Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 42

Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÓFAGRA VERÖLD Sun 21/1 kl. 20 4.sýning Græn kort Fös 26/1 kl. 20 5.sýning Blá kort Sun 28/1 kl. 20 Lau 3/2 kl. 20 VILTU FINNA MILLJÓN? Í kvöld kl. 20 Fim 25/1 kl. 20 Fös 2/2 kl. 20 Lau 10/2 kl. 20 Fös 16/2 kl. 20 SAN FRANCISCO BALLETTINN Samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins. Mið 16/5 kl. 20 UPPS. Fim 17/5 kl. 20 Fös 18/5 kl. 20 Lau 19/5 kl. 14 Lau 19/5 kl. 20 UPPS. Sun 20/5 kl. 14 Sun 20/5 kl. 20 Miðaverð 4.800 MEIN KAMPF Lau 20/1 kl. 20 AUKASÝNING Lau 27/1 kl. 20 AUKASÝNING Fim 15/2 kl. 20 AUKASÝNING Lau 24/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar EILÍF HAMINGJA Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Sun 28/1 kl. 20 Frumsýning UPPSELT Fös 2/2 kl. 20 Sun 4/2 kl. 20 DAGUR VONAR Sun 21/1 kl. 20 UPPSELT Fös 26/1 kl. 20 UPPSELT Lau 3/2 kl. 20 UPPSELT Sun 4/2 kl. 20 Fös 9/2 kl 20 Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin. AMADEUS Lau 20/1 kl. 20 Síðasta sýning FOOTLOOSE Lau 27/1 kl. 20 Síðasta sýning RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 21/1 kl. 14 Sun 28/1 kl. 14 Sun 4/2 kl. 14 Sun 11/2 kl. 14 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Í kvöld kl. 20 UPPSELT Fim 25/1 kl. 20 Fim 8/2 kl. 20 AUKASÝNING Fös 16/2 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI Börn, 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið Í fylgd með forráðamönnum. * Gildir ekki á barnasýningar og söngleiki. „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. FLAGARI Í FRAMSÓKN - The Rake’s Progress e. STRAVINSKY Frumsýning fös. 9. feb. kl. 20 - örfá sæti laus 2. sýn. sun 11. feb. kl. 20 – 3. sýn. fös. 16. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 18. feb. kl. 20 IGOR STRAVINSKY www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 FÁAR SÝNINGAR - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX ATH! ALLIR 25 ÁRA OG YNGRI FÁ 50% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI Í SAL Kynning fyrir sýningu í boði VÍÓ (ekki á frumsýningu) Ingibjörg Eyþórsdóttir, tónlistarfræðingur hefur umsjón með kynningunni ÞJÓÐARÓPERA ÍSLENDINGA Í 25 ÁR Svartur köttur – forsala hafin! Lau 20. jan kl. 20 Frumsýn UPPSELT Sun 21. jan kl. 20 2. kortasýn UPPSELT Fim 25.jan kl. 20 3. kortasýn örfá sæti laus Fös 26.jan kl. 20 4. kortasýn örfá sæti laus Lau 27.jan kl. 20 5. kortasýn UPPSELT Sun 28.jan kl. 20 Aukasýn UPPSELT Fim 1.feb kl. 20 Aukasýn örfá sæti laus Næstu sýn: 2., 3., 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Ath: Sýningin er ekki við hæfi barna! Skoppa og Skrítla – forsala hafin! Lau 10. feb kl. 11 og 12.15 Sala hafin! Sun 11. feb kl. 11 Sala hafin! www.leikfelag.is 4 600 200 Allra síðustu sýningar 21.janúar 2007, sunnudagur kl. 17.00 Sálmar III ... Lúther og jazzinn Tríó Björns Thoroddsens flytur eigin útsendingar á gömlum sálmum kirkjunnar. LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 25.starfsár • 2006-2007 Aðgangseyrir: 1500 kr. (750 kr. fyrir listvini og 500 kr. fyrir nemendur)     Nánari upplýsingar á: pabbinn.is Leikstjóri: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Miðasalan í Iðnó er opin 11.00 til 16:00 virka daga. Í GLÆNÝRRI GAMANSÝNINGU BJARNI HAUKUR (HELLISBÚINN) Frumsýning – fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.00 2. sýning – laugardaginn 27. janúar kl. 20.00 3. sýning – föstudaginn 2. febrúar kl. 20.00 4. sýning – laugardaginn 3. febrúar kl. 20.00 5. sýning – föstudaginn 9. febrúar kl. 20.00 6. sýning – laugardaginn 10. febrúar kl. 20.00 Rokksveit Rúnars Júlíussonar í kvöld Fjölbreyttur sérréttaseðill og tilboðsmatseðill á leikhúskvöldum www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Einskonar múgæsing myndastgjarnan á þessum tíma árs íkvikmyndaheiminum þegar verðlaunaafhendingar eru í al- gleymingi. Mikið er spáð og spek- úlerað um hver muni hljóta hvaða verðlaun. Oft ber langmest á einum eða tveimur einstaklingum í þessari umræðu, einstaklingum sem „al- menningur“ hefur komið sér saman um að hafi skarað fram úr á árinu. Í ár er það Helen Mirren sem er í sviðsljósinu. Hún fór með hlutverk Elísabetar II Englandsdrottningar í mynd Stephens Frears, The Queen, og hef- ur hlotið nær einróma lof fyrir frammistöðu sína. Um leið og mynd- in var frumsýnd, í fyrra, byrjuðu loflúðrar um víða veröld að keppast við að mæra Mirren sem mest fyrir frammistöðu sína. Þegar myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum klöppuðu viðstaddir Mir- ren lof í lófa í samtals fimm mínútur. Og það var verðskuldað.    Fyrr í vikunni varð Mirren svoönnur leikkonan til að hljóta tvenn Golden Globe-verðlaun sama árið, en hún var tilnefnd til þrennra fyrst allra. Verðlaunin hlaut hún fyrir áðurnefnda Queen og svo hlut- verk sitt sem forveri og nafna El- ísabetar, Elísabet I, í samnefndri sjónvarpsmynd. Í þakkarræðunni fyrir The Queen sagði Mirren að viðtökur mynd- arinnar og þeir góðu dómar sem hún hefði fengið orsökuðust að miklu leyti af ást almennings á Elísabetu sjálfri. Hógværðin uppmáluð.    Helen Mirren fæddist IlyyenaVasilievna Mironov í vest- urhluta Lundúna árið 1945. For- eldrar hennar áttu þann draum heit- astan að barnið yrði kennari, en hugur hennar leitaði annað. Hún starfaði með ýmsum leiklist- arfélögum í upphafi ferilsins, meðal annars The Royal Shakespeare Company og tilraunaleikhúsi Peters Brooks, sem ferðaðist víða um heim. Í heimalandinu er Mirren þekkt- ust fyrir hlutverk sitt sem lög- reglukonan Jane Tennison í glæpa- þáttunum Prime Suspect, frá árinu 1991 og fram til dagsins í dag.    Nekt á sviði og í kvikmyndumhefur aldrei vafist fyrir Mir- ren sem hefur verið óhrædd við að tína af sér spjarirnar í starfi sínu, nú síðast í kvikmyndinni Calender Girls (2003). „Hold selur. Fólk vill ekki sjá myndir af kirkjum. Það vill sjá nakta líkama,“ var einhverju sinni haft eft- ir henni. Drottningahlutverk virðast loða við Mirren einhverra hluta vegna. Á leikferli hennar má finna fimm drottningar; Elísabet I og II, drottn- inguna teiknuðu í Prince of Egypt, Charlotte drottningu í The Madness of King George og Snædrottninguna í samnefndri teiknimynd frá árinu 1995. Sjálf var hún öðluð af Elísabetu II árið 2003 og hlaut heiðursnafn- bótina „Dame“. Hún sagðist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún ákvað að veita nafnbótinni viðtöku en hafi af lokum „látið stolt- ið hlaupa með sig í gönur“. Mirren segist nefnilega sjálf hafa verið hálfgerður stjórnleysingi á yngri árum og fannst heið- ursnafnbótin ekki samræmast fyrra líferni.    Mirren er gift leikstjóranumTaylor Hackford (Ray) og þau eiga 10 ára brúðkaupsafmæli í ár, en hafa verið saman frá árinu 1986. Hackford er fyrsti eiginmaður Mir- ren en hún á engin börn. Ekki fer öðrum sögum af sambúð þeirra en að hún gangi vel. Þau voru þó í stíl við villinginn í Mirren um- mælin sem hún lét hafa eftir sér eftir afhendingu Golden Globe- verðlaunanna í viðtali við New York Daily News. „Það er ýmislegt sem hægt er að nota þessa verðlaunagripi í. Von- andi verða þeir þó hvergi nærri ef ég lendi í rifrildi við eiginmanninn. Þá sjáið þið mig næst í hand- járnum!“ Drottningin Mirren Reuters Í sviðsljósinu Helen Mirren AF LISTUM Birta Björnsdóttir » „Það er ýmislegtsem hægt er að nota þessa verðlaunagripi í. Vonandi verða þeir þó hvergi nærri ef ég lendi í rifrildi við eiginmann- inn. Þá sjáið þið mig næst í handjárnum!“ Bandarískakvik- mynda- leikkonan Lindsay Lohan hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi ákveðið að fara í áfengismeðferð. Í yfirlýsing- unni segir: „Ég hef tekið þá ákvörðun að sinna persónulegri heilsu minni. Ég er þakklát fyrir velvilja ykkar og bið ykkur um að virða einkalíf mitt á þessu tímabili í lífi mínu.“ Samkvæmt heimildum Us Weekly var Lohan innrituð á hina glæsilegu meðferðarstöð Wonderland Center í Los Angeles í gær en fjölmiðla- fulltrúi hennar Leslie Sloane Zelnick staðfesti í desember að leikkonan væri farin að sækja AA-fundi. Lohan, sem hefur ekki aldur til að drekka samkvæmt bandarískum áfeng- islögum sagði í viðtali við tímaritið People að hún hefði sótt fundina í ár. Hún var lögð inn á sjúkrahús í júlí á síðasta ári vegna þreytu og ofþorn- unar. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.