Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 43

Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 43 menning Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SÍÐUSTU tvö árin eða svo hafa ver- ið gjöful fyrir þýska rafdúettinn Booka Shade. Tónleikar hans njóta sívaxandi vinsælda, endur- hljóðblöndunarverkefnin verða æ stærri og fleiri, hitað var upp fyrir Depeche Mode í ár og önnur breið- skífa dúettsins, Movements, rataði inn á fjölmörg ársuppgjör tónlistar- miðla, ekki þá bara þeirra sem hafa með dans- og raftónlist að gera held- ur aukinheldur almennra miðla. T.a.m. fór platan inn á lista hjá hinni virtu jaðarvefsíðu Pitchfork. Booka Shade er á leið til Íslands vegna árs- listakvölds Party Zone sem haldið verður í NASA í kvöld en dúettinn flengist nú út um allan heim til að spila. Meðlimir Booka Shade, þeir Wal- ter Merziger og Arno Kamm- ermeier, eiga sér langa sögu í raf- tónlistarheimum og hafa snert á ýmsum stílum þar að lútandi. Árið 2002 stofnsettu þeir útgáfuna Get Physical sem á höfuðstöðvar í Berl- ín, eins og svo mörg lítil raftónlist- armerki. Blaðamaður hringdi á skrifstof- una og var það Arno sem svaraði í símann. Mikil vinna „Þetta barn okkar dafnar vel,“ segir Arno um útgáfufyrirtæki þeirra félaga en í Berlín eru kjör- aðstæður fyrir slíkan rekstur. „Senan hérna er frábær. Mjög lif- andi og frjó. Fólk er að flytja hingað í borgina víðs vegar að úr heiminum og það er mikill samgangur á milli ólíkra raftónlistarmanna, sem er gott fyrir sköpunina.“ Arno segir að undanfarin misseri hafi verið stútfull af vinnu og verkefnum. „Við ákváðum að fylgja Move- ments eitthvað eftir og þar sem við höfðum fram að því starfað mest að upptökum frekar en tónleikaspila- mennsku áttum við von á því að leika á kannski tvennum tónleikum. En svo fóru tilboðin að hrynja inn auk þess sem „Body Language“ og „Mandarine Girl“ slógu í gegn. Tón- leikar urðu skyndilega stór hluti af því sem við erum að gera, nokkuð sem við sáum alls ekki fyrir. Og mér finnst þetta frábært! Það er svo gott að sjá milliliðalaus viðbrögð áhorf- enda við því sem þú ert að gera. Við erum því farnir að leggja mikla vinnu í að gera tónleikana sem flott- asta. Við breytum til reglulega, bæði til að hafa þetta áhugavert fyrir áheyrendur en einnig okkur sjálfa.“ Á heitustu merkjunum Arno og Walter eiga rætur í teknósenu Frankfurtborgar, en þar réð trans-tónlistin ríkjum upp úr 1990 fyrir tilstilli manna eins og Sven Väth og klúbba eins og The Omen, sem Väth rak. Þar áður voru þeir poppsveit, og voru meira að segja á mála hjá EMI og gáfu þar út tvær plötur sem vöktu enga athygli. Þetta er ekki ólíkt upphafinu hjá Underworld, sem var hrein og klár poppsveit áður en teknóið var um- faðmað. „Við vorum orðnir pirraðir á því að ná engu fram með poppinu og það má segja að raftónlistin hafi bjargað okkur, þar sáum við nýja möguleika og þetta var sú tónlist sem við vorum með rætur í, enda miklir Depeche Mode-aðdáendur. Við gáfum út mik- ið af plötum í kjölfarið, og á „heit- ustu“ merkjunum þá. Í tónlist okkar eru enn merki um þessa trans- bylgju.“ Bakgrunnur þeirra félaga nær yfir mörg svið tónlistarlega, nokkuð sem nýtist þeim svo um munar í dag. „Lengi vel fannst okk- ur það vera slæmt, því að svo virtist sem þeir sem einbeittu sér að ein- hverju einu næðu mestum árangri. Í dag hins vegar vinnur þessi fjöl- breytni með okkur og listamennirnir á Get Physical hafa fengið hrós fyrir að búa yfir slíku. Ég og Walter erum líka fyrst og fremst lagasmiðir og semjum lög. Þetta er ekki bara ein- faldur bassataktur út í eitt.“ Tónlist | Booka Shade leikur á árslistakvöldi Party Zone á NASA Lagasmiðir fyrst og fremst Miða er hægt að nálgast á midi.is, í verslunum Skífunnar og við dyrn- ar. Einnig koma FM Belfast, Hair- doctor, Jack Schidt og fleiri fram. www.pz.is. Teknóhausar Arno og Walter eiga rætur í teknósenu Frankfurtborgar, en þar réð trans-tónlistin ríkjum upp úr 1990, fyrir tilstilli manna eins og Sven Väth og klúbba eins og The Omen, sem Väth rak. s æ l u e y j a n eftir Jacob Hirdwall Frumsýning í kvöld í Kassanum Leikgerð Gréta María Bergsdóttir og María Ellingsen Leikstjóri María Ellingsen Miðasala í síma 551 1200 og á www. leikhusid.is Kassinn er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Landsbankans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.