Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 33 LEONARDÓ COMENIUS ERASMUSGRUNDTVIG MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS til ársins 2013 var ýtt úr vör í janúar 2007. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á samstarf og samnýtingu reynslu og þekkingar um menntun og þjálfun í 31 Evrópulandi. OPNUNARRÁÐSTEFNA MENNTAÁÆTLUNARINNAR verður haldin í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 13:00 DAGSKRÁ 13.00-13.10 Tónlistaratriði og setning 13.10-13.20 Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur 13.20-13.50 Ávarp fulltrúa Evrópusambandsins 13.50-14.05 Ný Landskrifstofa - hlutverk og skipulag, Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 14.05-14.10 Opnun nýrrar heimasíðu Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB 14.10-14.30 Reynslusögur tveggja þátttakenda úr fyrri menntaáætlunum 14.30-15.00 Kaffi 15.00-16.30 Málstofur - Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardó áætlanirnar 16.30 Móttaka í boði menntamálaráðuneytis Ráðstefnustjóri: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands Allir sem starfa að menntun og hafa áhuga á kynna sér möguleika til styrkja í gegnum Menntaáætlun ESB eru hvattir til að taka þátt. Vinsamlegast staðfestu þátttöku með skráningu á www.leonardo.is, www.ask.hi.is eða í síma 525 4311 LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB. Leonardó áætlunin: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900 Erasmus, Comenius, Grundtvig: Neshagi 16 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4311 isstjórn voru aðeins þrjár.) Kven- kyns ráðherrarnir fara með ráðu- neytin sem lúta að menntun, jafn- rétti, mannréttindum og þróun ýmiss konar. Samkvæmt lýsingum þá voru þetta konur með góða menntun og oft mikla reynslu af störfum á vettvangi þróunar og menntamála. Því er freistandi að deila bjartsýninni með ýmsum þeim Benínbúum sem lýstu ánægju sinni með stefnuna núna eða von um betri tíma þótt vissu- lega sé á brattann að sækja og óþrjótandi verkefni framundan. Listin alls staðar Óneitanlega sækja að vangavelt- ur um það hvað það sé sem eins og steli í manni hjartanu í Afríku. Hvað er það sem heillar í þessu fátæka landi Benín? Er það þrá okkar til þess upprunalega sem hefur þar áhrif og einnig löngunin í það sem allt þetta sólskin hefur að bjóða? Í Benín er allt svo sprelllifandi, öflugur gróandi og birta. Alla vega hefur svo margt þróast á allt annan hátt í hinni heitu Afríku en hjá okkur á norð- urhjaranum. Hin nánu tengsl við hrynjandi eða ryþma lífsins eru alls staðar og heillandi að sjá hvernig lifað er og unnið með hann í tónlist og tjáningu lík- amans í dansi. Í Benín er dans- og tónlistarhefð svo rík að margir bæði ungir og aldnir dönsuðu þannig við hin ýmsu tækifæri að teldist vart nema á færi atvinnu- dansara hér hjá okkur og það var eins og ryþminn í hreyfingum og tónlist væri í takt við hjartslátt jarðar. Leitin að fegurð og samstillingu Það þarf ekki mikla fjármuni til að setja lit á umhverfi sitt. Vissu- lega er hin augljósa fátækt og oft örbirgð víða yfirþyrmandi og lífs- máti þannig að við teldum okkur varla lifa af við slík skilyrði. Víða er það áberandi á svæðum í Benín þar sem fólk býr við örbirgð eða mikla fátækt að því tekst samt að setja lit í tilveruna, skapa fegurð og stundum glæsileika með litum og formum í klæðaburði. Landið er frjósamt og fallegt, jörðin rauð- bleik, stundum rauð og íbúarnir klæðast oft slíkum litum að úr verður sjónræn upplifun. Mjög áberandi eru litríkir textíldúkar og oft með mjög afgerandi mynst- ur og form. Gangandi myndverk er það sem stundum kemur upp í hugann þegar kona fer hjá sveip- uð slíkum dúk eða karlmaður í afrískum „jakkafötum“. Ákveðin tegund þessara text- íldúka er oft kennd við Vestur- Afríku og eru þeir mjög vinsælir þar sem og víðar. Frelsi í hug- myndum við hönnun, sterkir litir í góðu samræmi og hressileg form eru þar mjög einkennandi. Þessi efni eru þó ekki framleidd þar en voru markaðssett í Vestur-Afríku af hollenskum kaupmönnum á ný- lendutímanum og framleidd í Asíu. Konur og karlar af afrískum upp- runa á Vesturlöndum nota oft klæðnað úr slíkum efnum til að einkenna sig, eins og nokkurs kon- ar þjóðbúning. Hvað er afrískt, spyrja margir Myndlistarmaðurinn Yinka Sho- nibare (Nígeríumaður sem starfar í London) notar mikið textílklæði eins og hér að ofan er lýst í inn- setningar sínar. Hann fjallar þar um spurningarnar um menning- arskilgreiningu, kynþáttahyggju og stéttaskiptingu. Hvað er hvað- an og hvað tilheyrir hverjum? Verk hans, írónísk og beitt, eru oftast innsetningar þar sem gefur að líta við ýmsa iðju hefðarfólk frá viktoríutímanum eða jafnvel geim- fara í „afró“-stíl. Þau hafa farið víða á undanförnum árum og með- al annars á sýningar þekktra safna á vesturlöndum. Margir spyrja spurninga um veruleika okkar og annarra. Spurningarnar um hvert stefnir og hvað við eig- um saman vaka í öllum heims- hornum. Höfundur er myndlistarkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.