Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 6

Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VARNARLIÐIÐ hefur enn ekki gefið út launamiða vegna launa- greiðslna síðasta árs. Lagaskylda hvílir á öllum sem greiða laun að skila slíkum miðum til skattyfir- valda og þeirra sem fengið hafa greidd laun. Bjarni Ingimarsson, sem starfaði á launaskrifstofu varn- arliðsins á sínum tíma, segist undr- andi á þessu og segist óttast að þetta kunni að valda sumu fólki sem vann hjá varnarliðinu vand- ræðum. Lagaskylda að skila launamiðum 500-600 manns störfuðu hjá varn- arliðinu þegar það hætti starfsemi sl. haust. Gengið var frá uppgjöri við alla starfsmenn í september, þ.e. launum, orlofi og launatengdum greiðslum. Engum aðila hér á landi var falið að sjá um að svara fyr- irspurnum frá starfsmönnum eða viðskiptamönnum varnarliðsins eft- ir að það hvarf úr landi. Undanfarin ár hefur varnarliðið sent upplýsingar um laun til skatt- yfirvalda og þau hafa síðan verið forskráð á skattframtöl starfs- manna. Nú bendir hins vegar flest til að upplýsingar um launa- greiðslur starfsmanna varnarliðsins vegna tekna síðasta árs verði ekki forskráðar í framtölin. Framlengd- ur frestur fyrirtækja til að skila upplýsingum um forskráningu rennur út í dag. Bjarni sagði að það fólk sem starfaði hjá varnarliðinu hefði allt fengið launaseðla sl. haust og það ætti að gera því kleift að telja fram til skatts. Það væri hins vegar ekki víst að allir hefðu passað upp á launaseðla og því hætt við að ein- hverjir lentu í vandræðum. Grund- vallaratriðið væri hins vegar að það hvíldi lagaskylda á varnarliðinu eins og öðrum launagreiðendum að skila launamiðum. Hann sagðist telja það vera hlutverk íslenskra stjórnvalda að tryggja að þetta yrði gert. Skýrr hefur séð um gagnaþjón- ustu fyrir varnarliðið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur varnarliðið ekki greitt fyrir þjón- ustu Skýrr síðustu mánuðina. Þór- ólfur Árnason, forstjóri Skýrr, sagðist ekki geta tjáð sig um mál einstakra viðskiptavina félagsins. Hann sagði að Skýrr varðveitti all- ar upplýsingar viðskiptavina sinna og það stæði ekki á félaginu að veita umbeðna þjónustu. Ef um ein- hverjar vanefndir væri að ræða þá lægju þær ekki hjá Skýrr. Varnarliðið hefur ekki enn skilað launamiðum Morgunblaðið/ÞÖK Farnir Varnarliðið yfirgaf Kefla- víkurflugvöll á síðasta ári. Upplýsingar um laun starfsmanna ekki forskráðar í skattframtöl? Í HNOTSKURN »Varnarliðið flutti starf-semi frá Keflavík- urflugvelli á síðasta ári og sagði upp öllum íslenskum starfsmönnum. »Varnarliðið gerði upp viðstarfsmennina í haust, en hefur ekki enn skilað launa- miðum til skattyfirvalda eða fyrrverandi starfsmanna. »Öllum launagreiðendumber lagaskylda til að skila launamiðum. TÍU kindur fundust þegar farið var að skyggnast um í Svínatungum og Koltungum í Mýrdal eftir fé. Voru þetta að mestu leyti lömb en þó voru tvær fullorðnar kindur í hópnum. Kindurnar voru frá þremur bæjum, Litlu-Heiði, Giljum og Norður-Fossi. Hér sjást Ólafur Steinar Björns- son, bóndi á Reyni, og Grétar Einarsson, bóndi í Þórisholti, með lambhrút í sauðbandi. Kindurnar voru farnar að horast en vel frískar á fæti. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eftirlegukindur sóttar á fjöll Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞESSI góða niðurstaða kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart, enda hefur Útlendingastofnun sýnt að- stæðum þessara kvenna mikinn skilning,“ segir Margrét Stein- arsdóttir, lögfræðingur Alþjóða- húss, og vísar þar til þess að Út- lendingastofnun veitti nýverið Julie Okechi, fyrstri erlendra kvenna, dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum vegna heimilisofbeldis sem hún varð fyrir af hendi ís- lensks eiginmanns síns. Aðspurð segist Margrét vongóð fyrir hönd þeirra kvenna sem eru í svipaðri stöðu og Julie var og hefur trú á því að Útlend- ingastofnun muni veita þeim samskonar leyfi ef forsendur séu fyrir hendi, því auðvitað þurfi að skoða hvert einstakt mál. Mar- grét hefur áður lýst því að sú stað- reynd að borgarar EES-ríkja hafi forgang fram yfir fólk utan svæð- isins, þegar kemur að veitingu at- vinnuleyfa, færi eiginmönnum kvenna sem eru frá ríkjum utan EES-svæðisins beitt vopn upp í hendur. Aðspurð segir hún nýlegt leyfi Útlendingastofnunar hafa slævt þetta vopn þótt vissulega sé staða umræddra kvenna ennþá erfið og óörugg á margan hátt. Að mati Margrétar ættu íslensk stjórnvöld að íhuga alvarlega það að fara að dæmi Norðmanna, sem tekið hafa upp þá vinnureglu að skoða vel bakgrunn þeirra manna sem kvænast erlendum konum og fá þær hingað til lands. „Mér finnst vel koma til greina að leita eftir upplýsingum um hvort um- ræddir menn hafi hlotið dóm eða verið kærðir fyrir ofbeldi, jafn- framt því að skoða hvort þeir hafi kvænst erlendum konum áður og flutt þær til landsins,“ segir Mar- grét og tekur fram að auðvitað þurfi að útfæra þetta þannig að það samræmist persónulögum. Snýst ekki um mannúð heldur mannréttindi „Við fögnum því að Julie fékk dvalarleyfi hérlendis. Reynslan ein á hins vegar eftir að sýna okk- ur hvort hér hafi verið um ein- stakt tilfelli að ræða eða hvort þetta sé fordæmi sem nýtast muni öðrum konum í svipaðri stöðu,“ segir Sabine Leskopf, stjórn- armaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Að sögn Sabine breytir nýveitt dvalarleyfi Útlendingastofnunar af mannúðarástæðum ekki þeirri sannfæringu stjórnar samtak- anna að nauðsynlegt sé að breyta lögum til þess að tryggja rétt- arstöðu erlendra kvenna sem yf- irgefa ofbeldisfulla eiginmenn. „Í mínum huga snýst þetta ekki um mannúð heldur mannréttindi, að einstaklingur þurfi ekki að vera í sambandi þar sem viðkom- andi er beittur ofbeldi,“ segir Sab- ine og tekur fram að enn séu sorg- lega mörg dæmi þess að erlendar konur þori ekki að yfirgefa ofbeld- isfulla eiginmenn sína eða reyni að þrauka ofbeldisfull sambönd í þau tvö ár sem til þarf til að konan geti fengið sjálfstætt dvalarleyfi með skilyrði um atvinnuþátttöku í stað makaleyfis. Samtök kvenna af erlendum uppruna kalla enn eftir lagabreytingu Vopnið hefur verið slævt Margrét Steinarsdóttir Sabine Leskopf ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, flytur í dag opnun- arávarp á sýningu á verkum eftir Jó- hannes Kjarval og Ólaf Elíasson í listasafninu Gam- mel Strand í Dan- mörku. Það er í fyrsta sinn sem verkum þessara íslensku myndlistar- manna er skipað saman á sýningu. Kjarvalsverkin eru ríflega 30 talsins og mörg verka Ólafs eru ný. Sýningin ber á dönsku heitið Lavaland. Áður munu forsetahjónin sitja hádegis- verðarboð í Amalienborg. Forsetinn mun einnig flytja erindi á málþingi danskra atvinnurekenda um árangur íslenskra fyrirtækja er- lendis og framtíðarhorfur. Meðal ann- arra frummælenda eru Sigurður Ein- arsson, stjórnarformaður Kaupþings, Hannes Smárason forstjóri FL-Gro- up, og Hörður Arnarson, forstjóri Marels. Fundarstjóri er Uffe Elle- mann Jensen, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur. Opnar sýningu í Danmörku Verk Ólafs Elíasson- ar og Kjarvals sýnd Ólafur Ragnar Grímsson EFTIRFARANDI bókun var sam- þykkt á fundi stjórnar Lögmanna- félags Íslands miðvikudaginn 7. febrúar í tilefni af forsíðuumfjöllun Morgunblaðsins um dóm Hæstarétt- ar Íslands í máli nr. 329/2006: „Stjórn Lögmannafélags Íslands harmar myndbirtingu Morgunblaðs- ins af fimm hæstaréttardómurum á forsíðu blaðsins þann 2. febrúar sl. í tengslum við frétt um að dómurinn hefði mildað refsingu í sakamáli sem dómur gekk í deginum áður. Stjórn Lögmannafélagsins tekur sérstak- lega fram að öflug og opin umræða um niðurstöður dómstóla sé afar mikilvæg í hverju réttarríki og hana beri að efla. Stjórnin telur hins vegar fráleitt að draga dómara réttarins persónu- lega fram í umræðuna með þeim hætti sem gert var enda er það mik- ilvæg forsenda fyrir hlutleysi dóm- stóla að niðurstöður þeirra séu ekki tengdar við persónur dómendanna sjálfra.“ Harma birt- ingu mynda ♦♦♦ VIÐSKIPTABLAÐINU hefur verið breytt í dag- blað sem kemur út fimm daga vikunnar. Óli Björn Kárason útgáfustjóri Við- skiptablaðsins afhenti Höllu Tómasdóttur fram- kvæmdastjóra Við- skiptaráðs, fyrsta Við- skiptablaðið í nýrri útgáfu. „Áherslan verður áfram á viðskipti og efna- hagsmál. Þar verður ekki mikil breyting á. Hins vegar stefnum við að því að færa okkur aðeins út í þjóðmálin og breikka efnistökin,“ sagði Gunnlaugur Árnason, ritstjóri Við- skiptablaðsins um breytta útgáfu. Viðskiptablaðið kom fyrst út 26. apríl árið 1994, en stofnandi blaðsins var Óli Björn Kárason. Á þriðjudögum, fimmtudögum og föstu- dögum verða ákveðnar þemasíður en á mið- vikudögum koma út sérblöð. Blaðið í gær var 24 síður en Gunnlaugur sagði að helgarblað Viðskiptablaðsins yrði 40 síðna blað þar sem lögð yrði áhersla á gott og áhugavert lesefni. Viðskiptablaðinu breytt í dagblað Nýtt blað Halla Tómasdóttir tók við fyrsta eintakinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.