Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 51 AUÐLESIÐ EFNI Hæsti-réttur Íslands sýknaði á fimmtu-daginn fjóra sak-borninga í Baugs-málinu af öllum sex ákæru-liðum sem voru eftir af upphaf-legri ákæru í málinu. Héraðs-dómur Reykja-víkur komst að þessari niður-stöðu 15. mars 2006, en dómnum var áfrýjað. Hæsti-réttur stað-festi dóminn svo í gær. Í málinu voru syst-kinin Jón Ásgeir og Kristín Jóhannes-börn ákærð og líka endur-skoðendurnir Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Ákæru-atriðin lutu annars vegar að meintum lög-brotum við gerð árs-reikninga Baugs á árunum 1998–2001 og hins vegar að inn-flutningi Jóns Ásgeirs og Kristínar á tveimur bílum til landsins á árunum 1999 og 2000. Jón Ásgeir Jóhannesson, for-stjóri Baugs, sagði m.a í yfir-lýsingu sem hann sendi frá sér: „Þetta er mjög ánægju-leg niður-staða og í sam-ræmi við það sem ég vissi í hjarta mínu að myndi gerast.“ Öll sýknuð af öllum ákærum Morgunblaðið/Sverrir Gestur Jónsson, lög-maður Jóns Ásgeirs, er ánægður. Lög-menn lesa dóminn. Moshe Katsav, for-seti Ísraels, hefur ákveðið að víkja úr em-bætti um stundar-sakir. Em-bætti ríkis-saksóknara ætlar að ákæra hann fyrir nauðgun og kynferðis-lega áreitni þegar hann var ferðamála-ráðherra, mis-notkun á valdi og að hafa þegið mútur. Katsav, sem er kvæntur og 5 barna faðir, vill svara þessum ásökununum. Al-menningur í Ísrael og margir stjórnmála-menn krefjast þess að Katsav segi alveg af sér. Í Ísrael er forseta-embættið valda-lítið en það hefur jafnan notið mikillar virðingar. Mögu-legt er að Simon Perez taki við em-bættinu. Katsav víkur úr em-bætti Moshe Katsav Flestir sáu Mýrina í fyrra Lang-flestir sáu kvik-myndina Mýrina á síðasta ári, eða 81.500 manns. Næst á eftir komu Dauðs manns kista og Casino Royal. Aðrar ís-lenskar myndir ná ekki inn á lista yfir 30 mest sóttu kvik-myndir síðasta árs. Ólafur hannar þak-hæð lista-safns Myndlistar-maðurinn Ólafur Elíasson vann sam-keppni og mun hanna þak-hæð á Lista-safnið í Árósum í Dan-mörku. Verkið byggist á sam-spili lita, ljóss og sjóndeildar-hrings. Það þykir sam-eina list og arkitektúr af fágun. Fær flestar til-nefningar Söngleikja-myndin Dreamgirls, sem byggir laus-lega á ferli stúlkna-sveitarinnar The Supremes, fær flestar til-nefningar til Óskarsverð-launanna í ár, alls 8 talsins. Hún er þó ekki til-nefnd sem besta myndin. Veðlauna-afhendingin fer fram 25. febrúar. Magni farinn til Ameríku Söngvarinn Magni Ásgeirsson er loksins farinn til Banda-ríkjanna og Kanada til að hita upp fyrir rokk-sveitina Supernova á ferða-lagi. Magni missti af fyrstu 6 tón-leikunum, því hann fékk ekki atvinnu-leyfi nógu fljótt. Stutt Frum-varp um Ríkis-útvarpið ohf. varð að lögum á miðviku-daginn. Þau taka gildi 1. apríl nk. Stjórnar-andstöðu-flokkarnir segjast allir stað-ráðnir í að breyta starfs-umhverfi RÚV ef þeir komast til valda eftir kosningar. „Ríkisstjórnar-flokkarnir, Sjálfstæðis-flokkur og Framsóknar-flokkur, hafa kosið að afgreiða frum-varp um RÚV í miklum ágreiningi við stjórnar-andstöðuna. Forystu-menn þessara flokka hafa hafnað öllum sátta-boðum,“ segir í yfir-lýsingu frá Sam-fylkingunni, Vinstri grænum og Frjáls-lynda flokknum. Ný lög um RÚV sam-þykkt Félagsmála-ráðherra og innflytjenda-ráð hélt blaðamanna-fund á miðviku-daginn þar sem kynnt var ný stefna í innflytjenda-málum. Þar kom fram að mark-mið ríkis-stjórnarinnar væri að allir íbúar landsins nytu jafnra tæki-færa og yrðu virkir þátt-takendur í sam-félaginu. Talið er að kunnátta í ís-lensku geti ráðið úr-slitum um að-lögun inn-flytjenda. Stefna stjórn-völd að því að allir eigi kost á 2.000 tíma íslensku-námi sniðnu að þörfum inn-flytjenda óháð bak-grunni þeirra. Þing-menn voru ánægðir með að komin væri stefna í mál-efnum inn-flytjenda en kröfðust þess að fá hana til um-fjöllunar. Jóhanna Sigurðardóttir, þing-maður Sam-fylkingar, sagði að það yrði að tryggja að hér á landi yrði komist hjá vanda-málum, undir-boðum í kjörum, árekstrum og ýmiss konar sambúðar-vanda milli fólks af ólíkum upp-runa sem margar þjóðir hefðu þurft að glíma við. Allir virkir þátt-takendur Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdót Frá mál-þingi um inn-flytjendur. Hlustenda-verðlaun FM957 voru af-hent á þriðju-daginn í Borgar-leikhúsinu. Hljóm-sveitin Jeff Who? kom, sá og sigraði. Sveitin átti lag ársins, „Barfly“, hún var valin ný-liði ársins og líka hljóm-sveit ársins. Rock Star-tónleikarnir voru þeir bestu á árinu og Magni var valinn söngvari ársins. Klara úr Nylon var söng-kona ársins, en Nylon átti mynd-band ársins, „Losing a Friend“. Plata ársins var Undir þínum áhrifum með Sálinni hans Jóns míns. Laddi fékk heiðurs-verðlaun FM957. Jeff Who? kom, sá og sigraði Morgunblaðið/Eggert Jeff Who? taka á móti verð-launum. Ís-lenska lands-liðið í badminton gerði sér lítið fyrir og vann gull á Evrópu-móti B-liða í Laugardals-höll um síðustu helgi. Það vann írska liðið mjög svo óvænt, 3:2, í úrslita-leik og brutust út mikil fagnaðar-læti. Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason unnu 2 lotur í röð á loka-sprettinum. Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir sigruðu svo í tvíliða-leik. Evrópu-meistarar! Morgunblaðið/Golli Liðs-menn fagna óvæntum og sætum sigri. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.