Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 35
Það var í septem-
ber árið 1967 að ég
kom í fyrsta sinn
heim að Engimýri 11
eftir að hafa fylgt heimasætunni
heim af balli. Þá kom ég aðeins á
útidyratröppurnar og sá engan
annan en Unu og hafði sennilega
engan áhuga á öðru. Í næsta skipti
var mér boðið í eldhúsið og hitti þá
húsmóðurina, sem óðara var búin
✝ Jóna Gróa Að-albjörnsdóttir
fæddist á Unaósi í
Hjaltastaðaþinghá
5. október 1923.
Hún lést á dval-
arheimilinu Hlíð 8.
janúar síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Akureyr-
arkirkju 18. janúar.
að dekka borð og
bjóða í kaffi. Mér var
sem sagt strax vel
tekið. Jóna húsfreyja
var gamansöm, hlát-
urmild, létt á fæti og
stjórnaði sínu heimili.
Sigurliði rólegur og
varkár en ákaflega
traustur eins og þau
bæði. Eftir þetta varð
Engimýrin mitt ann-
að heimili og þaðan
hafði ég Unu á brott
með mér.
Eftir nokkurra ára
Reykjavíkurdvöl fluttum við Una
aftur norður og bjuggum fyrsta árið
hjá tengdaforeldrunum og fengum
svefnaðstöðu á nýuppgerðu loftinu.
Þegar við fluttum inn var frum-
burðurinn kominn hátt á annað ár-
ið. Þá kom í ljós að amman var held-
ur eftirlátssamari en ungu
foreldrarnir, en allt fór þó vel. Jóna
var félagslynd og sem heimavinn-
andi saumakona komu viðskiptavin-
irnir, sem allt voru konur að mig
minnir, oft í mátun og þá var gefið
kaffi og spjallað.
Jóna var fíngerð kona en ákveðin,
til dæmis ákvað hún, þá orðin harð-
fullorðin, að taka bílpróf þegar hún
sá fram á að eiginmaðurinn sem var
12 árum eldri yrði ef til vill ekki
endalaust fær til aksturs – enda fór
svo. Jóna virtist oft vita lengra en
nef hennar náði því það kom oftar
fyrir en einu sinni að eftir góðan lúr
gengi hún rakleiðis að týndum hlut-
um.
Þegar aldurinn færðist yfir Jónu
fór minnið að gefa sig eins og geng-
ur. Hún reyndi þó að fela það eins
og kostur var á. Hún átti erfitt með
að sætta sig við að verða að hætta
að keyra og þóttist til síðasta dags
einfær um að bjarga sér. Að lokum
fór hún samt á dvalarheimili aldr-
aðra, fyrst í Skjaldarvík og síðan í
Hlíð. Starfsfólki þar eru þökkuð öll
notalegheit í hennar garð og okkar
Unu.
Líf okkar Jónu var samþætt í tæp
fjörutíu ár. Hún og þau Sigurliði
bæði reyndust dætrum okkar góð
amma og afi. Ég er þakklátur fyrir
það og samfylgdina í gegnum árin.
Þau skilja eftir góðar minningar.
Þórir Haraldsson.
Mig langar til að minnast ömmu
minnar, Jónu Aðalbjörnsdóttur,
með örfáum orðum. Þegar ég var að
alast upp var amma alltaf til staðar.
Sem lítilli stelpu treysti hún mér til
að leika mér að því merkilegasta
sem hún átti að mínu mati, títu-
prjónunum sínum og seglinum
góða. Mér fannst þessi undur mikil
stórmerki og dundaði mér enda-
laust við að raða prjónunum á seg-
ulinn, taka þá af og raða þeim á nýj-
an leik án þess að stinga mig.
Þegar ég varð eldri fórum við
amma saman og fengum okkur göt í
eyrun á rakarastofu í Hafnarfirði,
ef ég man rétt. Ég fékk rauða
steina í eyrun en hún dökkbleika.
Það var styrkur að hafa ömmu með
á slíkum stundum. Sem unglingur
nýtti ég saumakunnáttu ömmu
óspart og alltaf tókst henni að púsla
saman sniðum sem samræmdust
þeim teikningum sem ég hafði
dregið upp. Þetta var mikill kostur í
litlu, einsleitu bæjarfélagi eins og
Akureyri þar sem úrvalið var ekki
mikið.
Ég dáðist mikið að ömmu þegar
hún hætti eftir 50 ár að reykja. Þó
svo að nú séu liðin mörg ár síðan
það gerðist er ég enn stolt af henni
að hafa tekið þessa ákvörðun og
geta staðið við hana allar götur síð-
an.
Seinustu löngu stundirnar sem
við amma áttum saman voru frá
áramótum til hausts árið 2002, þeg-
ar ég var að vinna á Akureyri. Ég er
þakklát fyrir það tækifæri sem mér
þá gafst til að vera með ömmu í ró
og næði. Það eru einmitt þessar
stundir sem mér eru efstar í huga í
dag. Minningar mínar um ömmu
eru ljúfar og ég sakna hennar sárt.
En ef ég þekki hana rétt hefur hún
nú þegar fundið sér heitan ofn til að
halla sér að með kaffibollann sinn
og fylgist með okkur hinum.
Með þakklæti fyrir samfylgdina.
Rósa Rut Þórisdóttir.
Jóna Gróa
Aðalbjörnsdóttir
„Með Aðalsteini er
genginn einhver besti
Rótarýmaður sem ég
hef kynnst.“ Þessi voru viðbrögð
eins Rótarýfélaga míns er honum
bárust tíðindin af andláti Aðal-
steins Sigurðssonar fiskifræðings.
Undir þessi orð höfum við margir
félagar í Rótarýklúbbi Seltjarnar-
ness tekið.
Aðalsteinn Sigurðsson var ald-
ursforsetinn í Rótarýklúbbi Sel-
tjarnarness er hann lést, níræður
að aldri. Hann hafði gengið til liðs
við klúbbinn árið 1973, tveimur ár-
um eftir stofnun hans. Hann var
forseti klúbbsins 1977–78.
Í forsetatíð hans var Albertsbúð
í Gróttu afhent klúbbnum til varð-
veislu og afnota og gekk Aðalsteinn
frá því máli af alkunnri nákvæmni.
Hugsunin var sú að klúbburinn
skyldi endurreisa og halda við síð-
ustu minjum útgerðar á Seltjarn-
arnesi.
Aðalsteinn hlaut Paul Harris-við-
urkenningu hreyfingarinnar 1989.
Hann var einstaklega vel að sér í
lögum og reglum Rótarý og um-
fram allt hafði hann tileinkað sér
rækilega hugsjón hreyfingarinnar
um „þjónustu ofar eigin hag.“ Þó
að Aðalsteinn kynni reglur Rótarý
flestum betur lét hann einhvern
tíma svo ummælt að Rótarýmaður
ætti í raun ekki að þurfa að skila
inn mætingarkorti ef hann sækti
fundi hjá öðrum klúbbi, eins og
reglur kveða á um. Afstaða Að-
alsteins var sú að sannur Rótarým-
aður myndi aldrei segja ósatt um
slíkt og því væri kortið í raun
óþarft.
Aðalsteinn var réttsýnn maður
og hann barðist ötullega fyrir því
að konum yrði veittur aðgangur að
klúbbnum og það gladdi hann þeg-
ar kona var í desember síðastliðn-
um í fyrsta sinn kosin verðandi for-
seti klúbbsins.
Aðalsteinn gerði málefni Rótarý-
sjóðsins oft að umtalsefni og taldi
mikilvægt að félagar kynnu skil á
því hve mikilvægt mannúðarstarf
væri unnið þar. Undantekingalítið
lauk Aðalsteinn máli sínu með því
að ganga til gjaldkera klúbbsins og
færa honum peningaupphæð í sjóð-
inn.
Aðalsteinn lagði sig mjög fram
um að kynna nýliðum í klúbbnum
grundvallarhugsjónir hreyfingar-
innar. Þegar hann gegndi nefnd-
Aðalsteinn Sigurðsson
✝ Aðalsteinn Sig-urðsson fæddist
á Ánastöðum í
Sölvadal í Eyjafirði
13. júní 1916. Hann
lést á líknardeild
Landakots að
morgni gaml-
ársdags síðastliðins
og var jarðsunginn
frá Seltjarnar-
neskirkju 8. janúar.
arformennsku innan
klúbbsins bauð hann
nefndarmönnum
gjarnan heim til sín
þar sem hans ágæta
eiginkona Ástrún
Valdimarsdóttir bauð
jafnan upp á veiting-
ar.
Aðalsteinn var
ágætlega hagmæltur
og kunni ógrynnin öll
af vísum. Flestar
þessar vísur lærði
hann á barns- og ung-
lingsárum og tók
hann sig til og handskrifaði þær
upp eftir að hann hætti að vinna.
Munu þær vera um sex hundruð
talsins. Margar þeirra hefur hann
gefið út í litlum fjölrituðum heftum.
Á löngum vetrardögum í af-
skekktri sveit Saurbæjarhrepps í
Eyjafirði hafði hann vanist við að
kveðast á, þar sem það var harla
fábrotið sem fólk hafði til afþrey-
ingar „þegar stórhríðin barði bæ-
inn og gluggarnir fylltust jafnóðum
af fönn þó að ofan af þeim væri
tekið. Þá var hálfdimmt í bænum
enda ljósmetið sparað til hins ýtr-
asta eins og reyndar allt annað,
sem einhver leið var að spara,“ eins
og Aðalsteinn hefur sagt um upp-
vaxtarár sín.
Fjárhagsaðstæður Aðalsteins
voru mjög erfiðar lengi framan af
ævi og vann hann við ýmis störf áð-
ur en hann seint um síðir gat hafið
menntaskólanám.
Stúdentsprófi lauk hann frá MA
29 ára að aldri. Þaðan lá leiðin til
Kaupmannahafnar þar sem hann
lagði stund á dýrafræði með
áherslu á fiskifræði og lauk mag.
scient-prófi í júní 1954.
Í Danmörku kynntist hann fyrri
konu inni Carla Marie og eignuðust
þau dótturina Guðnýju. Var þá oft
þröngt í búi, m.a. vegna þess að
reglur um yfirfærslur gjaldeyris
voru það strangar að hann fékk að-
eins yfirfært það sem dugði einum
til framfærslu. En samvisku- og
iðjusemi Aðalsteins kom honum til
hjálpar á minnistæðan hátt.
Það var einhvern sunnudags-
morguninn er Aðalsteinn var við
nám við Teknisk skole i Fredriks-
havn að hann kvaðst ekki hafa get-
að sofið fyrir fjárhagsáhyggjum.
Meðan félagar hans voru allir
steinsofandi fór hann fram á rann-
sóknarstofu og fór að greina botn-
dýralirfur, sem voru þar í kæliskáp.
Þá hittist svo á að kennari Að-
alsteins, dr. Gunnar Thorsson, kom
þar að og varð svo hrifinn af sjá
svona áhugasaman nemanda sitja
við smásjána snemma á sunnudags-
morgni að hann sagði að Aðalsteinn
yrði að koma til sín á sérstakt
botndýralirfunámskeið næsta sum-
ar. Þegar Aðalsteinn taldi tormerki
á því af fjárhagsástæðum beitti
Gunnar sér fyrir því að Aðalsteinn
fékk námsstyrki svo fjárhag hans
var nægilega borgið til að hann gat
lokið námi sínu með sóma.
Sagan er dæmigerð fyrir dugnað
Aðalsteins og er óhætt að segja að
hann hafi aldrei etið letinnar brauð.
Heim kominn varð Aðalsteinn með-
al virtustu fræðimanna okkar á
sviði fiskifræði og starfaði lengst af
við Hafrannsóknastofnun.
Á Seltjarnarnesi kom Aðalsteinn
mjög að bæjarmálum og var m.a.
formaður skólanefndar og bygging-
arnefndar Valhúsaskóla. Sat einnig
í náttúruverndarnefnd um árabil.
Með honum og föður mínum,
Jóni Gunnlaugssyni lækni (1914–
1997), tókst ágæt vinátta og unnu
þeir saman að ýmsum velferðar-
málum Seltjarnarnesbæjar þó að
ekki tilheyrðu þeir sömu pólitísku
fylkingunni. En Rótarýhugsjónina
áttu þeir sameiginlega. Aðalsteinn
sýndi föður mínum mikla ræktar-
semi þegar hrumleiki var tekinn að
hamla för pabba og kom þá oft og
sótti hann.
Fyrir þá ræktarsemi og vináttu
vil ég nú þakka því hennar hef ég
einnig notið ríkulega svo og Guð-
rún Helga, kona mín.
Ástrúnu, eftirlifandi konu Aðal-
steins, og öðrum ástvinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa minningu hins
góða drengs Aðalsteins Sigurðsson-
ar.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs Sel-
tjarnarness,
Gunnlaugur A. Jónsson.
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
3 9 3 1 0 5 0 3 2 1 6 2 8 3 0 1 3 6 3 9 8 2 5 5 0 8 7 6 5 9 6 1 0 6 9 8 4 1
6 5 8 1 0 5 9 1 2 1 7 9 9 3 0 6 8 3 4 0 3 6 7 5 1 3 4 5 6 0 4 7 8 6 9 9 8 2
8 8 8 1 0 5 9 7 2 1 8 0 7 3 0 8 2 5 4 0 5 3 0 5 1 4 0 6 6 0 8 0 6 7 0 3 6 4
1 1 4 6 1 0 7 7 2 2 1 8 4 9 3 1 1 1 8 4 0 7 5 5 5 1 9 0 1 6 1 3 0 9 7 0 9 0 4
1 2 3 8 1 1 9 7 0 2 2 0 3 8 3 1 2 9 0 4 1 0 1 9 5 1 9 8 2 6 1 3 6 2 7 1 0 1 7
1 3 6 7 1 2 2 3 6 2 2 1 6 2 3 1 3 1 0 4 1 8 1 9 5 2 9 8 6 6 1 7 3 3 7 2 0 9 5
1 5 2 6 1 2 3 5 0 2 2 4 7 2 3 1 8 5 4 4 2 2 0 4 5 2 9 8 8 6 2 2 9 4 7 2 5 5 6
1 8 0 8 1 2 8 6 1 2 2 5 9 3 3 1 9 1 1 4 2 3 5 0 5 3 0 3 3 6 2 3 2 4 7 2 6 1 9
1 8 9 8 1 2 9 6 7 2 3 8 3 3 3 2 1 0 0 4 2 4 0 1 5 3 0 4 4 6 2 5 1 7 7 3 8 5 8
1 9 3 5 1 3 6 1 7 2 4 1 6 7 3 3 6 4 4 4 2 8 3 7 5 3 2 8 7 6 4 3 7 7 7 4 4 6 1
2 0 9 3 1 4 4 7 2 2 4 8 7 6 3 4 0 7 4 4 3 3 3 9 5 3 3 6 6 6 4 3 9 8 7 4 4 6 4
2 6 0 3 1 5 3 0 7 2 5 7 8 5 3 4 0 7 7 4 3 5 3 8 5 3 3 6 9 6 4 7 8 6 7 4 9 7 1
2 6 4 5 1 5 6 5 6 2 5 8 0 4 3 4 3 8 0 4 3 5 9 4 5 3 6 3 0 6 4 8 0 4 7 5 1 7 5
2 7 4 2 1 6 1 6 4 2 6 4 0 7 3 4 5 4 1 4 4 8 4 7 5 3 7 6 1 6 4 8 3 3 7 5 7 7 4
3 0 4 3 1 6 2 0 3 2 6 4 1 3 3 4 5 5 4 4 6 0 4 0 5 4 1 9 8 6 4 9 8 9 7 6 2 9 5
3 2 3 4 1 6 2 3 4 2 7 0 9 2 3 4 5 5 6 4 6 2 0 5 5 4 3 5 7 6 5 7 6 6 7 6 3 6 2
3 5 9 5 1 6 6 4 6 2 7 1 2 9 3 4 5 8 0 4 6 6 9 5 5 4 3 5 8 6 6 2 3 8 7 6 3 8 3
4 0 6 9 1 6 9 0 9 2 7 1 8 3 3 4 6 2 3 4 6 9 3 4 5 5 3 2 4 6 6 5 0 0 7 6 4 4 9
4 1 7 3 1 8 0 0 7 2 7 2 5 1 3 4 9 9 3 4 7 5 6 2 5 5 5 2 7 6 6 9 7 3 7 6 8 5 2
4 6 6 1 1 8 5 1 1 2 7 4 1 0 3 5 2 4 0 4 7 7 9 6 5 6 3 7 3 6 7 2 6 3 7 7 5 7 3
4 6 7 7 1 8 9 5 2 2 7 4 3 8 3 5 9 4 6 4 7 8 2 3 5 6 4 5 5 6 7 3 8 2 7 8 2 9 2
4 7 5 8 1 9 0 3 8 2 7 6 5 1 3 6 0 1 5 4 7 9 0 6 5 6 5 2 0 6 7 8 3 9 7 8 2 9 8
5 2 6 2 1 9 0 8 3 2 7 9 1 3 3 6 0 9 0 4 8 6 3 1 5 6 5 7 0 6 7 8 7 3 7 8 5 5 3
5 9 2 8 1 9 2 5 1 2 8 2 6 6 3 6 6 5 4 4 8 9 3 6 5 6 9 6 5 6 8 2 1 9 7 8 7 2 8
5 9 5 8 1 9 4 1 3 2 8 3 2 0 3 7 0 8 7 4 9 0 4 7 5 7 6 0 3 6 8 8 1 0 7 9 5 3 1
6 8 5 7 1 9 5 5 6 2 8 9 8 6 3 7 1 8 1 4 9 1 6 4 5 7 6 7 7 6 8 8 2 5 7 9 8 5 4
7 2 4 4 1 9 6 4 2 2 9 0 0 1 3 7 2 2 9 4 9 7 3 6 5 7 7 0 2 6 8 8 8 3
7 3 3 8 1 9 7 5 8 2 9 4 2 6 3 7 5 9 6 4 9 7 8 9 5 7 7 5 6 6 8 9 8 6
8 1 9 4 1 9 9 6 7 2 9 5 0 9 3 9 1 9 3 5 0 3 3 2 5 8 4 9 1 6 9 0 3 8
8 9 7 9 2 0 0 1 2 2 9 7 5 3 3 9 2 1 5 5 0 4 2 1 5 8 5 2 1 6 9 3 3 2
9 6 2 8 2 0 3 9 8 2 9 7 6 3 3 9 4 1 3 5 0 5 2 7 5 8 8 0 4 6 9 3 3 7
1 0 1 9 9 2 0 8 5 5 2 9 9 2 0 3 9 4 8 6 5 0 7 2 5 5 9 4 6 0 6 9 6 1 0
Næstu útdrættir fara fram 25. janúar & 1. febrúar 2007
Heimasíða á Interneti: www.das.is
V i n n i n g a s k r á
38. útdráttur 18. janúar 2007
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 0 0 4 1
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
2 9 9 8 0 3 2 1 1 4 6 9 4 7 4 7 7 4 7 0
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3880 12104 16501 26073 37966 56377
10541 14063 24690 34872 46625 62923
V i n n i n g u r
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
4 9 2 8 0 8 4 2 0 4 9 2 3 1 6 6 5 4 4 3 1 5 5 2 8 9 6 6 5 5 8 3 7 3 8 9 2
1 5 8 7 8 6 4 7 2 3 9 5 5 3 1 9 3 4 4 6 0 4 3 5 3 9 7 4 6 5 8 5 1 7 4 5 9 3
2 2 9 1 9 2 2 0 2 3 9 8 5 3 2 4 1 6 4 6 4 0 4 5 4 0 1 3 6 5 9 8 8 7 5 9 5 9
2 4 9 0 9 5 6 4 2 4 5 2 8 3 4 1 2 2 4 6 5 7 4 5 4 5 3 8 6 7 3 8 6 7 6 6 1 0
3 8 0 2 1 3 0 6 2 2 4 6 3 8 3 6 2 8 1 4 6 7 8 6 5 5 0 8 6 6 7 9 6 1 7 6 7 7 1
4 7 7 6 1 3 0 8 0 2 5 2 7 7 3 6 5 6 3 4 7 4 0 9 5 5 9 7 5 6 8 6 6 0 7 7 3 2 6
5 1 8 6 1 3 6 2 4 2 7 6 1 2 3 9 0 3 2 4 7 5 1 3 5 6 1 3 3 6 8 8 7 1 7 8 6 3 2
5 3 9 7 1 4 2 4 9 2 8 4 9 9 3 9 8 1 9 4 9 0 4 5 5 7 3 8 7 7 0 2 5 7 7 8 6 4 9
5 9 7 3 1 4 4 8 2 2 8 8 8 0 4 1 1 1 1 4 9 4 7 0 5 7 8 2 0 7 0 3 3 8 7 8 7 8 9
6 8 6 2 1 4 9 1 1 3 0 1 8 2 4 1 2 1 4 4 9 6 7 1 5 8 0 7 8 7 1 5 3 4
7 1 7 4 1 6 6 6 8 3 0 2 6 9 4 1 4 9 4 5 1 0 2 5 6 0 0 3 0 7 1 6 1 8
7 6 2 1 1 8 6 1 1 3 0 7 2 6 4 1 7 6 1 5 2 1 1 2 6 1 2 9 3 7 2 7 6 5
7 8 2 3 1 9 8 4 2 3 1 4 8 7 4 3 3 2 4 5 2 4 9 6 6 4 9 0 8 7 3 4 2 9
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ARNHEIÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Heiðarseli
á Jökuldalsheiði,
sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fimmtu-
daginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Seyðis-
fjarðarkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00.
Elsa Jónsdóttir, Hreggviður M. Jónsson,
Hallgrímur Jónsson, Bryndís Magnúsdóttir,
Heiðdís Jónsdóttir, Oddsteinn Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.