Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 1

Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 39. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is STJÖRNUSKARI MARGIR STÓRIR OG GLÆSILEGIR VIÐBURÐIR MUNU EINKENNA LISTAHÁTÍÐ Á VORI KOMANDA >> 51 STÆRRI SKAMMTAR ÝTA UNDIR ÁTIÐ BOMBUR NEYTENDUR >> 28 FRÉTTASKÝRING Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EKKI er hægt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað á fundi Framtíðar- landsins á Hótel Loftleiðum í fyrrakvöld, þótt úrslitastund í sögu hreyfingarinnar nálgaðist. Viðmælendur Morgunblaðsins skýrðu þetta svo að fundarmenn væru sam- mála um að koma í veg fyrir frekari stóriðju, kosning um framboð væri eins konar skoðanakönnun innanhúss. En margur leggur net sín á grænum miðum stjórn- málanna og mátti greina af taugaspennunni í andliti margra fundarmanna að ekki tækju allir svo frjáls- lega afstöðu til mögulegs framboðs, langt í frá. Hjörleifur Guttormsson, sem er óumdeilanlega einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri grænna í umhverfis- málum, sagðist „ekkert hafa að gera í þessu félagi“ breyttist það í stjórnmála- flokk – hætt væri við að framboðið styrkti stjórnar- flokkana í sessi. „Stóra blekkingin“ væri að „reikna með að framboð tæki fylgi frá Sjálfstæðisflokknum“. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri grænna, tók undir þetta og sagði að flokkn- um gæti stafað ógn af grænu framboði, sem gæti „auðveldlega tekið fylgi af honum“. Sama ætti við um mögulegt framboð Ómars Ragnarssonar. Athyglisvert verður að fylgjast með þeirri framvindu. María Ellingsen hefur gefið í skyn að væntanlegt sé nýtt grænt framboð á þessari „ögurstund“ í íslenskum umhverfis- málum, þar sem Framtíðarlandið yrði „bak- land allra grænna flokka“. „Úr fangabúðum stjórnarflokkanna“ Á sama hátt segir Ómar þörf á „þekktum hægrimönnum“ sem gætu tekið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum. Þessi hópur gæti farið inn í önnur samtök, t.a.m. með Margréti Sverrisdóttur yrði það „algrænt framboð“. „Græni herinn berst á tvennum vígstöðvum,“ sagði Ómar. „Aðrar eru pólitískar, hinar ópólitískar. Það þarf að ná liðsmönnum úr fangabúðum stjórnarflokkanna.“ Samfylkingarmaðurinn Dofri Her- mannsson var líkt og Hjörleifur andvígur framboði hreyfingarinnar, þar færi „ennþá […] bara hópur fólks með stóran póstlista“. Svo virðist sem þeir sem ekki áttu beinna hagsmuna að gæta hafi verið hlynntari fram- boði. Ósk Vilhjálmsdóttir varaformaður var í þeirra hópi en hún telur umhverfismálin hafa öðlast slíkt vægi að hægri/vinstri skilgrein- ingar séu úreltar. Margir þeirra sem tóku til máls á miðvikudagskvöld líktu mögulegu framboði við sögulega tilkomu Kvennalistans fyrir um aldarfjórðungi, mikið gæti áunnist og ekki væri neinu að tapa. Margir sem á hlýddu deildu ekki því viðhorfi. Hvað gerir græni herinn nú?  Hjörleifur varar við sjálfsblekkingu grænna  Ómar bíður Margrétar Hjörleifur Guttormsson Ómar Ragnarsson Kakó fyrir fullorðna Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BORIÐ hefur á því að fullorðnir karlmenn hafi reynt að setja sig í samband við börn í gegn- um vinsælan tölvuleik á Netinu. Hluti leiksins er sérstaklega merktur við hæfi 6-8 ára barna. Ingvar Þór Gylfason, annar eigandi síðunnar Leikjalands, segist vilja vara foreldra við og biðja þá að fylgjast með tölvunotkun barna sinna. Ef ekki takist hins vegar að losna við þessa menn geti komið til þess að hann verði hreinlega að loka fyrir leikinn. Ingvar Þór sagðist vilja vara við einelti og fullorðnum mönnum sem reyndu að fá ung börn til þess að gefa upp msn-aðgangsorð sín á opnu spjallsvæði íslenska teiknileiksins „Skissu“, sem vísað er inn á af vefnum leikjaland.is. Sett hefur verið upp viðvörun á forsíðu Leikjalands vegna þessa. Vinsæll leikur Að sögn Ingvars Þórs keppa notendur Skissu um að teikna, giska á af hverju teikningarnar eru og fá stig fyrir. Leiknum er skipt upp í flokka þar sem má nefna: dýr, íslensku, tónlist og 6-8 ára. Ingvar Þór sagði að Skissa hefði náð miklum vinsældum meðal barna en jafnframt geta þau, sem spila leikinn, haft samskipti á spjallborði. Ingvar Þór sagði að þar hefði borið á ljótu orðbragði og einelti. Það væri einnig ljóst að fullorðnir menn hefðu stofnað notendaaðgang að leiknum og reynt að bera sig síðan eftir börn- unum með fyrirspurnum um notendanöfn þeirra á msn, svo eitthvað væri nefnt. „Það má kannski segja að þarna sé verið að reka leikskóla án umsjónarmanna,“ sagði Ingv- ar Þór. „Mér finnst þessi leikur frábær en ef ekki tekst að stoppa þetta getur hreinlega kom- ið til þess, að við neyðumst til að loka þessum leik.“ Brotamenn á barnavefjum Reyna að fá ung börn til að gefa upp msn-aðgangsorð sín á opnu spjallsvæði LEIKKONAN og fyrirsætan Anna Nicole Smith lést í gær í Flórída í Bandaríkjunum. Hún fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi í borginni Hollywood norðan við Miami. Reyndar voru lífg- unartilraunir en þær báru ekki árangur. Smith, sem var 39 ára, eignaðist nýlega dóttur. Skömmu síðar lést tvítugur sonur hennar af hjartsláttartruflunum vegna lyfjaneyslu. Deilur spruttu upp vegna dótturinnar, bæði lögmaður hennar og gamall kærasti sögðust eiga hana. Smith var vinsæl í slúðurdálkum, m.a. vegna megrunarvanda og ýmissa hneykslismála. Árið 1994 giftist hún auðkýfingnum J. How- ard Marshall, sem var 89 ára, en skömmu áður höfðu birst nekt- armyndir af Smith í Playboy. Eiginmaðurinn dó ári síðar og upphóf- ust nú miklar deilur um arfinn milli Smith og sonar Marshalls. Leikkonan Anna Nicole Smith látin í Flórída Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG man mjög óljóst eftir slysinu og atburðum næstu daga á eftir. En ég fann það strax í brekkunni þegar ég rankaði við mér að ég hafði enga tilfinningu í neðri hluta líkamans,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir, sem 30. desember sl. slasaðist mjög alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi. Arna var í æfingaferð með hópi frá skíðafélagi Ísafjarðar þegar hún fór út af skíðabrautinni og rakst á tré. Við áreksturinn brotnaði Arna á þremur hryggjarliðum og hlaut alvarlegan mænuskaða með þeim afleiðingum að hún er lömuð fyrir neðan brjóstkassa, rifbein og bringubein brotnuðu, vinstri öxl tognaði illa, vinstri upphandleggur marðist og hún fékk innvortis blæð- ingar frá milta, sem kallaði á tvær aðgerðir. Sama dag og slysið varð undirgekkst hún aðgerð til þess að stöðva blæðingar í miltanu og dag- inn eftir, þ.e. á gamlársdag, fór hún í aðgerð þar sem hryggurinn á henni var spengdur saman. Arna er nú í endurhæfingu á Grensási. | 14 Á hægum batavegi eftir afar alvarlegt skíðaslys Morgunblaðið/Kristinn Í faðmi fjölskyldunnar Arna Sigríður ásamt foreldrum sínum, Sigfríði Hallgrímsdóttur og Alberti Ósk- arssyni, og eldri bróður, Óskari Ágústi, á Endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.