Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 51 AUÐLESIÐ EFNI Hæsti-réttur Íslands sýknaði á fimmtu-daginn fjóra sak-borninga í Baugs-málinu af öllum sex ákæru-liðum sem voru eftir af upphaf-legri ákæru í málinu. Héraðs-dómur Reykja-víkur komst að þessari niður-stöðu 15. mars 2006, en dómnum var áfrýjað. Hæsti-réttur stað-festi dóminn svo í gær. Í málinu voru syst-kinin Jón Ásgeir og Kristín Jóhannes-börn ákærð og líka endur-skoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákæru-atriðin lutu annars vegar að meintum lög-brotum við gerð árs-reikninga Baugs á árunum 1998–2001 og hins vegar að inn-flutningi Jóns Ásgeirs og Kristínar á tveimur bílum til landsins á árunum 1999 og 2000. Jón Ásgeir Jóhannesson, for-stjóri Baugs, sagði m.a í yfir-lýsingu sem hann sendi frá sér: „Þetta er mjög ánægju-leg niður-staða og í sam-ræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu að myndi gerast.“ Öll sýknuð af öllum ákærum Morgunblaðið/Sverrir Gestur Jónsson, lög-maður Jóns Ásgeirs, er ánægður. Lög-menn lesa dóminn. Moshe Katsav, for-seti Ísraels, hefur ákveðið að víkja úr em-bætti um stundar-sakir. Em-bætti ríkis-saksóknara ætlar að ákæra hann fyrir nauðgun og kynferðis-lega áreitni þegar hann var ferðamála-ráðherra, mis-notkun á valdi og að hafa þegið mútur. Katsav, sem er kvæntur og 5 barna faðir, vill svara þessum ásökununum. Al-menningur í Ísrael og margir stjórnmála-menn krefjast þess að Katsav segi alveg af sér. Í Ísrael er forseta-embættið valda-lítið en það hefur jafnan notið mikillar virðingar. Mögu-legt er að Simon Perez taki við em-bættinu. Katsav víkur úr em-bætti Moshe Katsav Flestir sáu Mýrina í fyrra Lang-flestir sáu kvik-myndina Mýrina á síðasta ári, eða 81.500 manns. Næst á eftir komu Dauðs manns kista og Casino Royal. Aðrar ís-lenskar myndir ná ekki inn á lista yfir 30 mest sóttu kvik-myndir síðasta árs. Ólafur hannar þak-hæð lista-safns Myndlistar-maðurinn Ólafur Elíasson vann sam-keppni og mun hanna þak-hæð á Lista-safnið í Árósum í Dan-mörku. Verkið byggist á sam-spili lita, ljóss og sjóndeildar-hrings. Það þykir sam-eina list og arkitektúr af fágun. Fær flestar til-nefningar Söngleikja-myndin Dreamgirls, sem byggir laus-lega á ferli stúlkna-sveitarinnar The Supremes, fær flestar til-nefningar til Óskarsverð-launanna í ár, alls 8 talsins. Hún er þó ekki til-nefnd sem besta myndin. Veðlauna-afhendingin fer fram 25. febrúar. Magni farinn til Ameríku Söngvarinn Magni Ásgeirsson er loksins farinn til Banda-ríkjanna og Kanada til að hita upp fyrir rokk-sveitina Supernova á ferða-lagi. Magni missti af fyrstu 6 tón-leikunum, því hann fékk ekki atvinnu-leyfi nógu fljótt. Stutt Frum-varp um Ríkis-útvarpið ohf. varð að lögum á miðviku-daginn. Þau taka gildi 1. apríl nk. Stjórnar-andstöðu-flokkarnir segjast allir stað-ráðnir í að breyta starfs-umhverfi RÚV ef þeir komast til valda eftir kosningar. „Ríkisstjórnar-flokkarnir, Sjálfstæðis-flokkur og Framsóknar-flokkur, hafa kosið að afgreiða frum-varp um RÚV í miklum ágreiningi við stjórnar-andstöðuna. Forystu-menn þessara flokka hafa hafnað öllum sátta-boðum,“ segir í yfir-lýsingu frá Sam-fylkingunni, Vinstri grænum og Frjáls-lynda flokknum. Ný lög um RÚV sam-þykkt Félagsmála-ráðherra og innflytjenda-ráð hélt blaðamanna-fund á miðviku-daginn þar sem kynnt var ný stefna í innflytjenda-málum. Þar kom fram að mark-mið ríkis-stjórnarinnar væri að allir íbúar landsins nytu jafnra tæki-færa og yrðu virkir þátt-takendur í sam-félaginu. Talið er að kunnátta í ís-lensku geti ráðið úr-slitum um að-lögun inn-flytjenda. Stefna stjórn-völd að því að allir eigi kost á 2.000 tíma íslensku-námi sniðnu að þörfum inn-flytjenda óháð bak-grunni þeirra. Þing-menn voru ánægðir með að komin væri stefna í mál-efnum inn-flytjenda en kröfðust þess að fá hana til um-fjöllunar. Jóhanna Sigurðardóttir, þing-maður Sam-fylkingar, sagði að það yrði að tryggja að hér á landi yrði komist hjá vanda-málum, undir-boðum í kjörum, árekstrum og ýmiss konar sambúðar-vanda milli fólks af ólíkum upp-runa sem margar þjóðir hefðu þurft að glíma við. Allir virkir þátt-takendur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót Frá mál-þingi um inn-flytjendur. Hlustenda-verðlaun FM957 voru af-hent á þriðju-daginn í Borgar-leikhúsinu. Hljóm-sveitin Jeff Who? kom, sá og sigraði. Sveitin átti lag ársins, „Barfly“, hún var valin ný-liði ársins og líka hljóm-sveit ársins. Rock Star-tónleikarnir voru þeir bestu á árinu og Magni var valinn söngvari ársins. Klara úr Nylon var söng-kona ársins, en Nylon átti mynd-band ársins, „Losing a Friend“. Plata ársins var Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns. Laddi fékk heiðurs-verðlaun FM957. Jeff Who? kom, sá og sigraði Morgunblaðið/Eggert Jeff Who? taka á móti verð-launum. Ís-lenska lands-liðið í badminton gerði sér lítið fyrir og vann gull á Evrópu-móti B-liða í Laugardals-höll um síðustu helgi. Það vann írska liðið mjög svo óvænt, 3:2, í úrslita-leik og brutust út mikil fagnaðar-læti. Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason unnu 2 lotur í röð á loka-sprettinum. Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir sigruðu svo í tvíliða-leik. Evrópu-meistarar! Morgunblaðið/Golli Liðs-menn fagna óvæntum og sætum sigri. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.