Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 33 LEONARDÓ COMENIUS ERASMUSGRUNDTVIG MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS til ársins 2013 var ýtt úr vör í janúar 2007. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á samstarf og samnýtingu reynslu og þekkingar um menntun og þjálfun í 31 Evrópulandi. OPNUNARRÁÐSTEFNA MENNTAÁÆTLUNARINNAR verður haldin í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 DAGSKRÁ 13.00-13.10 Tónlistaratriði og setning 13.10-13.20 Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur 13.20-13.50 Ávarp fulltrúa Evrópusambandsins 13.50-14.05 Ný Landskrifstofa - hlutverk og skipulag, Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 14.05-14.10 Opnun nýrrar heimasíðu Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB 14.10-14.30 Reynslusögur tveggja þátttakenda úr fyrri menntaáætlunum 14.30-15.00 Kaffi 15.00-16.30 Málstofur - Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardó áætlanirnar 16.30 Móttaka í boði menntamálaráðuneytis Ráðstefnustjóri: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands Allir sem starfa að menntun og hafa áhuga á kynna sér möguleika til styrkja í gegnum Menntaáætlun ESB eru hvattir til að taka þátt. Vinsamlegast staðfestu þátttöku með skráningu á www.leonardo.is, www.ask.hi.is eða í síma 525 4311 LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB. Leonardó áætlunin: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900 Erasmus, Comenius, Grundtvig: Neshagi 16 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4311 isstjórn voru aðeins þrjár.) Kven- kyns ráðherrarnir fara með ráðu- neytin sem lúta að menntun, jafn- rétti, mannréttindum og þróun ýmiss konar. Samkvæmt lýsingum þá voru þetta konur með góða menntun og oft mikla reynslu af störfum á vettvangi þróunar og menntamála. Því er freistandi að deila bjartsýninni með ýmsum þeim Benínbúum sem lýstu ánægju sinni með stefnuna núna eða von um betri tíma þótt vissu- lega sé á brattann að sækja og óþrjótandi verkefni framundan. Listin alls staðar Óneitanlega sækja að vangavelt- ur um það hvað það sé sem eins og steli í manni hjartanu í Afríku. Hvað er það sem heillar í þessu fátæka landi Benín? Er það þrá okkar til þess upprunalega sem hefur þar áhrif og einnig löngunin í það sem allt þetta sólskin hefur að bjóða? Í Benín er allt svo sprelllifandi, öflugur gróandi og birta. Alla vega hefur svo margt þróast á allt annan hátt í hinni heitu Afríku en hjá okkur á norð- urhjaranum. Hin nánu tengsl við hrynjandi eða ryþma lífsins eru alls staðar og heillandi að sjá hvernig lifað er og unnið með hann í tónlist og tjáningu lík- amans í dansi. Í Benín er dans- og tónlistarhefð svo rík að margir bæði ungir og aldnir dönsuðu þannig við hin ýmsu tækifæri að teldist vart nema á færi atvinnu- dansara hér hjá okkur og það var eins og ryþminn í hreyfingum og tónlist væri í takt við hjartslátt jarðar. Leitin að fegurð og samstillingu Það þarf ekki mikla fjármuni til að setja lit á umhverfi sitt. Vissu- lega er hin augljósa fátækt og oft örbirgð víða yfirþyrmandi og lífs- máti þannig að við teldum okkur varla lifa af við slík skilyrði. Víða er það áberandi á svæðum í Benín þar sem fólk býr við örbirgð eða mikla fátækt að því tekst samt að setja lit í tilveruna, skapa fegurð og stundum glæsileika með litum og formum í klæðaburði. Landið er frjósamt og fallegt, jörðin rauð- bleik, stundum rauð og íbúarnir klæðast oft slíkum litum að úr verður sjónræn upplifun. Mjög áberandi eru litríkir textíldúkar og oft með mjög afgerandi mynst- ur og form. Gangandi myndverk er það sem stundum kemur upp í hugann þegar kona fer hjá sveip- uð slíkum dúk eða karlmaður í afrískum „jakkafötum“. Ákveðin tegund þessara text- íldúka er oft kennd við Vestur- Afríku og eru þeir mjög vinsælir þar sem og víðar. Frelsi í hug- myndum við hönnun, sterkir litir í góðu samræmi og hressileg form eru þar mjög einkennandi. Þessi efni eru þó ekki framleidd þar en voru markaðssett í Vestur-Afríku af hollenskum kaupmönnum á ný- lendutímanum og framleidd í Asíu. Konur og karlar af afrískum upp- runa á Vesturlöndum nota oft klæðnað úr slíkum efnum til að einkenna sig, eins og nokkurs kon- ar þjóðbúning. Hvað er afrískt, spyrja margir Myndlistarmaðurinn Yinka Sho- nibare (Nígeríumaður sem starfar í London) notar mikið textílklæði eins og hér að ofan er lýst í inn- setningar sínar. Hann fjallar þar um spurningarnar um menning- arskilgreiningu, kynþáttahyggju og stéttaskiptingu. Hvað er hvað- an og hvað tilheyrir hverjum? Verk hans, írónísk og beitt, eru oftast innsetningar þar sem gefur að líta við ýmsa iðju hefðarfólk frá viktoríutímanum eða jafnvel geim- fara í „afró“-stíl. Þau hafa farið víða á undanförnum árum og með- al annars á sýningar þekktra safna á vesturlöndum. Margir spyrja spurninga um veruleika okkar og annarra. Spurningarnar um hvert stefnir og hvað við eig- um saman vaka í öllum heims- hornum. Höfundur er myndlistarkona.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.