
Fáskrúðsfjarð-
arkirkju 12. janúar.
svo mikil einlægni yfir
stuðningi þínum og
maður öðlaðist trú á
því sem maður sagði
og gerði.
Lífið er einu sinni
þannig að menn eiga
að læra af þeim sem
maður kynnist og þeg-
ar merkileg persóna
eins og þú hverfur á
braut þarf maður að
taka það góða sem þú
gafst manni og nýta
sér til framdráttar.
Hreinskilni og ein-
lægni og það að koma jafnt fram við
alla er það sem maður verður að til-
einka sér og að leggja sig fram við að
koma öðrum til að brosa.
Allir sem kynntust þér munu
sakna þín en mikilvægast er að brosa
þegar hugsað er til þín því þú myndir
aldrei taka annað í mál. Miðað við
það hvernig þú komst fram finnst
mér Hávamál eiga mjög vel við. Lífs-
reglur þínar voru í anda sumra
þeirra og þar sem ég leit meira á þig
sem vin en frænda í seinni tíð þá
finnst mér þær lífsreglur sem lagðar
voru í Hávamálum eiga vel við þig:
Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf.
Hlátur við hlátri
skyli höldar taka
en lausung við lygi.
Hvíldu í friði, elsku frændi, þú
varst einstakur.
Þinn frændi,
Reynir Svavar Eiríksson.