Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÉG ER EKKI MJÖG
KLÁR Í NEINU...
...ÞANNIG AÐ ÉG HEF
EKKERT AÐ SEGJA...
...ALLS EKKI
NEITT... EN SAMTHELDUR ÞÚ
ÁFRAM AÐ
TALA
MÉR LÍÐUR EINS OG
ÉG SÉ MIKILVÆGUR!
HÆ
MM
PABBI ER EITTHVAÐ FÚLL!
HANN VAR AÐ TEIKNA MYND
SEM VAR EKKI AÐ HEPPNAST
ALLT OF VEL HJÁ HONUM
VEGNA ÞESS AÐ HANN ER
EKKI MEÐ GLERAUGUN SÍN.
SÍÐAN SPURÐI ÉG HANN
EINNAR SPURNINGAR UM
MYNDIRNAR OG HANN VARÐ
BRJÁLÐUR. ÞAÐ ER EKKI EINS
OG ÞETTA SÉ MÉR AÐ KENNA
KALVIN, SÉRÐU
EKKI AÐ ÉG ER AÐ
REYNA AÐ LESA?
FULLORÐIÐ
FÓLK VERÐUR
SVO PIRRAÐ
ÞEGAR ÞAÐ
ER AÐ
SLAPPA AF
ÉG VIL ALDREI SJÁ ÞESSA ROMMTUNNU Í
HÚSINU MÍNU FRAMAR!
EDDI, ERTU TIL Í AÐ
NÁ Í KLÚT TIL ÞESS AÐ
SETJA FYRIR AUGUN Á
KONUNNI MINNI
AUÐVITAÐ VEIT
ÉG MUNINN Á
RÉTTU OG RÖNGU
ÉG Á BARA Í VANDRÆÐUM
MEÐ AÐ ÁTTA MIG Á ÞVÍ
HVAÐ FELLUR UNDIR ÞAÐ AÐ
VERA „VONDUR HUNDUR“
ÉG TRÚI
ÞVÍ EKKI
ENNÞÁ AÐ
DODDI OG
LINDA SÉU AÐ
SKILJA
EKKI ÉG
HELDUR.
HVENIG GAT
ÞETTA
GERST?
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ
MAÐUR GETI ALDREI TEKIÐ
HLUTUNUM SEM GEFNUM.
ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVAÐ
HJÓNABAND LÍTUR ÚT FYRIR
AÐ VERA STERKT, ÞAÐ GETUR
ALLTAF BROSTIÐ
ÉG LEYFI ÞAÐ
EKKI
HMM
ÉG ÞARF AÐ FARA Í SKOÐUN, EN
LÖGGAN ÞARF Á MÉR AÐ HALDA VIÐ
AÐ NÁ RÆNINGJUNUM
HVAÐ GET ÉG GERT?
LÖGREGLAN
HEFUR HAFT
HENDUR Í HÁRI
RÆNINGJANNA!
ÞAÐ
VAR NÚ
GOTT
LÆKNIRINN
ER ALVEG AÐ
KOMA
ÉG HEFÐI
NÚ SAMT
FREKAR
VILJAÐ
ELTAST VIÐ
RÆNINGJANA
Mannréttindaskrifstofa Ís-lands og Háskólinn íReykjavík efna til há-degisfundar í dag kl. 12
þar sem John P. Cerone, dósent við
New England School of Law í Bost-
on, flytur erindið Þróun í notkun
mannréttindalaga í bandarískum
dómstólum í ljósi ‘stríðsins gegn
hryðjuverkum’.
„Í fyrirlestrinum beini ég sjónum
að þróun réttarfars og lagasetningar
sem orðið hefur í Bandaríkjunum á
undanförnum árum vegna hins svo-
kallaða ‘stríðs gegn hryðjuverkum’,“
segir John. „Ég ræði hvernig banda-
rískir dómstólar hafa brugðist við
þeirri gagnrýni að Bandaríkin hafi
með aðgerðum sínum gengið gegn
skuldbindingum sínum samkvæmt al-
þjóðlegum mannréttindalögum og
–sáttmálum. Jafnframt mun ég rekja
þróun í afstöðu bandarískra stjórn-
valda til notkunar mannréttindalaga,
sér í lagi til Genfarsáttmálans frá
1949, allt til dagsins í dag.“
John segir afstöðu bandarískra
dómstóla undanfarin fimm ár hafa
vakið upp miklar deilur: „En rót
vandans liggur í því að hvaða marki
lög og sáttmálar um framgöngu í
stríði leyfa athafnir sem annars
myndu vera óleyfilegar, og banna
hegðun sem undir venjulegum kring-
umstæðum myndi vera leyfileg.“
„Samspil alþjóðalaga og laga innan
hvers ríkis er ákaflega flókið og
breytilegt milli landa, en almennt má
segja að það sé undir hverju landi
komið að ákveða hvaða sess al-
þjóðalög skipa í lagaumhverfi lands-
ins og dómstólum,“ segir John.
„Bandaríska stjórnarskráin kveður á
um að sáttmálar séu hluti af lands-
lögum, en það á þó í reynd aðeins við
um ákveðin sáttmálaákvæði – þ.e.
þau sem eru álitin sjálfvirk (e. self-
executing). Eitt af stærstu lagalegu
álitamálum bandaríska dómskerfisins
hefur verið hvort túlka eigi ákvæði
Genfarsáttmálans sem sjálfvirk
ákvæði.
Um leið er fjöldi ákvæða í banda-
rískri lagasetningu til verndar mann-
réttindum, og er annað stórt deilumál
hvort sum af þessum verndandi
ákvæðum, m.a. rétturinn til að fá úr-
skurð dómstóla um lögmæti varð-
halds eða fangelsunar, séu tiltæk ein-
staklingum sem ekki eru bandarískir
ríkisborgarar og eru í haldi utan
Bandaríkjanna sjálfra.“
Meðal þeirra ráða sem bandarísk
stjórnvöld hafa gripið til nefnir John
lög um heimildir hersins frá árinu
2006 (e. Military Commisions Act):
„Sú lagasetning felur í sér þrengingu
lagatúlkunar á Genfarsáttmálanum,
og sviptir um leið erlenda borgara
sem berjast gegn Bandaríkjunum
réttinum til að fá úrskurð dómstóla
um réttmæti fangelsunar þeirra. Hitt
er svo deilt harkalega um hvort það
að svipta erlenda hermenn þessum
rétti samræmist ákvæðum banarísku
stjórnarskrárinnar.“
Fyrirlestur Johns Cerone fer fram
í stofu 101 í Háskólanum í Reykjavík.
Lögfræði | Fyrirlestur á vegum Háskólans í
Reykjavík og Mannréttindaskrifstofu kl. 12
Mannréttindi og
hryðjuverkastríð
John Peter Ce-
rone fæddist í
New York 1972.
Hann lauk BS-
gráðu í verk-
fræði frá The
Cooper Union
1995, JD-gráðu
frá Notre Dame
Law School 1998
og LLM-gráðu frá New York Uni-
versity School of Law 1999. John
hefur skrifað fjölda greina og hald-
ið fyrirlestra um alþjóðalög. Hann
hefur fengist við kennslu- og fræða-
störf, starfaði við eftirlitsstofnanir
SÞ og OSCE í Kosovo og við ICC í
Haag. John er nú dósent við New
England School of Law í Boston og
forstöðumaður Seturs þjóðaréttar
og alþjóðamála við sama skóla.
TANNLÆKNIRINN Óskar Sveinn
býr ásamt eiginkonu sinni og fóst-
urbörnum á Arnarnesinu. Þó allt
virðist slétt og fellt á yfirborðinu er
Óskar ekki hamingjusamur. Hann
dreymir um að eignast sitt eigið
barn en ekkert gengur. Eftir rann-
sóknir kemst hann að því að konan
hans hefur verið að ljúga að honum í
fjölmörg ár.
Einar Birgir er viðskiptafræð-
ingur sem gengur vel í vinnunni en
ekki eins vel í einkalífinu. Síðustu
mánuði hefur Einar búið á Hótel Ís-
landi þar sem hann bíður eftir því að
konan hans átti sig á þeim skelfilegu
mistökum að hafa hent honum út.
Katrín Rós snýr aftur heim frá
Svíþjóð eftir margra ára dvöl,
ákveðin í að hefja nýtt líf og ná aftur
ellefu ára syni sínum sem alinn hef-
ur verið upp af móður hennar. Katr-
ín fær sér vinnu á tannlæknastofu en
fortíðin sækir hins vegar fljótlega að
henni.
Kvikmyndin Foreldrar er sjálf-
stætt framhald kvikmyndarinnar
Börn sem frumsýnd var í fyrra.
Leikstjóri myndarinnar er Ragnar
Bragason en Vesturport framleiðir.
Með aðalhlutverk fara Ingvar E.
Sigurðsson, Nanna Kristín Magn-
úsdóttir, Víkingur Kristjánsson,
Reine Brynólfsson, Þrúður Vil-
hjálmsdóttir, Jóna Guðrún Jóns-
dóttir, Pétur Rögnvaldsson og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir.
Frumsýning | Foreldrar
Drama Víkingur Kristjánsson sem Einar Birgir og Gunnar Hansson sem
leikur vinnufélaga hans í Foreldrum, kvikmynd Ragnars Bragasonar.
Fjölskylduflækjur
www.parents-movie.com