Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 19. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan 13-18 m/s syðst en ann- ars staðar norð- austlæg átt, víða 5-10 m/s. Víða léttskýjað en él norðantil. » 8 Heitast Kaldast -4°C -15°C ÞÓTT verð á Brent-olíu hafi lækk- að um 16% í Lundúnum frá áramót- um er ekki útlit fyrir að íslensku ol- íufélögin lækki verð á bensíni á allra næstu dögum. Tunnan af olíu kostar nú 52 bandaríkjadali en verðið fór í um 78 dali síðari hluta ársins 2006. Bandaríkjadalur hefur einnig lækkað í verði og stendur nú í 72 krónum. Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri eldsneytis hjá Essó, bendir á að um hráolíu sé að ræða og ekki sé alltaf fylgni á milli þess og bifreiðaeldsneytis. Breytingar til langs tíma muni þó skila sér inn í bensínverðið. Í sama streng tekur Már Erlingsson, innkaupastjóri rekstrarsviðs Skeljungs. | 4 Ekki líkur á lækkun Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VERÐMUNUR á íslenskum kjúk- lingum og kjúklingum í nágranna- löndum okkar er það mikill að ólíklegt er annað en að verslunin sjái sér hag í að flytja inn kjúk- linga þegar búið er að lækka tolla á kjötvörum um 40%. Þetta er mat Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Bændasamtakanna. Hún telur að þessi tollalækkun feli í sér raun- verulegt verðaðhald fyrir innlenda framleiðslu, einkum á kjúklingum og svínakjöti. Samningur Íslands og Evrópu- sambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur felur í sér 40% lækkun á innflutningstollum. Eftir lækkunina verður tollur á kjúk- lingabringum 615 kr. á hvert kíló. Mikil áhugi hefur verið hjá versl- unar- og innflutningsfyrirtækjum á að flytja inn kjöt og niðurstaða útboðs sem landbúnaðarráðuneytið hélt sl. sumar var sú að fyrirtækin buðust til að greiða 719 kr. fyrir hvert kíló af kjúklingum. Aðföng, sem er fyrirtæki í eigu Haga, fékk þá nær allan innflutningskvótann. Yfir 900 tonn af kjöti voru flutt inn í fyrra Áhugi á að flytja inn kjöt jókst mikið á síðasta ári. Samtals voru flutt inn 845 tonn á fyrstu ellefu mánuðum ársins og ljóst er að inn- flutningurinn hefur farið yfir 900 tonn á árinu öllu. Árið á undan voru flutt inn 236 tonn. Nú þegar er því verið að flytja inn talsvert meira kjöt en sem nemur þeim 650 tonnum sem Ísland samdi um við ESB að flytja tollfrjálst til lands- ins. Þessi 650 tonn eru innan við 3% af innanlandsneyslu. Bændasamtök Íslands telja að verið sé að stíga stærra skref í átt til aukins innflutnings en bændur áttu von á. Verð á kjúklingum og svínum ætti að lækka Innflutningur á kjöti meira en þrefaldaðist á síðasta ári Í HNOTSKURN »Bænda-sam- tökin segja að tolla- lækkunin sé stærsta breytingin í viðskiptum með land- búnaðarvörur síðan samn- ingur um viðskipti með búvör- ur innan GATT frá 1994 var lögfestur. »Í fyrra voru flutt inn tillandsins yfir 900 tonn af kjöti, en árið á undan nam innflutningurinn 236 tonnum. »Á síðasta ári greidduverslunar- og innflutn- ingsfyrirtæki um 193 millj- ónir í gjöld til ríkisins vegna innflutnings á kjöti. ÞÓTT frostið sé töluvert og sjórinn kaldur aftrar það ekki vel búnum og vönum kajakmönnum frá því að ýta úr vör og fara í stuttan róður frá Naut- hólsvík eins og sá sem sést á þessari mynd gerði í gær. Félagar hans voru skammt undan og nutu stillunnar og ferska sjávarloftsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skipstjóri á köldu fleyi NORSK-íslenzka síldin gæti skilað Íslendingum allt að átta milljörðum króna í útflutningstekjur á þessu ári. Hlutur Íslands úr heildarkvótanum er um 185.000 tonn, og sé reiknað með að meðalverð fyrir afurðirnar geti verið ríflega 40 krónur á hvert kíló síldar upp úr sjó, í bræðslu og frystingu, er þetta niðurstaðan. Tekizt hafa samningar um nýtingu síldarstofnsins, sem nú er einn stærsti fiskistofn veraldar, en ósætti hefur verið um hana frá árinu 2003. Veiðar hafa undanfarin ár verið langt umfram ráðleggingar fiski- fræðinga, nærri þriðjungur á síðasta ári. Norðmenn hafa krafizt verulega aukinnar hlutdeildar á kostnað ann- arra aðildarþjóða, sem eru auk Ís- lands og Noregs, Rússland, Færeyj- ar og Evrópusambandið. Á því hefur samkomulag síðustu ár strandað. Samkomulagið nú felur í sér að hlutdeild Noregs eykst um 4 pró- sentustig á kostnað hinna þjóðanna. Hlutur Íslands lækkar um eitt pró- sentustig, en leyfilegur heildarafli eykst um ríflega 30.000 tonn vegna aukningar á veiðiheimildum í heild- ina. Jafnframt því að hinar þjóðirnar gefa Norðmönnum eftir aukna hlut- deild, fá þær aukinn aðgang að síld- veiðum innan lögsögu Noregs. Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir mikilvægt að samkomulag hafi náðst. Mestu máli skipti að koma í veg fyrir ofveiði. Sé hægt að tala um að einhver hafi sigr- að í þessari deilu sé það ótvírætt heilbrigð skynsemi. | 14 Silfur hafsins 8 milljarða virði Hlutur Íslands úr norsk-íslenzka síldarstofninum verður 185.000 tonn ÞAÐ er alltaf slæmt að verða valdur að árekstri, ekki síst þegar menn eru á lánsbíl eins og átti við um ökumann þessa Audi TT-sportbíls sem ekið var á miklum hraða á kyrrstæðan bíl við Laugaveg í júlí 2002. Áreksturinn var raunar svo harður að bíllinn kastaðist í loft upp og hafnaði á hliðinni. Sport- bíllinn skemmdist einnig mikið, var seldur og fór á uppboði fyrir aðeins 300.000 krónur. Vitni greindu frá því að ökumaður Audi-bílsins hefði verið í kappakstri en rekist á umferðareyju þar sem vegurinn þrengdist og misst stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Vegna þess að slysið var rak- ið til stórfellds gáleysis ökumanns neitaði Sjóvá að greiða tryggingabætur þótt bíllinn væri í kaskó. Þetta sætti eigandinn sig ekki við og ákvað að höfða mál gegn Sjóvá og krafðist þess að það greiddi sér 2,5 milljónir króna, þ.e. listaverð bílsins. Þessum málaferlum lauk í gær þegar Hæstiréttur sýknaði Sjóvá. Eftir situr eigandinn, með sárt ennið. Ók ekki en ber allt tjónið Morgunblaðið/Júlíus Slys Audi-bíllinn seldist á 300 þús. STEFNT er að því að íslensk listasaga komi út haustið 2009. Listasafn Íslands og Edda útgáfa hafa samvinnu um verkefnið og koma fimm bindi ritsins öll út á sama tíma. Fimmtán listfræðingar rita listasög- una en ritstjóri er dr. Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Íslands. Verkið spannar tímann frá lokum 19. aldar til ársins 2000. Að sögn Ólafs Kvaran er þetta umfangsmesta rannsóknarverkefni sem Listasafn Íslands hefur ráðist í, og hefur það frá árinu 2005 notið sérstaks stuðn- ings á fjárlögum. Sigurður Svav- arsson útgáfustjóri hjá Eddu segir að kostnaðaráætlun verði um 60–70 milljónir, en forlagið og safnið skipta kostnaði jafnt á milli sín. Listasögunni er ætlað að verða yf- irlitsrit og segir Ólafur það skipta miklu máli fyrir Listasafnið. „Það skiptir máli fyrir sjálfsmynd okkar sem þjóðar að hafa aðgengi að eigin listasögu. Það er stóra markmiðið.“ Að sögn Sigurðar felast fleiri útgáfu- tækifæri í ritun listasögunnar. „Við höfum þegar ákveðið að þegar þess- ari fimm binda útgáfu er lokið, þá verði gefin út samandregin listasaga í einu bindi, og jafnframt efni fyrir skóla. Það er mjög mikilvægt að þessi rannsóknarvinna nýtist líka til að búa jafnt framhalds- og grunn- skóla út með kennsluefni um ís- lenska listasögu, því það hefur til- finnanlega vantað.“ | 16 Umfangs- mesta rann- sókn Lista- safnsins Listasafn Íslands Íslensk listasaga kemur út haustið 2009 SÉRFRÆÐINGAR Kaupþings banka eru á því að alþjóðlega mats- fyrirtækið Fitch Ratings muni lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í nýju mati sem mun vera væntanlegt og fylgja þannig fordæmi Standard & Poor’s sem lækkaði lánhæfismat ríkissjóðs skömmu fyrir jólin. Krónan féll og mikil lækkun varð á hlutabréfamarkaði í kjölfar skýrslu Fitch Ratings og fleiri greinenda í febrúar og mars í fyrra en greining Kaupþings banka gerir ekki ráð fyr- ir viðlíka áhrifum á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði ef svo færi að Fitch Ratings lækkaði lánshæfisein- kunn ríkissjóðs þar sem líklegt sé að væntingar um slíkt séu þegar til staðar á markaði; tímabundin lækk- un sé líkleg líkt og varð í kjölfarið á breytingu Standard & Poor’s. Lengi hefur verið talið að lánshæf- iseinkunn íslensku viðskiptabank- anna, a.m.k. frá Fitch Ratings og Moody’s, væri mjög háð lánshæfis- einkunn ríkissjóðs og mögulegum stuðningi hans við þá en sérfræðing- ar Kaupþings reikna ekki með að einkunn þeirra lækki þó Fitch lækki lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Spá lækkun lánshæfis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.