Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 34

Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi, þegar við systurnar sitjum sam- an og erum að reyna að setja saman síðustu kveðju okkar til þín, er erfitt að koma að því orðum. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar og samverustundirnar. Við höfum rifjað upp margar góðar og skemmtilegar stundir með þér en það er erfitt að koma þeim á blað þó svo að þær hafi glatt okkur mikið. Við fundum þetta ljóð sem segir allt sem við viljum segja. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Rut Þorgeirsdóttir.) Minning þín mun alltaf vera með okkur, guð geymi þig elsku afi. Sólveig María, Kristín, Svava og Agnes Helga. Bubbi frændi var yngsti bróðir pabba og mér kær og góður. Margar eru minningarnar, einkum úr KR og man ég hann á fimleikasýningu í Bárunni. 1941 urðu KR-ingar Ís- landsmeistarar í knattspyrnu sem oftar, í liðinu voru bræðurnir þrír Sigurjón, Óli B. og Guðbjörn. Bubbi var góður varnarmaður enda fékk hann viðurnefnið Grimmilíus. Hann lék fótbolta í Danmörku, líka í Frakklandi í liði með Alberti Guð- mundsyni. Oft tók hann mig með sér á skíði í Skálafellið og Hveradali. Eitt skiptið fórum við á milli jóla og nýárs og urðum veðurteppt í viku vegna ófærðar. Naut ég þess líka þegar hann var í Kaupmannahöfn og ég bara unglingur. Árið 1948, er ég var í London og hann kom til að horfa á Ólympíuleikana, bauð hann mér með sér sem er mér ógleym- anlegt. Bubbi var lánsamur er hann hitti Siggu sína 1954 og hún varð lífs- förunautur hans, enda er hún ynd- isleg, dugleg, trygg og góð, og var Bubbi líka stoltur af Siggu sinni, börnum og barnabörnum. Bubbi ólst upp í Stóra-Skipholti, Grandavegi 36 á Bráðræðisholtinu. Systkinin voru sex og Bubbi kveður okkur síðastur af þeim og nú er ég elst af Skipholtsættinni. Þakklát er ég hversu góð amma mín, Þórunn Helga, og afi Jón voru, líka föður- systkinin þau Hákon, Eygló, Óli B. og Bubbi. Þau voru við mig eins og ég væri ein af þeim, sýndu mér alltaf skilning, tryggð og kærleik. Við barnabörnin urðum 13 og átti Bubbi flest, alls fjögur. Söknuður okkar allra er mikill og við þökkum fyrir Guðbjörn Jónsson ✝ Guðbjörn Jóns-son fæddist í Reykjavík 19. mars 1921. Hann lést 2. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 12. janúar. allt gott. Guð blessi þig og fjölskyldu þína og varðveiti. Þín bróðurdóttir, Svava Sigurjónsdóttir. 4. flokkur Fram var mættur til leiks á KR- vellinum, nú skyldi tekið á öllu sínu gegn jafnöldrum okkar Vesturbæingunum í knattspyrnuliði KR. Það var nokkuð liðið á sumarið 1953, ég var á ellefta ári og taldi mig færan í flestan sjó enda í nýjum fótboltaskóm sem elsti bróðir minn, þá í farmennsku, hafði keypt erlendis. Að vísu voru skórnir nokk- uð stórir á mig enda gerði þjálfari KR-inga, Guðbjörn Jónsson, miklar athugasemdir í hálfleik við fótabún- að minn. Ég mundi manninn fyrir festu hans og fas og ekki síst að gera athugasemdir við mína stóru og nýju fótboltaskó. Það leið rúmur áratugur þar til ég hitti Guðbjörn aftur í því merka húsi Stóra-Skipholti við Grandaveg þar sem konuefnið mitt bjó, dóttir Óla B. Í því merka húsi þar sem einstakur íþróttaandi ríkti, enda höfðu bræð- urnir fjórir leikið með KR-liðinu í knattspyrnu frá unga aldri. Það var einstakur kærleikur á milli þeirra systkina enda oft glatt á hjalla þegar þau hittust ásamt mökum, börnum og tengdabörnum. Ég minnist þess hvað Guðbirni var skemmt þegar ég rifjaði upp mín fyrstu kynni af hon- um á KR-vellinum. Hann hafði ein- staka frásagnarhæfileika enda hreif hann alla með sér og var hrókur alls fagnaðar. Við minnumst góðs drengs, frænda og vinar og þökkum góða samfylgd. Við sendum Sigríði Maríu, börn- um og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. María Óladóttir, Guðmundur Hallvarðsson. Bræðurnir frá Stóra-Skipholti á Grandaveginum, Hákon, Sigurjón, Óli B. og Guðbjörn Jónssynir, voru allir þekktir KR-ingar og Vesturbæ- ingar. Nú er sá síðasti þeirra fallinn frá. Guðbjörn lést 2. janúar, áttatíu og fimm ára. Þeir náðu allir háum aldri og voru sprækir og hressir fram á sín síð- ustu ár. Um þessa bræður og þeirra kynslóð mætti skrifa heila bók og þá um Guðbjörn einan ef því væri að skipta. Slíkur var ferill hans og þjóð- sögurnar sem um hann mynduðust. Guðbjörn lét að sér kveða sem ungur maður í íþróttum. Vann til verðlauna í skíðagöngu og hnefaleik- um en var þó fyrst og fremst þekkt- ur sem knattspyrnumaður. Fyrir miðja síðustu öld haslaði hann sér völl og var margfaldur Íslandsmeist- ari og komst í landslið. Hann lék í stöðu bakvarðar og gekk undir nafn- inu Grimmelíus, sjálfsagt vegna þess að hann þótti harður í horn að taka og kappsfullur. Það kom líka fram þegar hann tók að sér þjálfun og liðsstjórn, einkum hjá KR en einnig hjá öðrum félögum. Hann barði í menn baráttuanda og þær voru frægar og eftirminilegar ræðurnar sem hann flutti yfir lærisveinum sín- um. Það var sko ekkert hjal. Hann var einbeittur og agaður þegar hann las yfir leikmönnum og maður hafði það á tilfinningunni að þessi maður gæti unnið hvað sem er, bara með því einu að standa á hlið- arlínunni og hvetja sína menn. Enda tókst honum að landa mörgum sigr- unum og bikurunum með persónu sinni og leiftrandi keppnisanda. Guðbjörn var klæðskeri að mennt, var sjálfur jafnan vel til fara, eins og þeir bræður allir. Sjentilmenn og smekkvísir. En mest og best var þó að kynn- ast Guðbirni sem húmorista af guðs náð. Þau eru ófá tilefnin og tækifær- in sem mér gafst til að hlusta á ræð- ur Guðbjörns Jónssonar á góðra vina fundum, þar sem hann fór á kostum og salurinn bergmálaði af hlátrasköllum undir ræðum hans. Ógleymanlegar stundir. Frábær fé- lagi. Guðbjörn gaf lífinu lit, auðgaði umhverfi sitt og var persónuleiki sem seint mun gleymast þeim sem umgengust hann. Ég átti því láni að fagna að vera nábúi hans og fjölskyldunnar í nokk- ur ár, kynntist þar konu hans og börnum, sem öll voru og eru heið- arlegar, hjartahlýjar og yndislegar manneskjur. Eins og Guðbjörn. Ég flyt þeim öllum samúðarkveðj- ur og get fullvissað þau um að minn- ing Guðbjörns mun lengi lifa. Ellert B. Schram. Kveðja frá KR Guðbjörn Jónsson, eða Bubbi eins við KR-ingar kölluðum hann, var einn þeirra manna sem mest mótuðu ásýnd KR stóran hluta síðustu ald- ar. Bubbi lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk í knattspyrnu árið 1940. Hann lék með meistaraflokki í 18 ár frá 1940 til 1957, varð sex sinn- um Íslandsmeistari og var valinn í landsliðið. Aðeins einn maður hefur leikið lengur með meistaraflokki KR en Bubbi. Eftir að Bubbi hætti að spila tók hann til við þjálfun og dómgæslu. Hann þjálfaði marga flokka og mörg lið og gerði KR m.a. að Íslands- meisturum árið 1965 og bikarmeist- urum árið eftir. Auk síns langa og farsæla ferils í knattspyrnu keppti Bubbi fyrir KR og vann titla í hnefa- leikum, fimleikum og skíðagöngu. Bubbi og eldri bræður hans þrír sem allir eru látnir, þeir Óli B., Sigurjón og Hákon, unnu samanlagt á þriðja tug Íslandsmeistaratitla í knatt- spyrnu fyrir KR, sem leikmenn og þjálfarar. Þeir hafa allir verið sæmd- ir gullmerki KR auk margra ann- arra viðurkenninga. Með Bubba eru þeir allir gengnir, bræðurnir úr Stóra-Skipholti á Bráðræðisholtinu, bræðurnir sem eiga stærri hluta í glæsilegri afrekssögu knattspyrnu í KR en nokkur önnur fjölskylda. Blessuð sé minning þeirra allra. Guðbjörn Jónsson var ekki bara litríkur knattspyrnumaður. Hann var líka ein skemmtilegasta og lit- ríkasta persóna KR á sinni tíð, mikill sögumaður og fyndinn. Um árabil var Bubbi nánast ómissandi ræðu- maður á flestum samkomum KR- inga. Síðustu starfsár sín starfaði Bubbi sem húsvörður í KR-heim- ilinu og miðlaði þá óspart af reynslu sinni til ungra knattspyrnumanna. Það má því segja að Bubbi hafi verið nær órjúfanlegur hluti af KR í hart- nær 70 ár. KR á Guðbirni Jónssyni mikið að þakka og þeir eru margir KR-ing- arnir sem munu minnast hans lengi. KR óskar Sigríði eiginkonu Guð- björns og börnum velfarnaðar og færir þeim innilegustu samúðar- kveðjur félagsins. Guðjón Guðmundsson, formaður KR. Hinn 2. janúar sl. lést heiðurs- maðurinn, Vesturbæingurinn og eðal-KR-ingurinn Guðbjörn Jóns- son. Hann var yngstur bræðranna frá Stóra-Skipholti á Bráðræðisholtinu, vestast í Vesturbænum, þar sem nú er Grandavegur og sá seinasti þeirra sem kveður þennan heim. Hinir voru Sigurjón, Hákon og Óli B., allt þekktir KR-ingar og afreks- menn í íþróttum, sérstaklega knatt- spyrnu. Guðbjörn lék með meistaraflokki KR í knattspyrnu um árabil og vann það fágæta afrek að verða 6 sinnum Íslandsmeistari í meistaraflokki. Að loknum farsælum ferli sem leikmaður tók hann að þjálfa yngri flokka félagsins og það var þar sem leiðir lágu fyrst saman árið 1956 þegar undirritaður mætti 10 ára gamall á sína fyrstu æfingu hjá 4. flokki KR. Guðbjörn þjálfaði einnig meist- araflokk félagsins með góðum ár- angri, skilaði bæði Íslands og bik- armeistaratitli í hús auk fjölda annarra titla. Hann lauk svo starfsævinni hjá fé- laginu sínu, en hann starfaði sem húsvörður í KR-heimilinu frá árinu 1979 og fórst það vel úr hendi eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. En hann var ekki aðeins afreks- maður í íþróttum. Guðbjörn var drengur góður, hvers manns hug- ljúfi, með leiftrandi húmor og tæki- færisræður hans þóttu ómissandi þegar KR-ingar gerðu sér glaðan dag hér á árum áður, enda komu menn ekki að tómum kofunum hjá Guðbirni við þau tækifæri. Undirritaður þakkar áratuga vin- skap, sem aldrei bar skugga á og jafnframt forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera Guðbirni samferða um skeið og er hann kvaddur með virðingu og söknuði. Sárastur er þó söknuður hans nánustu, eiginkonu, barna, tengda- barna og barnabarna og eru þeim og öðrum ástvinum sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðbjörns Jónssonar. Guðmundur Pétursson. Í dag kveðjum við KR-ingar mæt- an félaga, Guðbjörn Jónsson. Í ára- tugi var hann einn af máttarstólpum félagsins. Fyrst sem leikmaður, þá þjálfari og að lokum húsvörður í íþróttahúsum KR. Öll þessi störf leysti Bubbi af einstakri vandvirkni og samviskusemi, sem verður seint þakkað. Ég man fyrst eftir Bubba á gamla Melavellinum, sem leikmanni í meistaraflokki KR. Hann var bak- vörður, mjög fljótur, sparkviss, ákveðinn og fastur fyrir, enda gekk hann undir gælunafninu Grimmilíus hjá okkur hinum yngri og var sjálfur bara stoltur af. Seinna lékum við saman í liði, þar sem hann var að ljúka sínum knattspyrnuferli, en ég rétt að byrja. Ég var einn af þeim fjölmörgu KR-ingum, sem Bubbi kenndi knatt- spyrnu og hafði hann mikil og já- kvæð áhrif á okkur ungu leikmenn- ina og átti þátt í að móta lífsviðhorf okkar. Ég man enn glögglega, þó að rúmlega 50 ár séu liðin, þegar Bubbi. þá þjálfari 2. aldursfokks, rak mig af æfingu og lét mig í tveggja vikna bann fyrir óprúðmannlega framkomu. Viku seinna hitti ég svo þjálfarann á förnum vegi. „Af hverju hefur þú ekki mætt?“ spurði hann. „Nú, ég er í straffi í hálfan mánuð,“ var svarið. „Hvað ertu búinn að vera lengi?“ var þá spurt. „Í eina viku.“ Þá sagði þjálfarinn. „Mættu í kvöld, þú ert hér með náðaður fyrir góða hegðun.“ Bubbi var nefnilega fær í mannlegum samskiptum. Hann kunni á okkur lagið og náði vel til nemenda sinna. Á þessum tíma, þeg- ar við æfðum undir leiðsögn Bubba, kenndi hann okkur fleira en bara knattspyrnu. Hann æfði okkur í ræðumennsku, kenndi knattspyrnu- lögin, samskipti við veikara kynið og ýmislegt fleira gagnlegt. Bubbi varð svo þjálfari meistaraflokks KR 1965 og undir hans stjórn urðum við bæði Íslands- og bikarmeistarar. Við munum allir þrumuræður hans fyrir leiki og í hálfleik, þar sem hann byggði upp sjálfstraustið, samstöð- una og keppnisandann af slíkri mælsku og andagift að það lét engan ósnortinn. Það voru því ekki bara ellefu einstaklingar, sem hófu leik- inn fyrir KR, heldur samstillt og öfl- ug liðsheild mótuð af einbeitni og sigurvilja þjálfarans. Bubbi var einstakt snyrtimenni og var jafnan fínn og flottur til fara. Þá var hann sérlega hæfur og snjall ræðumaður. Hann var hnyttinn, gerði oft góðlátlegt grín að sjálfum sér og allar hans mörgu sögur urðu einhvern veginn stærri og litríkari en annarra. Ég kveð Guðbjörn Jónsson með þakklæti, vináttu og virðingu. Hans verður sárt saknað í röðum okkar KR-inga, en minningin um góðan dreng og frábæran félaga lifir. Ég sendi fjölskyldu Guðbjörns hug- heilar samúðarkveðjur. Sveinn Jónsson. Nú er afi dáinn. Afi Bubbi var góður en hann var lasinn og amma Sigga hugsaði vel um hann. Afi kenndi okkur fótbolta en best var bara að eiga afa Bubba. Nú er afi á himnum að spila fótbolta með bræðrum sínum. Við söknum afa og elskum hann. Guðbjörn (Bubbi), Ársól, Friðrik Kári og Daníel Örn. HINSTA KVEÐJA Síðan mér bárust þær harmafréttir að Jón frændi minn væri látinn, hafa myndir minninganna hrannast upp í huganum og mynda þar nokkurs konar minninga- bók. Mig langar að fletta aðeins í gegnum hana hér. Ég man að við Jón fórum gjarnan saman með ömmu og afa austur á Kirkjubæjarklaustur þar sem margt var brallað. Minnisstæðust er ferð okkar upp á Systrastapa þegar við vorum líklegast tíu og tólf ára gaml- ir. Við vorum við það að gefast upp þegar Jón sagði að amma hefði kom- ist alla leið og við mættum nú ekki vera minni menn. Þetta var nóg, við rukum upp og vorum að springa úr stolti þegar þangað var komið. Við áttum líka nokkrar spennuþrungnar ferðir að Skaftá, í nágrenni sum- arbústaðar ömmu og afa, en ég ætla ekki að lýsa þeim hér. Ég man þegar við vorum orðnir aðeins eldri. Jón var kominn með bíl- próf og hafði keypt sér Fiat Uno. Þá var ég líklega 15 eða 16 ára. Einn daginn fór ég með honum út að Garðskagavita. Þar stöðvaði Jón bíl- inn og sagði: „Nú keyrir þú“. Litla hjartað mitt tók kipp, ég settist und- ir stýri og undir leiðsögn Jóns keyrði ég bíl í fyrsta sinn. Það má fylgja Jón Ægisson ✝ Jón Ægissonfæddist í Kefla- vík 4. september 1969. Hann lést á heimili sínu 3. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavík- urkirkju 12. janúar. með að ég hafði aldrei orðið jafn bílhræddur. Ég man að talsvert síðar var ég að leita mér að íbúð og fékk loks eina leigða sem var, fyrir einskæra til- viljun, við hliðina á íbúð Jóns. Samgangur var að vonum mikill og þá sérstaklega á milli sonar míns og Ástþórs Inga, sem hlupu í ærslafullum leikjum milli íbúða. Ég man eftir því þegar Jón og fjölskylda hans fluttu á Tunguveginn. Ég hjálpaði til við flutningana og þegar við Jón vorum að burðast með tvíbreiða rúmdýnu upp á efri hæðina, festist hún í stig- anum miðjum og það leit ekki út fyr- ir að við kæmumst með hana lengra. Með herkjum náðum við dýnunni niður aftur og ákváðum að verða okkur úti um spotta til að hífa hana upp á svalir. Það gekk eftir talsvert puð en þá voru góð ráð dýr því svala- dyrnar voru of lágar. Okkur til mik- ils léttis tókst okkur með lagni að koma henni inn. Þetta eru bara nokkrar af fjöl- mörgum minningum sem ég á um Jón. Allar eru þær góðar enda var Jón einn fárra manna sem ég hef skilyrðislaust litið upp til um ævina. Mér finnst sárt til þess að hugsa að minningabókin skuli þurfa að enda hér. Elsku Ástþór og Berglind, amma og afi, Stebbi, Ægir og Sússa, megi Guð veita ykkur styrk í gegnum erf- iða tíma. Ég og fjölskylda mín send- um ykkur innilegar samúðarkveðjur. Elías Þór Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.